Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

29.11.2022 12:44

Viðburðarrík aðventu helgi

Á laugardaginn fórum við að baka piparkökur með krökkunum í grunnskólanum og það er alltaf gaman og ákveðin hefð.

 


Embla kát að skreyta.

 


Ronja lagði sig alla í þetta og er hér mjög einbeytt á svip að skreyta.

 


Emil í mikilli skreytingar hugleiðslu.

 


Hér er Freyja svo kát með allar fallegu skreyttu piparkökurnar okkar.

 


Við skelltum okkur svo í bónus í Stykkishólmi og fórum svo í sund og það er búið að vera svo gott 

veður og rennibrautirnar eru enn þá opnar og hér má sjá nýja barnarennibraut í barnalauginni og Ronja var

ansi montin að sjá hana. Það er alveg yndisleg sundlaugin í Stykkishómi og frábær aðstaða.

 


Það var svo flott samvinna hjá okkur á sunnudeginum í fjárhúsunum. Siggi og Kristinn hjálpuðu okkur að gefa

kindunum ormalyf og hér er Freyja að aðstoða við að draga upp í sprauturnar og ég var á halda hleranum og opna þegar

þær voru búnað fá sinn skammt.

 


Hér eru Siggi og Kristinn að gefa þeim ormalyf í sprautu inn um munn.

 


Hér er Bassi það þarf að hornskella hann.

 


Hér er svo pabbi hans Bassa hann Bolti og það var líka verið að taka innan úr hornunum á honum.

 


Hér erum við að vinna saman við að hornskella Bassa með vírunum.

Ég held í spotta sem heldur honum upp að stoðinni og svo heldur Kristinn í hann og Siggi sagar hornið með vírnum.

Þetta var flottur dagur búið að græja hornin á Bassa og Bolta og gefa öllum kindunum ormalyf.

 


Hér er svo Benóný og Freyja dugleg að hjálpa til við að gefa.

 


Fyrsta í aðventu sama dag fórum við Benóný í messu og þar voru Embla og Freyja að syngja með barnakórnum og margt

skemmtileg að gerast tónlistaratriði frá tónlistarskólanum ásamt fleiru sem gerði þetta svo hátíðlegt og jólalegt.

Flettingar í dag: 2783
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 2626
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 755747
Samtals gestir: 52707
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 16:19:12

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar