Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||
05.12.2024 09:35Smalað tveim kindum í viðbótSeinast liðina helgi fóru Siggi og Kiddi að sækja tvær kindur sem voru búnað vera eftir síðan í haust fyrir ofan Geirakot og voru gamlar ær sem eru orðnar lappa lúnar sérstaklega önnur þeirra og Friðgeir á þær. Það gekk vel að ná fyrstu kindinni og Siggi náði að stökkva á hana og halda henni svo fór ég og aðstoðaði hann að koma henni upp á bakka ofan úr gili sem hún fór í og koma henni upp á kerru. Kiddi fór svo á eftir hinni sem var búnað fela sig fyrir þeim og varð viðskila við hina kindina en ég var búnað koma auga á hvar hún var og hún var fyrir ofan fjárhúsin í Geirakoti og gat því leiðbeint Kidda hvar hún væri svo fór hann á eftir henni en hún var ansi spræk og tók á rás í áttina að Fróðarheiði en ég náði að keyra þangað og stökkva út til að komast fyrir hana en hún lét ekki ná sér og hélt áfram yfir í Fróðá og við eltum hana og ætluðum að koma henni í aðhaldið þar en hún gabbaði okkur og fór fram hjá og ætlaði að fara upp í námu en við komumst fyrir hana þar og svo eltum við hana alla leið inn í Bug og hún reyndi að komast upp en Siggi náði að koma henni niður og svo náðum við Kiddi loksins að keyra fyrir hana og reka hana upp að girðingunni í Bug og við náðum að stökkva á hana og ná henni loksins. Við tókum hana svo upp á kerru og keyrðum hana yfir til Friðgeirs. Siggi náði að smala kindum á föstudaginn sem hann sá í túninu í Hrísum og það gekk vel hann náði að stugga við þeim og þær tóku á rás eftir veginum og hann keyrði á eftir þeim og náði að reka þær inn í girðingu og svo inn í fjárhús og það kom í ljós að þetta var ein kind frá Friðgeir með tvö lömb og svo ein kind með eina gimbur og sú kind var frá Lýsudal og þegar Siggi hringdi og lét vita voru þau að hætta með kindur í haust og voru búnað láta allt frá sér svo þau buðu honum að eiga hana og gimbrina og hann þáði það með þökkum enda mjög falleg kind og svakalega væn gimbur.
Nú fer senn að liða að fengitíma og ég byrjaði að gefa lýsi á mánudaginn og er að fara auka við þær fengieldið og fyrirhugað er að byrja að sæða á laugardaginn næst komandi.
Flettingar í dag: 222 Gestir í dag: 21 Flettingar í gær: 3147 Gestir í gær: 91 Samtals flettingar: 1253099 Samtals gestir: 72334 Tölur uppfærðar: 26.12.2024 13:59:29 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is