30.12.2024 09:19
Hér eru stelpurnar að máta snjókalla Vox í jólabrunch.
Karítas með Marra Má litla frænda.
Við fórum svo heim 16 des og beint í að velja okkur jólatré og fundum mjög fallegt tré.
Það var svo mikil hamingja þegar Bói afi og Freyja amma sögðu krökkunum að koma inn í sveit og sjá
einhvað óvænt . Þegar þau komu þá voru 5 hænu ungar komnir þá hefði Bói verið búnað fá egg hjá Bárði
og hænan ungaði þeim út í leyni inn í skúr alveg dásamlegt sérstaklega fyrir Benóný sem elskar hænur.
Ronja Rós kát með ungana.
Þessi birtist inn í Tungu og er þetta sú sem stakk okkur af eitt skiptið sem við ætluðum að hjálpa
Sigga,Kidda og Friðgeiri að smala þegar Lalli á Hellissandi kom líka að hjálpa. Siggi tók eftir þeim og ákvað að
að reyna ná þeim og sleppti Grána út og náði þeim eftir smá eltingaleik inn í griðingu og inn í fjárhús.
Brunó er kominn til okkar og hér er hann að sinna sínum störfum.
Við sæddum seinast 9 desember og fórum svo að hleypa til upp úr því.
Þann 18 desember var skógardagur í skóginum í Ólafsvík og Irma lét mig vita og ég og
stelpurnar fórum og kíktum og það var alveg yndislegt það var heitt kakó og kórinn söng jólalög og svo
komu jólasveinar sem vöktu mikla kátínu hjá krökkunum og þetta var mjög notaleg stund sem færðist svo
inn í skóginn þar sem nemendur í 7 bekk lásu jólasögu fyrir krakkana.
Hér er kórinn að syngja og skógræktarfélagið sá um að gefa kakó og piparkökur.
Freyja og Ronja búnað skreyta Ingiberg eða Bibba eins og hann er kallaður með jóla seríu og jólahúfu
Hann er svo einstaklega gæfur að honum finnst ekki leiðinlegt að fá dekur hjá stelpunum.
Hér eru stelpurnar með gemlingunum og þeir eru alveg einstaklega gæfir og umkringja stelpurnar þegar þær koma ofan í króna.
Það er svo æðislegt fyrir krakkana þegar þær eru svona gæfar og stelpurnar
eru líka búnað leggja mikla vinnu í að ná þeim til að treysta sér og gera þær gæfar og við
byrjum á því strax þegar þær eru teknar inn að nálgast þær varlega og gefa okkur í að spekja þær og
sú vinna borgar til baka að með því að þær verða svo miklu skemmtilegri í umgegni en örlítið frekari
sérstaklega svona ein og ein verða sterkari karektrar en aðrar og krafsa í mann til að fá klapp.
Lóa er þar engin undantekning hún er sterkasti karekterinn í húsunum núna
og elskar athygli og klór og klapp og prílar alltaf upp á milli gerðið til að fá klapp.
Stelpurnar að skreyta jólatréið og þær voru búnað bíða lengi eftir því þetta
er á þorláksmessu því við ákváðum eða ég ákvað að mála stofuna fyrir jól og
þar af leiðandi var allt á seinustu metrunum 10 mínótum í jól og ég hugsaði
oft í ferlinu hvað var ég að hugsa maður á ekki að fara í neinar framkvæmdir
svona rétt fyrir jól plús það að það er líka allt á haus í fjárhúsunum við að
vera búnað vera sæða og hleypa til en þetta hafðist allt saman og við vorum
mjög glöð þegar þetta allt saman var búið að mála og setja gólf lista á stofuna
sem var búið að vera eftir að klára því við ætluðum ekki að setja þá fyrr en búið
væri að mála svo núna er þetta allt komið og orðið flott og fínt fyrir jól.
Búið að skreyta tréið á aðfangadags morgun því það var aðeins og blautt til að skeyta það á þorláksmessu
alveg því það þurfti að jafna sig eftir að við tókum það inn svo það var klárað að skreyta það um morguninn.
Flettingar í dag: 78
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1557
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1279384
Samtals gestir: 73005
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 01:01:22