Hér er verið að skoða hjá Óla og það kom mjög vel út hjá bæði Óla og Gumma og frekar jöfn útkoma bara eins og maður vill hafa það.
Hjá okkur voru Eldri ær 2 geldar, 4 með 1 lamb , 37 með 2 lömb , 4 með 3 lömb. Meðaltal 1,91
2 vetra ær 1 geld, 2 með 1 lamb , 11 með 2 lömb , 1 með 3 lömb . Meðaltal 1,8
Gemlingar 5 geldir , 9 með 1, 7 með 2, 1 með 3. Meðaltal 1,18
Ég var alveg sátt við útkomuna nema með þessar geldu en við höfðum hrútana mjög stutt í núna því við vildum ekki teygja á sauðburðinum
því ég þarf að fara út með Benóný í útskriftarferðalag 25 maí svo ef þeir hefðu verið lengur hefði pottþétt verið meira hald í gemlingunum því
við leituðum ekkert aftur í þeim þegar allir voru búnað fá og sumir sæddir og hafa gengið upp án þess að við tækjum eftir því.
2 vetra kindin sem er geld sæddi ég og ég hélt hún hafi pottþétt ekki haldið því stráið klofnaði og sæðið lak bara niður stráið en hún gekk aldrei
aftur svo ég myndi giska á að hún sé bara eitthvað ónýt. Það er svo alveg nýtt hjá okkur að fá í fyrsta sinn gemling með 3 og það er
ARR gimbur sem við fengum hjá Gumma og heitir Guðmunda Ólafssdóttir og hún er sónuð með 3.
Svona er þá staðan hjá hrútunum og væntanleg lömb:
Kátur sæðingarstöðvarhrútur 5 lömb
Bögull sæðingarstöðvarhrútur 7 lömb
Frosti sæðingarstöðvarhrútur 2 lömb
Garpur sæðingarstöðvarhrútur 2 lömb
Fastur sæðingarstöðvarhrútur 2 lömb
Sandur sæðingarstöðvarhrútur 1 lamb
Brimill sæðingarstöðvarhrútur 4 lömb
Pistill sæðingarstöðvarhrútur 4 lömb
Hólmsteinn sæðingarstöðvarhrútur 1 lamb
Bruni sæðingarstöðvarhrútur 4 lömb
Elliði sæðingarstöðvarhrútur 1 lamb
Eilífur sæðingarstöðvarhrútur 6 lömb
Ósmann sæðingarstöðvarhrútur 2 lömb
Toppur sæðingarstöðvarhrútur 2 lömb
Samtals von á 43 sæðingum.
Heimahrútar
 |
Kakó frá Sigga 6 lömb væntanleg.
 |
Álfur 17 lömb væntanleg.
 |
Koggi 11 lömb væntanleg.
 |
Brúnó 12 lömb væntanleg.
 |
Tarsan 6 lömb væntanleg.
Vindur á 15 lömb væntanleg.
Svali á 2 lömb væntanleg.
Klaki á 6 lömb væntanleg.
Reykur frá Sigga á 3 lömb væntanleg.
Örvar frá Óla Ólafsvík á 6 lömb væntanleg.
Móri frá Hraunhálsi á 4 lömb væntanleg.
Breiðflói frá Hraunhálsi 12 lömb væntanleg.
Þetta eru því 143 lömb væntanleg í vor.
Það kom líka vel út hjá Sigga í Tungu og eru gemlingarnir 12 hjá honum
2 geldir
4 með 1
6 með 2
Meðaltal 1,33
Kindur hjá honum
2 geldar /ónýtar
3 með 1
19 með 2
3 með 3
Meðaltal 1,85
 |
Við settum ásettningsmerkin í gemlingana áður en fósturtalningin fór framm.
 |
Freyja Naómí okkar fór á Reyki í skólaferðalag og kom unglingur til baka og fannst svakalega gaman.
 |
Gimbrarnar eru svo einstaklega gæfar.
 |
Hér eru Kristinn og Emil að setja ásettningsmerkin í.
Jæja læt þetta duga af okkur í bili .
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|