Það var vel drungalegt yfir um morguninn en fínasta veður til að smala. Við byrjuðum á að gá hvar kindurnar væru og sýndumst í fljótu að þær
væru bara á þæginlegum stöðum og þetta myndi taka stuttan tíma að ná þeim heim. Hér er Kristinn að reka í átt að Mávahlíðargilinu.
Við lentum svo í því að það var keyrt á tvær kindur hjá okkur í seinustu viku og þær dóu báðar og svo kom í ljós núna þegar við fórum að sækja kindurnar
að það hefur ein enn lent í þessari ákeyrslu því hún var með opið beinbrot og við þurftum að lóa henni líka svo þetta hefur aldeilis verið mikil óheppni bæði hjá
bilstjóra og kindum að vera á röngum stað á röngum tíma en við vorum látin vita af þessu og náðum að fara og taka þær sem keyrt var á í snældurvitlausu veðri og það
var varla stætt að ná í þær og önnur var enn lifandi þegar við komum á staðinn en þegar við fórum að sækja kerrruna og komum aftur var hún dáinn.
Bilstjórinn hélt einmitt að þetta hefðu verið 3 kindur sem reyndist svo vera rétt við vissum bara ekki af þessari því hún kom í ljós núna þegar við smöluðum.
Þetta voru Óskadís 18-010 mórauð kind með hvíta krónu og sokka ein af mínum uppáhalds enda óska liturinn minn. Lára 22-017 svartbotnótt og Hrafntinna 20-005 svört
svo þær voru allar dökkar og því verið erfitt að sjá þær á veginum í grenjandi rigningu og roki.
Svo þetta óhappa ár ætlar seint að taka enda en svona er þetta bara stundum og fylgir því að vera sauðfjárbóndi.
|
Aftur af smöluninni þá gekk hún vel og þær runnu ljúft niður úr hlíðinni niður á veg.
|
Krsitinn og Emil fylgdu svo kindunum niður í Tungu og fóru í Hrísar að ná í kindur þar á meðan við Siggi fórum á Holtseyrarnar og Siggi fór upp
fyrir þær að rótum Svartbakafellsins og ég beið á meðan því ég lagði ekki í að vaða yfir ána það var svo mikið vatn í henni svo sá Siggi glitta í
kindur fyrir ofan Selhólinn í átt að Svartbakafellinu mín megin við gilið svo ég labbaði langleiðina upp í Hríshlíð til að komast upp fyrir þær
og þá kom í ljós að þetta voru 6 kindur allar frá okkur og ég náði að koma þeim niður hjá Rauðskriðumelnum og svo tóku þær upp á því að fara
fyrir ofan bústaðina en fóru svo niður við bústaðinn hjá Snorra og Gauðlaugu og þaðan niður á veg og voru þægar eftir það og runnu beint niður í
Tungu.
|
Hér renna þær niður við Rauðskriðumelið.
|
Hér er mjög falleg náttúra ég held ég fari með rétt nafn að þetta sé Skriðugil.
|
Hér fara þær svo upp úr gilinu og upp að bústaðinum hjá Sigrúnu og Ragga.
|
Hér er svo Siggi með hinn hópinn ef vel er að gáð er hann milli klettana með hvítan hóp af
kindum hér hægra megin á myndinni.
|
|
|
|
|
Hér eru þær sem voru að fela sig við gilið í Svartbakafellinu. |
Þegar við fórum svo yfir kindurnar kom í ljós að við höfum ekki náð öllum inn fyrir Búlandshöfða það vantaði nokkrar sem áttu að vera þar,
eins þurfti Siggi að ná í nokkrar sem voru í Tungufellinu svo við skiptum okkar niður. Siggi fór í Tungufellið og ég og Emil fórum inn fyrir Búlandshöfða
að leita af hinum og vorum þó nokkra stund að finna þær en svo sáum við þær þá voru þær að fela sig fyrir neðan rafveituhúsið sem var einu sinni í
Búlandshöfðanum fyrir neðan veg en þegar maður labbar þar niður á er smá dalur sem þær geta leynst í og kallast litla Búland.
|
Hér sést rafmagns kassinn og hér rölta kinduranar fyrir neðan veg.
|
Við höldum svo áfram undir Höfðanum.
|
Hér eru þær komnar inn og sáttar að vera komnar á garðann.
Hjalti dýralæknir kom svo í dag þegar við vorum búnað smala og sprautaði ásettningin bæði gimbrar og hrúta.
Svo þetta var langur og góður dagur og miklu komið í verk.
|
|
|
|
|
|