Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

16.11.2025 10:22

Kindunum smalað heim 14 nóv


Við fórum og sóttum kindurnar á föstudeginum og það var gott veður en kalt.


Hér eru Siggi og Embla að fara upp í Fögruhlíð.

 


Hér leyndust kind og lamb sem Kristin tók eftir og hann fór á eftir þeim og náði þeim niður í gilið hér.

 


Hér fóru þær ekki auðveldurstu leiðina niður og rann mikið af möl undan þeim þegar þær fóru niður.

 


Hér er hún komin niðru og Kristin, Siggi og Embla eru að koma niður á eftir henni.

 


Þetta gekk svo mjög vel hjá okkur og það komu allar kindurnar okkar ásamt einni kind og tveim lömbum sem var frá

Bibbu Grundarfirði og það voru tveir lambhrútar og svo einn auka lambhrútur sem reyndist vera frá Hoftúnum.

 


Áður en við tókum inn þurfti að laga grindurnar eftir að Lalli var búnað dæla út því það kom í ljós

að undirstöðurnar voru að gefa sig á nokkrum stöðum svo það þurfti að styrkja þær og Emil fór niður í haughús og kom

þeim fyrir meðan Kristin og Siggi festu þær og Lalli kom og aðstoðaði að dæla aðeins meira upp úr til að það væri 

ekki of mikið vatn í kjallararnum.

 


Hér er Emil ofan í og svo var Emil búnað vera tæpur í bakinu og fór svo alveg í bakinu við að bogra þarna ofan í og setja bitana svo

það þurfti að setja stiga niður svo hann gæti híft sig upp og við tók svo að styðja hann út í bíl og hann var slæmur í bakinu lengi á eftir

komst ekki út á sjó á næstunni en þetta er þó allt að koma til hjá honum núna.

Siggi bjargaði þessu fyrir okkur að klára og festa og setja bitana sem eftir voru og erum við mjög þakklát við Sigga að þetta kláraðist

því Emil og Kristinn eru báðir búnað vera drepast í bakinu.

 


Ég kláraði svo að negla niður grindurnar og Emil gerði saltsteinana klára.

 


Við fórum svo í Borgarnes og nú er fóðurbætirinn klár og kominn í tunnur.

 

 

 

Flettingar í dag: 864
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1618
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 2629895
Samtals gestir: 89502
Tölur uppfærðar: 16.11.2025 14:00:04

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar