Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

27.03.2020 14:06

Fjárhúsatími

Það er allt í rólegheitum í fjárhúsunum og við sprautuðum fyrri sprautuna í gemlingana um 
daginn og Siggi sprautaði og ég hélt í þá. Það er svo sem ekki mikil breyting fyrir mig á þessum skrýtna tíma sem er núna með þessari kórónu veiru því ég held bara minni rútínu í fjárhúsunum að gefa og svo að vera heima með gullið mitt hana Ronju Rós sem fyllir alla daga af kátínu og gleði. 

Hinir krakkarnir eru í skólanum með mjög ströngu eftirliti og boðum og bönnum sem 
erfitt er að melta en standa sig þó bara mjög vel. 

Benóný hatar 2020 og hefði helst viljað fæðast 2021 he he svo hann þyrfti ekki að upplifa þetta ár. 

Það fer auðvitað verst í hann að geta ekki farið í sund og hefur áhyggjur af að komast ekki í rennibrautir í sumar og vill að við kaupum rennibraut og heitapott í garðinn ef það verður ekki búið að lagast.

Ég er samt bara reyna útskýra fyrir þeim að vera jákvæð og meta allt þetta góða sem við erum með að við séum með Hús,rafmagn,sjónvarp,tölvu,vatn og mat og eigum hvort annað að, svo þetta gæti verið mikið verra því þau meta jú sjónvarp og tölvu mikils og ekki myndu þau vilja vera án þess.

 Ég segi þeim alltaf að hugsa bara einn dag í einu ekki spá of mikið í hvað næst bara lifa í núinu. Einbeita sér að því að við erum hraust og okkur liður vel svo við þurfum ekki að vera hrædd og stressuð að vera veik ef við verðum veik þá tökumst við á við það þegar að því kemur.
Hér er svo alltaf hægt að kúpla sig út frá öllu og eiga gæðastundir saman.
Freyja elskar að leika við gemlingana.
Og þeir elska okkur og það er alger plága að sópa króna hjá þeim maður fær engan frið.
Þessi gráa er undan Fáfni sæðishrút og er rosalega sterkur karekter og æðisleg.
Hérna eru tvævettlurnar að kíkja yfir og bíða eftir klappi.
Freyja reddar því.
Benóný að klappa Rósu og Vaíönnu.
Benóný Ísak og Freyja Naómí.
Freyja svo mikil sveita stelpa.
Eg fékk hóp af flottum vinnu krökkum með mér um daginn.
Freydís,Vigdís,Arna,Embla og Freyja.
Freyja að gefa.
Vigdís að gefa.
Arna að gefa.
Freydís að gefa.
Embla að gefa.
Svo gaman hjá þeim og þær voru svo duglegar að hjálpa mér.
Freydís og Freyja að dreifa athyglinni þeirra meðan ég sópaði slæðingin af grindunum.
Freyja og Benóný.
Freyja að fá smá knús.
Benóný að fá sér hænutíma hjá Freyju ömmu og Bóa afa.
Gaman í sveitinni hjá ömmu og afa. Bjarki Steinn,Embla Marína,Freydís Lilja og Freyja
Naómí.

Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 187
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 287
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 1751890
Samtals gestir: 233738
Tölur uppfærðar: 5.6.2020 21:18:59

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar