Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

25.08.2022 11:01

Rúntur 24 ágúst

Rákumst á þessar tvær gimbrar móðurlausar og það tók mig smá tíma að læðast að þeim og reyna finna rétta sjónarhornið til að ná mynd af númerinu hjá þeim svo ég myndi ná að sjá undan hverju þær væru en það hafðist þó og kom í ljós að þetta eru gimbrar undan Mávadís og Bassa. Ég er svo búnað taka rúnt eftir þetta og það bólar ekkert á Mávadís svo ég er ansi hrædd um að ég afskrifi hana á lífi fyrst hún sést hvergi.

 


Þetta eru mjög fallegar gimbrar og miðað við stærðina á þeim er ekki langt síðan hún hefur drepist eins voru Siggi og Kristinn búnað sjá hana fyrir ekki svo löngu.

 


Þessi gimbur er undan Ramma sæðingarstöðvarhrút og Kleópötru.

 


Terta með þrilembingana sína og svo móðurlausu gimbrarnar fyrir ofan hana.

 


Ég sagði Emblu minni að læðast ofur rólega að Viktoríu því ég var áður búnað ná að klappa henni úti og það gekk eftir hún er svo æðisleg kind hún var svo góð og leyfði þeim að klappa sér og svo ætlaði hún bara elta þær þegar þær voru að fara. Viktoría er undan Hexíu minni og Vikíng frá Bárði og Dóru Grundarfirði. Viktoría er svo með lömb undan Ljúf.

 


Hér eru stelpurnar að tala við Diskó sinn sem er veturgamal undan Tón sæðingarstöðvarhrút og Vaíönnu.

Hann er alveg einstaklega skapgóður og elskar stelpurnar jafn mikið og þær hann.

 


Hann eltir þær svo upp að fara tala við Ljúf og hina veturgömlu hrútana sem eru allir mjög rólegir og geðgóðir.

 


Sá mórauðu kindina hans Sigga hana Storð með hrútana sína en hún á þennan svarta sjálf og hann er undan Ingiberg eða 

Bibba eins og við köllum hann. En ég veit ekki alveg hver á þennan hvita sem gengur undir líka.

 


Hér er sá hvíti þeir virka báðir mjög fallegir.

 


Það er náttúrulega allt eðlilegt við það að vera súma að í myndavélinni og skoða afturendann á lömbunum he he en þessi er bara svo rosalegur að maður stenst  það ekki að skoða hann betur, þetta er svakalegt lamb frá Sigga undan Lottu og Bibba. Hann vaggar svo geggjað þegar hann labbar og bilið milli lærana er svakalegt það verður svo spennandi að sjá hvað hann fær í læri ég man ekki eftir að hafa séð svona áberandi mikið lamb því myndir sýna auðvitað ekki eins mikið eins og sjá þetta með berum augum en trúið mér þetta er alveg magnaður hrútur.

Flettingar í dag: 2310
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 2626
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 755274
Samtals gestir: 52703
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 13:49:56

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar