Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.02.2021 07:30

Fósturtalning,bolludagur og öskudagur

Guðbrandur Þorkelsson kom til okkar síðast liðinn laugardag og fósturtaldi. Hér má sjá hann vera stilla upp og Embla og Freyja fylgjast spenntar með og svo er Jóhanna, Emil og Kristinn orðin svo spennt að bíða og sjá hvernig kemur út.

Það kom bara mjög vel út hjá bæði okkur og Sigga.

Eldri ær eru 27 og 20 voru með 2 og 7 með 3 meðaltal 2,26

2 vetra ær eru 9 og 6 voru með 2 og 2 með 1 og ein var ónýt. meðaltal 1,56

Gemlingar eru 16 í allt og við ákváðum að hafa helming geldan sem voru minni og undan 
uppáhalds kindum sem við létum fara í haust svo það var ekki mikið af fóstrum í gemlimgunum.

4 voru með 2 og 4 voru með 1 og svo voru 8 geldir.

Inn í þessari tölu eru líka kindurnar frá Kristinn bæjarstóra sem eru 2 og var ein með 2 og
ein með 3. Gemlingarnir hans eru 2 og var einn með 2 og einn með 1.

Hjá Jóhönnu voru allar ærnar með 2 þær eru 3 og svo á hún einn gemling sem er hafður
geldur.

Hjá Sigga voru 4 þrilembdar 1 með eitt og ein geld og rest með 2.

7 gemlingar eru hjá honum og 3 voru með 2 og 3 með eitt og í einum var fóstrið að drepast.

Af okkar talningu að segja er ég bara mjög ánægð nema með hana Skellibjöllu sem er ónýt
það er mjög falleg kollótt kind sem er undan Guðna sæðingarstöðvarhrút og var hún geld
sem gemlingur og svo sá ég hana aldrei ganga núna í ár.

Hérna er hún í haust þegar við tókum inn sú kollótta sem er ónýt.
Þær sem voru með eitt var Gjöf sem ég fékk hjá Friðgeiri á Knörr í fyrra og svo var það
Embla sem Embla dóttir mín á og ég sæddi hana með Glitni.

Þetta er hún Harpa og er í miklu uppáhaldi hjá Benóný hún var geld í fyrra og Bárður tók
hana að sér og ætlaði að reyna fá lamb í hana fyrir Benóný og lét sprauta hana 
fyrir fengitímann svo það yrðu meiri líkur að hún myndi fá en hún gekk aldrei svo var 
sónað hjá Bárði á þriðjudaginn og hún var tóm greyjið og hann sá einhvað inn í henni,
hún var með lamb sem gemlingur en hefur eitthvað eyðilagst síðan eftir það svo Benóný
verður að kveðja hana.

Hér er svo hún Lóa sem ég gaf óvart séns í haust en hún hafði aldrei komið með lamb var
geld sem gemlingur og var sónuð með lambi veturgömul en kom svo ekki með neitt svo 
ég taldi víst að hún hafi látið og ákvað að taka séns á henni aftur núna í haust og Emil 
hristi bara hausinn yfir vitleysunni í mér en viti menn hún er sónuð núna með 2 lömb og
ég er svo geggjað hamingjusöm yfir að hafa farið eftir mínu innsæi og látið hana lifa því
hún er ekki bara falleg heldur er hún alveg súper karekter og einstaklega gjæf og á það enn
til að reyna hoppa í fangið á mér þegar ég er að sópa þó hún sé nú orðin fullstór og þung til
að príla upp á mig.

Sóldögg mamma hans Dags var búnað vera mikið að slást við hinar kindurnar og mjög úrill
svo tók ég eftir að hún var hætt að fara á jötu og Siggi tók eftir þvi líka og tók hana frá svo
þegar ég kom að gefa daginn eftir þá var hún steindauð og það var búið að blæða út úr henni svo ég held að hún hafi verið barinn svo illa að hún hafi fengið einhverja innvortis blæðingu.

Hér er þegar verið var að sortera fyrir talninguna.

Ronja Rós er búnað vera fara í sveitina hjá ömmu Freyju og afa Bóa á morgnana meðan
ég fer að gefa og hún er alveg að elska að fá að labba úti og verður brjáluð þegar á að
taka hana inn.

Hér er hún að gefa hænunum brauð.

Að máta stólinn hjá ömmu svo mannaleg.

Út að labba með Freyju og Emblu.

Að labba fyrir neðan húsið hjá okkur þar er göngustígur.

Svo skemmtileg birtan á þessari mynd tekin um morguninn í sveitinni.

Í sandkassanum hjá ömmu og afa í Varmalæk.

Mamma Hulda með bollukaffi á bollu daginn.

Ég var með sérþarfir og kom með bleikt krem fyrir mig og hér er mamma með Ronju Rós.

Hér eru svo allir saman á öskudaginn Embla Marína kúreki,Ronja Rós jarðarber,Freyja Naómi zebrahestur og Benóný risaeðla.

Svona fóru þau í skólann svo flott.

Við kíktum svo í glæsilegu fjárhúsin hjá Jóa og Auði á Hellissandi og hér er kaffistofan
ekkert smá hlýleg og notaleg með fallegum myndum af Bjarti sem var pabbi hans Jóa og
elskaði mikið kindurnar sínar.

Jói fékk Blíðu þessa móflekkóttu hjá okkur og hún er sónuð með þrjú.

Það er vel hugsað um kindurnar hér og þær eru vel dekraðar hér er Jói að klappa einni.

Hér eru gemlingarnir hjá þeim.

Hér er Urður sú gráflekkótta Jói fékk hana líka hjá okkur í haust hún er sónuð með 2.

Hér eru svo lamhrútarnir hjá Jóa og Auði.

Hér er Jói svo að klappa gemlingunum sínum. Þessi mógolsótta sem hann er að klappa
fékk hann hjá okkur í haust hún er undan Kol og Poppý.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 460
Gestir í dag: 204
Flettingar í gær: 361
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 2094295
Samtals gestir: 284897
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 06:45:00

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar