Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

09.06.2023 09:16

Borið á túnin og sauðburði lýkur


Hér er Emil að bera á inn í Fögruhlíð á mánudagskvöld 5 júní.

 


Hér er verið að setja áburðinn á dreifarann.

 


Ronja Rós var alveg að njóta sín í traktornum.

 


Bríet hans Kristins bar 3 júní hrút undan Ljóma.

 


Prinsessa bar 5 júní gimbur undan Byl.

 


Glóey bar 8 júní gimbur undan Byl. Við héldum að hún væri geld eða hafi látið því það var svo lítið 

undir henni en vildum ekki alveg útiloka það svo við héldum henni inni lengur og svo bar hún skyndilega

en það er mjög lítil mjólk í henni og hefur Siggi verið að gefa lambinu pela og ég hef verið að láta það 

sjúga annan gemling til að fylla sig en við létum þetta svo duga það er farið að fá eitthvað úr Glóey því það

þarf ekki mikið í viðbót af pela til að fylla sig svo við slepptum henni út í girðingu á græna grasið og 

vonandi fer þá að koma meiri mjólk í hana. Sauðburðurinn endaði svona í brasi þessir þrír gemlingar sem báru 

voru lengi að taka lömbin sín og börðu þau fyrst og þurftu svona einn dag til að átta sig áður en þeir voru góðir við þau

nema þessi mórauða hún vildi lambið en þá var ekki nóg mjólk en mikið er nú gott að þetta hafðist allt saman og nú

er allt komið út þá líður manni svo vel.

 


Hér eru Prinsessa og Bríet komnar út.

 


Hér er Glóey komin út.

 


Hér sést betur lambið hjá Bríet.

 

 


Hér er Embla og Bói afi hennar að teyma Ösku folaldið hennar Emblu inn í Varmalæk.

 


Hér eru þau alveg að verða komin.

 


Hér eru þau svo komin en ástæðan fyrir því að þurfti að teyma folaldið var afþví að hestarnir tóku á sprett inn eftir 

og folaldið náði ekki að fylgja þeim eftir.

 

 

Flettingar í dag: 3135
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 2626
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 756099
Samtals gestir: 52711
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 17:42:30

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar