Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

27.12.2022 21:40

Gleðileg jól

Við fjölskyldan óskum ykkur kæru síðuvinir Gleðilegra jóla 

 


Við vorum svo lánsöm að Freyja og Bói buðu okkur í mat á aðfangadag svo við gátum verið róleg og

farið í fjárhúsin og græjað krakkana án þess að vera stressa okkur yfir að sjá um matinn líka. Svo dýrmætt að eiga svona góða að.

Aðfangadagur fór vel fram og við borðuðum eins og ég sagði hjá tengdó og svo var Ronja svo óróleg búnað vera svo veik greyjið að við

fórum heim um 8 leitið og þá steinsofnaði hún í bílnum og við leyfðum henni að sofa úr sér og fórum í að opna pakkana með 

hinum krökkunum og Jóhönnu frænku Emils hún var með okkur og það var mjög mikið fjör enda krakkarnir orðnir svo spenntir.

Ronja fékk svo að opna pakkana þegar hún var vöknuð og búnað jafna sig aðeins og þá fékk hún ein alla athyglina og var alveg að njóta

sín í að opna pakkana og sýna stelpunum hvað hún fékk og ég skrifaði niður hvað hún fékk frá hverjum og tók video af henni.

 

Af Ronju að segja var hún áfram mjög veik og það náðist ekki að taka blóðprufu af henni hér heima svo ég fór með hana á 

þorláksmessu upp á Akranes og var svo heppin að fá mömmu bíl lánaðann og hún kom með okkur. Læknirinn í Ólafsvík var alveg frábær

og fylgdi okkur alveg eftir og lét okkur vita að það væri allt klárt fyrir okkur þegar við kæmum upp á Akranes. Ronja var mjög slöpp og með 39,5

stiga hita snemma um morguninn en var búnað vera með 40,5 stig um nóttina svo þetta var orðið frekar óhugnalegt hvað hún er lengi með 

þennan háa hita og læknirinn vildi láta skoða allt sem gæti komið til greina hjá henni. Ferðin gekk vel upp á Akranes og hún svaf nánast alla

leiðina og við hinkruðum svo upp á Akranesi þangað til við fengjum út úr blóðprufunni og Gunnar læknir í Ólafsvík lét okkur vita hvað kom út

úr þeim og sem betur fer kom allt vel út og veirusýkingin var búnað lækka úr 10 frá 20 áður en það var tekið sýni af henni deginum fyrir. Svo allt 

bendir núna til að þessi hái hiti stafi af eyrnabólgunni sem hún er með og við erum komin með nýtt pensilin sem á að vinna á henni.

Annan í jólum er hún búnað vera á pensilininu nýja í 4 daga og fór svo allt í einu um nóttina í 39,5 svo þetta er ekki alveg búið hjá henni en vonandi

fer þetta nú að klárast. 

 

 

Hér eru gullin okkar orðin svo spennt að biða eftir aðfangadegi.

 

Hér eru þau með ömmu sinni Huldu mömmu minni og Benóný orðinn svo stór að hann er ná ömmu sinni.

 


Hér er Embla Marína að opna pakkana og fékk þessa kósý peysu í jólagjöf frá ömmu Freyju og hún var alveg í skýjunum og

fór strax í hana.

 


Hér er litla dúllan okkar að sofa úr sér veikindin á aðfangadag.

 


Hér er Freyja Naómí að opna pakkann sem hún fékk frá okkur og það var málingardót strigar og akrýl máling og líka til að mála steina

hún elskar að teikna og mála.

 


Jóhanna og Freyja eru að skemmta sér vel við að opna pakkana.

 


Hér er Benóný að opna pakkana hann var nú heldur betur glaður þegar hann fékk frá okkur playstation 5.

 


Hér er svo Ronja Rós loksins vöknuð og byrjuð að opna pakkana.

 


Stelpurnar fengu þessu kósý náttföt í jólagjöf frá ömmu Huldu og Ronja fékk kósý sokkana frá Dagbjörtu frænku og fjölskyldu.

 


Hér er krúttið okkar inn í sveit hjá Freyju og Bóa fyrir matinn á aðfangadag.

 


Hér eru Embla og Ronja systurnar saman og Embla með rauðu jóla gervineglurnar sínar.

 


Það er svo fallegt heimilið hjá Freyju og Bóa og hún er alveg snillingur í uppstyllingu og skreytingu.

 


Benóný að opna frá ömmu og afa inn í sveit.

 


Freyja Naómí og Embla Marína og Jóhanna frænka þeirra.

 


Það er líka jólagleði í fjárhúsunum hér er Magga Lóa komin í jólastuð.

 


Stelpurnar sáu um að koma Diskó í jólastuðið og hann fékk glimmer sprey og rautt naglalakk svo var nú ekki verra að það var 

hans fyrsta kind þetta árið að blæmsa svo þetta var dýrðar dagur fyrir hann og líta svona ljómandi vel út fyrir hana he he.

 


Vigdís hans Kristins fékk jólahúfu líka til að komast í jólaskapið.

 


Hér er Kóngur frá Bergi og Skotta. Við fengum Kóng lánaðan yfir fengitímann og hann fékk nokkrar kindur.

 


Hér eru stelpurnar að skreyta jólatréð.

 


Benóný Ísak hjálpaði líka til við að skreyta.

 


Þykir mjög vænt um kindahornið mitt.

 


Hér má svo sjá jólatréið okkar fullskreytt og þakið pökkum.
Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 1520
Gestir í gær: 208
Samtals flettingar: 730023
Samtals gestir: 48741
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 05:35:33

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar