Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

16.02.2020 21:01

Fósturtalning 2020 í Tungu

Núna á laugardaginn kom hann Guðbrandur Þorkelsson og fósturtaldi hérna í Snæfellsbæ og það var að koma víðast hvar mjög vel út og menn bara ánægðir með frjósemina.

Við erum mjög sátt bara við útkomuna hjá okkur nema ég var svekkt yfir einni veturgamalli sem ég sá aldrei ganga og hún var tóm svo hún er mjög líklega ónýt. Hún var með lambi í fyrra sem gemlingur en hefur eitthvað skemmst fyrst hún gekk ekki núna í haust. 

Þessi kind er móbottnótt og er undan Eik sem skilaði sér ekki í haust og hún var líka móbottnótt svo sá litur deyr út hjá mér nema ég eignist þann lit í vor sem er frekar ólíklegt.
Hér er Bubbi að sóna og Emil að halda. Ég er að skrifa og stelpurnar okkar bíða spenntar
eftir að fá að vita hversu mörg fóstur eru í þeirra kindum. Hildur Ósk frá Hellissandi kom
og fylgdist með og tók myndir fyrir mig sem var mjög hentugt og gaman.
Hér er allt á fullu og Kristinn,Gummi Óla,Jóhanna,Þórsi og Hildur komu og aðstoðuðu mig
Emil og Sigga í skoðuninni.
Benóný átti í djúpum samræðum við Kristinn um rennibrautir og eru þeir hér í heitum
samræðum um hvernig rennibraut væri hentugust í Ólafsvík því Benóný hefur miklar
áhyggjur af því að snáka rennibrautinn er bara fyrir 8 ára og yngri og nú er hann orðinn
of stór fyrir hana og vantar nauðsynlega að fá nýja rennibraut í Ólafsvík. 

Jæja þá er það útkoman úr talningunni hjá okkur.

Kindur alls 84 og 159 fóstur.

Eldri ær alls 58 sónuð 121 fóstur

13 með 3
27 með 2
8   með 1
Meðaltal 2,09

Veturgamlar ær alls 14 sónuð 25 fóstur

12 með 2
1   með 1
1 ónýt
Þessi sem er með eitt var sædd.
Meðaltal 1,79

Gemlingar 12 sónuð fóstur 13

3 með 2
7 með 1
2 með 0
Meðaltal 1,08
Þessir með 0 fengu reyndar í janúar svo kanski leynist í þeim ef það skeður sama og í fyrra
þá voru þeir sem fengu í janúar sónaðir tómir en voru svo með lömbum en það kemur þá 
bara í ljós.

Vaskur er með 28 fóstur og 2 þrílembdar

Askur er með 27 fóstur og 3 þrílembdar. Askur er sá golsótti.
Bolti er aftari hrúturinn og Mosi sá fremri sem er búið að taka af.
Bolti er með 25 fóstur og 3 þrílembdar. Hrúturinn frá Kristni Bæjarstjóra sem er frá okkur
Mosi er með 23 fóstur og 3 þrílembdar. Hrútur frá Guðmundi Ólafs

Kaldnasi er með 14 fóstur

Kolur er með 15 fóstur

Bjartur er með 8 fóstur það er hrútur sem við fengum hjá Kristjáni Fáskrúðarbakka kollóttur.

Svarti Pétur er með 5 fóstur 1 þrílembda hann er frá Óttari á Kjalvegi.

Sprelli er með 2 fóstur hann er frá Sigga í Tungu undan Gosa hans Gumma Óla Ólafsvík.

Svanur er með 5 fóstur 1 þrílembda.
Þetta er mynd af Svan þegar hann var lambhrútur.

Drjóli er með 2 fóstur
Ákvað að setja þessa mynd inn til að lífga aðeins upp á veturinn sem er búnað vera svo
erfiður veðurlega séð svo við getum hlakkað til sumarsins en ég er nú ekki alveg klár
hvaða hrútar hér eru á ferðinni en þetta gæti alveg verið Drjóli annar þeirra en þetta er
tekið eitt vorið sem þeim var hleypt út eftir veturinn.

Sæðingar

Amor 1 fóstur
Mjölnir 1 fóstur
Mínus 2 fóstur
Móri 1 fóstur

Við fáum nú ekki mikið af sæðingum en það er þó allavega eitthvað.
Ronja Rós vaknaði í dag þegar ég var í fjárhúsunum svo við tókum hana inn með okkur
enda komin tími til að hún fari að venjast því að vera í fjárhúsunum he he.
Freyja er að sýna henni kindurnar.
Benóný,Svavar og Freyja fundu upp á skemmtilegum leik að leika sér ofan í síldartunnu
og rúlla sér inn í henni.
Benóný að fá sér hænu tíma. Hann elskar hænurnar inn í sveit hjá ömmu Freyju og afa Bóa.
Hér eru þær svo flottar.
Hér eru fleiri.
Hér er svo ein að lokinni hænu heimsókn.
Freyja og Embla með gemlingunum.

Fósturtalningin hjá Sigga kom líka rosalega vel út hann er með 33 kindur
og 7 gemlinga.

4 kindur með 3
21 með 2
1 með 1

Gemlingar
3 með 2
2 með 1
2 með 0

Látum þetta svo duga að sinni og það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.Flettingar í dag: 793
Gestir í dag: 307
Flettingar í gær: 810
Gestir í gær: 266
Samtals flettingar: 2096718
Samtals gestir: 285750
Tölur uppfærðar: 5.3.2021 15:25:23

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar