Í dag fór ég upp á Fróðarheiði með Kristinn og Sigga og Friðgeir skuttlaði okkur svo línuveginn á Fróðárdalnum og við héldum svo vestur eftir Borgunum. Fékk þennan texta frá Kristinn á facebook um kennileitin því ég er ekki kunnug um þessar slóðir er að fara þetta í annað skipti. Jökull á Álftavatni ásamt hundinum sínum kom með okkur og Siggi tók Lappa hundinn hans Friðgeirs með sér.
Hér er ég að klæða mig í pokana sem Friðgeir lét mig hafa og svo er ég að binda þá fast uppi svo ég geti vaðið yfir ána.
|
Hér er Friðgeir að fylgjast með okkur halda af stað og hann náði að keyra okkur langleiðina sem styttir talsvert fyrir okkur sporin.
|
Svo var lagt af stað að leita kindunum sem Siggi og Kiddi sáu um daginn en misstu af þeim þær voru svo snöggar að stinga af.
|
Hér er búið að koma auga á einhverjar kindur hinum megin við og við skipuleggjum hvernig best er að fara að þeim og reyna ná þeim niður með ánni.
|
Hér erum við Kiddi með eina í bandi og gerðum allt sem við gátum til að reyna koma henni upp úr gilinu
en urðum að játa okkur sigruð og skilja hana eftir því hún var bæði fótalúin og búin á því og vildi ekkert hreyfa sig úr sporunum og
við vorum það hátt uppi í rassgati að við hefúm aldrei náð að drösla henni niður fyrir myrkur enda erfið skilyrði mjög sleipt og erfitt að fóta sig.
|
Svo hér er hún Botna og lá sem fastast og vildi ekki láta draga sig lengra svo við skyldum við hana úr þessu.
|
Við Kiddi fórum svo áfram niður og sáum eitt lamb sem orðið hefur eftir og það tók af stað niður með gilinu
og hér er Kiddi að færa sig niður eftir því og það var svakalega sleipt og erfitt að komast að því.
|
|
|
|
|
|
Það er svakalega fallegt hérna uppfrá ef vel er að gáð sjáiði Kidda vera fikra sig upp klettana eftir að hann var búnað stugga lambinu upp úr gilinu.
|
Hér var Siggi að fara með Lappa yfir ána. Lappi stóð sig vel þær sneru nefnilega á okkur í byrjun kindurnar og fóru upp gilið fyrir neðan mig og Kidda
og Siggi náði að fara upp fyrir þær og senda Lappa í þær og hann náði að stoppa þær og svo náði Siggi að handsama Botnu sem við urðum svo að skilja eftir.
|
|
Hér er gimbrin svarta komin upp úr gilinu.
|
Eftir dágóða stund fyrir Kidda að fara upp og niður í gilinu og reka á eftir lambinu tókst okkur að koma
því áfram og erum með það á réttri leið niður að Seljárdalnum.
|
Hér er mynd frá Kidda þarna stoppuðum við til að bíða eftir að Jökull og Gísli kæmu nær okkur á bílnum
upp að Seljárdalnum og fengum okkur prins póló og poweraid í boði Kidda.
|
|
Þetta er svo falleg náttúra og í þessu blíðskapar veðri gat maður ekki annað en dáðst af þessu listaverki.
|
Hér er þvílík fegurð að sjá stuðlabergið hér svo tignarlegt og fallegt.
|
Jökull náði að stökkva á lambið og ég hélt því svo niðri meðan að þeir fóru að gá að lömbum sem voru búnað koma sér efst upp í kletta rétt hjá.
|
Hér eru Jökull og Kiddi að fara upp að fossinum og fara inn að klettunum vinstra megin að leita af lömbunum
sem fóru frá Sigga og voru búnað koma sér í sjálfheldu þegar hann fór frá þeim og ætlaði að reyna ná botnóttu
kindinni sem við Kiddi gáfumst upp á en það endaði svo að hann náði henni ekki heldur og hann kom aftur niður til okkar.
|
Hér er Jökull að koma niður með einn lambhrútinn sem var í klettunum.
|
Hér er Jökull búnað ná þeim niður í hellaskúta til að ná þeim og ferja þau niður.
|
Alveg magnað að sjá þau hérna inn í klettunum. þetta er hvít gimbur og svartur hrútur.
|
Hér eru Siggi,Kiddi og Jökull að koma með hvítu gimbrina niður.
|
Ég passaði Lappa á meðan.
|
Hér er svo verið að ferja lambið yfir ána og Gísli á Álftavatni er hinum megin við bakkann að taka á móti og setja það upp á bíl hjá sér.
|
Hér er svo mynd frá Kidda í enda smölun allir sáttir eftir daginn og það náuðust 8 stykki í heildina .
Þetta eru svo myndir í bland frá mér og Kidda sem eru hér í blogginu.
Annars var þetta flottur göngutúr í fallegu veðri með skemmtilegum félagsskap og ég byrjaði daginn á að fara í fjárhúsin og gefa og hleypa til og það
er búið að vera rólegt þessa dagana 2 til 3 á dag nýjar.
|
Hér er hann Örvar frá Óla Ólafsvík en hann er búnað fá að fara á eina og við ætlum að reyna nota
hann á nokkrar við fengum hann lánðan til að fá óskyldan hrút svo er hann hörkugóður hrútur og er með 90 stig og 19 í læri
svo það verður spennandi að sjá hvað kemur undan honum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|