Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.10.2022 10:04

Hrútar 2022

Við tókum lömbin inn seinasta föstudag fyrir héraðssýninguna og stóru hrútana. Ég er búnað vera vinna í að taka myndir af öllum lömbunum hjá okkur og Sigga og svo fer ég að skella því hér inn smá saman.


22-001 Ás undan 21-005 Prímus frá Hjarðarfelli keyptur í fyrra og svo undan 17-101 Snúllu frá Jóhönnu Bergþórs sem er með kindur með okkur inn í Tungu. Hún notaði Prímus á tvær kindur frá sér og þær komu með alveg afburðar góð lömb meðal annars þennan hrút og svo annan sem var seldur og var 87,5 stig.

Ás stigaðist svona : 56 kg 35 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 116 fótl

8 9 8,5 9,5 9 18,5 9 8 8,5 alls 88 stig.

 


22-002 Tígull undan 17-852 Bikar sæðingarstöðvarhrút og 20-007 Hrafney. Hrafney er undan Móra sæðingarstöðvarhrút.

Tígull stigaðist svona : 55 kg 34 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 114 fótl

8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 86 stig.

 


22-003 Bylur undan 21-702 Húsbónda frá Bárði og Dóru Hömrum og 18-016 Randalín sem er í eigu Kristins sem er með okkur með kindur í Tungu. Þessi hrútur er þrílembingur og þau gengu þrjú undir og eru alveg glæsileg lömb,gimbrarnar á móti honum voru 44 og 51 kg og með 35 og 32 í ómv önnur með 19 læri og hin 18,5 læri svo þetta verður mjög spennandi hrútur að nota.

Bylur stigaðist svona : 52 kg 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag 112 fótl 

8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig. 

 


22-004 Blossi undan 19-402 Dökkvi frá Lalla í Gröf Grundarfirði og 14-008 Móna lísa.

Þessi mórauði Dökkvi var að gefa okkur svakalega fallega mórauð og dökk lömb og vel gerð líka.

Blossi stigaðist svona : 47 kg 113 fótl 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag 

8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87,5 stig.

 


22-005 Klaki undan 21-001 Bassi og 16-008 Brussa. Brussa hefur lengi verið uppáhalds kindin mín og þurfti hún að fara núna í ár því hún var orðin svo lúin og mig hefur alltaf langað til að setja hrút á undan henni og lét verða af ósk minni núna og hef mikla trú á þessu kyni hjá okkur svo það verður mjög gaman og spennandi að sjá hvernig hann kemur út.

Klaki stigaðist svona : 52 kg 109 fótl 36 ómv 2,6 ómf 4,5 lag.

8 9 9 9,5 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 88 stig.

 


Það gengur vel hjá stelpunum að spekja hrútana og hér eru Tígull, mórauður hrútur sem Jói og Auður Hellissandi fá og svo 

Ás eða Tyggjó eins og stelpurnar vilja kalla hann.

 


Hér má sjá hluta af stóru hrútunum Dagur 20-003 hér fremstur svo fyrir aftann er Óðinn 20-001 og Ingibergur 20-442 frá Sigga.

 


Bolti 19-002 situr á rassgatinu í sérstíu í smá prinsa dekri en það þarf reyndar að vera öfugt það þarf að koma honum í gott form he he hann er svo stór og mikill og þar af leiðandi mjög þungur á sér. Hann var að gefa mjög jafnan og þykkann bakvöðva það er sterkur eiginleiki hjá honum gegnum árin sem hann hefur verið notaður.
Flettingar í dag: 1157
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 2102
Gestir í gær: 212
Samtals flettingar: 738571
Samtals gestir: 49725
Tölur uppfærðar: 13.5.2024 13:07:42

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar