|
Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||
29.10.2025 21:18Smalað lambgimbrunum heimVið fórum á sunnudaginn og sóttum lambgimbrarnar til að taka þær inn og við byrjuðum á að fara inn fyrir Búlandshöfða og finna kindurnar þar og þær voru alla leið að Höfða bænum og Freyja og Birgitta frænka hennar byrjuðu að reka þær af stað út eftir. Rúmba var með forrystuna og leiddi hópinn frekar hratt eins og hún væri forrystu kind. Það gekk vel að reka og Kristinn tók svo við að reka þegar þær voru komnar upp á Búlandshöfða og Siggi líka en það náðist að halda þeim meðfram veginum svo þær fóru ekki undir Höfðann eins og þær eru vanar. Við tókum svo allt sem var inn í Mávahlíð og svo það sem var inn í Fögruhlíð og svo var látið Sigga vita af lambi sem var búnað festa sig í gaddavír og vírinn var fastur utan um fótinn á því og við fórum að leita af því og ég fór að sækja kerruna ef það væri ekki hægt að reka það en þess þurfti svo ekki. Hörður í Tröð lét okkur vita og hann hjálpaði okkur svo að standa fyrir inn í Tröð svo kindurnar myndu halda áfram niður inn í Fögruhlíð eftir að Siggi, Kristinn og Freyja fóru upp og sóttu það sem var fyrir ofan hjá Ragga bústað og upp á Sneið.
Flettingar í dag: 598 Gestir í dag: 7 Flettingar í gær: 3021 Gestir í gær: 58 Samtals flettingar: 2544345 Samtals gestir: 89190 Tölur uppfærðar: 30.10.2025 02:05:23 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
||||||||||||
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is