Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.04.2025 20:27

Gleðilega páska


Það var mikil spenna hjá Ronju Rós þegar hún vaknaði í morgun að fara leita af páskaegginu sínu.

 


Hér er Ronja Rós og Freyja Naómí búnað finna eggin sín.

 


Leið okka lá svo inn í fjárhús að fara setja geldféið út og hrútana.

 


Hér eru gemlingarnir og kindur frá okkur og Sigga farið út í tún og það er alveg yndislegt veður.

 


Freyja hjálpaði mér að gefa.

 


Embla hjálpaði líka, þær eru svo duglegar í fjárhúsunum.

 


Ronja Rós var líka svo dugleg að gefa.

 


Siggi og Emil klaufsnyrtu hrútana á meðan við vorum að gefa svo hægt væri að setja þá líka út.

 


Hér eru stóru hrútarnir komnir út og í smá árásarham.

 


Ronja Rós fylgdist vel með þeim í krúttlega KB vinnugallanum sínum.

 


Lætin voru svo mikil að Vindur fór á bakið en Prímus sá um að stanga hann aftur á fætur.

 


Lömbin stækka vel hjá Doppu hans Sigga .

 


Þá var næst komið að því að snyrta lambhrútana og gefa þeim ormalyf áður en þeir færu út.

 


Hér eru lambhrútarnir komnir út.

 


Það var líka kraftur í þeim.

 


Hér eru Álfur og Koggi að berjast.

 


Hér er Álfur að gera sig líklegan.

Það var alveg æðislegt veður í dag og svo gott að vera búnað láta hrútana og geldféið út.

 


Benóný Ísak með páskaeggið sitt .

 


Amma Hulda alveg gáttuð að Benóný sé orðinn stærri en hún hann hefur stækkað svo.

 


Páska kveðja frá hananum hans Benónýs.

 


Ronja Rós skvísa alveg að fíla blíðuna sem var í dag og það var mjög heitt á pallinum hjá okkur.

 


Mamma kom til okkar og var alsæl að sóla sig á pallinum.

 


Ronja Rós páska stelpa.

 


Elska páska skrautið frá krökkunum sem þau gerðu á leikskólanum.

 


Hér erum við að borða páskalæri og Emil tók myndina.

 


Það var svo ís og páska kaka í eftirrétt.
Flettingar í dag: 1298
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 11483
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 1647951
Samtals gestir: 78829
Tölur uppfærðar: 25.4.2025 21:09:32

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar