Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

01.10.2025 15:59

Ronja Rós 6 ára

Elsku Ronja Rós okkar fagnaði 6 ára afmæli sínu þann 27 september og vorum við með afmæliskaffi fyrir hana heima hjá okkur og svo var krakka afmælið hennar haldið í íþróttahúsinu með 3 vinkonum hennar og heppnaðist það svakalega vel. Hún var mjög ánægð með báða dagana sína og fékk margar fallegar gjafir.

 


Hér er Ronja Rós með bekkjarsystrum sínum sem héldu allar afmælis saman.

Ronja er lengst til hægri.

 

Hér er Ronja Rós heima hjá sér að fara opna gjafirnar.

 


Flottar kræsingar í afmælinu hjá skvísunum. Við hjálpuðumst við að koma með kræsingar

og þetta var alveg frábær hugmynd að gera þetta allar saman minni vinna og maður fær meira að njóta

að vera í afmælinu með krökkunum og margir að fylgjast með.

 

Ég var með þessa fallegu tertu frá Kalla bakarí í fjölskylduafmælinu en Gulla og Steinar

komu með hana fyrir okkur.

 


Hér eru svo terturnar sem við vorum með ég bakaði marenstertu og átti svo aðra rjómamarsinpan tertu

sem ég frysti þegar ég pantaði fyrir réttirnar.

 


Við skreyttum vegginn og settum blöðrur.

 


Hér er verið að fara syngja afmælissönginn og blása á 6 kertin svo ánægð 6 ára skvísa hér.

 


Hún var vakin um morguninn með pakka frá systkynum sínum sem var playmobile hús.

 


Fékk þessa úlpu og húfu frá mér og Emil .

 


Hér er Ronja Rós svo alsæl með kisuna okkar hana Möllu.

 

Flettingar í dag: 2167
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 3914
Gestir í gær: 94
Samtals flettingar: 2388613
Samtals gestir: 88459
Tölur uppfærðar: 2.10.2025 23:33:25

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar