Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.10.2025 21:15

Sláturmat og ásettnings hrútar

Við settum 63 lömb í sláturhús og 5 rollur.

 

Við fengum óvænt fyrr tíma til að setja í sláturhús eða strax daginn eftir hrútasýninguna og 

var það mjög strembið að taka ákvörðun strax hvað ætti að setja á og fara en það var gott að

klára það og líka því girðingin er orðin blaut og bæld eftir féið svo það voru miklar líkur á að það 

færi að leggja af ef það yrði mikið lengur í girðingunni.

 

Gerðin var 12,7

þyngdin 21,1

fita 8,2

 

Við erum rosalega ánægð með matið höfum ekki fengið svona flott áður svo það sýnir sig að

ræktunin okkar er alltaf að gera sig betur og betur enda erum við búnað vera vinna mikið í að 

vanda okkur og vinna vel og það er heldur betur að skila sér.

 

Siggi fékk líka svakalega flott sláturmat hann setti rúm 40 lömb í sláturhús

 

Gerðin var 13,1

Þyngdin 21,8

fita 8,6

 

 

Við setjum þennan grána á hann er undan Garp sæðingarstöðvarhrút og Mávahlíð.

Hann er arfhreinn H 154

Mávahlíð hefur drepist í sumar svo hann og systir hans hafa verið móðurlaus síðan í endaðan júní.

Hann stigaðist svona 53 kg 39 ómv 3,0 ómf 5 lag 106 fótl.

8 9 9 10 9,5 19 9 8 9 alls 90,5 stig.

 

Systir hans stigaðist svona 42 kg 35 ómv 2,4 ómf 4,5 lag 107 fótl

9 frampart 19 læri 7,5 ull 8 samræmi hún verður líka sett á.

Hún er líka arfhrein H 154.

 


Við setjum þennan á líka hann er með R171 og gulan fána undan Snúru og Brimil sæðingarhrút.

56 kg 34 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 111 fótl

8 9 9,5 9 9,5 18 7,5 8 8,5 alls 87 stig.

 

Ætluðum að setja systir hans á en hún fékk 17,5 í læri svo það voru fleiri betri

sem fengu ásettningsplássið en svo fór hún í E 3 í sláturhúsi og var 22,5 kg.


Þessi er settur á og er undan Bríet og Klaka okkar .

55 kg 38 ómv 3,3 ómf 5 lag 108 fótl

8 9 9,5 10 10 18,5 8 8 8,5 alls 89,5 stig.

 

Systir hans er líka sett á og hún er 48 kg 38 ómv 3,4 ómf 4 lag 110 fótl

9,5 frampart 18,5 læri 9 ull 8 samræmi.

 


Þessi er undan Sælu okkar og Örvari frá Óla Ólafsvík. Hann er með C151 og gulan fána.

55 kg 37 ómv 4,7 ómf 4 lag 115 fótl

8 9 9 9,5 9,5 19 8 8 8 alls 88 stig.

 

Systir hans er líka sett á og hún er 52 kg 39 ómv 4,6 ómf 4,5 lag 110 fótl

9,5 frampart 19 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er settur á og er undan Guðmundu Ólafsdóttur og Breiðflóa frá Hraunhálsi.

Hann er undan gemling og er fæddur þrílembingur en hin á móti komu sem úldin fóstur í fæðingu.

49 kg 38 ómv 3,0 ómf 5 lag 104 fótl

8 9,5 9 10 9,5 19 7,5 8 8,5 alls 89 stig.

Ég þarf að taka annað sýni úr honum því það kom spurningarmerki um sýnið en Guðmunda er með R171 og gulan fána

og Breiðflói er með gulan fána. Er mjög spennt hvort hann hafi erft R 171 genið frá móður sinni.

 

Þetta er svona hluti af því sem verður hjá okkur í vetur en ég mun setja gimbrarnar og hrútana svo inn seinna þegar

ég er búnað taka myndir af öllu og svona.

Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 4990
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 2407667
Samtals gestir: 88667
Tölur uppfærðar: 7.10.2025 14:57:50

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar