Embla Marína fermdist í Ólafsvíkur kirkju þann 8 júní. Við vorum með veisluna í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi og það er alveg frábær staður til að halda veislu svo fallegt útsýni og skemmtileg aðstaða. Embla fór í gel neglur fyrir ferminguna og létum aðeins laga til augnabrúnirnar hennar og lita augnhárin svo fékk hún að fá sér strípur í hárið og fór svo í greiðslu inn í Grundarfirði á hárgreiðslustofunni Silfur. Við pöntuðum mat frá Hagkaup svona smárétti og svo kökur hjá Tertugallerý og svo bökuðum við líka og fleiri aðstoðu okkur líka við að baka og þetta heppnaðist allt saman svakalega vel og var æðisleg veisla.
 |
Hérna var Embla í prufugreiðslu svo fallegt.
 |
Hér erum við að skreyta salinn og hún var með rosengold þema sem er svo fallegt.
 |
Hér er nammi barinn.
 |
Hér er pakka borðið.
 |
Hér er gestabókin.
 |
Hér sést það betur og svo settum við gerviblóm í vasa á gólfinu.
 |
Við hengdum myndir af henni á veggina .
 |
Hér er Íris mágkona alveg að redda okkur að græja blöðrubogann hún var alveg snillingur í því og Ágúst bróðir líka.
 |
Hér er allt að smella saman.
 |
Hér vorum við með myndasýningu í sjónvarpinu og svo eru skór af henni síðan hún var lítil og húfa.
 |
Hér eru vinkonurnar allar saman komnar að fara fermast Erika ,Embla , Karítas og Ísafold.
 |
Tók þessa mynd þegar Embla var búin í fermingargreiðslunni fannst þetta svo töff sjónarhorn með Jökulinn í baksýn.
 |
Ronja Rós tilbúin fyrir ferminguna.
 |
Hér er skreytingin sem við gerðum sem myndavegg.
 |
Svo fallegar systur.
 |
Hér eru kræsingarnar komnar á borðið við vorum með vefjur,kjúklingaspjót og djúpsteiktar rækjur og svo tertur og brauðtertur.
 |
Hér er fermingartertan.
 |
Vorum svo líka með súkkulaði köku.
 |
Ég tók fermingarmyndirnar sjálf af Emblu og við fórum inn i sveit þetta er við Mávahlíðarfossinn.
 |
Við fórum líka inn í sveit hjá Freyju og Bóa og tókum myndir þar.
 |
Embla Marína með hestinum sínum henni Heru.
 |
Hera er svo falleg á litinn.
 |
Fórum svo upp í gömlu rétt inn í Ólafsvík.
 |
Hér er æðislegt að taka myndir það er svo falleg náttúra.
 |
Komnar inn í skóginn.
 |
Embla stórglæsileg.
 |
Mjög fallegt að mynda hér.
 |
Skemmtilegt þetta tré.
 |
Mér finnst svo gaman að blanda náttúrunni inn með myndatökunni það kemur svo lifandi út.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
 |
Svo gaman að mynda Emblu hún er alveg fyrirmyndar fyrirsæta.
 |
Gullfalleg.
 |
Hér sést greiðslan vel hún fór í prufugreiðslu og við tókum svo myndatökuna eftir það svo hún verður aðeins ýktari krullur og svona á sjálfan fermingardaginn.
 |
Þetta er hluti af myndunum sem ég tók en við erum bara mjög ánægð með myndirnar og þær heppnuðust vel og við fengum ágætis veður nema það var frekar hvasst en við fengum skjól inn í skóginum.
 |
Hér er fermingarhópurinn.
 |
Þá er fermingin búin og þá er næst að snúa sér að veislunni.
 |
Hér eru vinkonurnar búnað stilla sér svona flott upp.
 |
Svo dýrmætt að eiga svona myndir.
 |
Við með Emblu.
 |
Jæja þá hefst spennan veislan að byrja.
 |
Ein fjölskyldumynd fyrir veisluna.
 |
Ronja Rós með Bóa afa.
 |
Ágúst og Íris og Magdalena og Dalía og Ragnar kærsti hennar.
 |
Steinar og Gulla og krakkarnir.
 |
Hér er Emil að hjálpa Emblu að bjóða alla velkomna og segja gjörið svo vel.
 |
Flottar systur Freyja, Jóhanna og Hrönn .
 |
Hér er Júlía systir mömmu og svo kemur mamma og Hafdís tviburasystir hennar og Raggi.
 |
Helgi maðurinn hennar Júlíu, Eva |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Fyrir fermingu var allt á fullu og meðal annars keyptum við trampólín fyrir krakkana og settum það saman 28 Maí. Hér kemur svo sitt litíð af hverju sem var að gerast hjá okkur áður en fermingin var.
Trampólinið virtist vera stærra en við héldum svo ég þurfti að taka einn runna frá sem var á túninu til að koma því fyrir.
 |
Við hjónin skelltum okkur á sjómannahóf á sjómannadaginnn.
 |
Fórum út að borða með mömmu á Matarlyst nýja veitingarstaðinn í Ólafsvík þegar hún varð 75 ára 18 maí.
Það vorum við fjölskyldan svo Maja systir og fjölskylda.
 |
Ronja Rós málaði þessa fallegu mynd af rauða bátnum og það á að vera Liljan báturinn sem pabbi hennar er skipstjóri á.
Leikskólinn lét krakkana mála þessa myndir og hengja þær upp á sjómannahófinu mjög skemmtilegt að sjá.
|
|
|