
Skvísan okkar er 3 mánaða í dag og fór ég með hana í skoðun og hún þyngist vel.
5320 gr, lengd 64 og höfuðmál 40. Er farin að brosa á fullu og hjala algjör dúlla.
Hún fékk tvær sprautur í dag litla greyjið.
Bílinn okkar er búinn að vera bilaður og hef ég verið að níðast á mömmu þessa dagana, fá hana til að skuttla mér allt og fá lánaðan bílinn hennar svo ég er mjög þakklát fyrir að fá svona mikla aðstoð frá mömmu góðu :)
já og svo má ekki gleyma hvað hún er rosalega dugleg að passa fyrir mig :).
Mars er svo stór afmælis mánaður Maja systir var fertug í gær og svo á Steinar bróðir Emils afmæli í dag
Ég óska þeim báðum kærlega til hamingju með daginn sinn :)