Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

25.10.2025 17:51

Sumarbústaðaferð í Svignaskarð

Það var haustfrí í skólanum hjá krökkunum seinustu helgi og ég fór með þau í sumarbústað í Svignaskarði og það var alveg ótrúlega kósý og gaman.

Við vorum fyrst bara ég og krakkarnir og við fórum svo í Hreppslaug sem er búnað vera lengi á listanum hans Benónýs að fara í og hún var mjög flott og

kósý og gaman að fara í hana og við eigum klárlega eftir að fara í hana aftur. Það var mjög gott veður hjá okkur og við fórum í heitapottinn oft yfir daginn og svo fórum við inn í Borgarnes og tókum smá labb og kíktum á Bjössaróló fyrir Ronju. Emil kom svo á laugardagskvöldið til okkar og  það var mikil gleði að fá hann loksins til okkar hann er búnað vera í burtu að róa á Skagaströnd. Við skiluðum svo bústaðinum af okkur á mánudaginn og fórum þá til Reykjavíkur.


Hér erum við að labba frá Bjössaróló og það var svo æðislega fallegt veður.

 


Hér er skemmtilegur stór stóll til að setjast í við fjöruna í Borgarnesi.

 


Hér er Ronja Rós við Bjössaróló.

 


Mjög gaman að skoða ég man eftir að hafa farið þarna sem krakki en var búnað gleyma 

alveg hvernig það leit út svo það var gaman að fara og sýna krökkunum.

 


Hér er Ronja Rós á rugguhesti. Þetta er allt smíðað úr timbri.

 


Freyja Naómí, Ronja Rós og Benóný Ísak.

 


Ronja Rós var alveg að elska heitapottinn og það var farið oft á dag.

 


Það var svo yndislegt veður þó það væri kalt þá fórum við í smá sólbað þegar okkur var orðið of

heitt í pottinum og fengum okkur vinber.

 


Benóný fannst svo kósý að fara í pottinn þegar það var komið myrkur úti þá var líka 

stjörnubjart og mikið um norðurljós.

 


Hér erum við komin í Hreppslaug sem var ein af sundlaugunum sem við eigum eftir að fara í .

Benóný er mjög spenntur að fara í hana loksins.

 


Það var svo mjög heillandi að það mátti kaupa sér drykki og ís og fá sér ofan í lauginni.

Sundlaugin var mjög flott og heitupottarnir stórir og góðir svo við mælum hiklaust með að fara í þessa sundlaug

fyrir þá sem hafa ekki farið hún er svo kósý og náttúruleg.

 


Tók svo mynd af skiltinu áður en við fórum.

 


Benóný sáttur með pepsí í Hreppslaug.

 


Hér erum við í bústaðnum að nýta það sem eftir er af sumrinu og með haustlitina í bakgrunn.

 


Emil mættur til okkar það var mikil gleði og mikið hlegið af nýju skegg mottunni

sem hann er búnað safna á sjónum. En fékk svo fljótt að hverfa eftir almennilegan rakstur.

 


Hér er svo mottan farin á Emil og hér er hann og Embla í Blómasetrinu í Borgarnesi sem er kaffihús

og það var svo gaman að koma þangað svo kósý og heimilislegt og allskyns dót og hlutir að sjá og

það var svakalega gott að borða þar og fá kaffi og heitt kakó. 

 

 

Flettingar í dag: 598
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 3021
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2544345
Samtals gestir: 89190
Tölur uppfærðar: 30.10.2025 02:05:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar