Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

13.12.2024 21:17

Freyja 12 ára og fleira í desember

 

Ronja Rós var möndlumeistari á leikskólanum.

 


Við mamma fórum út í kirkjugarð og settum grenisskreytingu á leiðið hjá pabba.

 


Elsku Freyja Naómí okkar fagnaði 12 ára afmælinu sínu 12 des sem er svo frábær dagur hún

fær bæði í skóinn um nóttina frá Stekkjarstaur og svo afmælisgjöf um morguninn og er 

svakalega mikið jólabarn og elskar jólin og hún er svo heppin að hafa fæðst 12 12 2012 og 

það besta við þetta er að ég var búnað ákveða að hún ætti að koma 12 en ég var sett 22 des

en svo kom hún með hraði og Emil var kallaður heim af sjónum og ég var enn á fullu í sæðingum 

svo ég varð að stýra sæðingu í gegnum síma við Bárð í  miðjum hríðum og segja honum hvað hann átti að sæða fyrir mig

svo þetta var alveg ógleymanlegur dagur og nú eru komin 12 ár síðan og mér liður eins og þetta hafi gerst í gær svo fljótur er tíminn að líða.

Við vorum með lítið fjölskyldu kaffi á afmælisdaginn hennar og hún mun svo halda upp á afmælið seinna með vinkonum sínum.

 


Freyja Naómí um morguninn þá blasti við henni þetta snyrtiborð og spegill sem við gáfum henni

í afmælisgjöf og vorum búnað setja saman um kvöldið og koma henni svo skemmtilega á óvart um morguninn.

Flettingar í dag: 477
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 5115
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 1236188
Samtals gestir: 72125
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 16:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar