Hér er hinn á móti. Hún er að óþekkast við að liggja með þá við vegriðið í Búlandshöfðanum en ég er mjög þakklát vegagerðinni að þeir eru búnað setja skilti sitthvoru megin
við Búlandshöfðann í brekkuna að það geti verið kindur á veginum. Þeir eru báðir með gulan fána.
Þessi lambhrútur er undan Díönu 22-019 og Úlla 22-914 sæðingarstöðvarhrút og er með ljós grænan fána C 151.
Hér er Dísa 19-360 með hrút og gimbur sem eru fæddir fjórlembingar og þau eru bæði með grænan fána eða R 171 og þau eru undan Styrmi 23-930 sæðingarstöðvarhrút.
Hér er Hildur 22-013 með hrútana sína undan Byl 22-003. Þeir eru báðir með ljósgrænan fána H 154.
Þessi mynd er tekin 1 sept.
Ljúfa 22-018 með gimbrarnar sínar undan Vind 23-004 og þær eru báðar með ljós grænan fána H 154.
Hér er Epal 20-014
Hún er með eina hyrnda gimbur og eina kollótta en þær eru undan Boga 23-637 frá Óla Ólafsvík og Bogi er ARR hrútur önnur gimbrin er með ljósgrænan fána H 154 og hin gul.
Álfadrottning 21-016
Hún er með gimbrar undan Byl 22-003 og þær eru báðar með bláan fána N 138.
Hér er hún aftur og þessi mynd var tekin í dag 11 sept.
Önnur gimbrin er aðeins hærri og stærri.
Hin aðeins lægri og minni svo þær eru frekar ólíkar systur.
Fallegir kollar undan Snúllu 17-101 og Prímusi 21-005 , þeir eru með gulan fána.
Þessir tveir eru undan 22-006 Ösp og Stein 23-926 sæðingarstöðvarhrút og sá svarti er með grænan fána R 171 og sá hvíti er með gulan fána.
Þeir virka allir bæði undan Snúllu og Ösp svakalegir bolar og miklir að sjá að aftan.
Sperra 22-206 frá Sigga í Tungu með hrút og gimbur undan Boga 23-637 frá Óla Ólafsvík.
Hér sést gimbrin betur frá Sperru og Boga.
Fyrsti göngutúrin upp á fjall inn í Fögruhlíð var tekinn í morgun svo núna ætla ég að setja mér það markmið að reyna að fara í
fjallgöngu einu sinni á dag fyrir göngur til að byggja upp þol og koma mér í gönguform. Það var æðislegt veður í dag en frekar kalt það hefur frosið í nótt
því það var klaki á pollunum og sum staðar í jarðveginum.
Hér sést í Svartbakafellið og það var enga kind að sjá þar sem ég gáði en það voru nokkrar mín megin að sjá ofar .
Hér er Lalli að bera á túnin fyrir okkur en hann byrjaði að dæla út úr fjárhúsunum fyrir okkur í vikunni.
Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.