Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

22.05.2022 09:11

Sauðburður 2022 á fullu

Sauðburður er búnað ganga mjög vel ég hef misst tvö lömb annað drapst eftir burð og annað var lagst ofan á og auðvitað var

þetta bæði lömb undan bestu kindunum mínum en það er alltaf svoleiðis sem maður missir. Annars hefur þetta verið drauma

sauðburður hægt að setja strax út því það er búið að vera svo gott veður og hlýtt og lömbin spræk og þroskamikil og stækka

hratt. Við byrjum á því að setja kindurnar út í girðingu hjá Sigga meðan þau læra að vera með mæðrum sínum kringum aðrar

mæður og læra þá að þekkja sína mæður og þá er síður að þau týnist undan þeim. Hjá Sigga gekk rosalega vel hann missti ekkert 

á sauðburði nema eitt kom úldið úr einni þrílembu og svo fékk hann þrjú aukalömb ein kom með 4 sem var sónuð með 3 og ein

sónuð með 2 og kom með 3 og einn gemlingur átti að vera geldur en kom með lamb svo þetta var skemmtilegur plús hjá honum.

Kristinn fékk hundrað prósent úr sínum kindum og Jóhanna líka svo þetta er allt saman svo jákvætt og gleðilegt vor.

 

Það er nóg af skemmtilegum litum í ár hér er Blesa með tvö mógolsótt undan Dökkva.

 

Hér er þykkur og fallegur móbotnóttur hrútur undan Dökkva og Melkorku og á móti honum er alveg eins gimbur.

 

Þessi hrútur er undan Rúsínu gemling og Ljúf og hann er mógolsubíldóttur.

 

Hér er Elísa gemlingur hans Kristins með hrútana sína undan Ljúf.

 

Fallegar gimbrar undan Dorrit gemling frá Kristni og eru undan Ljúf.

 

Fallegir hrútar undan Gurru og Ljúf.

 

Vaiana með fallegu móflekkóttu gimbrarnar sínar undan Fönix.

 

Viðja gemlingur er Viðarsdóttir og hún er með móbotnóttan hrút undan Bibba.

 

Klara með lömbin sín undan Húsbónda frá Bárði sem er Glitnis sonur og svo er Einstök

með lömbin sin undan Bibba.

 

Hér er Dísa með þrílembingana sína undan Bolta.

 

Lóa með sín lömb hrút og gimbur undan Dökkva og þau eru alveg dökkmórauð.

 

Skotta með sínar fallegu gimbrar undan Ljúf önnur er svartbotnuflekkótt og hin er móbotnuflekkótt.

 

Hér er Móna Lísa með hrút og gimbur dökkmórauð undan Dökkva.

 

Bylgja gemlingur með gimbur undan Óðinn.

 

Hér er Brussa sem er uppáhalds kindin mín en hún kom með þrjú og eitt

var vanið undir og hún er búnað vera léleg í fótunum í vetur og var í sérdekri en

þegar hún var búnað hafa tvö undir sér í nokkra daga þurfti hún endilega að leggjast

ofan á  annað lambið sitt og það var gimbrin hennar mjög leiðinlegt svo núna gengur hún með

einn hrút undir sér sem verður spennandi að sjá í haust ,hann er undan Bassa lambhrút frá okkur.

Spöng með hrútinn sinn undan Bassa lambhrút sem er Bolta sonur.

 

Falleg gimbur með smá hvít hár í enninu undan Mónu Lísu.

 

Panda gemlingur með hrútinn sinn og Ástrós gemlingur er með henni en það sést ekki lambið hennar.

 

Ronja Rós með golsótta gimbur undan Moldavíu gemling og Óðinn.

 

Hér er Fróði kötturinn hans Sigga.

 

Hexía með botnuflekkótta gimbur og svartflekkóttan hrút undan Ljúf.

 

Mávahlíð með grábotnóttan hrút og gráa gimbur undan Ingiberg(Bibba).

 

Tvær gimbrar undan Gjöf sem er kollótt mórauð og Fönix kollóttum lambhrút frá okkur.

 

Botna hans Sigga með gimbur undan Fönix.

 

Höfn með kynbótahrútinn sinn sem er undan Bolta. Hún var með hæðst stigaða hrútinn

í fyrra hann Bubba sem fór til Óskars á Helgafelli. Höfn hefur farið af stað með tvö fóstur en 

hitt var úldið svo þessi er tvílembingur. Ég er mjög spennt að sjá hvernig hann kemur út í haust.

 

Álfadís gemlingur hans Kristins með hrút undan Dag.

 

Ósk með þrílembingana sína undan Diskó lambhrút frá okkur.

Þetta er svona stór hluti af sauðburðinum hjá okkur en svo á ég fleiri myndir sem ég set hér 

inn á næstunni. Núna er næstum allt komið út á tún og svo alveg út og tvær eiga eftir að bera hjá mér

en sauðburði er lokið hjá Sigga,Kristni og Jóhönnu. Seinasta hjá mér á tal 29 maí og það er gemlingur.

 

 

 

 

Flettingar í dag: 2417
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 2626
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 755381
Samtals gestir: 52705
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 14:20:25

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar