Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

03.05.2019 22:01

Fyrsta veiðin og vitjað um í Klettakoti.

Freyja með fyrstu bleikju sumarsins einnig fengum við líka sjóbirting en
slepptum honum því Benóný fannst hann svo flottur að hann mætti ekki deyja.

Benóný að veiða.

Embla að veiða.

Veiddum einn sjóbirting næsta dag líka.

Embla tók mynd af honum.

Lagt af stað með afa Bóa að vitja um netið.

Flottur hópur Bjarki Steinn,Freyja,Embla og Benóný.

Allir spenntir hvað kemur.

Það var yndislegt veður.

Jæja spenningurinn í hámarki .

Aflinn  var ekki alveg eins og vonast var he he 20 stykki af ósaflúru og ein bleikja.

En krakkarnir voru í skýjunum með þetta.

Benóný og Embla orðin svo spennt að bíða eftir sauðburðinum en fyrstu eiga tal 6 maí.

Fórum í Húsafell um daginn og allir hittust í pottapartý.

Fleiri myndir frá Tenerife sem við keyptum í görðum.

Embla.

Þetta var rosalega gaman fyrir Emblu að fá að faðma og leika við höfrung.

Benóný að leika.

Embla að leika við tvo.

Freyja að leika við þá með bolta.

Embla.

Freyja Naómí.

Við fjölskyldan í Síam Park.

Jæja nú er bara spennan að bíða eftir að sauðburður hefjist.

Það eru fleiri myndir af páskunum og veiðinni hér inn í albúmi.

03.05.2019 21:47

Páskar 2019

Nývöknuð á páskadags morgun og búnað finna eggin sín.

Páskakaffi hjá mömmu.

Mamma bauð okkur í kaffi á páskadag.

Maggi bróðir og Erla kíktu vestur í heimsókn yfir páskana.

Embla með ömmu Huldu og ömmu Freyju.

Gullmolarnir okkar á páskadag.

Við sprautuðum seinni sprautuna í kindurnar annan í páskum.

02.05.2019 15:42

Tenerife ferð apríl 2019

Við fjölskyldan skelltum okkur í byrjun apríl til Tenerife og það var æðisleg ferð og mikið gert.
Benóný hafði langþráðan draum að fara í sundlaugargarðinn Siam Park og var sá draumur
að veruleika og það var yndislegt að fá að upplifa hann með honum. Við fórum einnig í 
Aqualand sem er annar vatnsleikjagarður og þar fengu krakkarnir svakalega upplifun að vera
með höfrungum og leika við þá. Við gerðum margt skemmtilegt með góðum vinahóp af 
kunningjum okkar sem voru líka á Tenerife. Það var farið í þrenn skonar dýragarða en engin
var þó eins og stóð þar efst upp úr Loro Parque sem er svakalega stór og flottur dýragarður.
Þar var einstök háhyrninga sýning og var það geggjað bara að fá að sjá þá svona í návígi.
Við vorum á fremsta bekk og var boðið poka en tókum ekki veskið með okkur svo við bara
nei nei þetta hlýtur að vera í lagi en svo hófst sýningin og háhyrningurinn kom ósköp 
sakleysislega til okkar og sneri sér svo við og gusaði yfir okkur með sporðinum og við vorum
gersamlega á floti það lak úr okkur he he og Freyja mín var svo hrædd og blaut að hún fór
að hágrenja greyjið.
Við vorum á Amerísku ströndinni á hótelinu Parque Santiago 4 í sömu íbúð og við vorum 
seinast fyrir ofan matvörubúðina og hún er alveg æðisleg jafn stór að utan sem innan og
hægt að vera í sólbaði á svölunum þar voru bekkir fyrir okkur öll.
Það var frekar kalt fyrstu dagana hjá okkur en svo varð hlýtt og gott og við vorum ekkert 
tilbúin að koma heim í rigninguna og rokið. En jæja ætla núna bara láta myndirnar tala 
sínu máli.

Hérna er Freyja með naggrís í Monkey Park

Og hér er Benóný.

Og Embla með naggrís líka þetta var voða spennandi fyrir þau.

Freyja aftur með naggrís.

Freyja í gokart.

Benóný í gokart.

Í sundlaugargarðinum.

Benóný alsæll í rennibrautunum á hótelinu sem við vorum á.

Meistarinn sjálfur mættur í langþráða drauminn Siam Park.

Það var mikið stuð á strákunum í rennibrautunum.

Benóný og Aron við Sincha rennibrautina en hún stóð upp úr hjá Benóný og var 
skemmtilegust.

Hér kemur Benóný niður með Emma og Bergrúni og fannst þetta alveg æði.

Svalirnar hjá okkur náðu allan hringinn um íbúðina.

Freyja og Bergrún.

Benóný fyrir utan leiksvæðið í Síam Park og var pínu kalt þegar sólin hvarf.

Í Tívoli sem við fórum með Olafvíu og Arnóri og krökkunum.

Við fórum öll saman í Jungle Park sem sagt við og Eva,Emmi og krakkarnir og Ólafvía,
Arnór og krakkarnir. Það var rosa stuð.

Benóný og Magnús í Aqualandi.

Það voru rosalega flottar rennibrautirnar.

Magnús fór í þessa sem var eins og klósettskál og sturtað niður og Benóný langði svo
geggjað mikið í hana en þorði því ekki því hann hélt að hann gæti ekki synt frá henni.

Benóný fór í þessar báðar.

Hann fór í þessar líka.

Í Loro Parque á sæljóna sýningu.

Benóný,Freyja,Eyrún,Embla og Bergrún.

Á háhyrninga sýningunni.

Svaka fjör.

Stelpurnar fengu svo flotta málingu.

Emil og Arnór skelltu sér á túnfisk veiðar en því miður fengu þeir engan túnfisk en sáu þá.

Svo flottur hópur Aron,Magnús,Embla,Benóný og Freyja.

Benóný var mjög erfiður að borða úti og hér var tilraun til að láta hann borða pizzu botn og
hann borðaði hann.

Í mínigólf.

Benóný og Freyja í minigolf.

Freyja og Embla

Við fjölskyldan skelltum okkur í fiska spa rosa gaman.

Flottu gullin okkar.

Freyja Naómí.

Fórum út að borða saman með Evu og Emma á Hard Rock.

Á leiðinni í dýragarðinn.

Á leiðinni í hótel garðinn.

Mörgæsa landið í Loro.

Freyja Naómí.

Embla Marína.

Benóný Ísak.

Gaman í rennibrautunum.

Benóný.

Þessi var tekin í flugvélinni á leiðinni út allir rosa spenntir.  Jæja þá er ég búnað skella
þessu helsta inn og svo er fullt af myndum inn í albúmi af ferðinni.


26.03.2019 22:00

Mávur valinn lambafaðir ársins 2018 hjá Sæðingarstöðvunum

Okkur hlotnaðist sá mikli heiður á Fagráðsfundi í sauðfjárrækt sem haldinn var í Bændahöllinni
þann 1 mars að fá veitt verðlaun fyrir Máv sem besta lambafaðir ársins 2018.
Mávur er hútur sem við seldum sæðingarstöðvunum. 
Þessi mynd kom af okkur í Bændablaðinu með verðlaunin sem eru ekkert smá falleg.
Hér er mynd sem ég á af Máv þegar hann var veturgamall.
Við erum ólýsanlega stolt af að hafa fengið þessa glæsilegu viðurkenningu.

Hér inn á Rml má lesa greinina um Máv og Dreka sem voru verðlaunaðir á Fagráðsfundinum.
Mávur sem besti lambafaðirinn og Dreki sem besti kynbótahrúturinn.

Þessi glæsilegi gripur er kominn upp í hillu inn í stofu og tekur sig vel út.
Þessa glæsilegu viðurkenningu fengum við líka.
Hér er ein mynd af fundinum.
Mynd af Dreka á fundinum.

26.03.2019 21:35

Ýmislegt í mars

Jæja hef ekki verið sú duglegasta að blogga um tíma svo það er kominn tími til að ég fari að
henda einhverju hér inn. Við sprautuðum fyrri sprautuna í rollurnar og gemlingana 16 mars.
Arnar ætlaði að koma og rýja fyrir okkur þá en varð fyrir því óláni að togna á fæti og gat ekki
tekið að sér rúninginn fyrir okkur en til allra lukku þá náði Siggi á Gumma sem klippti fyrir
okkur í fyrra og hann gat reddað okkur núna á föstudaginn 22 mars en við vorum því miður ekki heima því við vorum stödd við jarðarför hjá ömmu hans Emils. Siggi tók því á móti honum og Bói og Jóhanna hlupu í skarðið fyrir okkur og allt gekk þetta vel.
Set hérna inn mynd síðan í fyrra úr því að ég var ekki viðstödd núna til að mynda.

Mamma á bollu daginn hún stendur alltaf fyrir sínu og býður okkur í bollur.
Við fórum suður í byrjun mars og hér eru frændsystkinin í gistipartý í íbúð sem Þórhalla
var með í bænum og við fengum að gista hjá henni eina nótt og eins og sjá má var 
rosalega mikið fjör hjá þeim að fá að vera öll saman.
Í Húsdýragarðinum Bjarki Steinn, Benóný Ísak og Embla Marína.
Embla orðin vel tannlaus he he búnað missa þrjár á stuttum tíma.
Hér er hún Árný Anna amma hans Emils við kvöddum hana á föstudaginn í jarðarför
í Hveragerði. Við þekktum hana sem Öddu ömmu og hún kom reglulega í heimsókn til
okkar síðast liðin ár þegar hún bjó í Stykkishólmi. Hún var ótrúlega hress og keyrði
eins og herforingi á milli Stykkishólms og Ólafsvíkur. Henni fannst mjög gaman að spjalla
við mig um kindurnar og hefði viljað komast í heimsókn í fjárhúsin en því miður komst hún aldrei til þess. Hún hafði gaman af að spjalla við krakkana og hlustaði af athygli á það sem þau höfðu að segja við hana. Við munum sakna hennar og hvíli hún í friði.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

17.02.2019 17:41

Fósturtalning 9 febrúar

Laugardaginn 9 febrúar kom Guðbrandur Þorkelsson að fósturtelja hjá okkur ásamt að hann
taldi inn í Ólafsvík og Hellissandi og held ég að það hafi komið víðast hvar vel út. Frétti að
Gummi Ólafs Ólafsvík hafi fengið fjórlembu og hjá Óttari á Kjalvegi hafi verið 7 þrílembdar.
En að okkar talningu þá kom hún bara ágætlega út þó svo ég hafi viljað sjá sæðisærnar
í meiri frjósemi en þetta getur verið margt annað að spila inn í eins og heyið og annað.

Ég hef eitthvað ruglast í talningunni á kindunum sem héldu úr sæðinu en þær voru 10 en      ekki 8 svo maður er alltaf að græða he he. En af þessum 10 sæðiskindum voru 5
sónaðar einlembdar. 

Af 93 kindum alls voru talin 159 fóstur.

Eldri kindur alls 61

Eldri kindur voru ein ónýt hjá mér og ein hjá Jóhönnu.

10 hjá okkur með 1 og ein með 1 hjá Jóhönnu.

39 hjá okkur með 2 og 4 hjá Jóhönnu.

4 hjá okkur með 3

1 hjá okkur með 4

Meðaltal eldri ær er 1,85

Tveggja vetra ær 15 í heildina

2  með 1

13 með 2

Meðaltal tveggja vetra ær 1,87

Gemlingar 17 í heildina

5 geldir

6 með 1

6 með 2

Meðaltal gemlingar 1,06

Skvísa sem er fjórlembd í ár er fædd árið 2013 og kom með eitt sem gemlingur og svo
tvisvar sinnum þrílembd svo fjórlembd og svo aftur þrilembd og núna aftur fjórlembd.
Skvísa er undan Lunda sem var undan Grábotna og Svört hans Sigga.
Móðir Skvísu var Rán sem var undan Rambó frá mér og Dóru.

Hér er hún árið 2015 með þrílembingana sína.
Búið að gera klárt fyrir fósturtalninguna.
Og svo hefst glaðningurinn.
Hér sést Guðbrandur að störfum.
Hér er svo Skvísa eins og hún er í dag.
Freyja með okkur í fjárhúsunum.
Að skoða gemlingana hjá Sigga.
Hér er Svarti Pétur hans Óttars og þeir eru allir komnir með mikil hornahlaup 
lambhrútarnir og taka vel við sér.
Botni hans Óttars á Kjalvegi.
Stjóri hans Kristins Bæjarstjóra. Kristinn kom i heimsókn til mín núna á laugardaginn og 
leist vel á hrútinn sinn sem er líka með mikil hornahlaup.
Zezar hefur lika bætt sig vel hann var frekar tuskulegur á fengitímanum en lítur vel út núna.
Jökull Frosti dafnar líka vel. Hann hefur ekki virkað á þennan eina gemling sem ég setti
hann á því hann gekk upp svo sæðið hefur ekki verið virkt eftir pensilín kúrinn hans svo
ég fæ engin lömb undan honum í ár en kemur vonandi bara sterkur inn á næsta ári.
Það var mikið fjör hjá krökkunum í snjónum í sveitinni hjá Freyju ömmu og 
afa Bóa þar sem var búið að byggja svaka snjóhús.
Það voru vel stórir skaflarnir til þess að byggja snjójhús.
Hér eru þau inn í húsinu og með friðarkerti voða kósý.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.
17.02.2019 17:22

Freyja á Reiðnámskeiði í febrúar

Hestamannafélagið Hringur í samvinnu við Fanney Gunnarsdóttur hélt reiðnámskeið tvær
helgar í röð og ætluðu báðar stelpurnar okkar að fara en Embla var ekki alveg tilbúin og
hætti við en Freyja Naómí var alveg tilbúin og stóð sig eins og hetja.
Búið að gera Ljóra hennar Jóhönnu tilbúinn fyrir námskeiðið.
Emil teymdi undir henni fyrst.
En hún var fljót að biðja um að sleppa sér og vildi gera alveg sjálf svo dugleg.
Fyrst var Freyja með eldri stelpunum því Embla hætti við en fór svo næstu helgina með
sínum flokki.
Hér er hún komin með sínum flokki.
Hér er Freyja komin fremst en þau skiptust á að taka fram úr hvort öðru og gera æfingar.
Svo gaman hjá henni. Þetta var flott námskeið og hún er orðin svo örugg og vill bara 
fara ein og orðin svo sjálfstæð að öllu leiti á hestbaki og við auðvitað mega stolt af henni.

Það eru svo fleiri myndir af námskeiðinu hér inn í albúmi.

30.01.2019 17:50

Janúar 2019

Kæru vinir Gleðilegt nýtt ár þó seint sé og takk kærlega fyrir það gamla og innlitið á síðuna.
Af sæðingum að segja þá gengu þær ekki vel í ár. Við breyttum til og leituðum á morgnana
í staðinn fyrir kvöldin svo ég vil kenna því um en annars er engu um að kenna he he þetta 
getur bara verið svona þetta árið. 25 kindur frá okkur sæddi ég og af þeim héldu 8 og hjá 
Sigga sæddi ég held ég 8 og aðeins 3 héldu svo þetta var mjög lélegt ár hjá okkur í sæðingum.
Við notuðum Fáfnir, Kraft, Óðinn, Guðna, Dreka, Bergsson, Máv, Anga og Borkó.
Við fáum lömb úr Máv, Fáfni,Borkó,Kraft,Óðinn og Guðna. Ég fæ ekkí úr Bergsson en Siggi
fær það var eitt lamb sem ég sæddi hjá honum sem hélt með honum.

Þetta verður langur sauðburður því það gekk seint upp úr sæðingunum því ég sæddi frekar
seint síðan gekk ein kind upp leiðinlega seint eða 16 janúar svo það verður stuð.
Næsta spenna verður svo núna á næstunni þegar fósturtalningin verður.
Hér er Freyja með Dröfn mömmu hans Mávs sem er á Sæðingarstöðinni.
Jökull Frosti er þrílembingur undan Dröfn og Berg sæðingarstöðvarhrút og ég ætlaði að
nota hann á mjög margar kindur en hann heltist á afturfót fyrir fengitímann og við 
sáum svo að hann hafði stungið sig á einhverju og fékk sýkingu í fótinn og við urðum að
setja hann á pensilín kúr og þá lagaðist hann og ég prófaði svo að nota hann á eitt lamb
og ég bíð spennt eftir hvernig þetta eina lamb sem ég fæ úr honum verður eða 2 ef hún
skildi verða tvílembd.
Korri Garrasonur hans Sigga hann fékk 6 kindur.
Hlúnkur Mávsonur frá Sigga fékk 6 kindur.
Grettir Mávsonur frá Sigga fékk 3 kindur.
Askur Kaldasonur fékk 11 kindur.
Kaldnasi Magnasonur fékk 7 kindur.
Zezar sona sonur Dreka sæðingarstöðvarhrút fékk 15 kindur svo það eru miklar 
væntingar með hann.
Botni hans Óttars fékk 10 kindur.
Gosi frá Gumma Ólafs Bjartssonur fékk 5 kindur.
Einbúi Ísakssonur fékk 1 kind og hann átti að fá aðra en það var svartur hrútur hjá
Bárði sem heitir Svarti Sambó sem fékk hina.
Víkingur er undan Skjöld frá Bárði og hann fékk 3 kindur.
Stjóri Grettissonur frá Kristinni Bæjarstjóra fékk 6 og Svarti Péturs hans Óttars fékk 3

Svanur Mávsson fékk 4 kindur og svo fór hann í afkvæmarannsókn á Hofsstaði svo hann
var bara notaður rétt í byrjun hjá okkur áður en hann fór.

Þannig ef allt gengur eftir þá ættum við að fá lömb úr 19 hrútum alls með sæðingunum.

Fengum frænku og frænda stelpnanna með okkur í fjárhúsin yfir hátíðarnar hér er 
Embla, Sunnefa, Freyja og Bergþór.
Hanna Líf nágranni okkar með stelpunum okkar í fjárhúsunum.
Á brennunni á áramótunum.
Embla og Freyja.
Freyja með Lóu sína sem er alveg einstakur karekter en er að verða of frek hún er farin
að stanga í rassinn á mér þegar ég er að sópa.
Embla og Feyja hjá kindunum.
Hér eru gemlingarnir.
Hér er Svala Partsdóttir og Lóa.
Hér er Klara Svansdóttir og Rósalind.
Hér er Terta og Óska Dís.
Bára undan Berg og Dröfn og svo Blíða.
Frostrós, Elektra,Klara og Rósalind.
Randalín og Aska.
Brúða og Poppý.
Lóa, Harpa og Dröfn.
Embla að knúsa gimbranar.
Freyja að klappa þeim.
Og svo dugleg að hjálpa mér að gefa.
Embla og Guðjón vinur hennar komu með mér í fárhúsin.
Verið að sníkja á þrettándanum Benóný aftastur og svo Freyja og Bjarki frændi þeirra.
Embla og Hanna á þrettándanum.
Embla og Freyja misstu báðar tönn á sama tíma í janúar.
Alex og Birgitta komu í heimsókn í janúar.
Og það var farið út að renna leið og snjórinn kom loksins.
Allir að baka pizzu saman.
Skellt í eina grettumynd.
Alexander Ísar að baka.
Við fórum svo til Reykjavíkur með Birgittu og Alex til foreldra sinna og skelltum
okkur í bíó með þeim.
Benóný svo glaður að fá að sjá spiderman í bíó.
Í snjónum hjá ömmu Freyju og afa Bóa.
Fallegt vetrarveður í sveitinni.
Að renna inn í Mávahlíð.
Benóný Ísak.
Sólin skein á okkur enda æðislegt veður en það var mjög kalt.
Inn í Mávahlíð.
Embla og Freyja.
Embla Marína, Freyja Naómí og Benóný Ísak.
Ég var að sýna þeim fjárhúsið í Mávahlíð og segja þeim að þegar ég var lítil var svo
mikill snjór alltaf að maður gat klifrað upp á þak og rennt sér niður en það vantar talsvert
upp á það núna.
Freyja að renna með dúkkuna inn í Ólafsvík.
Benóný að renna líka inn í Ólafsvík.

Jæja nú er ég búnað skella svona því helsta inn sem er búið að vera gerast hjá okkur
í janúar svo eru tvö myndaalbúm af þessu öllu saman hér og hér svo endilega kíkið.


28.12.2018 00:57

Gleðileg jól og fengitími

Við fjölskyldan óskum ykkur kæru vinir Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Hér hefur verið nóg að gera eins og sést á blogginu ég hef ekki getað gefið mér neinn tíma
þanga til núna og þá hendi ég inn marga daga bloggi. Fengitíminn fór jafnt og þétt af stað
ég byrjaði að hleypa til 14 des og byrjaði svo að sæða 16 des og sæddi til 22 des.
Það er að segja að ég geymdi sæði í ískápnum og sæddi daginn eftir og svo kemur bara í ljós
hvort ég hafi dottið í lukkupottinn með það. Ég sæddi 25 kindur og notaði Kraft,Óðinn,Máv
Bergsson,Borkó,Fáfnir,Dreka,Anga og Guðna. Svo geng ég með hrút á hverjum einasta degi
í kindurnar. Korri Garrasonur hans Sigga sér um að leita fyrir mig og ég skelli á hann skírlifs
poka svo hann nái ekki að lemba neina óvart þegar ég leita með honum því hann er svo stór
og sterkur að það gæti auðveldlega gerst óvart. Því miður hef ég ekki getað notað aðal
hrútinn sem ég ætlaði að nota en það er hann Jökull Frosti sem er undan Berg sæðishrút og
Dröfn sem er mamma hans Mávs sem er á sæðingarstöðinni. Hann meiddist á afturfót og 
hefur ekki getað sinnt sínu starfi en ég vona að hann nái sér og þá verður hann bara að koma
að góðum notum á næsta ári. Það eru 11 rollur eftir að fá og ég reikna með að það verði 
kominn hringinn á gamlársdag.
Mamma með krakkana okkar heima hjá okkur.
Á aðfangadag.
Það er mjög vinsælt þessa dagana að hafa eina grettimynd líka he he.
Freyja og Embla.
Freyja að opna pakkana. Embla las á alla pakkana og rétti svo okkur.
Hér eru þær saman að opna.
Benóný alsæll með sínar gjafir.
Benóný var svo montinn að fá loksins síma en við létum undan þeirri ósk og gáfum
honum síma í jólagjöf.
Stelpurnar fengu þessar flottu peysur frá Maju systir og fjölskyldu.
Benóný með ömmu Freyju og Bóa afa.
Það var fjör á þessum að hittast eftir að búið var að opna pakkana. 
Freyja,Embla og Bjarki
Jólaboð hjá Huldu mömmu minni á Jóladag.

Við höfðum það rosalega kósý yfir jólin við vorum bara við fjölskyldan þetta árið en svo
komu allir í kaffi til okkar eftir að við vorum búnað opna pakkana og það var mjög 
gaman að hitta alla.

Ég mun setja frekari blogg um fengitímann þegar mér gefst timi en læt þetta duga í bili
og hafið það sem allra best yfir hátíðarnar það eru svo fleiri myndir af jólunum hér inn 

28.12.2018 00:15

Ferð til Glasgow og Edinburgh með góðum vinum

Þann 28 nóvember fórum við með vinum okkar til Glasgow og keyrðum þaðan til Edinburgh.
Við vorum þar í 4 nætur og náðum að afreka ansi margt á þessum stutta tíma. Fyrsta daginn
fórum við í draugahús sem fjallar um sögu Edinburgh og heitir Dungeon og það var geggjað
ég var að skíta á mig úr hræðslu þetta var ótrúlega óhugnalegt allt leikið af alvöru fólki.
Við fórum svo líka i sjónhverfingar safn og svo fórum við líka í neðanjarðar safn um sögu
Edinborgar sem er frá 18 öld og segir frá lífinu sem þar var og plágu sem gekk þar yfir og fleiri manns dóu úr. Við skoðuðum svo Kastallann sem var rosalega flottur og við vorum með leiðsögumann sem sagði okkur alla söguna og fylgdi okkur í gegnum Kastallann sem var alveg gríðarlega stór og mikið að skoða. Því næst var skoðað Royal Yacht Britannia
sem var svakalega flott skip sem Konungsfólkið á. 
Hér er Kastallinn í Edinburgh.
Hér erum við vinahópurinn fyrir framann Kastalann.
Við fengum mikla rigningu daginn sem við fórum að skoða Kastallann.
Á Sjónhverfingarsafninu Emil í matinn.
Og ég he he.
Edinburgh er rosalega falleg.
Flott útsýnið úr Kastallanum.
Við vinkonurnar.
Anna og Vigfús.
Nonni og Irma.
Við í Kastallanum.
Emil að máta skipstjórastólinn í Konungssnekkjunni.
Hér sést kynningin um hana.
Flugvélinn okkar.
Við flottar saman .
Ég að máta rúmmið í fangelsinu.
Nonni, Irma og Vigfús
Svakleg kirkja hérna í baksýn.
Stuð hjá strákunum í leigubílnum.
Og við sátum á móti þeim í bílnum ýkt skrýtið þannig maður sá allt afturbak þegar það var
verið að keyra og líka ýkt skrýtið að bílstjórinn sé hægra megin í bílnum.
Anna, ég og Emil.

Þetta var æðisleg ferð og æðisleg borg við vorum öll sammála um að við værum til í að
fara þangað aftur og skoða þá betur hálöndin. Ég held að þar sé svakaleg náttúrufegurð
og mér finnst alltaf gaman að skoða fallega náttúru. 
Það eru svo fullt af fleiri myndum af ferðinni okkar hér inn í albúmi.


27.12.2018 23:49

Smalað fé frá Hoftúni sem endaði svo í sjálfheldu.

Siggi rakst á fé inn í Búlandshöfða og komst að því að hann Kristján í Hoftúni átti þessa kind
og tvö lömb svo hann hafði samband við hann og hann og Gísli á Álftavatni, Snæbjörn á 
Neðri Hól og sonur hans komu og við aðstoðuðum þá við að reyna ná þeim. Fyrst fór allur
tíminn í að finna þær og þær fundust svo og við fórum að reyna ná þeim og þeir náðu að
fanga rolluna og eitt lamb. En eitt lambið leitaði niður í kletta í fjörunni og var of hættulegt 
að reyna styggja það, var þá hugmyndin að sleppa rollunni og athuga hvort lambið myndi
þá stökkva sjálft upp úr sjálfheldunni en það vildi þá ekki betur til en að rollan fór sömu leið
og lambið og hreyfði sig hvergi þó reynt væri að styggja við þeim. Það var svo annar hrútur
sem var auka með þeim og við náðum að elta hann uppi og króa hann af hann var svo ekki
frá þeim heldur frá Kvíarbryggju fangelsinu. Snæbjörn ætlaði að reyna klifra upp klettana til 
að komast að rollunni en það var of mikill klaki og of hátt að klifra svo hún var skilin eftir.
Ég frétti svo nokkrum dögum seinna að hún hafi náðst inn í Grundarfirði.
Hér sést í lambið og hundinn að passa það.
Hér erum við fyrir neðan Búlandshöfðann og niður á Mávarhlíðarhellu.
Hér er svo rollan komin í sjálfhelduna líka og vill sig ekkert hreyfa.
Hér sést innst inn í fjörunni í klakanum þar er rollan.
Hér eru Siggi og Snæbjörn að færa sig nær og Snæbjörn er á ísbroddum og ætlar að
athuga hvort hann geti klifrað upp að henni.
Hér sést Snæbjörn fyrir neðan en aðstæður voru ekki nógu góðar til að klifra.
Svo þeir fóru heim með aðeins annað lambið og kindin náðist svo eins og ég sagði 
nokkrum dögum seinna inn í Grundarfirði svo það hefur verið mikil ferð á henni.


27.12.2018 23:31

Freyja Naómí 6 ára 12 des

Yndislega Freyja Naómí okkar varð 6 ára þann 12 desember sem er án efa flottasti 
afmælisdagurinn því hún er fædd 2012 og á því kennitöluna 12,12,12.
Hún og Bjarki Steinn frændi hennar héldu upp á afmælin sín saman heima hjá Bjarka.
Hér er gullið okkar svo yndisleg og góð stelpa.
Að fá pakkann sinn.
Bjarki og Freyja.
Afmælisveislan.
Fékk breyti tösku.
Svo mikil gull þessi tvö.
Það var horft á bíómynd og farið í leiki og þetta var svo rólegt og gott afmæli.

Það eru svo fleiri myndir af afmælinu hér inn í albúmi.

08.12.2018 20:09

Tekið af rollunum 24 nóv.

Jæja búið að vera heldur rólegt hjá mér í blogginu og ekki að ástæðu lausu. Hef bara ekki
getað gefið mér tíma til þess við skelltum okkur í 4 daga til Skotlands með góðum vinum
strax eftir að Arnar var búnað koma og taka af fyrir okkur og svo er ég byrjuð að vinna 
niður á Leikskóla fyrir hádegi svo það er nóg fyrir stafni. Miklar hugleiðingar núna yfir
komandi fengitíma og sæðingum sem er auðvitað bara gaman og spennandi en krefst
mikils tima og nákvæmni.
Fallegur veturinn hjá okkur hér í nóvember.
Búið að flokka kindurnar fyrir rúninginn.
Hvítu og svo mjallahvítu.
Arnar Ásbjörnsson mættur og klár í slaginn.
Þær voru svo stilltar og prúðar við hann.
Hann var eldsnöggur af þessu og hefði verið en sneggri ef klippurnar hefðu ekki verið
að striða honum en þær voru aðeins erfiðar við hann.
Freyja að heilsa Vaíönnu.
Embla að tala við Hröfnu.
Benóný að tala við Kaldnasa.
Veturgömlu komnar sér.
Gemlingarnir sér líka.

Þá er hægt að fara dekra við þær og fóðra þær sér svo þær hafi nóg fyrir sig.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af rúninginum og fleira.

08.12.2018 18:58

18 nóvember var kindunum smalað inn í Tungu

Það var smalað inn fyrir Höfða og Mávahlíðina á sunnudaginn 18 nóv en ekki á laugardaginn
eins og stóð til vegna veðurs.
Fallegur foss fyrir neðan þjóðveginn í Búlandshöfðanum.
Lagðar vel af stað undir Höfðanum.
Hér kemur brattur kafli.
Ein leyndist fyrir aftan mig og kemur hér og ætlar sko ekki að verða eftir.
Hér er ég að komast fyrir Höfðann og í áttina að Mávahlið.
Embla mætt að hjálpa mér.
Flottur Mávahlíðarfossinn i baksýn.
Þessi gafst upp.
Embla og Freyja hjálpuðu mér að passa hana þangað til Bói kæmi með kerruna.
Svo lá leiðin upp hjá Fögruhlíð upp á Sneið og reka þær niður í Hlíð.
Hér sést niður í Fögruhlíð og Holtsána.
Þetta gekk svo allt saman vel og hér eru þær komnar allar saman inn í Tungu.
Freyja að tala við vinkonur sínar.
Freyja og Hrafna eru bestu vinkonur.
Ég þurfti svo að fara aðra leit daginn eftir að sækja þessar en þær hafa skotið sér upp hjá 
Kötluholti þegar við vorum að smala hlíðina og sáum ekki til þeirra.
Það var ansi kalt þegar ég sótti þær og ég þurfti að skilja bilinn eftir á Holtshæðinni og þurfti svo
að labba til baka í hávaða roki og sækja hann.
Freyja Naómí okkar sem fer alveg að detta í að verða 6 ára núna 12 desember var að missa 
sína fyrstu tönn og auðvitað var henni skellt undir koddann um kvöldið.

Það eru svo fleiri myndir af smöluninni hér inn í albúmi.

14.11.2018 13:14

Óvissuferð með Sauðfjárræktarfélagi Helgafellssveitar og nágrennis

Síðast liðinn laugardag fórum ég ,Emil maðurinn minn,Guðmundur Ólafs Ólafsvík
Siggi í Tungu og Kristinn Bæjarstjóri í Óvissuferð með Sauðfjárræktarfélagi 
Helgafellssveitar og nágrennis. Það voru líka 3 úr Staðarsveitinni Sveinn og Helga á Fossi
og Gísli á Álftarvatni svo við vorum 28 í allt held ég.


Harpa Björk Eiríksdóttir sá um að skipuleggja Ósvissuferðina og var einnig 
fararstjóri og talsmaður í rútunni. Guðmundur Hjartarsson Helgafelli Helgafellssveit
var bílstjórinn í ferðinni. Við mættum frá Ólafsvík inn að afleggjara við Vatnaleið og
fórum þar í rútuna með þeim.

Það var lagt af stað um hálf 10 frá Vatnaleið og pikkað upp þessi þrjú í Staðarsveitinni
á Rjúkanda eða eins og við þekkjum betur sem Vegamót.

Svo hófst ferðin og allir voða spenntir og vissu ekkert hvert ferðinni var heitið en hún
lá í Borgarnes og þar var tekin aukahringur á hringtorginu til að villa um fyrir hvert
við værum að fara en héldum svo áfram í gegnum Borgarnes og þaðan fórum við
á upphafsstaðinn sem var Hvanneyri og við byrjuðum á að fara þar í 
Hvanneyrarfjósið og þar tók á móti okkur Hafþór Finnbogason fjósameistari og
hann gaf okkur fræðslu um fjósið og starfið sem þar fer framm.

Hér er Harpa með Hafþóri og búnað gefa honum gjöf fyrir að taka á móti okkur og 
fræða okkur um Hvanneyrarfjósið.

Síðan héldum við aftur upp í rútu og þá lá leið okkar að næstu búgrein sem var hestar
og við fórum aðeins andartak frá Hvanneyri og komum að Gríðarlega stórri byggingu
sem er 750 fermetrar og tekur 79 hesta í stíur já þetta er sem sagt Hestamiðstöðin
á Mið-Fossum í Borgarbyggð og þar leiddi Harpa okkur í gegn með fróðleik og sögu
um starfið sem þar fer framm. Þetta er rosalega stórt og flott og það er heil reiðhöll
þarna sem er með reiðvöll,skeiðvöll og áhorfendastúku og hún er svo hlýleg og flott.
Stíurnar hjá hestunum eru merktar með nafni og ætterni og ýmsum upplýsingum um
hvern hest fyrir sig og einnig um fóðrun hans.

Hér má sjá hluta af reiðhöllinni.

Hér er Harpa að veita okkur fræðslu um samstarf Landbúnaðarháskólans og Mið-Fossa.

Næst fórum við aftur til baka inn á Hvanneyri og fórum þá í hádegismat í mötuneyti
Landbúnaðarháskóla Íslands þar fengum við auðvitað ekta íslenskt lambalæri með 
bakaðari karteflu og meðlæti sem var auðvitað alveg frábært.

Því næst kom Ragnhildur Helga Jónsdóttir bóndi á Ausu sem er jafnframt safnstjóri
Landbúnaðarsafns Íslands. Hún fræddi okkur um skólann og fór með okkur í smá
leiðsögutúr um skólann og fór yfir hvaða starf og námsefni væri þar í boði síðan
leiddi hún okkur yfir í Lanbúnaðarsafnið og kynnti okkur uppruna þess og sögu.
Safnið er í Halldórsfjósi á Hvanneyri sem er sögumerk bygging sem var reist 
á árunum 1928-29 en safnið var þó fyrst í Verkfærahúsinu á Hvanneyri og var fyrst
opið almenningi 1987 og var þá bara lítið um sig.

Ullarselið er einnig í móttökurými safnsins og það er mjög gaman að skoða það þar
er allsskonar handverk unnið úr íslenskri ull og öðrum hráefnum.
Þetta er alveg frábært safn og fróðlegt að fara svona aftur í tímann í Landbúnaði og 
kynna sér söguna bak við það og það sýnir okkur hvað við eigum miklar auðlindir í
íslenskum landbúnaði sem við verðum að varðveita.

Hér erum við á leiðinni að fara að skoða safnið. Skemmtilegur lestur hér.

Ég var mjög heilluð af þessu verki ekkert smá flott.

Verið að rifja upp gamla tíma.

Emil var mjög hrifinn af þessum Willys jeppa.

Hér er svo Harpa með Ragnhildi safnstjóra sem leiddi okkur í gengum söguna og safnið.

Mér fannst þetta æði sérstaklega þessi bleika kanna svo hlýlegt og kósý ég elska svona
gamla daga hluti þeir eru svo krúttlegir.

Jæja þá erum við aftur komin á ferð í rútunni hér er Kristinn Jónasson Bæjarstjóri
Snæfellsbæjar, Guðmundur Ólafsson Ólafsvík og Sigurður Kjartan Gylfason Tungu.
Hvert skyldi ferðinni verið heitið núna.

Það var á Tilraunastöðina á Hesti í Borgarfirði og þar tók á móti okkur hann 
Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og kynnti okkur allt um starfið og ræktunina sem fer framm
hjá þeim í samstarfi við þau sem reka búið sem eru Snædís Anna Þórhallsdóttir og 
Helgi Elí Hálfdánarson. Við fengum svo áfram leiðsögn og innlit í fjárhúsið og þar var
rúningsnámskeið í gangi sem við fengum aðeins að kíkja á.

Hér er hluti af lambhrútunum með nýjustu tísku klippinguna en ég held þetta sé gert
því þeir eru viðkvæmir fyrir kulda sérstaklega í lungunum og því er þetta alveg kjörin
klipping fyrir þá. Þeir taka sig vel út og eru vigalegir eins og ljón. Hér leynast nýjir
sæðingarhrútar sem verða væntanlegir á næsta ári frá Hesti.

Hér er Snædís Anna að fræða okkur um ræktunarstarfið á búinu.

Sveinn á Fossi, Gísli á Álftarvatni og Guðmundur Ólafs Ólafsvík að virða fyrir sér 
lambhrútana á Hesti.

Myndarlegur hópur af ásettningsgimbrum á Hesti.

Harpa búnað veita þeim gjöf fyrir heimsóknina þeim Eyjólfi Kristinn og Snædísi Önnu.

Svo var ferðinni haldið áfram og aftur lagt af stað upp í rútu á leið út í óvissuna.

Viðkomustaður að þessu sinni var Brugghús Steðja hjá Dagbjarti Arilíusarsyni.
Hann fræddi okkur um bjórinn Steðja og ýmsar bragðtegundir hans og þess má geta að 
bjórinn er 100 % náttúrulegur og enginn viðbættur sykur.

Hér eru allir áhugasamir að fylgjast með og fræðast um bjórinn og svo fengum við 
auðvitað að smakka nokkrar tegundir.

Hér er svo Harpa með honum Dagbjarti að lokinni heimsókninni og færir honum líka
þakkargjöf fyrir að taka á móti okkur.

Nú er farið að síga á seinni hluta ferðarinnar og hér erum við mætt í fjárhús hjá 
hagyrðingi miklum honum Dagbjarti Dagbjartsyni og Þórdísi Sigurbjörnsdóttur 
á Hrísum í Flókadal. Þau tóku vel á móti okkur með kræsingum eins og sjá má hér á mynd.

Myndarlegir lambhrútar hér hjá þeim bæði undan sæðingarstöðvahrútum og heima hrútum.

Svakalega stór og flott fjárhús hjá þeim.

Þessi er alveg ótrúlega spes á litinn og flott.

Glæsilegur hópur af ásettnings gimbrum hjá þeim.

Það var svo skellt í hópmyndir af okkur. Hér eru Dagbjartur og Þórdís líka með 
á myndinni og Harpa tók myndina.

Hér er verið að gæða sér á lærinu og melónunni.

Hér er svo Harpa með þeim Dagbjarti og Þórdísi og færir þeim kveðjugjöf fyrir 
gestrisni þeirra og skemmtilega heimsókn.

Jæja þá er komið að síðasta en ekki síðsta áfangastaðnum í þessari Óvissuferð.

Kannist þið við hann he he já þetta er Háafell og þar búa Jóhanna B Þorvaldsdóttir og 
Þorbjörn Oddsson og þar eru um 185 vetrarfóðraðar geitur og á sumrin bætast svo við
kiðlingarnir þau eru með Geitfjárrækt.

Þær eru alveg æðisleg dýr svo sterkir og miklir karektrar og mikill leikur í þeim.

Það var alveg yndislegt að fá að fara ofan í til þeirra og kynnast þeim.

Stórir og miklir Hafarnir.

Hér er Jóhanna að veita okkur fræðslu um ræktunina og starfið sem felst í Geitfjárrækt.

Gummi fékk alveg þvílíka athygli og var næstum búnað læða einni með sér heim.
Þær alveg bræða mann þessar elskur.

Svo flott hjá þeim hér má sjá ýmsa fræðslu og útskýringar um geitina sem er mjög
áhugavert að skoða.

Þessir stálu alveg senunni með krúttlegheitum og sakleysi.

Hér erum við mætt í Geitfjársetrið þeirra sem er með hlýlegri litilli verslun sem er með
afurðir og fleira sem tengist geitinni. Þar má nefna krem,sápur,ís,pylsur og fleira.
Við fengum auðvitað að smakka og fræðast um vörurnar hennar í notalegu versluninni.

Það var einnig hægt að setjast niður og fá sér kaffi og spjalla um skemmtilega daginn
sem við erum búnað fá að upplifa í dag þökk sé Hörpu Björk sem skipulagði þessa 
æðislegu Ósvissuferð og á vissulega stórt hrós skilið.

Hér er svo Harpa með Jóhönnu og Þorbyrni og búnað veita þeim þakklætisgjöf fyrir
að fá okkur í heimsókn. Mæli hiklaust með að þið heimsækjið þau margt sniðugt sem
er þess virði að skoða og einnig stórsniðugar gjafir svona þegar jólin eru að nálgast.
Hún hafði orð á því að hún er með svo góð krem og sápur sem hún gerir og hafa verið að gera kraftaverk á fólki sem er búið að vera glíma við ofnæmi,exem og kláða í húð og 
ekkert hefur unnið á því en svo þegar það prófaði vörurnar hennar lagaðist það.

Fengum svo þennan flotta minjagrip í lok ferðar frá Hörpu sem var bjór frá Steðja
merktur Óvissuferðinni og með mynd af félagshrút. 

Harpa var svo kjörinn einróma um að verða áfram skipuleggjari fyrir næstu ferð og 
klappað ærlega fyrir henni. Takk enn og aftur Harpa fyrir frábæra ferð þetta var æði
og takk fyrir að bjóða okkur að koma með félaginu ykkar.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af ferðinni.
Flettingar í dag: 1253
Gestir í dag: 188
Flettingar í gær: 2350
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 1504547
Samtals gestir: 206474
Tölur uppfærðar: 23.9.2019 10:55:49

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar