Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

31.08.2022 15:59

Vaíana og Randalín koma niður í hlíð


Hér er Vaiana með gimbrina sína undan Fönix.

 


Hér er hin systirin og þær voru rennandi blautar enda hundleiðinlegt veður rigning og rok og þess vegna ákvað ég að fara rúnt í von um að sjá eitthvað nýtt komið niður. Þessar systur eru vel vænar og næstum jafnstórar og mamma sin.

 


Hér er svo hún Randalín sem Kristinn hefur verið að bíða eftir að sjá í allt sumar og hún stendur sig vel og er með öll sín þrjú undir sér og það eru tvær gimbar og einn hrútur undan Húsbónda Glitnissyni frá Bárði Grundarfirði.

 


Hér er svo gimbrin hennar Randalín sem var minnst fædd en hún hefur stækkað vel og eru þau bara mjög jöfn að sjá þó svo að þau séu rennandi blaut.

 


Hér er Moldavía gemlingur með gimbrina sína undan Óðinn.

 


Pila gemlingur með gimbrina sína undan Bibba.

 


Sletta hans Sigga með hrút undan Bibba fæddur tvílembingur en hitt drapst í burði á móti honum. 

Hann er mjög langur og fallegur hrútur.

 


Gimbur undan Spyrnu gemling og Dag.

 


Emil fór í veiðiferð eins og hann hefur gert ár hvert með útgerðastjóranum sínum og fleirum og er meðfylgjandi mynd af Emil í fyrra en núna i ár var hann heldur betur óheppinn hann skar sig á kaf milli vísifingurs og löngutöng og það þurfti að sauma 9 spor en hann lét það ekki stoppa sig og hélt áfram að veiða á sunnudeginum og náði þá að landa einum lax.

 

 

Flettingar í dag: 1803
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 2626
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 754767
Samtals gestir: 52697
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 11:48:14

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar