Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.11.2024 22:13

Hrútafundur,rúningur og gefið ormalyf.

Hrútafundur fór fram á fimmtudaginn seinasta í Lyngbrekku og við gerðum okkur ferð þangað til að fá innsýn í hrútana sem verða í boði á sæðingarstöðinni í vetur og heyra hvað sagt er um þá og fá svona helstu upplýsingar um ræktunarstarfið.

 


Það var flott mæting og hér má sjá mikla sauðfjárræktarmenn og ráðanauta sitja fundinn.

Lárus Birgisson og Jón Viðar eru hér meðal þeirra fremstu þeir eru mér afar kærir og ég ber mikla virðingu fyrir þeim.

 


Hér er Jón Viðar að deila sinni miklu þekkingu á ræktunarstarfinu og ráðleggja í sambandi við að innleiða ARR inn í stofninn hjá bændum.

Árni Bragason og Torfi Bergsson sáu um fundinn og kynna hrútana.

 


Arnar Ásbjörnsson kom til okkar á föstudagsmorguninn til að rýja kindurnar og hann kom með fellibúr og rennu

það höfum við aldrei notað fyrr en þetta var alger snilld leið og þær lærðu að rekast inn í rennuna og upp í búrið og gekk þetta miklu hraðar og 

mun minni vinna fyrir okkur því þá þurfti ekki að snúa kindina niður fyrir hann heldur sá hann um að taka þær niður úr búrinu og skella þeim niður.


Hér erum við búnað sortera litina svo auðveldara sé að flýta fyrir skipulaginu að raða ullinni eftir litum.

Siggi sá um að fara yfir ullina og flokka hana í poka.

 


Hér má sjá Arnar af störfum og hér sést Kristinn vera með eina í rennunni og ein komin í búrið

ég sá um að hleypa þeim í búrið og róa þær niður í búrinu því sumar reyndu að stökkva út úr því.

 


Hér eru gemlingarnir nýklipptir og fínir. 

Alltaf jafn gaman að sjá hvað Arnar er með þetta upp á 10 þær eru svo rólegar hjá honum og hann svo yfirvegaður

og góður rúningsmaður við erum svo heppinn að hafa hann.

 

Við gáfum svo ormalyf á sunnudaginn 24 nóv og það var bleika ormalyfið.

 

 

Við fengum skemmtilega heimsókn frá Guðlaugu og Eybergi frá Hraunhálsi en þau voru að sækja til 

okkar lamba reifi sem við vorum að afhenda þeim ásamt reifi frá Sigga í Tungu, Gumma Óla Ólafsvík og Óla Helga Ólafsvík

Þessi reifi verða svo notuð í Eyrbyggjurefil sem er verkefni sem þau eru að vinna með og verður spennandi að fylgjast með.

 

 

 

Flettingar í dag: 5186
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 628
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 1213342
Samtals gestir: 71448
Tölur uppfærðar: 4.12.2024 20:07:29

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar