Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

30.08.2020 12:05

Smalað veturgömlu hrútunum 29 ágúst

Hér eru veturgömlu hrútarnir inn fyrir Höfða. Ég fór og keyrði Sigga í Tungu og Kristinn
Bæjarstjóra þangað til að fara sækja þá og saga á þeim hornin.

Hér leggja þeir af stað.

Hér eru þeir komnir vel af stað.

Komnir upp að þeim og það eru fleiri kindur í kringum þá.

Búnir að ná að aðskilja þá frá kindunum.

Hér sést hvar þeir eru að smala þeim í hlíðinni.

Þeir stylltu sér svo flott upp fyrir mig.

Svo höfðingjalegur sá efsti hans Sigga Sprelli undan Gosa hans Gumma Óla og sá hvíti
fremri er frá Gumma og er líka undan Gosa og heitir Mosi svo er Bolti hans Kristins 
fyrir aftann.

Siggi og Kiddi stoppuðu meðan þeir stylltu sér upp svo ég næði mynd af þeim.

Hér halda þeir áfram.

Ögn tók á rás þegar þeir fóru fram hjá henni og þeir lita mjög vel út hrútarnir hennar.

Siggi kominn fram fyrir þá fyrir neðan veg inn í Búlandshöfða og við ætlum að reyna króa
þá bara af til að hornskella þá.

Hér er Siggi og Kristinn búnað fanga þá.

Ég hélt svo í Bolta sem er undan Víking sem er hrútur frá Bárði og er undan Skjöld hans
Bárðar og Dóru. Kristinn hélt í hrútinn hans Sigga meðan Siggi notaði vírinn á hornin.

Hér er Siggi að fara byrja taka hornin með vírnum.

Kristinn fann sér góða þúfu til að skorða sig af til að halda honum meðan Siggi hornskellti
hann og hann slapp vel hornin voru ekki komin í augað hans en það mátti ekki vera mikið
lengur svo þetta gekk allt að óskum og það gekk mjög vel að króa þá af enda eru þeir
allir rólegir og gæfir hrútar. Þeir voru fallegir og holdmiklir að sjá svo það verður gaman að
sjá þegar þeir fara á veturgömlu sýninguna í haust.

Hrútur frá Sigga undan Grýlu og Vask

Gimbrin á móti.

Aftur sama gimbur mjög falleg.

Hér er Grýla með hrútinn.

Undan Skessu hans Sigga og Vask fædd 31 maí.

Hrúturinn á móti.

Lömb frá Gumma Óla.

Falleg gimbur frá Gumma Óla sem gengur inn frá.

Virka svakalega falleg lömb hjá Gumma þarnar er sama gimbur og fyrsta séð aftan frá.

Hér er rosalega fallegur gráni hjá Gumma.

Ég held að þessi verði svakalegur boli.

Virkar allur svo þykkur og saman rekinn.

Svarti Pétur hans Óttars.

Bjartur frá Fáskrúðarbakka og Askur frá okkur.

Svanur Máv sonur.

Svarti P og Svanur.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

30.08.2020 10:21

Rúntur 22 til 23 ágúst

Botnleðja með lömbin sín undan Svan Máv syni.

Skrýtla með þrílembingana sína undan Vask.

Botnleðja aftur.

Frá Sigga veturgömul.

Hrútur undan þessar frá Sigga og Svarta Pétri hans Óttars.

Skessa hans Sigga með lömbin sín undan Vask og hún bar seinust hjá honum um
mánaðarmótin maí júní. Litla lambið sem er með henni er auka lamb.

Hrúturinn hennar.

Auka lambið sem hefur villst undan eða kindin drepist.

Frá Sigga gemlingur eða veturgömul núna með lambið sitt.

Þessar eru frá Sigga.

Frá Sigga með hrút undan Svarta P

Fallegir tvílembingar undan Gemling eða veturgamli núna frá Sigga.

Hér er hún mjög falleg kind með væn lömb.

Svakalega falleg gimbur frá Sigga.

Önnur hér á móti þessar eru undan Ask og Röst.

Hér er falleg golsótt gimbur undan Hélu hans Sigga og Ask.

Mjög falleg gimbur.

Lömb frá Sigga þessi golsóttu eru undan Hélu og Ask.

Frá Sigga.

Hinn hrúturinn á móti frá Sigga.

Hér er önnur frá Sigga Glæta með svakalega falleg lömb tvo hrúta undan Ask.

Hér eru fleiri falleg lömb frá Sigga.

Glæta með hrútana undan Ask.

Lotta hans Sigga með gimbur undan Mosa hans Gumma Óla.

Fleiri lömb frá Sigga ég náði ekki að greina hvaða kind þetta væri.

Þetta var rúntur 22 ágúst til 23 ágúst.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

30.08.2020 08:29

Kindarúntur 20

Hér er Blíða með hrútana sína 20 ágúst þeir eru undan Kol. Sem er mógolsóttur hrútur frá
okkur og er undan Kviku sem er Soffa dóttir og í föður ætt er hann undan Zesari sem er frá mér
og var undan hrút frá Gumma Óla sem á ættir að rekja í Dreka sæðingarstöðvahrút.

Hér sjást þeir betur.

Mamma þeirra er tvævettla.

Mógolsi.

Hér er Ögn með bolana sína undan Svarta Pétri hans Óttars.

Gurra með gimbrarnar sínar undan Ask.

Virka svakalega fallegar.

Þessi er frá Jóhönnu.

Rósa með hrútana sína.

Undan Rósu

Undan Zeldu og Mosa hans Gumma Óla sem er ættaður í Bjart frá Ytri Skógum.

Hér er hinn á móti.

Hér er Björg með golsótta gimbur og golsubíldóttan hrút undan Ask.

Hér sést hrúturinn betur.

Bomba með hrút undan Vask. Vaskur er undan Ask.

Hér sést gimbrin betur undan Björg virkar mjög falleg.

Hér er Dimmalimm sem er frá Jóhönnu og hún bar seinust um mánaðarmótin maí júní og
hún er með hrút og gimbur undan Drjóla hans Sigga sem er Hæng sonur.

Hér eru aftur hrútarnir hennar Ögn sem er Blika dóttir og undan Svarta Pétri hans Óttars
þetta átti að vera tilraun til að fá kveik og Gosa kynið saman þeir eru algjörar dúllur svona
í framan eins og Bliki var svona smáfríðir og krúttlegir.

Sprengja er með þrílembinga undan Mosa hans Gumma.

Hér er einn þeirra.

Hér er svo ein en held hún hafi fengið eitthvað lítið hjá henni því hún er afskaplega smá.

Hér er svo þriðja.

Terta tvævettla 

Undan Tertu hrútur og undan Amor sæðingarstöðvarhrút.

Þessi var gemlingur í haust og núna veturgömul hún var geld og var með vír fastan í sér
í sumar en okkur var bent á það frá fólki sem sá það og við fórum með Sigga og náðum
að fanga hana og ná vírnum úr henni.

Hér eru aftur hrútarnir hennar Blíðu og Kols.

Rakst þá þessa höfðingja um daginn þetta eru veturgömlu hrútarnir. Bolti fremstur frá 
Krstinni Bæjarstjóra, Sprelli hans Sigga undan Gosa hans Gumma Óla því næst 
Kolur sem er undan Zesari og svo Mosi hans Gumma sem er einnig undan Gosa 
hans Gumma Óla Ólafsvík.

Stórir og myndarlegir og ég náði sem betur fer góðri mynd því við vorum að bíða eftir að 
sjá þá svo við gætum farið að ná þeim til að saga á þeim hornin og eins og sjá má er 
hrúturinn hans Sigga sem er hér hægra megin orðin ansi náhyrndur.

Hér er hún Hrafna mín með sæðisgimbrina sína undan Móra og hún fóstrar svo annað 
lamb líka.

Kolur veturgamall.

Mosi hans Gumma Óla Ólafsvík.

Ófeig 13-018

Hrútur undan Ask og Ófeig.

Gimbrin á móti.

Undan Von og Kaldnasa hrútur.

Grá gimbur undan Ósk sem er grá tvævettla undan Móra sæðingarhrút og hún er svo 
með hvítan hrút líka og það er undan Kaldnasa.

Hér eru þessar veturgömlu. Sú golsótta er held ég tvævettla frá Sigga sem missti lömbin sín í vor.

Þessi er svakalega falleg veturgömul kind frá Sigga.

Mæðgurnar saman Von og Ósk.

Hér er svo Embla sú gráa veturgömul undan Fáfni sæðingahrút og svo er kollótt fyrir aftan
hana líka veturgömul og er undan Guðna sæðingarstöðvarhrút.

Snædrottning með hrút undan Ask sem ég held að eigi eftir að verða rosalega fallegur
hann var svo fallegur fæddur.

Hér sést hann betur.

Hér er hinn hrúturinn á móti honum.

Gemlingur frá Sigga með gimbur undan Svarta Pétri.

Hér sést hún betur.

Birta 17-006 með lömbin sín undan Bolta.

Ég var með Freyju með mér þegar ég var að taka myndir og hún var með húfuna hennar
Ronju og skreið á fjórum fótum og sagði me og þær voru alveg sjúkar í hana og eltu hana
alveg að mér.

Freyja kinda hvíslari he he.

Rósalind hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Bjart frá Fáskrúðarbakka.

Veturgömul undan Guðna sæðingarstöðvarhrút. Hún var geld núna sem gemlingur.


He he Freyja að hlaupa undan þeim leyst ekkert á þegar þær voru komnar alveg upp að henni.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.


28.08.2020 14:36

Ferðalag norður og austur

Hér er Benóný með Ronju á Kaffi kú sem hefur alltaf vakið mikla lukku hjá krökkunum og
alltaf verið árlegur viðburður hjá okkur að kíkja þangað þegar við förum norður.

Ferðin norður gekk vel og Ronja grenjaði aðeins yfir Holtavörðu heiðina he he sem er lítið
á hennar mælikvarða og ég þurfti að setjast aftur í hjá henni og syngja fyrir hana en við 
náðum að keyra norður á einum degi til Akureyrar. Við ætluðum að fara á Hamra en það
var ekkert laust í rafmagn svo við fórum á Hrafnagil og vorum þar.

Hér eru Freyja ,Embla og Bjarki á Kaffi kú.

Benóný og Hrannar.

Embla og Bjarki í Kjarnaskógi.

Inn í Kjarnaskóg Benóný var svo spenntur að fara með gopro og taka video í rennibrautinni.

Benóný neðstur svo koma Freyja og Bjarki og svo Embla efst.

Verið að fara spila kubb með krökkunum og hér er Þyri og Gylfi.

Við mæðgur í hjólhýsinu.

Maggi kom til okkar norður og hér er hann með Freyju í Daladýrð.

Benóný lukkulegur í Daladýrð hann náði hænu alveg sjálfur.

Ronja að skoða geiturnar.

Við Birgitta hittumst á tjaldstæðinu á Hrafnagili okkar árlega hitting og það var mjög gaman
að ná að hitta þau hjónin þau voru á fullu í framkvæmdum heima hjá sér.

Inn á Hrafnagili á tjaldsvæðinu Jóhann og Þórhalla komu og kíktu á okkur. Það var mjög
gaman að vera þar Gylfi og Hafrún voru þar og Þyri og Kjartan með krakkana og svo 
voru Halli og Ástrós og Magga Sigga og Ævar og Irma og Nonni og fjölskyldan hennar
Irmu, Toggi,Halla,Mylla og Tedda svo það var rosalega gaman að vera svona margir saman.

Maggi bróðir og Erla komu líka en þau voru fyrst á öðru tjaldstæði því það var allt lokað
eftir að fjöldatakmarkanirnar voru settar á út af Covid en svo losnaði og þau komu og voru
eina nótt á tjaldstæðinu hjá okkur. Steini frændi og Dagbjört komu líka í heimsókn þau
voru fyrir norðan og líka Karítas og Danni en þau enduðu inn á Siglufirði það var eina
tjaldstæðið sem var laust á.

Við fórum í sund inn á Hrafnagili,Þelamörk,Akureyri og Dalvík meðan dvöl okkar stóð.

Maggi og Erla og Ronja Rós.

Verið að spila.

Benóný,Freyja,Embla og Dalía í hjólhýsinu.

Flottar systur Ronja Rós og Freyja Naómí.

Embla Marína hesta stelpa.

Búið að loka Ronju inni svo hún steypi sér ekki niður úr hjólhýsinu.

Svo góð að leika sér í hjólhýsinu.

Grísirnir okkar á Greifanum við fórum öll út að borða á Greifanum sem sagt við,Maggi og
Erla,Steini og Dagbjört og svo Kara og Danni.

Við vorum inn á Hrafnagili frá þriðjudegi til mánudags og vorum yfir verslunarmanna
helgna fyrir norðan svo færðum við okkur austur á Egilsstaði og Gylfi,Hafrún og Magga
Sigga og Ævar fóru líka. Sú bílferð gekk vel að Vopnafjarðarafleggjara en þá byrjaði Ronja
að vakna og grenjaði alla leiðna að Egilsstöðum og var að gera alla grillaða í bílnum.
Við stoppuðum svo alveg í viku fyrir austan því það var svo geggjað gott veður 20 til 24
stiga hiti og æðislegt. Við fórum nokkrum sinnum yfir til Ágústar bróðirs í Breiðdalinn
og svo alla firðina og fórum í sund á Eskifirði,Neskaupsstað,Egilsstöðum,Vök og Höfn
í Hornafirði við tókum dagsferð yfir Öxi og yfir á Djúpavog og svo til Höfn og það var
svo falleg leið að ég var alveg heilluð af náttúrunni bæði upp á Öxi sem var svakalega
brött en samt svo höfðingjaleg fjöll og mikið um á og fossa. Svo tók við mjög falleg leið
frá Djúpavogi yfir á Höfn.

Með Dalíu inn í Hallormsstaðaskóg.

Stelpurnar fengu að fara á hestbak með Daliu þegar við heimsóttum Ágúst og Írisi inn
á Fell í Breiðdal.

Þær voru svo ánægðar og líta svo svakalega upp til stóru frænku sinnar.

Við fórum í óbyggðarsafnið og það var alveg geggjað rosalega flott og skemmtilegt safn.

Krakkarnir hlustuðu á söguna og fannst þetta mjög framandi.

Ágúst bróðir og Dalía dóttir hans þau komu með okkur á Óbyggðarsetrið.

Við mæðgur.

Þetta er alveg geggjað ég vissi ekki að það væri til svona flott safn á Íslandi.

Benóný í óbyggðarsetrinu.


Fórum svo aðeins lengra inn Dalinn hinum megin og þar var þessi kálfur til að fara yfir ána
mér leyst ekkert á þetta og var bara kyrr með Ronju og horfði á eftir þeim öllum draga sig
yfir.

Hér er Dalía,Ágúst.Freyja og Benóný að fara yfir og Emil að draga þau.

Þetta var alveg frekar glannalegt en þetta fannst þeim alveg geggjað gaman.

Við að bíða og Fiðla með okkur.

Freyja komin til baka alsæl.

Hér er Benóný við skiltið við Jökulsá.

Fórum að veiða með Ágústi í Urriðavatni á Egilsstöðum. Fengum nú bara sýnishorn sem
við slepptum aftur.

Gerðum okkur dagsferð til Vopnafjarðar og ætluðum að fara í Burstafell en þá var það 
lokað út af Covid mjög leiðinlegt.

Æðislegur staður og leiðinlegt að komast ekk inn.

Við sáum þennan kálf í Burstafelli og tvo heimalinga.

Sundlaugin á Vopnafirði Selárlaug. Það var mjög gaman að fara í hana og hún er í svo
fallegu umhverfi.

Það var svo geggjað veður og skýjin spegluðust í sjónum við bryggjuna á Vopnafirði.

Svakalega fallegt niður við bryggjugarðinn á Vopnafirði.

Gylfi og Hafrún inn á Egilsstöðum.

Ævar inn á tjaldstæðinu á Egilsstöðum.

Þegar við vorum fyrir norðan fórum við lika í jólahúsið og keyptum okkur árlegu jólakúluna sem við höfum gert undan farin ár.

Íris,Emil og Ágúst inn í Hallormsstaðar skógi.

Sáum þennan bát á leiðinni á Óbyggðarsetrið og keyrðum að honum og tókum mynd.

Hér var báturinn við þennan helli í Jökuldalnum eða ég held að það sé Jökuldalurinn.

Flottu stelpurnar okkar.

Benóný fann sér hænur hjá Dalíu til að spekja.

Benóný út í Lagafljótinu í Atlavík.

Freyja Naómí 

Sæt saman feðgin.

Seyðisfjörður við fórum þangað einn daginn og það var geggjað veður engin sól en það
var 24 stiga hiti og okkur leið eins og við værum í útlöndum.

Hér erum við á Seyðisfirði.


Emil og Ronja Rós.

Embla,Freyja og Benóný inn á Seyðisfirði.

Á leikvellinum þar.

Benóný Ísak 

Í Vök á Egilsstöðum það var æðisleg upplifun að fara þangað.

Krökkunum fannst þetta æði fengu krap og ég og Ronja smoothie.

Þetta er alveg óborganlegur svipur hjá henni og sprengir alveg krúttskalann.

Við hjónin á Seyðisfirði.

Skvísurnar okkar á hoppubelg með Ronju í fyrsta sinn.

Á Djúpavogi.

Á Djúpavogi.

Á leiðinni á Höfn var þessi stóll sem vakti áhuga okkar á leiðinni.

Á Höfn Í Hornafirði.

Þegar við vorum búnað vera fyrir austan lá leið okkar aftur norður til baka og þá fórum við
á Hamra og gistum þar tvær nætur og krakkarnir alveg elska að fá að fara á það tjaldsvæði.
Hér eru stelpurnar að vaða í tjörninni þar.

Töff mynd af Emblu að stökkva ofan í.

Og við fengum áfram góða veðrið með okkur og sólina.

Benóný á Hömrum.

Emil fór með krakkana í tívolí á Akureyri og það var auðvitað svakalega gaman fyrir þau.

Brjáluð stemming í klessu bílunum.

Í bakaleiðinni var svo endað á þvi að fara í sund í Varmahlíð sem er mjög skemmtileg 
rennibraut og sundlaug.

Þetta er búið að vera svakalega flott útilega og yndislegt veður allann tímann.

Fyrir heyskap fórum við suður og gistum eina nótt í Rvk og svo eina nótt á Hótel Örk
í Hveragerði og það var alveg æðislegt við ákváðum að koma Benóný á óvart því hann
hefur dreymt um að fá að fara í rennibrautina þar í langann tíma og við ákváðum að láta
þann draum verða að veruleika fyrir hann og hann var alveg í skýjunum með hótelið og
sundlauga garðinn.

Hér eru rennibrautirnar.

Ronja Rós var alsæl að leika sér í fyrsta sinn á hótel herbergi meðan Emil fór með krakkana
í bíó á Selfossi.

Þetta var svona Tenerife fílingur hér voru krakkarnir í spilasalnum.

Stelpurnar í fótbolta spilinu.

Verið að kenna Benóný réttu handtökin.

Þetta var alveg frábært hótel og gaman að vera þarna.

Ronja Rós svaf í vagnstykkinu á gólfinu skorðað við vegginn og svaf eins og engill.

Við fórum að borða um kvöldið á Veitingarstaðnum á Hótel Örk og það var svakalega 
góður matur.

Benóný Ísak varð 11 ára þann 19 ágúst.

Hér er hann á afmælisdaginn sinn. Hann er alveg yndislegur drengur sem kemur oft með
þvílíkar pælingar og orð sem koma manni til að hlægja. Hann notar mikið orðið hví sem er
nú ekki mikið um í dag og svo er hann svo kurteis segir alltaf afsakaðu mig ef hann er að
biðja um eitthvað. Um daginn sagði hann við mig mamma ég ætla aldrei að hlaupa aftur
og ég kom alveg að fjöllum Ha afhverju segirðu það þá segir hann afþví að ég vill ekki fá 
hlaupabólu og ég gat ekki annað en tryllst úr hlátri og útskýrt fyrir honum að það væri ekki
ástæðan fyrir því að fá hlaupabólu að hlaupa he he. Svo segir hann ég vil ekki fara í sund
ef það er mikil bifröst og ég ha hva meinarðu svo fattaði ég að hann var að meina biðröð.
Hann er enn með hug sinn allann af sundlaugum og rennibrautum og hænum elskar 
hænurnar sínar í svetinni hjá Ömmu og afa Varmalæk.

Hér er hann með einn af hönunum sínum sem hann er búnað spekja svo mikið.
Hann alveg elskar hænurnar sínar og fer í heimsókn til ömmu og afa nánast á hverjum degi
til að kíkja á þær. Honum dreymir enn um að fá stærri rennibraut í sundlaugina í Olafsvík
og pælir í því í hverri sundlaug sem við förum í hvort þessi eða þessi rennibraut myndi
henta fyrir Ólafsvík.

Hér er sundlaugin á Þelamörk hún er alveg einstaklega kósý og barnvæn laug.

Hér er á Akureyri hún er án efa sú allra flottasta og skemmtilegasta sem til er á Íslandi.

Hér eru rennibrautirnar á Neskaupsstað og þær enda í svona skúffu sem er mjög hentugt.

Hrafnagil hún er mjög há og skemmtileg og endar í skúffu.

Við erum langt komin með að vera búnað prufa næstum allar rennibrautir á Íslandi með
því að fylgja áhugamálinu hans á sumrin að fara í sundlaugar í kringum landið og plúsinn
við það er að maður verður alfróður um alla bæi og sundlaugar á Íslandi.

Jæja þetta tók sinn tíma að koma þessu blogg niður og það eru svo fullt af myndum hér inn í albúmi.








21.08.2020 23:43

Ronja Rós 10 mánaða 27 júlí

Ætlaði löngu að vera búin að koma þessu bloggi hér en við fórum í ferðalag og svo var allt 
bilað hér á 123 svo þetta verður að koma svona löngu seinna. Ronja var sem sagt 10 mánaða og hún er farin að skríða um allt og standa upp með öllu og meira segja farin að sleppa sér og standa ein. 
Hún er farin að skella alveg upp úr og elskar þegar stelpurnar eru að fíflast í henni. 
Hún er enn þá alveg brjáluð í bíl og hatar að keyra eitthvað þegar hún er vakandi en
er þó í lagi ef hún sofnar í bílnum en ef hún vaknar verður hún alveg brjáluð. Það bætist
óðum við orðin hjá henni hún segir mamma mjög skýrt og babba,amma og kis kis,nei,ha,þetta og þá held ég að það sé upp talið. 
Elskar að borða ávexti jarðaber,bláber og banana.
Hún er orðin 7560 gr og 71 lengd og heldur sinni línu bara en er aðeins fyrir neðan 
meðallag en stækkar fínt eftir sinni kúrvu.

Inn í Mávahlíð þegar við vorum að heyja.

Farin að fikta í öllu hjá mömmu sinni nú fær skrautið ekki að vera í friði.

Út í garði með Donnu hundinum sínum og Myrru kisu.

Alltaf stutt í brosið.

Svo montin að standa sjálf.

Heyskapur gekk mjög vel og fljótt fyrir sig í blíðskapar veðri.

Hér erum við mæðgur inn í Mávahlíð þegar það var verið að heyja.

Siggi á gula að plasta.

Emil á bláa að rúlla.

Bói á græna að raka saman.

Það var klárað að heyja allt og svo gengið frá rúllunum strax eftir það og allt keyrt upp í 
Tungu og Siggi sá um að raða þeim upp. Þessar myndir voru teknar 19 júlí.


Hrútur undan Nál og Bolta og svo fóstrar Nál þessa gimbur sem er þrílembingur undan Skvísu og Vask. Þessar myndir voru teknar í kringum 24 til 28 júlí.

Gimbur undan Ösku og Mosa hans Gumma Óla Ólafsvík við fengum hann lánaðann og 
það eru mjög falleg lömbin að sjá undan honum.

Hér eru báðar gimbranar saman.

Kvika með hrút og gimbur undan Vask.

Sól með gimbur undan Mosa.

Fóstrar svo þennan hrút sem er þrílembingur undan Skrýtlu og Vask.

Falleg gimbur frá Sigga undan Svarta Pétri og gemling frá Sigga.

Krúttlegur hrútur undan Ögn Blika dóttur og Svarta Pétri hans Óttars ég held að þessi og
bróðir hans verði svakalega fallegir. Hermil hans Arnars frá Haukatungu var ættaður bæði
í Kveik og Blika og var alveg magnaður í gerð svo ég vona að þarna sé á ferðinni sama
blanda eða allavega varð ég að prófa þessa uppskrift í svipuðu sniði og sjá hvað myndi
koma út úr því. Þessi mynd var tekin 27 júlí.


19.07.2020 00:36

Heyskapur hefst 18 júlí

Byrjað að slá inn í Mávahlíð og Fögruhlíð laugardaginn 18 júlí. 
Byrjaði ekki vel bilaði önnur sláttuvélin svo það
var bara hægt að slá með annarri vélinni restina af Mávahlíð og Fögruhlíðina. 
Siggi sló líka allt hjá sér.

Bói að slá inn í Mávahlíð.

Emil inn á Mávahlíðargili.

Siggi að slá við fjárhúsin í Tungu og það er vel á því.

Við stefnum svo á að rúlla Mávahlíðina á morgun eða dag sunnudag því ég er víst að 
blogga núna eftir miðnætti.

Panta svo að heyskapur gangi vel hjá okkur svo við getum farið að ferðast á hjólhýsinu og njóta sumarsins því við erum búnað vera svo föst heima í framkvæmdum inn í húsinu okkar.


Rakst á þessa mynd hjá mér sem mér þykir svo rosalega vænt um og finnst hún svo
falleg að hún væri alveg efni í púðaskreytingu. Þetta eru höfðingjarnir okkar Herkúles
og Toppur og eru þeir báðir fallnir frá en eiga mikinn þátt í ræktuninni hjá okkur.

18.07.2020 19:59

14 júlí kindur og heyjað í Tungu

Hér er heyskapur byrjaður inn í Tungu. Siggi sló þetta tún á sunnudaginn og svo eru
þeir hér búnað rúlla það þriðjudaginn 14 júlí. Það var bara flott á því. Það spáði svo bara
rigningu restina af vikunni svo það var ekki heyjað meira í bili.

Hér er Hexía með hrútana sína undan Ask.

Hexía aftur.

Sóldögg með lömbin sín þessi efri þau eru undan Mínus sæðishrút.

Zelda með hrútinn sinn undan Mosa og fóstrar hinn og hann er undan Önnu og Mosa.

Viktoría gemlingur með gimbur undan Vask.

Held að þessi kind sé frá Gumma Óla Ólafsvík og hún er með svaka dreka.

Hér er Terta með hrút sem hún fóstrar fyrir Sölku en ég sá ekki hennar lamb sem átti
að vera svakalega falleg gimbur sæðingur undan Amor ég vona að hún sé ekki búnað
glata henni hún var svo gríðalega fallegt lamb þegar hún var inn í fjárhúsum í vor og 
ég var auðvitað búnað ákveða að setja hana á.

Þoka með þrílembingana sína þeir ganga þrír undir.

Virka allir mjög jafnir og þykkir þeir eru undan Vask sem er lambhrútur frá okkur og
var undan Ask.

Hér eru þeir aftur tveir hrútar og ein gimbur.

Hér er Vofa með hrút og gimbur undan Vask.


Brúða með gimbur undan Vask

Hér sjást gimbranar hennar Svönu og Asks og þær virka svakalegir kögglar þessar hvítu.

Hér eru þær og hin við hliðina á þeim eru undan Elku og Vask.

Svakalega flott gimbur frá Sigga undan Röst og Ask.

Hér eru systurnar saman fæddir þrílembingar en ganga tvær undir.

Hér eru svo lömb undan Grýlu hans Sigga og Vask.

Gimbrin.

Hrúturinn.

Nál með lömbin sín undan Bolta.

Það eru svo fleiri myndir af rúntinum hér inn í albúmi.

16.07.2020 19:23

Ronja Rós í júní

Krúttbomban okkar Ronja Rós.

Ronja Rós og Donna mjög fyndin mynd Donna að ulla.

Með pabba sínum inn í Kötluholti.

Smá fjölskyldumynd af okkur með Ronju Rós.

Krúttaðar systur Ronja Rós og Embla Marína.

Hæ mamma ég er svona stór.

Ronja Rós að hjálpa pabba sínum að setja saman skápa. Við keyptum fataskápa í öll
herbergin og Bói snillingur hjálpaði okkur geggjað mikið og var búnað græja fyrir okkur
auka herbergi inn í stofu og slá upp vegg þegar við fórum suður um daginn til að kaupa
skápana.

Hér er Bói búnað græja vegginn og svo erum við svo heppin að eiga svona góða að Bóa
sem er alveg snillingur í smíði og svo er Jóhann bróðir Emils er rafvirkji og hann græjaði
fyrir okkur að leggja rafmagn í vegginn.

Hér er búið að klæða vegginn og grunna og mála. Þetta verður fjórða herbergið og við
verðum í þessu herbergi.

Hér er svo komið lokahönd á herbergið okkar og við splæstum í nýtt rafmagnsrúm fyrir
okkur við vorum með gamalt rúm og mjög stórt 2*2 en fengum okkur núna 180 cm og
þá gleypir það ekki alveg herbergið. Við erum rosalega ánægð með þetta. Við keyptum svo
ljósið í Ylfu svona fjaðra ljós mjög kósý og rúmið í Betra bak.

Fór með krakkana í árlegu fjallgönguna upp í Hofatjörn í Kötluholti að veiða síli.

Amma Hulda keypti þessa glæsilegu sundlaug fyrir okkur og hér eru Embla,Freyja,Aníta
og Bjarki í blíðskapar veðri á pallinum okkar.

Ronja Rós fékk að fara í bala.

Freyja á hestbaki í sveitinni inn í Varmalæk vantar hjálminn en hún 
var að fá hann hjá Emblu áður en hún fór af stað ég tók myndina bara
áður.

Hér er svo Embla á Sunnu hennar Jóhönnu þær eru mjög duglegar að beisla sjálfar og
sækja hestana í aðhaldið og leika sér svo á þeim á túninu að fara á bak og teyma þá fram
og til baka og kemba og dekra við þá. Við ætluðum að sækja hestinn okkar um daginn
hana Heru en hún var bara svo hölt að við gátum ekki tekið hana á kerruna svo við
sækjum hana seinna þegar hún verður búnað ná sér. Hún er á Stóra Kambi í Breiðvík
hjá honum Hjört. Hann lánaði svo Emblu einn hest í staðinn til að taka með ´sér og 
hún var alsæl með það og sérstaklega því hann kann að heilsa með fætinum og réttir 
fram hófinn he he.

Við keyptum þessa fínu kerru með Bóa og hún er strax farin að borga sig. Við fórum
suður og keyptum skápa og svo fleira í Ikea svo kerran var alveg full.

Flottur hópur af barnabörnum hjá Freyju og Bóa inn í Varmalæk. Við hittumst öll
heima hjá Freyju og Bóa og þar var grillað og fengið sér ís í eftirrétt svo gaman.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

16.07.2020 17:15

Kindur í júní og fleira.

Öskubuska gemlingur með hrútinn sinn undan Kol.

Dögg hennar Jóhönnu með gimbrina sína undan Bjart.

Gimbranar hennar Svönu og Mosa.

Brussa með lömbin sín undan Mosa.

Þrílembingur undan Þoku ganga þrjú undir tekið í júní.

Þessi gengur líka á móti og þau eru undan Vask.

Hér er svo þriðja sem er hrútur.

Gersemi með hrútinn sinn undan Ask og það vantar hitt lambið hennar.

Einstök gemlingur

Hrúturinn hennar undan Vask.

Búið að vera mikið stuð á stelpunum að vera í sveitinni hjá Freyju ömmu og afa Bóa á 
hestunum hennar Jóhönnu. Hér er Freyja og Embla á baki og Aníta vinkona þeirra með þeim.

Hér eru fyrirsæturnar sem komu í bæjarblaðinu þegar þær voru strandaglópar á eyrinni við Tungu.
Þær eru frá mér.

Aska tvævettla með lömbin sín undan Mosa.

Svo krúttlegir lambhrútar undan Ögn og Svarta Pétri.

Ég held að þessi efri undan Ögn verði svakalega fallegur.

Sól dóttir Ögn er með henni hún er með gimbur undan Mosa og svo fóstrar hún þrílembing 
undan Skrýtlu.

Gimbrin hennar Sól undan Mosa.

Hrúturinn hennar Gersemi undan Ask.

Hrifla með hrútinn sinn undan Mosa sem gengur einn undir. Hrifla fékk svo heiftarlegan doða
 að ég hélt hún myndi ekki ná sér en hún hefur komið til en liggur mikið svo hún er enn frekar
lúin.

Gjöf sem ég fékk hjá Friðgeiri á Knörr með hrútinn sinn undan Kaldnasa.

Myndarlegur hrútur hjá henni Gjöf.

Jæja þá er komið eitthvað smá til að skoða. Hef ekki getað farið mikið á rollu rúntinn og hef
ekki heldur gefið mér tíma til að blogga því við erum í framkvæmdum heima og allur tíminn hefur
farið í það en það er að fara sjá fyrir endann á því og þá kem ég sterk inn í bloggið.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

30.06.2020 13:37

Hestarnir járnaðir og kinda rúntur

Hríma hennar Jóhönnu með hrút og gimbur undan Vask.

Sprengja með þrílembingana sína undan Mosa.

Skrýtla með þrílembingana sína sem ganga tveir undir undan Vask.

Elsa með hrútinn sinn undan Vask.

Gimbrin á móti svo mikið krútt.
Skvísa 

Benóný að fíla sig inn í Mávahlíð.

Gimbrin hennar Möggulóu undan Kol.

Hosa með lömbin sín undan Mosa.

Hexía með hrút undan Ask.

Hinn hrúturinn á móti.

Freyja Naómí og Ronja Rós.

Bói var svo góður við stelpurnar að járna hestana. Embla og Freyja eru búnað vera á 
reiðnámskeiði inn á Brimisvöllum og voru svo spenntar að fá að fara á hestbak.

Embla Marína að prófa.

Freyja Naómí.

Emil að rifja upp gamla takta.

Bjarki Steinn á hestbaki.

Benóný að prófa.

Salka með gimbranar sínar undan Ask.

Hér sjást þær betur .

Og uppáhalds útsýnið Snæfellsjökull.

28.06.2020 13:34

Ronja Rós 9 mánaða

Ronja Rós varð 9 mánaða núna 27 júní. Hún er mjög glaðlynd og er heldur betur farin að 
sýna karekter og er mjög ákveðin og finnst ekki gaman að ferðast í bíl og gerir mér mjög
erfitt fyrir að komast á kinda rúntinn minn því hún vill helst ekki vera í bílnum né sofa þar.
Hún er farin að skríða um allt á rassinum og standa upp með öllu og ganga með og færa sig
frá einum stað standandi yfir á annan svo það verður held ég stutt í að hún fari að sleppa sér. Myrra kisa og Donna hundurinn okkar eru í bráðri klípu hættu he he en Myrra er 
ótrúlega góð við hana og leyfir henni alveg að klípa í sig og nuddar sér bara upp við hana.
Hún er farin að segja mamma baba og nei og kis kis ásamt öðru babli barnatali.
Er enn að vakna aðeins á nóttinni til að drekka og sofnar svo aftur.

Alltaf gaman inn í Varmalæk sveitinni hjá ömmu Freyju og afa Bóa.

Gaman að standa og leika við Skugga.

Hænurnar forvitnar að skoða Ronju.

Benóný stoltur að sýna Ronju Rós hænurnar.

Hænugleði.

Svo fallegt í sveitinni.

Skoða tréin.

Klappa hænu ungunum en það þarf alveg að passa að hún klípi ekki í þá.

Með Emblu Marínu systir.

Benóný hænsna bóndi.

Búið að fara með slátturvélarnar inn í sveit til að fara yfir þær fyrir slátt.

Þær eru svo rosalega gæfar hjá Benóný enda tekur hann langann tíma til að kynnast hverri
og einni og spekja þær.

Bói er svo mikill snillingur og smíðaði ungakofa inn í hænsna kofanum

Hér sést inn í hann.

Og hér sést enn betur inn í hann. Það fer sko vel um hænurnar hér.

Svo yndislegar þessar hænur þær sniglast bara svona í kringum Ronju Rós þær eru svo
forvitnar og elta okkur þegar við komum.

Skuggi fylgir Ronju líka he he.

Freyja Naómí okkar.

Stelpurnar og vinkona þeirra Aníta Sif fóru í Landsbankahlaupið á 17 júní.

Benóný Ísak.

Miklar pælingar hjá honum.

Svo æðislegur staður og mikið að gera fyrir krakkana.

Askur að sóla sig inn í Tungu.

Stóru hrútarnir.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.



14.06.2020 12:50

Sauðburðarlok og hænur

Sauðburður gekk yfir heildina bara vel það var nokkur afföll á lömbum og eitt leiðinda atvik var
þegar gemlingur átti mjög erfiðan burð og það þurfti að aflífa hana og það var hún Smella sem var ein af gæfustu gemlingunum og Freyja dóttir mín átti hana.
Það eru alls 145 lömb í heildina.
80 hrútar og 65 gimbrar.

Ronja að klappa fallegum svartflekkóttum hrúti undan Kol. Kolur er undan Zesari.

Tunga með þrílembingana sína undan Bolta.

Donna hundurinn okkar.

Embla búnað spekja þetta lamb sem er alltaf upp í jötu.

Flottur móri hérna undan Mónu Lísu.

Eldibrandur kötturinn hans Sigga í Tungu.

Mikki sonur hennar Donnu okkar og Jóhanna frænka Emils á hann.

Blíða með hrútana sína mórauðan og mógolsóttan.

Tala með lömbin sín undan Sprella hans Sigga. Sprelli er undan Gosa hans Gumma Óla.

Lömbin hennar Tölu.

Djásn með lömbin sín undan Bolta og þau eru fæddir þrilembingar eitt var vanið undan.

Hnota svarta með lömb undan Svarta Pétri og Óskadís með tvo hrúta undan Kol.

Óskadís með mógolsóttan hrút og mórauðan.

Leikur í lömbunum.

Smá myndasyrpa.

Svo gaman að vera frjáls eins og fuglinn.

Og kominn á jörðina.

Ósk er undan Móra sæðishrút og núna er hún með hrút og gimbur undan Kaldnasa.

Loksins grá gimbur kollótt undan Ósk svo falleg.

Randalín með flekkóttan hrút og svo er hún með svarta gimbur.

Hér sést hann betur.

Hænunar hjá Freyju og Bóa sem Benóný elskar. Þessi heitir Rósa.



Doppa hans Benónýs.

Óli hani.

Benóný með Rósu sína.

Ungarnir svo fljótir að stækka.

Stelpurnar með Doppu.

Hér er Svanhvít.

Bói að bera áburð á túnið inn í Mávahlíð.

Verið að bera á inn í Mávahlíð.

Verið að græja áburð á túnin í Fögruhlíð.

Vaíana bar seinust 31 maí. lömb undan Bjart sem við fengum á Fáskrúðarbakka.

Kíkti smá rúnt eftir að við vorum búnað sleppa og hér er Magga lóa með gimbur undan
Kol og hrút sem hún fóstrar hrút frá Bombu.

Skvísa með þrílembingana sína undan Vask.

Salka með þrilembingana sína undan Ask en tveir ganga undir.

Óskadís með hrútana sína undan Kol.

Fía Sól með hrútinn sinn og fóstrar annan undan Botnleðju. Hún var tvílembd en annað
kom úldið í burði.

Skvísa með lömbin sín.

Gimbrin hennar Möggu lóu hún er mógolsuflekkótt.

Snæfellsjökull.

Hrifla ein besta kindin mín fékk heiftarlegan doða og lá í næstum tvær vikur og ég hélt hún 
myndi ekki hafa það af en ég fékk vítamín hjá dýralækninum og svo gaf Siggi henni kalk
og við gáfum henni líka bólgueyðandi og svo var hún þrílembd og það voru vanin undan 
henni tvö og hún gengur núna með eitt og hún reis loksins á fætur og er komin út núna.

Poppy með gimbur undan Kol en hún var með tvö en annað kom löngu dautt.

Ég fékk snilldar hjálp hjá Ágústi bróðir og Írisi konunni hans þegar þau komu vestur í 
afmælið hennar mömmu og þá tóku þau sig til og komu og hjálpuðu mér að klauf snyrta.
Ég var alveg komin með í magann að komast ekki yfir neitt því Emil var alltaf í burtu út á sjó.
Ég var rosalega þakklát fyrir að fá svona flotta aðstoð frá þeim svo fékk líka aðstoð frá Bóa
og Sigga við restina. Emil komst svo smá til að hjálpa mér þegar hann var komin vestur 
með bátinn.

Benóný Ísak að prófa klaufsnyrti stólinn.
Bói græjaði þennan stól og hann er alveg snilld.

Tvö flott undn Gersemi fæddir þrílembingar.

Jæja þá er ég loksins búnað koma þessu sauðburðarbloggi hérna inn og er svo ánægð að
vera loksins búnað fá að deila því með ykkur svo núna tekur við skemmtilegt sumar og
rollu rúntur til að skoða lömbin. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í
albúmi.

13.06.2020 22:44

Ronja Rós 8 mánaða 27 maí

Ronja Rós varð 8 mánaða þann 27 maí. Mamma fann fyrstu tönnina hjá henni rétt eftir að hún var orðinn 7 mánaða og það er alveg að fara koma önnur. Hún er farin að standa upp með öllu og færa sig áfram á rassinum eða eiginlega snú sér í hringi með fótunum og situr á rassinum.

Hún er farin að segja baba og mama og svo kann hún að klappa og gera með einum putta svona purr með munninum. Hún gerir greinamun á hvaða lög hún vill hlusta á í ipadinum
þegar ég er að spila fyrir hana og þar er ramm sam sam í miklu uppáhaldi og krummi svaf
í klettagjá og baby shark og duck song sem er lag með 5 unga sem fara í burtu frá mömmu
sinni einn og einn í einu. 

Hún er mjög hress og kát og hlær mjög hátt af systrum sínum þegar þær eru að leika við hana. Hún elskar Myrru kisuna okkar mjög mikið og fer ekki mjúkum höndum um hana þegar hún reynir að klípa í hana he he.

Hún fór í 8 mánaða skoðun og er orðin 6840 gr og 68 cm og höfuðmál 45.
Hún er undir meðallagi en heldur sinni línu vel svo hún er dafnar vel. 

Farin að sitja alveg örugg án þess að detta aftur fyrir sig eða framm. Farin að vinka bæ.

Alger krúttsprengja.

Hér glittir í tönnina hennar.

He he að skoða hænu ungana hjá Benóný alveg dáleidd.

Benóný að passa að hún grípi ekki í hann og kremji.

Hér eru svo ungarnir sem Benóný er búnað bíða eftir svo spenntur.

Svo gaman í hoppu grindinni en núna eftir að hún fór að geta staðið upp og fikrað sig áfram
er hún ekkert svo spennandi lengur því þá er hún föst og getur ekkert komist áfram.

Smá myndatöku hjá mömmu sinni inn í fjöru í Mávahlíð.

Svo falleg.

He he með hendina upp því það er svo gróft að koma við þessi strá.

Með stelpunum og Anítu vinkonu þeirra.

Með Benóný bróðir.

Með Donnu vinkonu sinni og Donna akkurrat að geispa.

Montin að standa með.

Að borða cheerios.

Fyrsta skiptið í sundi í Ólafsvík rosalega gaman.

Út í sólinni á pallinum heima.

Orðin alveg kræf að standa upp með öllu.

Í fjárhúsunum með Freyju.

Ég þurfti að redda mér og tók stólinn með inn í fjárhús sem var alveg snilld að geta
látið hana sitja þar meðan ég var að sópa ofan í kró og svona.

Svo þegar henni fór að leiðast blés ég í hanska og bjó til leikfang fyrir hana.
Mjög vinsælt að fá að sjúga puttana á hanskanum.

Maður varð líka að fá að klipa í eina gæfa kind sem alveg elskar að láta Ronju pota í sig.
Þetta er hún Hosa hennar Emblu og hún elskar börn.

Svo mikill prakkari og elskar að láta fíflast í sér. Núna er ekki óhætt að hafa hana í 
vöggunni því hún reynir að klifra upp úr henni.

Dugleg vinnukona hún Freyja að hjálpa mömmu sinni.

Með Kamillu frænku sinni.

Birgitta frænka kom og hélt upp á 8 ára afmælið sitt í sveitinni hjá Freyju ömmu og Bóa afa.

Benóný Ísak búnað klára 5 bekk.

Freyja Naómí búnað klára 2 bekk.

Embla Marína búnað klára 3 bekk.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í
albúmi.

13.06.2020 22:29

Hulda mamma varð 70 ára 18 maí.

Stórglæsilega skvísan hún mamma fagnaði 70 ára afmælinu sínu helgina fyrir 18 maí sem
er afmælisdagurinn hennar. Hún var með smá kaffi veislu heima hjá sér í Ólafsvík og 
átti þar góðan dag með fjölskyldu og vinum.

Glæsileg terta hjá Jón Þóri bakara í Ólafsvík vakti mikla lukku í veislunni enda alltaf 
æðislegar Lúlla terturnar eins og þær hafa verið kallaðar síðan Lúlli bakari var í bakaríinu.

Hluti af systkynum mömmu mætt í veisluna. Hér eru Elli,Sævar,Ragnheiður,Dísa og Magga.

Mamma búnað gera flottu brauðtertuna sína og Draumtertuna sem alltaf stendur fyrir sínu.

Magnús Már bróðir minn og Þorsteinn Erlingur sonur Maju systir minnar.

Sigrún ,Þuríður og Guðmundur Ólafsson.

Maggi og Ronja Rós.

Mamma og Ronja Rós.

Hláturinn lengir lífir he he mamma er mjög hress og glöð í anda enda fer aldurinn henni
rosalega vel og ekki myndi maður halda að hún væri 70 ára er svo ungleg.

Steini með Ronju Rós frænku sína.

Það eru svo fleiri myndir af afmælinu hér inn í albúmi.

13.06.2020 11:36

Sauðburðarblogg

Það var erfitt í fæðingu þetta sauðburðarblogg því ég hef bara einfaldlega ekki getað gefið
mér tíma til þess að koma þessu til skila og þegar ég ætlaði að gefa mér tíma inn á milli
þegar sauðburður var þá var kerfið eitthvað bilað. Síðan var Emil að róa í burtu allann
sauðburðinn svo ég var alveg önnum kafinn við heimilið börnin og kindurnar.

Hrútarnir fóru fljótlega út í tún í byrjun maí og Siggi gaf þeim hey úti fyrst því gróðurinn var
mjög lengi að taka við sér.

Það voru smá slagsmál en ekkert alvarleg. Siggi lenti þó í atviki í byrjun sauðburðar að 
kind rann á grindunum og fór með hornið akkurrat í augað á honum og braut gleraugun
hans og gerði skurð við augað á honum en sem betur fer náði hann öllum glerbrotunum úr
og náði að hreinsa augað vel og hann náði sér vel.

Hér eru Bói,Jóhanna og Siggi eftir að við vorum búnað fá hjálp frá Bóa við að klippa 
klaufarnar á hrútunum og saga hornin.

Hér eru svo Guðmundur Ólafs Ólafsvík og Kristinn Bæjarstjóri að saga hornin með rafmagns klippum á lambhrútnum hans Gumma. Kristinn á svo Bolta sem sést hér fyrir
aftann og við ætlum að gefa honum séns að vera svona með hornin og fylgjast með í
sumar hvort þau verði ekki í lagi.

Hér er mjög þykkur og fallegur hrútur dagsgamall á þessari mynd og er tvílembingur
undan Snædrottningu og Ask ég hef trú á að hann verði mjög efnilegur þessi.

Hexía með tvo hrúta undan Ask.

Þessi eru undan Björg og Ask.

Þessi hrútur er mjög sérstakur á litinn hann er svo golsóttur undir og með svona bíldur
í framan með golsóttum blæ.

Hér er Gyða Sól með hrút og gimur undan Mosa hans Gumma Óla.

Salka með þrilembingana sína undan Ask. Botnótta lambið var svo vanið undan henni.

Hrafna me[ gimbur undan Móra sæðingar hrút.

Ronja Rós með Emblu að skoða kindurnar.

Flottar vinkonur Freyja,Embla og Aníta.

Embla búnað veita fæðingarhjálp með Sigga að draga úr Önnu kindinni hennar Freyju
hún er með þrjú undan Mosa hans Gumma Óla. 

Hér eru stelpurnar að gera sig reddý fyrir fæðingarhjálp.

Rósa hennar Emblu með lömbin sín undan kaldnasa.

Fullt tungl á næturvaktinni.

Stelpurnar hjá Hröfnu uppáhaldinu sínu.

Gemlingar hjá Sigga með lömb undan Svarta Pétri hans Óttars á Kjalvegi.

Flottur hrútur frá Gersemi og Ask þrílembingur.

Lömbin eru svo skemmtilega gæf.

Hér er falleg botnótt gimbur undan Ask og Gurru.

Þessir hvítu bræður eru undan Ask og Klöru.

4.bekkur frá Grunnskóla Snæfellsbæjar kom í heimsókn til okkar í fjárhúsin að skoða 
lömbin. Það kom fram í Bæjarblaðinu Jökli en það var smá prentvilla um að þetta 
hafi verið inn í Mávahlið en þetta var auðvitað inn í Tungu því við eigum ekki Mávahlíð
lengur, það er búið að selja það og fyrir þá sem ekki vita þá erum við með kindurnar
inn í Tungu hjá Sigurði Gylfasyni og vorum seinast með kindur inn í Mávahlíð árið 2009.

Lömb undan Björg og Ask.

Farið að bætast við litadýrðina.

Flottur hrútur undan Hexíu og Ask.

Gimbur undan Möggu lóu og Kol.

Það komu svo líka hænu ungar hjá Freyju og Bóa 5 maí.

Krakkarnir voru alsælir með ungana.

Bjarki og Benóný með unga.

Bjarki Steinn með unga.

Allir saman svo gaman.

Þetta blogg var svona byrjun á sauðburði og ungum svo eru myndir af þessu hér inn í 
albúmi og hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 435
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 1001
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 725139
Samtals gestir: 47685
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 09:53:24

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar