Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

06.10.2025 23:18

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi

Héraðssýning lambhrúta verður haldinn næstkomandi laugardag 11 október í Reiðhöllinni á Lýsuhóli Staðarsveit og hefst kl 14:00.

Á sýningunni verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi 1500 kr á mann og frítt fyrir börn.

Skemmtilega gimbrahappdrættið sem hefur vakið mikla lukku og stemmingu verður á staðnum og þeir sem hafa áhuga á að kaupa sér miða geta keypt miða á staðnum

á 1500 kr. Vegleg verðlaun í boði en athugið engin posi á staðnum.

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með gripina sína og sjá aðra. Það verður mikið spáð og þukklað.

Minnum fyrrum vinningshafa á að koma með verðlaunagripina með sér.

Kveðja Sauðfjárræktarfélag Staðarsveitar


Hér eru Eyberg og Lauga með besta hrútinn 2024.

 

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi.
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta.
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda.
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta.

Kv Sauðfjárræktarfélögin

Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 4990
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 2407667
Samtals gestir: 88667
Tölur uppfærðar: 7.10.2025 14:57:50

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar