Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

12.03.2013 14:11

3 Mánaða skvísa

Skvísan okkar er 3 mánaða í dag og fór ég með hana í skoðun og hún þyngist vel.
5320 gr, lengd 64 og höfuðmál 40. Er farin að brosa á fullu og hjala algjör dúlla.
Hún fékk tvær sprautur í dag litla greyjið. 

Bílinn okkar er búinn að vera bilaður og hef ég verið að níðast á mömmu þessa dagana, fá hana til að skuttla mér allt og fá lánaðan bílinn hennar svo ég er mjög þakklát fyrir að fá svona mikla aðstoð frá mömmu góðu :) 
já og svo má ekki gleyma hvað hún er rosalega dugleg að passa fyrir mig :).

Mars er svo stór afmælis mánaður Maja systir var fertug í gær og svo á Steinar bróðir Emils afmæli í dag 
Ég óska þeim báðum kærlega til hamingju með daginn sinn :)

10.03.2013 09:05

Ekkert nema dauði og djöf.... þessa dagana!!

Já ég er aldeilis búin að fá minn skerf af dauða á þessu ári. Ég var að missa aðra rollu núna um daginn og ekki einhverja rollu heldur mína bestu hrútaafkvæmis rollu. Hún er búnað gefa mér alltaf besta lambhrútinn. Í hitti fyrra kom hún með 87,5 stiga hrút og núna í ár 88 stig og 19 í læri sem var allveg einstaklega góð útkoma og æðislegt að fá. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég var í vafa um hana því hún hefur komið 2 einlembd en ætið verið sædd og meira segja líka tekinn sénsinn á því að sæða hana á öðrum degi þegar hún hefur verið að blæmsa svo ég var ekki allveg að taka fulla mark á frjóseminni hjá henni.

Ég lét svo telja núna í ár og var hún ekki sædd og var talið í henni 2 mér til mikilla gleði en nei þá er hún tekin frá mér. Svo enn aðra ferðinna fóru Emil og Bói líknarmenn með líkið til grafar. Vona að þetta fari nú að taka enda þessi óheppni hjá mér. Bárður var svo búnað hringja í mig og segja mér að Draumur hrúturinn okkar væri að drepast hann hafi verið stangaður svo illilega að það blæddi úr nösunum á honum svo ógæfan heldur áfram.
En Bárður hringdi í mig í gær og þá hélt ég að hann væri að tilkynna mér dauða hrútsins en það var ekki gæfan er aðeins að koma aftur því hann sagði að hann væri farinn að éta og væri allur að koma til aftur.

Blessuð sé minning hennar Ylfu minnar sem var undan Mátt og Skálm.


Jæja hvað er nú betra en að skella sér á upplyftingu hjá henni Sigríði kling þegar maður er búnað lenda í svona mikilli neikvæðni og láta lyfta sér upp og koma jákvæðum hugsunum að og læra að skrifa niður það sem maður ætlar sér að gera í lífinu og stefna að því. AMEN

Hér er hún Sigga allveg yndisleg þessi kona það geislar af henni sjálfstraustið og gleðin.
Við fórum nokkrar vínkonur og áttum allveg æðislega skemmtilegt kvöld með henni og fleirum hressum konum úr Staðarsveitinni og nágrenni í Langholti á föstudagskvöldið.

Embla Marína skvísan okkar orðin svo stór að hún er byrjuð á leikskólanum út á 
Hellissandi og það gekk bara vel með aðlögunina og svo byrjar hún á mánudaginn
Úff hvað tíminn líður hratt.

Embla búnað finna sér nýja Krónu. Þetta er hún Hosa gemlingur og hún er allveg sjúk í Emblu.

Það snjóaði ærlega hjá okkur um daginn og eins og sjá má þá komst Steini ekki langt á bílnum sínum he he hann snjóaði allveg á kaf. Þessi snjór dvaldi þó ekki lengi þvi það fór að rigna ofan í þetta daginn eftir svo það var ekki hægt að njóta hans með krökkunum.

Hérna er svo hún Silla litla nýrökuð og fín. Hún er ekki svo lítil lengur heldur lítur rosalega vel út og orðin svo löng og falleg enda dekrað við hana hjá Bárði og Dóru.

Það eru svo myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi með því að smella hér.

02.03.2013 09:37

Húsafell,Rúningur og enn ein jarðaförin.

Við skelltum okkur í Húsafell seinustu helgi með Steinari,Unni og Birgittu. Það var skemmtilegt og skelltum við okkur í sund og grilluðum læri svakalega gott.

Embla útskrifaðist hjá dagmömmunum núna á fimmtudaginn og fékk þessa fallegu bók í útskriftargjöf. Hún mun byrja í aðlögun út á Hellissandi í leikskólanum á mánudaginn það gengur vonandi vel.

Varð að taka mynd af þessum gamla slökkviliðsbíl í Borgarnesi fyrir Benóný honum fannst hann allveg æði. Það eru svo myndir af ferðinni og fleira hér inn í albúmi.

Hérna er hann Guðmundur úr Búðardal að rýja kindurnar fyrir okkur.
Svo nú eru þær orðnar vel snyrtar og fínar. 

Það er nú samt búið að ganga á ýmsu hjá okkur. Hún Laufey veturgömul lét 2 lömbum
nú seinast liðinn mánudag og svo þegar það var tekið af á miðvikudaginn þá var hún allveg komin að leiðarlokum svo ég fékk Gumma Óla til að koma og lóa henni. 
Svo það var haldin enn ein jarðaförin því það var verið að jarða um daginn hann 
Storm Kveikson. Þetta er vonandi þá komið gott framm að sauðburði.

Það kom svo í ljós að Ronja sem er búnað vera 3 lembd þrjú ár í röð og er núna með eitt
er kviðslitin svo ég mun þurfa að lóa henni í haust. Svo það verða mikill afföll hjá mér í haust því svo er það Króna líka sem er ónýt og svo ein hvít sem heitir Aþena og hún er allveg búin í fótunum og liggur alltaf bara stendur til að borða. 
Þannig að það er bara vona að ég fái góð lömb í haust til að fylla í skarðið.


Fínt að koma með þessa mynd eftir þessar leiðinlegu fréttir hún allveg bjargar deginum hún er svo fyndin. Þetta er Mókolla hans Sigga og hún styllti sér svona líka flott upp fyrir mig um daginn he he allveg yndisleg.

Hérna eru svo Kjölur,Brjánn og Bliki nýrakaðir og flottir. Brjánn lagði rosalega af á fengitímanum og leist mér orðið ekkert á hann en hann er allur að koma til núna og lýst mér bara betur á hann svona rakaðann. Bliki er þrusuflottur og sýnist mér hann hafa alveg átt skilið sín 19 fyrir læri. Þau eru allveg afgerandi flott á honum. 
Það má svo finna fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi.

Ekki meira að sinni kveðja Dísa

22.02.2013 10:44

Öskudagur,Reykjavík,Sund og litla 2 mánaða.

Við skelltum okkur til Reykjavíkur um daginn í læknisferð með Benóný og hitti það akkurrat á að hann missti af öskudeginum heima. Það rættist svo heldur betur úr því þegar hann fékk lánaðan búning hjá Jakobi frænda sínum og var kóngurlóa maðurinn. Embla fékk Línu langsokk búning og svo fóru þau með Jakobi,Eyrúnu og Unni og Birgittu að sníkja gott í gogginn og fannst þeim það allveg æði.

Flott saman Eyrún,Embla,Benóný og Jakob.

Mamma bauð okkur í bollur að vana og tekur hún sig vel út hér með bollurnar sínar he he ég veit að Maggi og Ágúst sakna þess að komast ekki bollurnar hennar núna en hér fá þeir smá sýnishorn namm namm.

Hér halda þau af stað allir rosalega spenntir.

Sæt saman frændsystkynin.

Erum búnað vera dugleg að heimsækja pabba. Mamma er búnað vera í skemmtiferð með eldri borgurum í Hveragerði og hefur það vonandi bara rosa gott.

Einn hér af fullkomnu prinsessunni okkar sem var 2 mánaða þann 12 feb.

Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi með því að smella hér.

11.02.2013 11:01

Þorrablót á Jaðri og fósturtalning 2013

Hið árlega þorrablót á Jaðri var haldið á seinustu helgi og fórum við systur með pabba og þáðum veitingar og skemmtun. Það var mjög gaman og naut pabbi þess bara vel og fylgdist vel með öllu og þótti maturinn mjög góður. Hann fékk svo súkkulaði og kók sem honum fannst allveg rosalega gott. Við vorum með honum allveg til að verða hálf 10. Þegar við fórum spurðum við hann hvort það hafi ekki bara verið gaman og hann játaði því svo hann hefur bara skemmt sér vel emoticon

Það eru svo myndir af þorrablótinu og fleiru hér inni í albúmi með því að smella hér.

Fósturtalning fór svo framm hjá okkur í fyrsta sinn í Tungu 10 febrúar. Sá dagur byrjaði ekki vel því Siggi hringdi í mig og sagði mér að Stormur væri dauður. Það var þannig að hann var búnað vera eitthvað skrýtinn og höldum við að Brimill hafi stangað hann eða hann hafi fengið lugnabólgu. Hann hálf flautaði og másti og blés og var með tunguna út úr sér og andaði ótt og týtt. Við gáfum honum pensilín en það dugði ekki til því nú er hann allur greyjið. Mér til bóta þá notaði ég hann vel á fengitímanum svo það kemur vonandi arftaki í hans stað.

Já þá er það að talningunni að segja dadaraddarammm.....
Í heildina 34 fullorðnar 28 með 2. 4 með 1
Veturgamlar 12. 8 með 2. 2 með 1. 1 ónýt og ein fékk seint
Gemlingar 14. 2 með 2. 9 með 1. 3 geldir.

Ég og Emil

17 fullorðnar með 2
2   fullorðnar með 1
1   ónýt 
1   fékk svo seint að það var ekki hægt að greina fjölda lamba.

Veturgamlar

7 með 2
1 með 1
1 ónýt með blöðrur
1 fékk svo seint að það var ekki hægt að greina fjölda lamba.

Gemlingar

2 með 2
4 með 1
1 geld

Bói og Freyja                      Maja

8 fullorðnar með 2               3 fullorðnar með 2
                                            2 með 1

Veturgamlar                          Gemlingur 1 með 1

1 með 2
1 með 1

Gemlingar

4 með 1
2 geldar

Gleymdi að taka myndir hjá mér enn fór inn í Ólafsvík og fylgdist með þar.

Hér er Guðbrandur Þorkelsson frá Skörðum að sóna. Ég náði ekki að komast út á Hellissand til Óttars og þeirra því hann var búinn þar en ég náði að sjá inn í Ólafsvík.
Útkoman hjá þeim var mjög flott.

Gummi og Óli kampa kátir yfir góðri útkomu.

Sjón er sögu ríkari. Hér er hún Þuríður Ragnarsdóttir að sópa jötuna og fara gefa fyrir Gumma. Ég vissi að hún væri svolítil bóndakona innst inni he he.

Hún svoleis geislar af gleði þetta er svo gaman. Það eru svo myndir af sónuninni og fleiri myndir af Þurý hér inn í albúmi.

Jæja nú er komið af útkomunni hjá bændunum.

Hjá Gumma voru 14 með 2
2 með 3 og 4 með 1. Gemlingarnir 4 með 2 og 3 með 1

Hjá þeim í lambafelli var útkoman svona.

Hjá Óla voru 16 með 2
1 með 3 og 5 með 1 og 2 geldir gemlingar.

Hjá Sigga Arnfjörð voru 12 með 2
2 með 1 og ein með 4 og 1 gemlingur með 1.

Hjá Brynjari voru 10 með 2
4 með 1 og 4 gemlingar með 1.2 ónýtar

Marteinn sló metið eins og vanalega í frjóseminni með sakalega flotta útkomu.

Hjá Marteini voru 6 með 3
7 með 2 og ein með 4.
 2 með 1 og ein ónýt

Ég er svo bara með útkomuna frá Óttari út á Sandi en ég held að það hafi komið ágætlega út hjá hinum líka. En hér er útkoman hjá Óttari.

Af 35 rollum voru 5 með 3
3 með 1, 1 geld og rest með 2

Hjá Bárði voru 12 með 3, 1 með 4 og 7 einlembdar
Restin með 2
Af 13 gemlingum voru 6 með 2

Hjá Bárði og Herði á Hömrum til samans voru 20 þrílembdar
ekkert smá flott frjósemi hjá þeim.

Hjá Óskari inn í Bug voru 2 með 3
1 með 1, 10 með 2 og 2 gemlingar með 1

Hjá Jóhönnu inn í Bug voru 2 með 3
1 með 1,2 með 2 og einn gemlingur með 2 og 1 með 1.

Þá er þetta upptalið að sinni og óska ég öllum innilega til hamingju með þennan flotta
árangur og vonandi stenst þetta og lifir á sauðburði.

Kveðja Dísa

06.02.2013 11:33

Fyrsta brosið og heimsókn til Leif afa.

Fórum loksins að heimsækja Leif afa á Dvalarheimilið Jaðar. Við höfum ekkert farið því stelpurnar voru alltaf veikar. Pabbi rétt opnaði augun og leit aðeins á litlu en sofnaði svo bara aftur enda var þetta eftir hádegi þegar hann tekur lúr svo við reynum að fara næst þegar hann er meira vakandi.
Já litla er 6 barnabarnið hans Pabba svo hann er orðinn ríkur af börnum í kringum sig.
Pabbi hefur annars verið ágætur bara. Suma daga labbar hann og er hress en aðra daga þarf að fara með hann í hjólastól svo þetta er voða mikið bara dagamunur hverning hann er karl greyjið.
Það væri nú gaman að fá njóta hans ráða í sauðfjárræktinni í dag því ekki hafði ég svona mikinn áhuga á henni þegar hann var í lagi. Það hefði verið gaman að getað spjallað við hann um kindurnar og ræktunina en ég held að hann myndi hrista hausinn og fussa yfir hversu margar eru mislitar hjá mér því hann var miklu meira fyrir hvíta féið emoticon he he.

Farin að brosa svona innilega fyrir Huldu ömmu sína.

Og meira bros hjá prinsessunni okkar.

Jæja haldiði að ég sé ekki búnað láta bugast og ég ætla að láta sóna hjá mér sem sagt að telja fóstrin já ég veit að nú hugsa margir HVAÐ er í gangi því ég er búnað vera svo hörð að gera það ekki he he en jú maður er að linast með árunum og forvitnari sérstaklega því ég sá ekki sumar ganga og þá dauð langar mig að vita hvort það sé eitthvað í þeim. Það verður sónað á sunnudaginn 10 feb svo það verður spennandi að sjá hverning kemur út en ég verð að viðurkenna að ég er allveg svakalega stressuð er svo hrædd um að það komi svo illa út að ég verði bara með skottið milli lappana og loki mig inni að sauðburði af skömm emoticonog hugsi ég vissi að ég átti ekki að láta telja he he nei nei það þýðir ekkert að hugsa svona þetta verður bara gaman og maður verður bara vera jákvæður og taka því sem koma ber.
Það eru svo myndir inn í albúmi hér.

01.02.2013 11:37

Gimbrarnar í jan og heimsókn til Bárðar

Þær eru orðnar vel spakar hjá okkur gimbrarnar og er þessi í miklu uppáhaldi. 
Þetta er hún Eygló og er hún allveg svakalega skemmtilegur karakter eins og Frigg var í 
fyrra. Hún nagar mann allann og eltir mann þegar maður er að sópa og potar í mann með löppunni til að biðja um klapp he he. Annars eru allar hinar að koma til líka og eru 5 orðnar svona spakar líka og ég fæ varla frið til að sópa og þarf að ýta þeim frá mér.
Allveg yndislegar svona eiga þær að vera spakar og góðar.

Hér eru svo Gimbrarnar hjá Sigga í Tungu og eru þær líka allar orðnar spakar og er sú
mórauða skemmtilegasti karakterinn.

Hér er svo hún Silla litla sem fór til Bárðar í haust og leit hún þá svona út í okt 2012.

Hér er hún svo í dag og við hliðina á henni er tvævettla hjá bárði svo þið sjáið hvað hún er búnað stækka rosalega hún er allveg að ná hinum gimbrunum. Já hann Bárður getur verið stoltur af því hvað hún hefur fóðrast vel hjá honum og hann sem heldur að hún hafi ekki stækkað neitt. Svo hér sérðu hvað hún hefur stækkað he he.

Orðnir vel loðnir og stórir gemlingarnir hjá Bárði.

Þeir fá svo nóg af korni og fóðurbæti í bland svo þeir dafni vel og gera þeir það hjá Bárði og Dóru á Hömrum. Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér.

Jæja þetta verður ekki meira að sinni en ég er enn að velta fyrir mér hvort ég eigi að láta undan þrjóskunni og láta telja hjá mér he he.

27.01.2013 08:59

Endurbætur á Mávahlíðinni og heimsókn í fjárhúsin hjá Jóa,Gunnu og Rabba á Sandi.

Það var fallegt vetrarveður í Mávahlíðinni í gær og sólin skein yfir. Ég fór og tók myndir
fyrir eigendur svo þeir gætu séð flottan frágang á endurbótum á sláturhúsiniu og hlöðunni. Jónas frændi og Siggi í Tungu eru báðir smiðir og þeir sáu um að laga þetta svona fínt. 

Hér sést svo þakið og gaflinn. Það er búið að loka fyrir gluggann sem olli þessum skemmdum til að byrja með og einnig er búið að styrkja hlöðu dyrnar. Þetta ætti því að vera til friðs það sem eftir er að vetri.

Það var fallegt útsýnið á Snæfellsjökulinn í sólskininu úr Mávahlíðinni.


Emil fór nú á dögunum í heimsókn til vinnuveitandann sinn hann Jóa á Hellissandi. Hann er með rollur með Gunnu systir sinni og manninum hennar Rabba.

Jói fékk hjá okkur 3 gimbrar í haust og fór Emil að kíkja á þær og kindur hjá honum því miður komst ég ekki með vegna veikinda barna okkar en ég á eftir að gera mér ferð seinna og kíkja á þær hjá honum.


Emil tók myndir fyrir mig og getið þið séð þær hér inn í albúmi ásamt fleiri myndum af endurbótunum í Mávahlíð með því að smella hér.

22.01.2013 00:05

Börnin okkar í janúar og skírnin hjá Bjarka Stein.

Við fórum suður seinasta laugardag í skírn hjá Þórhöllu og Jóhanni bróður Emils og fékk litli sæti kúturinn fallega nafnið Bjarki Steinn. Það var skírt í Guðríðarkirkju og veislan fór fram heima hjá þeim. Þetta var rosalega kósý skírn og falleg. Veislan var líka rosalega flott og góðar kökur og kræsingar. Benóný var allveg í essinu sínu að hitta Jakob og fá að leika sér með Bósa ljósár kallinn sem Jakob á. Það eru svo myndir af skírninni með því að smella hér.

Hér er svo flotta fjölskyldan með nýskírðan prinsinn Bjarka Stein.

Benóný með uppáhalds frændum sínum Jakobi og Jóhanni.

Það er sko brjálað að gera hjá Emblu í dúkkuleik með dúkkurnar.

Emelía skvísa í afmælinu sínu í íþróttahúsinu.

Jóhann töffari að kveikja á kertunum í veislunni sinni.

Hér er litla 6 vikna.

Hér er Benóný Ísak á sama aldri.

Hér er svo Embla á sama aldri.

Gaman að sjá munin á þeim og hvað Benóný er allt önnur útgáfa heldur en þær en hann er líka svo líkur mér og pabba en stelpurnar eru allveg eins og Emil. 
Það eru svo fleiri myndir í albúmi bæði af afmælisveislunni hjá Emelíu og Jóhanni og svo af sætu börnunum okkar með því að smella hér.

Kveð að sinni Dísa.

15.01.2013 19:04

Enn meiri skemmdir í veðurofsa í Mávahlíð

Það var heldur betur læti í veðrinu í gærkveldi og í morgun. Ég komst ekki inn eftir að gefa fyrr en um hálf 3 leytið því það var svo mikill snjór og slabb í Stekkjarholtinu.

Þegar ég kom inn í Tungu var mér litið inn í Mávahlíð og sýndist mér þá gaflinn á sláturhúsinu vera farinn af en ákvað að drífa mig bara að gefa og fara svo inn eftir og skoða þetta betur.

Þegar ég var búnað gefa kíkti ég í kíkirnum og blasti við mér ófögur sjón það reyndist vera rétt það sem ég hélt. Gaflinn var allveg farinn af svo ég brunaði inn eftir og skoðaði þetta.


Hér byrjaði þetta allt í fyrri veðurofsanum þá fór hlerinn úr glugganum fyrir ofan hurðina sem varð til þess að þakið sprakk upp.

Það fór svo svona í fyrra skiptið.

Svona fór þetta svo í gær ekki fögur sjón að sjá. Gaflinn liggur eiginlega í heilu lagi hliðina á eins og sjá má hér. Ekki hefur fokið neitt drasl út, því það var ekkert þarna inni 
nema plast sem var heft fast við veggina og einhverjir timbur hlerar. 

Æ það er voða sorglegt að horfa upp á þetta svona að þetta sé bara grotna niður í hverju óveðrinu sem kemur því hlaðan er í góðu standi það þyrfti bara að skipta um þak á henni.
Setti þetta hér inn svo aðrir eigendur jarðarinnar gætu skoðað myndirnar af þessu og eru fleiri myndir hér inn í albúmi.

12.01.2013 11:27

Heimsókn í Hraunháls og Eystri leirárgarða og daman mánaðargömul.


Litla gullið okkar er mánaðar gömul í dag.

Leið okkar lá til Eybergs og Laugu í Hraunhálsi um daginn. Við vorum að sækja kollurnar okkar sem við fórum með til þeirra. Þau eiga rosalega flotta hrúta og geggjað flott fjárhús.
Þau sýndu okkur líka kýrnar sem eru í öllum litum. Ég held bara að ég hafi ekki séð eins fjölbreytta liti í kúm eins og hjá þeim. 

Hér er ein fallega skjöldótt held ég að sé sagt.

Hér er einn Frosta sonur hjá þeim, allveg gríðalega langur hrútur.
Það eru myndir af ferð okkar hér inn í myndaalbúmi.


Jæja en erum við að fara að rúntast og liggur leið okkar núna á Eystri Leirárgarða til Hannesar vin okkar. Við fengum auðvitað að kíkja í fjárhúsin hjá honum sem eru allveg 
gríðalega flott og vel skipulögð. Góður hey ilmurinn tekur á móti okkur þegar við komum inn af hánni hjá honum sem hann blandar saman við heyið.

Við byrjuðum á því að skoða gemlingana sem eru allveg gríðalega stórir og við sáum þessa 3 sem við létum hann hafa í haust og þeir eru allveg í rosalega góðu yfirlæti og búnað stækka vel. Veturgömlu kindurnar eru líka allveg svakalega stórar enda man ég það þegar við heimsóttum hann í fyrra að þær voru allveg tröllvaxnar sem gemlingar. Ég seldi honum einmitt 2 í fyrra og sáum við þær núna og þær voru báðar tvílembdar sem gemlingar í vor og skiluðu honum báðra yfir 30 kíló í sláturhús ekkert smá flott.

Það sem toppaði allveg ferðina var þessi hrútur en þetta er Grái hrúturinn sem Hannes fékk hjá Sigga í Tungu í haust. Hann er undan Grábotna og Svört sem er undan svörtum Kveik syni. Eins og sjá má er þetta lambhrútur og ekkert smá þroskamikill og með gríðalega mikill hornahlaup. 
Það verður spennandi að sjá hvað kemur undan honum í haust.
Hér eru svo myndir af ferð okkar til Hannesar og fleira með því að smella hér.


Jæja af okkur að segja þá erum við en á með hrútana í og sá ég eina ganga upp í gær sem átti að hafa fengið með Blika Gosa syni en hún fékk þá með Brimill í gær.
Ein sem átti að fá með Móflekk hans Óla Tryggva gekk upp í fyrradag og fékk Stormur að lemba hana svo vonandi kemur hún bara með gimbrar svo það verði ekki hníflóttir hrútar.

En sem komið er þá á þetta vera svona nema að einhverjar fleiri gangi upp.

Stormur Kveik sonur fékk 11
Draumur Topps sonur fékk 8
Bliki Gosa sonur fékk 6
Kjölur Sigga Kletts sonur fékk 6
Brjánn Topps sonur fékk 7
Brimill Borða sonur fékk 5

3 fóru í Klett hjá Óttari
2 í Botna hans Óttars
1 sædd með Prúð
3 sæddar með Soffa
3 fóru í Móflekk Óla Tryggva
3 fóru í Hraunháls í 3 hrúta

Svo ég notaði 14 hrúta. Ég sem ætlaði að nota færri í ár en svona er þetta maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt.






07.01.2013 21:54

Frændsystkynin hittast öll og þrettándinn.

Þessi frændsystkyni hittust öll saman í fyrsta sinn nú á föstudaginn og eru þau öll á sama árinu. Það verður fjör hjá okkur á líðandi ári að hittast með gullmolana okkar.
Óskírður hjá Þórhöllu og Jóhanni,óskírð hjá okkur og Birgitta Emý hjá Steinari og Unni. Hún er 6 mánaða. 

Svakalega flott uppstilling hjá þeim. Birgitta var allveg búin á því og sofnaði og kippti 
sér ekkert upp við að láta raða í kringum sig.

Það eru svo fleiri myndir af þessum dúllum hér í mynda albúmi.


Á þrettándanum fórum við á brennu og Embla Marína og Benóný Ísak klæddu sig upp í 
búninga. Embla átti reyndar að vera jarðaber og Benóný trúður en hún vildi með engu móti vera í búninginum svo Benóný var alsæll að fá að vera jarðaberið.

Við fórum svo með þau í nokkur hús að sníkja í gogginn með Emelíu og Jóhanni. Þeim fannst þetta rosalega gaman og mikið sport en urðu þó fljótlega þreytt enda klukkan að nálgast háttatíma að verða 8.



05.01.2013 11:55

Áramót 2012 og Rolluflakk til kynbóta.

Ætla að byrja á því að segja Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla og ég þakka kærlega fyrir innlitið á síðuna á liðnu ári.

Við höfðum það rosalega gott yfir áramótin. Við borðuðum öll saman heima hjá okkur og það var 4 rétta hlaðborð sem sagt nautakjöt,marinerað læri að hætti Steina, hjarta kjöt og síðast en ekki síst léttreyktur lambahryggur. 
Í forrétt var svo brauð með graflax og karrý síld.


Skotið var svo upp og Benóný svaf það af sér en Embla vaknaði og fékk að horfa út um gluggann bara því hún var svo ný vöknuð og það var líka einstaklega kalt úti.

Unnur og Steinar létu ekki kuldann á sig fá og fóru út með Birgittu sætu og hún fylgdist með öllum látunum.


Það var skotið upp fyrir Benóný á nýársdag en hann varð skelfingu lostinn og vildi bara fara inn. Þanning það var bara ágætt að hann skildi sofa áramótin af sér greyjið.
Það eru svo myndir af áramótunum og fleiru hér inni í albúmi.

Það var mikið lagt á sig milli jóla og nýárs í vonsku veðri. Þá lá leið okkar inn í Hraunháls með 3 kollóttar til að fá kynbætur úr gæðahrútunum hjá  Guðlaugu og Eybergi. Það var svaka bylur á leiðinni inneftir og mikið slabb og héldum við að við kæmust ekki aftur til baka en það lá betur við á leiðinni heim því þá var búið að moka og salta og allt annað að keyra þá.


Siggi og Emil að henda upp í bíl hjá Bóa. Við fengum bílinn hans lánaðan inn eftir.

Embla og Benóný aftur í með rollurnar á pallinum og þær að kíkja yfir á þau.

Hér erum við í fjárhúsinu hjá Óla á Mýrum. Þar fórum við með 4 kollur í móflekkóttan hrút sem Óli Tryggva á. Óli sá þær aldrei lemba og ekki við heldur en ég óska þess að hann hafi klárað þær því annars ganga þær heldur seint.

Af sæðingunum að segja gekk það ekki nógu vel sem komið er. 
3 voru sæddar fyrst og hélt ein af því. 
9 voru sæddar þegar ég var að eiga og héldu bara 2 af þeim 1 með Soffa og 1 með Prúð.
3 sæddi ég sjálf 15 des og var ein frá mér og 2 frá Sigga og gekk ein frá Sigga upp í gær og ég er að deyja úr spenningi að fara í fjárhúsin í dag og sjá hvort hinar haldi sem sagt ein mórauð frá mér og svört frá Sigga.

Það eru svo myndir hér af rollu stússinu okkar með því að smella hér.

29.12.2012 16:01

Óveður í Mávahlíð þakið að fjúka af hlöðunni

Þakið á hlöðunni inn í Mávahlíð.

Vonsku veður hefur verið inn í Fróðarhrepp. Við fórum að gefa inn í Tungu þegar Maggi bróðir hringdi í mig og sagði að Snorri Rabba hafi látið hann vita að þakplötur væru að fjúka af hlöðunni og fór ég og náði þessum myndum og hringdi svo aftur í Magga og hann ætlar að hafa samband við Björgunarsveitina hvað sé hægt að gera.

28.12.2012 10:30

Jólin 2012 og Útskrift hjá Steina frænda

Jæja þá er kerfið komið í lag og ég er búnað skella inn fullt af myndum af jólunum og útskriftinni hjá Þorsteini Erlingi frænda.

Biðin var rosalega lengi að líða hjá Benóný mínum eftir því að fá að opna pakkana en hann og Embla fengu óvænta heimsókn á aðfangadags hádegi og það voru jólasveinarnir með pakka sem þau fengu að opna þá.

Það gladdi þau rosalega mikið og var ekki hikað við að taka við pökkunum og opna þá.

Þorsteinn Erlingur Ólafsson orðinn stúdent. Innilega til hamingju Steini minn. 
Það var haldin veisla á Hótel Hellissandi rosalega fínt.

Maggi bróðir og Erla mættu vestur.

Við fjölskyldan á aðfangadag loksins sest við borð eftir mikinn eltingaleik að halda Benóný frá pökkunum og reyna elda og klára. Eins og ég sagði í fyrra bloggi komst hann í pakkana og varð allveg óður eftir það og vildi bara fara í pakkana og skildi náttúrulega ekkert í því að fá ekki að opna þá strax he he. 

Hann var róaður niður yfir matnum með því að gefa honum popp og engjaþykkni sem er varla frásögufærandi. Svakalegur jólamatur enda ekki séns að fá hann til að smakka jólamatinn. 

Emil komst ekki einu sinni í jólasturtuna sína svo mikið var fjörið hér á bæ en við gátum ekki annað en bara hlegið af þessu og hugsað já við erum með 3 börn núna til að hugsa um svo það verður að gefa sér aðeins meiri tíma en klukkutíma til að græja allt þvi við fórum inn í kirkjugarð á Brimisvöllum að kveikja á friðarkerti fyrir Steina frænda og Ragga frænda og ég náði engan veginn að kveikja á þeim það er alltaf svoddan rokrassgat þarna og Emil sagði einmitt við mig og þarna villt þú láta grafa þig he he í þessu rokrassgati. Þar af leiðandi vorum við ekki komin heim fyrr en 4 og þá áttum við eftir að græja allt nema kjötið var auðvitað að malla í pottinum.

Þetta var svo kapphlaup að ná að skrifa niður hver fékk hvaða pakka frá hverjum en þetta var samt bara mjög gaman og þau fengu fullt af flottum gjöfum. Við fórum svo í jólakaffi hjá Steina og Jóhönnu og skiptumst á að fara því litlu grallararnir okkar voru alveg búnir á því eftir daginn.

Embla stolt systir í jólaboði hjá Huldu ömmu sinni.

Þá er komið að því að segja frá rollunum. Það voru sæddar 3 fyrst og var bara ein sem hélt úr því. 12 des voru næstu sæddar og það eru 3 gengnar upp úr því og kemur meira í ljós með restina í dag hverjar ganga upp svo þetta er ekki gott útlit hjá mér og svo á ég líka eftir að skrá sæðingarnar var allveg búnað gleyma því svo ég vona að ég sé ekki allt of sein í því.

Hér er Brimill að sinna Heklu.

Það var tekinn rúntur til Óttars á annan í jólum og já það er mikið lagt á sig til að fá kynbætur he he.

Þegar við fórum og sóttum þær í gær var hávaða rok og endaði það með að Emil missti kerruna þegar hann ætlaði að setja hana aftan á bílinn og rann hún lengst út á tún hjá Óttari.

Jæja þá er hann kominn niður á bílnum til að festa kerruna og koma henni upp aftur.

Við erum búnað vera með bilinn hans Eggjarts vin Emils yfir jólin þvi hann er með tengdaforeldra sína yfir jólin og tengdamamma hans er á hækjum og komst ekki upp í jeppann. Það er reyndar búnað koma sér vel sérstaklega þegar snjórinn kom og svo er aðeins meira pláss fyrir krakkana aftur í og ég var allveg orðin á því að langa í jeppa en þegar við tókum olíu á hann þá breyttist það he he algjört brjálaði sérstaklega því ég keyri svo rosalega mikið að við myndum aldrei ráða við að eiga svona bíl miðað við hvað okkar bíll eyðir litlu.

Við erum búnað fara með 2 á Mýrum til Óla í hrút hjá Óla Tryggva kollóttann og svo fórum við með aðrar 2 í gær og svo er ferðinni heitið til Laugu og Eybergs næst með 2 kollóttar svo það er nóg að gera að keyra út rollur he he.

Það eru svo myndir af jólunum hér og myndir af rollu rúntinum til Óttars og fleiru hér.



Flettingar í dag: 982
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 2288
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 724685
Samtals gestir: 47653
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 23:37:37

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar