Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

07.10.2022 12:10

Sláturmat og fleira

Við settum 31 lamb í sláturhús og 2 kindur og svo var slátrað heima 4 kindum svo það voru 6 kindur sem kvöddu núna og það voru 15-008 Djásn,16-008 Brussa,15-009 Hexía,19-015 Björt,21-011 Viðja. Björt var látin fara því hún ældi jórtrinu seinasta vetur og Viðja því hún er undan Viðari sæðingarstöðvarhrút annars fóru hinar því þær voru orðnar gamlar og lappa lúnar.

 

Við seldum 52 lömb til lífs svo það var ekki mikið eftir af lömbum til að fara í sláturhús en þó fóru 31 stykki og ég er bara sátt við matið miðað við að vera búnað selja svona mikið úr því.

Af 31 lambi var sláturmatið svona

 

Þyngdin var 18,91 kg

Gerð var 10,23

Fita var 6,74

Mamma kom og hjálpaði mér að úrbeina ein rollu hún er með reynsluna í því ,ég er ekki alveg búnað læra úrbeina læri og frampart en get gert það við hrygginn mér finnst hann vera auðveldastur.

 


Ég hakkaði svo.

Það var búningaball hjá krökkunum í skólanum og það var mikill metnaður hjá þeim að búa til búningana og þær sáu um hugmyndina alveg sjálfar og mála og græja og voru búnað vera að sjá um það alla þessa viku og byrjuðu í seinustu viku.

 


Hér eru Hekla vinkona Freyju og Freyja sem kúrekar á hestbaki á hest sem þær bjuggu til og eru með stól undir kassanum og svo hesthausinn stungin ofan í.

Mjög flott og sniðug hugmynd hjá þeim.

 


Hér er svo Embla í miðjunni og Erika vinkona hennar fremst svo kemur Freydís vinkona Emblu líka sem Svampur Sveinsson. Þær bjuggu þetta allt til sjálfar svakalega flott hjá þeim og þær voru sem sagt Svampur og félagar.

 


Hér sést Embla betur hún var í bleikum kósý galla og svo með grímu sem hún teiknaði og málaði.

 

Það er svo framundan á næstunni Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi og mun auglýsing um hana detta inn fljótlega.

Flettingar í dag: 1629
Gestir í dag: 108
Flettingar í gær: 2102
Gestir í gær: 212
Samtals flettingar: 739043
Samtals gestir: 49756
Tölur uppfærðar: 13.5.2024 17:19:15

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar