Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

29.10.2025 21:18

Smalað lambgimbrunum heim

Við fórum á sunnudaginn og sóttum lambgimbrarnar til að taka þær inn og við byrjuðum á að fara inn fyrir Búlandshöfða og finna kindurnar þar og þær voru alla leið að Höfða bænum og Freyja og Birgitta frænka hennar byrjuðu að reka þær af stað út eftir. Rúmba var með forrystuna og leiddi hópinn frekar hratt eins og hún væri forrystu kind. Það gekk vel að reka og Kristinn tók svo við að reka þegar þær voru komnar upp á Búlandshöfða og Siggi líka en það náðist að halda þeim meðfram veginum svo þær fóru ekki undir Höfðann eins og þær eru vanar. Við tókum svo allt sem var inn í Mávahlíð og svo það sem var inn í Fögruhlíð og svo var látið Sigga vita af lambi sem var búnað festa sig í gaddavír og vírinn var fastur utan um fótinn á því og við fórum að leita af því og ég fór að sækja kerruna ef það væri ekki hægt að reka það en þess þurfti svo ekki. Hörður í Tröð lét okkur vita og hann hjálpaði okkur svo að standa fyrir inn í Tröð svo kindurnar myndu halda áfram niður inn í Fögruhlíð eftir að Siggi, Kristinn og Freyja fóru upp og sóttu það sem var fyrir ofan hjá Ragga bústað og upp á Sneið.

 


Bárður og Sveinn komu með kerru til Freyju og Bóa þar sem hestarnir eru og tóku Ösku fyrir okkur upp á kerru og hún

fer til Bárðar í smá tíma áður en hún fer í frumtamningu. Hún getur verið mjög erfið að fara upp á kerru og mistókst það hjá okkur 

seinast að reyna ná henni og hún var komin inn en hoppaði svo yfir Bóa og út aftur svo við reyndum ekki meira í það skipti en það 

gekk svo ágætlega núna en tók þó smá tíma og þolinmæði að koma henni inn.

 


Hér er Kristinn kominn með þær að útsýnispallinum og þær héldu áfram þaðan eftir veginum.

 


Siggi og Kristinn að reka þær áfram.

 


Ég labbaði eftir Holtsánni að leita af lambinu með gaddavírinn en sá það hvergi en svo kom í ljós að það var komið alla leiðina niður

að Fögruhlíð svo ég hefði ekki þurft að labba alla þessa leið að leita.

 


Hér erum við komin upp að Tungu með kindurnar.

 


Hér erum við að reka restina sem var fyrir ofan Tungu svo við fórum aftur út að smala eftir að við vorum búnað taka hinar inn í rétt 

sem við vorum að sækja í Fögruhlíð. Það vantaði nefnilega eitt lamb og það var með þessum kindum og var það hún Bríet hans Kidda sem

var í þessum hóp með sína gimbur. Núna þarf ég bara fara gefa mér tíma í að taka myndir af öllum gimbrunum og setja það hér inn.

 

Flettingar í dag: 598
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 3021
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2544345
Samtals gestir: 89190
Tölur uppfærðar: 30.10.2025 02:05:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar