Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.11.2024 22:53

Sprautað lömbin og smalað fé frá Kvíabryggju.

Á sunnudeginum 3 nóv sprautuðum við gimbrarnar seinni sprautu með blönduðu bóluefni.

 


Ég hélt í lömbin og Siggi sprautaði og Emil var á hleranum að hleypa þeim fram sem búið var að sprauta.

 


Ronja Rós var svo dugleg í fjárhúsunum að sópa.

 


Hér er hún svo seig með risa fang að gefa kindunum.

 


Hér var hún í stuði að hoppa í heyinu og vildi að ég tæki mynd af sér í loftinu.

 


Hér erum við Freyja komnar upp í Hlíð að smala ókunnugu kindunum sem við sáum í fyrradag og við

skyldum Emblu eftir fyrir ofan Mávahlíð til að standa fyrir svo þær færu ekki upp í hlíð fyrir ofan Tröð.

 


Það er milt og gott veður til að smala og þær voru þó nokkuð hátt uppi rétt fyrir neðan klettana og það

tók mig smá stund að komast upp fyrir þær en þegar það hafðist húrruðu þær niður og blönduðust

við okkar kindur alveg eins og ég var að vona að myndi gerast.

 


Hér sjást þær fara niður með Mávahlíðargilinu og svo reyndar tóku þær upp á að snúa á 

Emblu þar sem hún stóð fyrir og þessar ókunnugu blönduðust ekki okkar kindum heldur dróu sig út úr 

hópnum og skiptu sér í tvo hópa svo ég og Freyja máttum hafa okkur alla við að hlaupa til baka og 

sækja bílinn og bruna inn í Fögruhlíð til að fara upp í hlíð og komast fyrir þær svo við myndum ekki missa þær 

upp hinum megin.

 


Hér erum við Freyja komnar upp í Fögruhlíð móðar og másandi og öfugt við Emblu sem þurfti að bíða svo lengi fyrst að henni var

orðið ískalt en við Freyja að kafna við að labba endalaust upp. Þær stóðu sig svo vel stelpurnar svo duglegar að smala.

 


Eftir þó nokkurn eltingarleit við þessar ókunnugu náðist að koma þeim niður.

 


Við lentum svo í veseni og ég var að missa þær aftur upp hjá Kötluholti og stelpurnar voru svo langt fyrir aftan mig

að ég gat ekki fengið aðstoð hjá þeim en til allra lukku sá ég að Siggi var heima í hádegismat og ég náði að hringja

í hann og hann kom að aðstoða okkur og það bjargaði mér alveg því ég var orðin þó nokkuð þreytt og hefði örugglega 

ekki haft nóg þrek í að komast fyrir þær ef hann hefði ekki komið á móti mér svo þetta gekk allta saman vel að lokum.

 


Hér eru þær svo komnar inn í fjárhús í Tungu og það kom í ljós að þetta var allt frá Kvíabryggju 3 kindur og 2 lömb.

 


Það var svo halloween ball á leikskólanum og hér er Ronja Rós í búninginum sínum.

 

Flettingar í dag: 637
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 800
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 1277258
Samtals gestir: 72945
Tölur uppfærðar: 2.1.2025 17:29:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar