Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.09.2022 06:45

Stigun fór fram 19 sept

Við létum stiga hjá okkur 98 lömb 54 gimbrar og 44 hrúta. 12 lömb af öllum lömbunum voru ekki stiguð það voru þrílembingar sem okkur fannst ekki koma til ásettnings né sölu því þeir voru frekar slakir og einhverjir hrútar sem náðu ekki nógu góðum ómvöðva og svo vantaði 4 lömb af fjalli sem hafa drepist í sumar.

Árni og Torfi komu og dæmdu lömbin hjá okkur og það er alltaf jafn gaman og spennandi og má nánast líkja því við þegar maður var barn að deyja úr spennu við að fara opna jólapakkana.

 

Hér má sjá Torfa,Kristinn og Árna fá sér smá kaffipásu.

 

Hér er svo spennan farin að líða á seinni hlutann og allir vel kátir, Siggi í Tungu að draga.

Torfi á mælitækinu og Árni að dæma. Friðgeir á Knörr er í baksýn við Sigga og kom og aðstoðaði okkur heilmikið.

Þessi er þrílembingur undan Brussu og Bassa og við ætlum að setja hann á hann stigaðist 88 stig.

Við vorum bara mjög ángæð með dóminn í ár ómvöðvinn hélt sér vel en það hefði mátt vera sterkari læri á hrútunum þar náði enginn 19 í læri en gimbrarnar voru heldur sterkari í lærunum í ár og náðu nokkrar 19 og ein 19,5.


Meðalvigtin í ár var 47 kg af 111 lömbum en í fyrra var hún 46,8 af 74 lömbum. Enda voru lömbin mjög jöfn að sjá núna 4 gimbrar sem misstu mömmu sína í júni drógu aðeins niður vigtina.

Hér kemur svo samantekt yfir dómana í ár.

 

44 Hrútar stigaðir

1 með 88,5 stig

3 með 88    stig

5 með 87,5 stig

7 með 87    stig

7 með 86,5 stig

7 með 86    stig

4 með 85,5 stig

1 með 85    stig

2 með 84,5 stig

4 með 84    stig

2 með 83,5 stig

1 með 82    stig

Meðaltal af þessu var 86,1 stig.

 

Meðaltal ómvöðva var 32,6 hjá hrútunum og hljóðaði svona

 

3 með 36

2 með 35

13 með 34

4 með 33 

6 með 32

8 með 31

4 með 30

3 með 28

 

Lærastigun var að meðaltali 17,9

8 með 18,5

18 með 18

17 með 17,5

 

Meðalþyngd hrútlamba sem voru stigaðir var 50,7 

Meðaltal malir 8,9

Meðaltal ómfitu var 3,1

Meðaltal lögun 4,3

 

Gimbrar voru 52 stigaðar

 

43 af 54 voru með 30 í ómvöðva og yfir og meðaltal ómvöðvar var 32,3 

 

1 með 39

2 með 38 

2 með 37

1 með 36

8 með 35

5 með 34

10 með 33

6 með 32

4 með 31

3 með 30

4 með 29

4 með 28

1 með 27

1 með 26

1 með 24 

Þessar slökustu voru þessar sem misstu mömmu sína nema ein þeirra fékk 33 en annars voru hinar 3 neðstu.

 

Meðaltal af lærum var 18 hjá gimbrunum

 

1 með 19,5

3 með 19

15 með 18,5

14 með 18

17 með 17,5

2 með 17

2 með 16,5

Hér voru líka þessar sömu gimbrar slakastar en þær áttu alveg heilmikið inni og hefðu verið mjög góðar ef þær hefðu gengið undir mæðrunum.

 

Frampartur var 8,8 að meðaltali hjá gimbrunum.

 

3 með 9,5

27 með 9,0

19 með 8,5

5 með 8,0

 

Meðaltal af lögun var 4,3

 

2 með 5

28 með 4,5

23 með 4

1 með 3,5

 

Ómfita var að meðaltali 3,1

 

Þá held ég að þetta sé upptalið hjá mér en svo var Siggi í Tungu líka að fá mjög flotta stigun hann fékk 38 í ómv hæðst í gimbrum og tvo hrúta með 89 stig og einn 88 og fékk einn hrút með 19 í læri af þessum sem voru 89 stig svo var hann með marga fleiri flotta hrúta og mjög flottan gimbrahóp. Kristinn fékk mjög flottar gimbrar hæðst 38 í ómv og 19 læri svo fékk Jóhanna líka mjög glæsilegar gimbrar og hrúta undan Prímus og var hann alveg að slá í gegn hún fékk hrút sem var 88 og 87,5 undan Prímus og svo tvær gimbrar undan honum líka með 18 og 19 í læri og 33 og 34 í ómv svo hann passaði frábærlega á kollóttu kindurnar hennar Jóhönnu. Ég notaði hann á eina kind hjá mér og hún var með gimbur með 33 ómv og 18,5 læri og svo hrút sem var 87 stig. Prímus er veturgamli hrúturinn sem var að vinna veturgömlu sýninguna okkar og er í eigu Kristins og hann keypti hann af Guðbjarti og Hörpu Hjarðarfelli í fyrra.

 

Hér má sjá hluta af flottum ásettnings gimbrum hjá Sigga.

 


Þessi hrútur verður settur á hjá okkur og er undan Randalín og Húsbónda frá Bárði og þessi hrútur er í eigu Kristins.

Hann er þrílembingur og þau gengur þrjú undir og hann er 52 kg 112 fótl 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag 

8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig.

 


Þessa gimbur valdi Freyja dóttir mín því hún náði að gera hana spaka hún er undan Lóu og er alveg svakalega fallega mórauð.

Við setjum líka mórauðan hrút á sem er undan Mónu Lísu og er líka svona dökk mórauður en ég gleymdi að taka mynd af honum.

stigun á móra hljóðaði svona 47 kg 113 fótl 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag

8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87,5 stig.

Ég er að setja þetta inn nokkuð seint því það var allt bilað á síðunni svo núna í dag erum við búnað selja mikið og velja ásettning og meðal 

kaupenda var hann Óskar vinur okkar í Hruna og það er alltaf svo yndislegt og gaman að fá hann í heimsókn. Hann kom með nokkrum félögum sínum

og þeir tóku nokkur lömb hjá okkur. Kristinn er mjög góður vinur Óskars en því miður gat hann ekki verið viðstaddur þegar hann kom en í staðinn ákvað

hann að koma vini sínum á óvart og gefa honum eina gimbur og auðvitað vakti það mikla lukku og gleði þegar við tilkynntum honum það og afhentum 

honum svartbotnótta gimbur.

 


Eins og sjá má skín gleðin og hamingjan í gegnum myndina svo gaman af svona óvæntum glaðningum.

 


Embla dóttir okkar valdi sér þessa gimbur undan Vaíönnu og Fönix.

 

 

 

 

Flettingar í dag: 1142
Gestir í dag: 207
Flettingar í gær: 2761
Gestir í gær: 276
Samtals flettingar: 733544
Samtals gestir: 49172
Tölur uppfærðar: 10.5.2024 20:36:33

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar