Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

12.10.2025 11:17

Héraðssýning lambhrúta á Lýsuhóli 11 okt

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi fór fram núna síðast liðinn laugardag í reiðhöllinni á Lýsuhóli hjá Jóhönnu og Agnari. Jökull Gíslason Álftavatni og Arnar Darri frá Fossi voru að sjá um sýninguna ásamt Höllu Dís og Leonie Sophie ásamt mörgum fleirum sem komu að hjálpa til. Sýningin var alveg stórglæsileg hjá þeim og svo flott og skemmtilegt. Að  halda hana þarna var svo mikið pláss fyrir alla og svo stór sniðugt að vera með stálgrindur sem Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis kom með og var sett upp fyrir sýningu. Á sýningunni voru Sigvaldi Jónsson og Logi Sigurðsson dómarar og Lárus Birgisson og Jón Viðar komu sem gestir það var mjög gaman að þeir skyldu koma líka. Á sýninguna var vel mætt og það voru milli 70 til 80 manns. Það voru 44 hrútar í heildina sem mættu til keppni og var það 21 hyrndir hvítir, 10 kollóttir og 13 mislitir. Gimbrahappdrættið var svo áfram og það er alltaf stuð og stemming í kringum það og að þessu sinni voru það 4 gimbrar sem voru í verðlaun og þær voru frá Álftavatni, Gaul, Fossi og Hoftúnum. Það var svo nýtt núna að það var einnig dregið í happdrættinu um gistingu frá Hótel Búðum ásamt morgunverði og glaðning á herbergi og það vakti enn þá meiri áhuga á að kaupa sér happdrættismiða.

 


Hér er Freyja Naómí okkar með besta mislita hrútinn og Embla Marína með sinn hrút sem 

var besti kollótti ásamt því að fá Farandsskjöldinn fagra fyrir besta hrút sýningarinnar og 

vinkonur stelpnanna eru með skjöldinn þær Birta Líf og Erika Lillý.

Svo glæsilegar og ánægðar með þetta allt saman.

 

Við fórum með 5 lambhrúta á sýninguna

og þeir lentu allir í einhverjum sætum við áttum, þennan í kollóttu og svo tvo í hvítu hyrndu

einn í öðru sæti og einn í fjórða sæti svo einn í fyrsta sæti í mislitu og öðru sæti og svo 

líka fjórða sæti svo við erum alveg í skýjunum og svo þakklát.

 


Hér er ég með Birtu og Freyju með Farandssköldinn.

 

Við erum svo stolt af okkar ræktun og svo gaman hvað öll fjölskyldan og vinir krakkana taka mikinn þátt í sauðfjárræktinni.

Við erum líka búnað vera dugleg að fá lánaða hrúta til að forðast skyldleika og það er svo gaman að fagna velgegni og deila henni með

hinum ræktendunum líka eins og Guðlaug og Eyberg Hraunhálsi eiga Breiðflóa sem er faðir kollótta hrútsins og móðir hans er gemlingur sem

Embla mín sá í fyrra sumar inn í Mávahlíð og við spottuðum að þarna væri flott gimbur og hún skipti við Guðmund Ólafsson Ólafsvík

og fékk hún nafnið Guðmunda Ólafssdóttir og svo á hún ættir í féið okkar líka og má þar nefna Ask Kalda son frá okkur svo það er ótrúlega 

gaman hvað þetta blandast vel. Ég og Emil tókum svo ráðin af Emblu og notuðum Breiðflóa á Guðmundu og Embla var ekki ánægð með 

okkur því hún vildi fá annan hrút sem gefur liti en hún var þó mjög sátt þegar hún fékk þennan verðlaunahrút í staðinn.

Guðmunda er svo undan Boga sem er undan Gimsteinn .

 

Misliti hrúturinn sem Freyja er með er svo undan Sælu sem á ættir í Ask Kalda soninn okkar og Máv sem fór á sæðingarstöðina og faðir hans

er Örvar sem er hrútur frá Óla Helga Ólafsvík sem við fengum lánaðan á fengitímanum og er undan hrút sem heitir Friskó frá Óla.


Freyja Naómí með besta mislita.

 


Hér má sjá happdrættis gimbrarnar.

 

Það voru glæsileg verðlaun í boði á sýningunni sem var búið að fá frá ýmsum fyrirtækjum sem styrk og má þar nefna gjafabréf frá Matarlyst Ólafsvík, Gjafabréf frá Hampiðjunni Ólafsvík, KB Borgarnesi, Lífland Borgarnesi. Útgerðinni Hellissandi, Hótel Búðum og fleira. 

Eyberg Hraunhálsi sá um að útbúa pappíranan til að skrá hrútana og hanna verðlaunaskjölin og skrifaði svo á þau fyrir dómarana.

Kaffið og veitingarnar voru svo glæsilegar að það minnti á fermingarveislu með fallegum brauðtertum, skúffukökum, marengstertum og margt fleira og svo var kjötsúpa og Eirikur Helgason Stykkishólmi kom með brauð frá bakaríinu sínu alveg svakalega flott hjá þeim og það var vel þess virði að kaupa sér veitingar og hver og einn gat fengið sér eins og hann vildi. Það var svo nóg af drykkjum ásamt kaffi var svali,kókómjólk og heitt súkklaði sem vakti lukku fyrir krakkana.

 

Lele, Halla Dís, Jonna og Johanna sáu um að afgreiða kaffið og veitingarnar ásamt Jóhönnu á Lýsuhóli.

 


Hér má sjá hluta af kræsingunum sem voru í boði ekkert smá flottar.

 


Hér eru Jökull Gíslason Álftavatni, Arnar Darri Fossi og Lele sem sáu um sýninguna og stýra henni

 

Þau eiga svo mikið hrós skilið þetta var alveg frábært hjá þeim öllum sem komu að því að undirbúa og gera sýninguna því ég veit þetta er mikil vinna og mikið stress á meðan því stendur en svo verður maður svo þakklátur og glaður þegar allt er komið og allt gengur vel.

 

 

 

Hér sést hvað þetta var flott að nota grindurnar og krækja þeim saman.

 

 

Gimbrar tvær voru til sölu frá Fossi sem voru með R171 og H154 þær voru grágolsóttar kollóttar og það langaði mörgum í þær en þeir heppnu sem keyptu þær voru Gunnar og Sigurbjörg Hjarðarfelli. Þetta er mjög sniðugt að hafa svona sölu gimbrar eða hrúta á sýningum og væri gaman að gera meira af því næst.

 

 

Brynjar Þór Birgisson kom og kynnti á sýningunni vörurnar sínar sem hann er með til sölu og heitir Bændakjör Búmannsins það var margt sniðugt og flott að sjá hjá honum eins og bolla, net undir hey ,lyklakippur og rafmagns klippur og kamba og margt fleira.

 

Hvítir kollóttir voru 10 mættir til keppni . Það var svo þukklað og skoðað og skilið eftir 5 sem var svo raðað í verðlaunarsæti og veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin.

Hér má sjá kollóttu hrútana.

 


Hér eru verðlaunahafarnir í kollóttu hrútunum. 

Freyja og vinkona hennar Birta með 1 sæti fyrir okkur

svo Guðlaug Sigurðadóttir Hraunhálsi 2 sæti 

Harpa Jónsdóttir Hjarðarfelli 3 sæti.

 

 

1.sæti var lamb nr 341 frá okkur undan Breiðflóa frá Hraunhálsi og Guðmundu 24-005

49 kg 38 ómvöðva 3,0 ómfitu 5 lögun 104 fótlegg

8 9,5 9 10 9,5 19 7,5 8 8,5 alls 89 stig.

 

2.sæti var lamb nr 320 frá Guðlaugu og Eyberg Hraunhálsi undan Selflóa 

55 kg 37 ómvöðva 4,6 ómfitu 4,5 lögun 108 fótlegg

8 9 9 9,5 9 19 9 8 8,5 alls 89 stig

 

3.sæti var lamb nr 167 frá Hjarðarfelli undan Kát sæðingarstöðvarhrút

48 kg 37 ómvöðva 3,4 ómfitu 4,5 lögun 109 fótlegg

8 9 9 9,5 9 18,5 9 8 8 alls 88 stig.

 

4.sæti var lamb nr 244 frá Guðlaugu og Eyberg Hraunhálsi undan Topp sæðingarstöðvarhrút

64 kg 34 ómvöðva 4,6 ómfitu 4,0 lögun 109 fótlegg

8 9 9,5 9 10 19,5 8,5 8 9 alls 90,5 stig.

 

 

Mislitu hrútarnir voru 13 mættir til keppni og það er eins fyrirkomulag þeim er raðað upp með eigendum sínum og

það er skoðað og haldið 5 efstu inni og svo skipað þeim í 3 verðalaunasæti.

Hér er hluti af mislitu hrútunum.

 


Hér má sjá 3 af 5 sem voru í uppröðun.

 


Hér eru verðlaunahafarnir fyrir mislitu hrútana.

Birta Líf og Freyja eru með fyrir okkur 1 og 2 sæti svo er Harpa á Hjarðarfelli með 3 sæti.

 

1.sæti er lamb nr 989 frá okkur undan Örvari frá Óla Ólafsvík og Sælu 23-012 frá okkur.

55 kg 37 ómvöðva 4,7 ómfitu 4,0 lögun 115 fótlegg

8 9 9 9,5 9,5 19 8 8 8 alls 88 stig.

 

2.sæti er lamb nr 474 frá okkur undan Kakó frá Sigga í Tungu og Melkorku 20-017

55kg 35 ómvöðva 5,7 ómfitu 4,0 lögun 110 fótlegg

8 8,5 9 9 9 18 8 8 9 alls 86,5 stig.

 

3.sæti er lamb nr 282 frá Hjarðarfelli undan Tinna.

48 kg 33 ómvöðva 3,3 ómfitu 4,0 lögun 110 fótlegg

8 9 9 9 9 19 8 8 8,5 alls 87,5 stig.

 

4.sæti er lamb nr 204 frá okkur undan Garp sæðingarstöðvarhrút og Mávahlíð 20-020

53 kg 39 ómvöðva 3,0 ómfitu 5,0 lögun 106 fótlegg

8 9 9 10 9,5 19 9 8 9 alls 90,5 stig.

 

Hvítu hyrndu hrútarnir voru 21 mættir til keppni og þeim var raðað upp og svo fækkað niður í 5 efstu og síðan skipað í 3 verðlaunasæti.


Hér má sjá hvítu hyrndu hrútana og hér eru Jón Viðar og Lárus að skoða hrútana.

 


Hér eru Sigvaldi og Logi að skoða og fara yfir hrútana.

 


Hér er Pétur Steinar að halda í hrút frá okkur sem var í öðru sæti og Frikki með frá Hjarðarfelli sem var 

í fyrsta sæti og við hliðina á honum er Brynjar í Bjarnarhöfn.

 


Hér eru verðlaunahafarnir í hvítu hyrndu hrútunum.

1 sæti er Hjarðarfell og Erna Kristin tekur við verðlunum 

2 sæti er frá Kristinn og okkur og Freyja og Birta tóku við verðlaunum

3 sæti er frá Hoftúnum og Snædís Rós og Berglind Bára tóku við verðlaunum

 


Hér er Gunnar Guðbjartsson og Sigurbjörg Ottesen ásamt dóttir þeirra Ernu Kristínu með besta 

hvíta hyrnda hrútinn frá Hjarðarfelli.

 

1.sæti er lamb nr 11 frá Hjarðarfelli undan Hólmstein sæðingarhrút.

53 kg 37 ómvöðva 5,3 ómfitu 4,0 lögun 108 fótlegg

8 9 9 9,5 9,5 19 8 8 9 alls 89 stig.

 

2.sæti er lamb nr 973 frá Kristinn Jónassyni undan Klaka 22-005 og Bríet 22-020.

55 kg 38 ómvöðva 3,5 ómfitu 5,0 lögun 108 fótlegg

8 9 9,5 10 10 18,5 8 8 8,5 alls 89,5 stig.

 

3.sæti er lamb nr 274 frá Hoftúnum undan Frosta.

55 kg 36 ómvöðva 4,7 ómfitu 4,5 lögun 109 fótlegg

8 9 9,5 9,5 18,5 7,5 8 8,5 alls 88 stig.

 

4.sæti er lamb nr 160 frá okkur undan Brimill sæðingarstöðvarhrút og Snúru 22-010

56 kg 34 ómvöðva 3,6 ómfitu 4,5 lögun 111 fótlegg

8 9 9,5 9 9,5 18 7,5 8 8,5 alls 87 stig.

 

Hér koma svo nokkrar myndir af sýningunni.

 


Eiríkur Helgason Stykkishólmi og Jón viðar Jónmundsson.

 


Friðrik Kristjánsson og Pétur Steinar Jóhannsson voru kátir .

 


Arnar Darri að lesa upp vinningshafana.

 


Hér er verið að lesa upp vinningshafana í happdrættinu.

Lele og Halla Dís sáu um það.


Arnar Darri frá Fossi og Brynjar í Bjarnarhöfn.

 


Hér má sjá vera halda í hvítu hyrndu hrútana.

 


Hér erum við Gummi saman ánægð með sýninguna.

 


Hér er verið að skoða skjöldinn og velta fyrir sér hvernig sé hægt að breyta honum til að koma nýju plöttunum fyrir

en þeir hafa ekki verið settir á lengi svo nú þarf að gera einhverjar breytingar svo hægt sé að setja nýju plöturnar á .

 


Þessi mynd var tekin af þeim Loga og Sigvalda á veturgömlu sýningunni hjá okkur en ég ákvað að 

setja hana hér aftur inn en þeir voru líka dómarar núna á Héraðssýningunni.

 


Hér má sjá hluta af verðlaununum sem voru á sýningunni.

 

 

 

 

Flettingar í dag: 904
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 7249
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 2479825
Samtals gestir: 88947
Tölur uppfærðar: 17.10.2025 01:36:12

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar