Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.09.2022 07:11

Væntanleg Hrútasýning veturgamla hjá Búa


Diskó veturgamall undan sæðishrútunum Tón og Vaiönu. Það verður spennandi að sjá hvað hann vigtar

hann var 69 kg sem lamb.

Nú magnast spennan það verður hrútasýning veturgamla í dag inn á Hömrum hjá Bárði og Dóru kl 17:00

Það verður keppt i þrem flokkum hvitum hyrndum, hvítum kollóttum og svo kollóttum og hyrndum mislitum.


Prímus veturgamall keyptur frá Hjarðarfelli hann er undan Val 20-723 og ær nr 19-901

 


Ljómi 21-441 hans Sigga í Tungu keyptur frá Óla á Mýrum og er undan Láki 19-695

 


Ljúfur 21-002 undan Óðinn og Kolfinnu 

 


Hér eru Prímus og Bassi 21-001 undan Bolta og Hrímu.

 

 

Þessi hefur fengið nafnið Tígull hjá Emblu og er undan Hrafney og Bikar sæðingarstöðvarhrút hann er 

lambhrútur mjög fallegur.

 


Hér er betri mynd af honum.

 


Fallegir þrílembingar undan Dísu og Bolta allt hrútar.

 


Hér sést hún með drekana sína sem gengu allir undir þetta er sko alvöru mjólkur kind.

 

Ég á mikið efni eftir að setja hér inn því það er búið að vera bilað í marga daga kerfið á heimsíðunni en ég lofa að 

það á eftir að hrannast inn nóg af efni smátt og smátt þegar ég gef mér tíma en núna er annars nóg að gera á eftir að

fara yfir stigunina hjá okkur það var stigað í gær og svo er hrútasýning í dag svo allt er mjög spennandi og ég ætla halda 

ykkur meira spenntum þangað til ég er búnað klára þennan dag að blogga um hvernig stigun og vigtun kom út.

Flettingar í dag: 2755
Gestir í dag: 276
Flettingar í gær: 1520
Gestir í gær: 208
Samtals flettingar: 732396
Samtals gestir: 48965
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 23:40:03

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar