Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

18.03.2022 16:46

Tekið af snoðið 12 mars

 

Arnar kom og tók af fyrir okkur á laugardaginn seinasta og var eldsnöggur og vandvirkur eins og alltaf við

erum svo lánsöm að fá hann til okkar.

 

Hér eru stelpurnar búnað vera dekra við Diskó áður en hann fer í klippingu.

 

Kristinn og Emil að skemmta sér vel.

 

Hér er búið að taka af lambhrútunum.

 

Hér eru svo stóru hrútarnir.

 

 

 

 

 

08.03.2022 09:37

Arfgerðargreinar sýnataka

Við fengum afhent sýnin í seinustu viku og tókum svo sýnin núna á sunnudaginn og það gekk hægt fyrst meðan við 

vorum að komast í gang og skipuleggja okkur en svo gekk það mjög vel. Ég skrifaði og Siggi tók sýnin og Emil og Kristinn

sáu um að halda kindunum. Við hólfuðum þær niður 7 til 8 niður í stíur og þá var ekkert stress og þær voru bara 

ótrúlega rólegar meðan var verið að taka sýnið. Við tókum sýni úr öllu bæði kindum og hrútum.

 

Hér er búið að gera klárt.

 

 

Hér er Siggi tilbúinn í verkið.

 

Hér er svo hafist handa og byrjað að taka sýni.

 

Við erum svo loksins að fara hefjast handa í að fara í framkvæmdir á eldhúsinu.

Við erum löngu búnað kaupa nýtt parket og hurðir í allt húsið og eins eldhús 

innréttingu en vantaði að finna rétta tímann til að byrja á verkinu. 

Svo núna er bara áfram gakk og hefjast handa á þessu stóra verkefni. 

Hér erum við búnað taka niður efri eldhús skápana sem voru á veggnum milli

gluggana og eins í horninu við hurðina og bara við að taka þá niður birtir yfir eldhúsinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

21.02.2022 17:55

Allt á kafi í snjó

 

Hér er búið að vera allt á kafi í snjó.

 

 

Þá er nú gaman að vera krakki og leika sér í snjónum hér er

Embla að draga Ronju Rós og Kamillu frænku þeirra.

 

 

Hér er Freyja Naómí og Birgitta Emý að búa til snjóhús í sveitinni hjá ömmu og afa.

 

 

Benóný Ísak að prófa snjóhúsið.

 

 

Hér sést hversu mikill snjór er inn í Varmalæk þetta er sem sagt upp í tröppunum við hliðið

og gaflinn á húsinu sést hérna við svo þið sjáið hversu mikill snjór þetta er.

 

 

Hér sjást snúrustaurarnir.

 

 

Hér sést húsið hjá Freyju og Bóa.

 

 

Hér er húsið og það er eins og snjóhús og hér sést hliðið á kafi sem er gegnið

í gegn um til að komast niður í húsið.

 

Ronja Rós elskar að fara og kíkja á hænurnar og tína egg.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er hún svo montin að vera búnað sækja eggin og ég þarf að draga hana

á snjóþotu því það er svo mikill snjór allsstaðar.

 


Ronja Rós að renna sér fyrir utan húsið hjá okkur.

 

 

Freyja Naómí inn í sveit.

 

 

Kósý tími hjá stelpunum með hrútunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

14.02.2022 12:09

Fósturtalning 12 feb

Guðbrandur Þorkelsson kom og fósturskoðaði hjá okkur á laugardaginn.

 

Hér er hann að störfum.

 

Hér er allt á fullu að koma þeim í sónarinn.

Alls talið 114 fóstur

Eldri ær eru meðaltal 2,1

2 með 1 ,1 af þeim sædd

24 með 2

5 með 3

2 vetra ær eru meðaltal 1,8

3 með 1 ,tvær af þeim voru sæddar

12 með 2

Gemlingar eru meðaltal 1,1

1 geldur 

16 með 1

3 með 2 og einn af þeim var sæddur.

 

Hjá Sigga kom líka mjög vel út hann er með 6 þrílembdar og inn í því voru

2 sem ég sæddi fyrir hann önnur með Kapal og hin með Ramma.

Gemlingarnir hjá honum eru 2 geldir og 2 tvílembdir og svo rest með 1.

 

Kristinn á 2 kindur og önnur var með 3 og hin 2 svo á hann 7 gemlinga

og hann fær 2 með 2 og rest með eitt. Alls 14 fóstur

 

Jóhanna á 3 kindur og þær eru allar með 2 svo á hún einn gemling með 1

alls 7 fóstur.

Þeirra kindur eru samt inn í heildartölunni hér fyrir ofan vildi bara segja hvað

þau væru að fá mörg lömb.

 

Af sæðingunum hjá okkur að segja þá eru 4 fóstur frá Bikar,ein tvævettla með eitt og

svo tveir gemlingar með eitt. Rammi er með 2 hjá gemling og svo eitt hjá tvævettlu.

Kurdo er svo  með eitt með eldri ær.

 

Svo nú er þessu spennufalli lokið.

 

 

 

 

 

 

09.02.2022 11:43

Jan til feb 2022

 

 

Hérna eru Diskó fremstur sem er undan Tón svo kemur Prímus og Fönix.

 

Það er farið að losna svo af þeim ullin sérstaklega Diskó.

 

Hér eru Embla og Kristinn að eiga innilega stund með Vigdísi og Dorrit.

 

Þær eru alveg yndislegar og hér eru þau í samræðum við þær og leynir sér

ekki traustið sem ríkir milli þeirra.

 

Hér er Erika vinkona Emblu,Freyja og vinkona hennar Hekla og svo Embla með kindinni Lóu.

 

Freyja umkringd af gemlingunum.

 

Við Ronja Rós fórum út að renna í logninu undan storminum.

 


Kíktum í heimsókn til ömmu Huldu og ég fékk te og Ronja kók og piparköku 

því amma átti ekki mjók þá má amma dekra og gefa henni kók.

Ronja er orðinn svo dugleg hún er að hætta með bleyju og farin að pissa í koppinn og

hefur alveg haldist þurr á nóttinni líka þó er hún með bleyju til öryggis.

 


Benóný að kíkja á hænurnar.

 


Ronja að ná í egg fyrir ömmu í hænsnakofanum.

 

 

 

Að labba með pabba sínum í snjónum. Það er loksins kominn alvöru vetur.

 


Það er búið að vera frekar leiðinlegt veður og var skóla og leikskóla frestað til 10 

á mánudagsmorgun út af veðri.

 

Þá er kósý að vera inni og hér eru Ronja og Freyja að borða núðlur.

 

 

 

Þá er ekkert jafn spennandi og fá að fara upp á loft og velja dót til að leika með.

Ronja er svo dugleg og alls ekki lofthrædd hún labbar alveg sjálf upp en ég stend

þó alltaf fyrir aftan hana til öryggis.

 

 

 

Embla Marína okkar orðin svo spennt fyrir laugardeginum að láta telja fóstrin

og það erum við auðvitað líka elska hvað sauðfjárræktin er spennandi allann 

ársins hring með hvern áfangann á eftir öðrum. Við erum svo búnað fá svar við

að fá að taka þátt í arfgerðarsýna verkefninu og bíðum núna bara eftir að við 

getum sótt pakkann og farið að taka sýni hjá okkur og Sigga.

 

 

 

Embla og Erika að knúsa og klappa Bibba.

 

 

 

 

 

 

28.01.2022 11:22

Dagleg rútína


Núna þessa dagana er bara dagleg rútína í fjárhúsunum og hér er gjöf lokið í dag.

 

 

 

Hér eru hvítu gimbrarnar sem eru allar svo gæfar að þær þurfa að fá klapp og klór þegar ég sópa í stíunni hjá þeim.

26.01.2022 16:36

Styttist í talningu og fyrsta sinn í sóttkví

Við lentum í fyrsta skipti að dóttir okkar Freyja Naómí þurfti að fara í sóttkví því hún var búnað vera inn á heimili hjá smituðum einstakling. Við fengum að vita það á sunnudagskvöld og ákváðum út frá því að halda hinum krökkunum líka heima þangað til hún væri búnað fara í pcr próf sem hún fór í á þriðjudagsmorgun. Biðin eftir útkomunni virtist vera heila eilíf að líða enda smá stress að vita hvort hún væri með covid eða ekki. Það er aðeins farið að blossa upp núna covid hérna í bæjarfélaginu. Það var svo mikill léttir að fá neikvæðu útkomuna að hún væri ekki smituð á þriðjudagskvöldið og þá gátu allir mætt í skólann og Ronja farið í leikskólann á miðvikudaginn og þá var gott að geta fengið rútinuna aftur í lag þó svo að þetta hafi nú bara verið tveir dagar sem þau þurftu að sleppa.

Hér er Embla Marína í fjárhúsunum með Snærós og Gjöf.

Freyja Naómí umkringd af hamingjusömum kindum.

Það er eitthvað error í gangi á 123 svo ég náði ekki að snúa myndinni rétt en hér er Benóný
að knúsa Gjöf og Lísu.

Þessi er eins á hlið þetta er hún Ronja Rós sem var á Þorrablóti á leikskólanum seinast
liðinn föstudag.

Það styttist svo óðum í fósturtalningu en það er væntanlegt 12 febrúar.

Ronja Rós og Freyja síðan í fyrravor á sauðburði. Svo nú verður spennandi að bíða og sjá
hvernig talningin kemur í ljós.

24.01.2022 16:54

Búnað sækja um fyrir átaksverkefnið.

Við erum búnað sækja um þáttöku í átaksverkefnið Arfgerðargreiningar vegna riðu og gera
skráningu fyrir okkar fé og Sigga fé. Svo verður bara koma í ljós hvort við verðum valin. Við ákváðum að gera það því við seljum mikið af líflömbum og eins kom í ljós að Mávur sem var
frá okkur og fór á sæðingarstöð var með C151 sem er eitt af verndandi genunum, svo það verður spennandi að sjá hvort það verði í einhverjum afkvæmum hans sem eru bæði hjá mér og Sigga.
Eins er þetta alveg frábært verkefni og Karólína og allir sem af þessu hafa staðið eru algerir snillingar og eiga heldur betur hrós skilið þetta verður alger bylting í sauðfjárrækt.

Hérna er mynd af Máv þegar hann var veturgamall.

Hér eru þeir sumarið 2016 Mávur næst traktornum svo Drjóli frá Sigga svo Zorró og Ísak
frá okkur.

22.01.2022 10:49

Vír settur í hornin á lambhrútunum

Um þar seinustu helgi fengum við fjölskyldan ælupest út frá því að sú yngsta fékk hana á 
leikskólanum og smitaði svo alla fjölskylduna koll af kolli. Benóný ætlaði að vera voða sniðugur því hann hatar ælupest mest af öllu og hann ákvað að flýja yfir til Jóhönnu frænku sinnar sem býr hinum megin við götuna hjá okkur og hann fór og gisti þar en það vildi nú ekki betur en svo að hann byrjaði að æla um nóttina og smitaði þar af leiðandi frænku sína líka.
Hann skyldi svo ekkert í því að þetta plan hafi ekki virkað he he en hann slapp mjög vel og ældi bara tvisvar en var mjög slappur með því. Þetta er svo rosalegt þegar maður fær þetta upp og niður það lamast allt en sem betur fer fékk Ronja þetta á fimmtudeginum og var orðin góð á laugardeginum og þá redduðu Freyja tengdamamma og Bói okkur og tóku Ronju svo þá var aðeins minna að hugsa um meiri tími til að ná að hvílast og komst yfir þetta. Við vorum svo öll orðin góð á sunnudagskvöld. Það er svo alveg ómetanlegt hvað maður metur heilsuna mikið eftir svona veikindi og má í rauninni vera glaður og þakklátur hvern dag sem heilsan er í lagi.

Kristinn og Siggi redduðu okkur alveg með kindurnar og gáfu fyrir okkur þessa helgi og vorum meira segja svo rosalega vinnusamir og duglegir að þeir settu vír í lambhrútana.

Hér er Bassi og það er búið að setja vír og rör yfir svo vírinn meiði hann ekki og festist í 
ullinni.

Hér sést þetta betur hvernig þetta er. Svo eru þeir hafði sér í stíu svo þeir séu ekki að krækja þetta úr sér.

Ljúfur líka kominn með.

Hér sést hvernig þetta kemur svo aftur fyrir haus og við gerðum þetta í fyrra og þetta virkaði
rosalega vel og tók ekki langann tíma þetta er Ljómi hans Sigga.

Freyja og Ronja glöddust yfir snjónum um daginn og fóru út að renna og leika sér en hann 
varði þó ekki lengi var horfinn allur daginn eftir það er búið að vera rosalegar veðurbreytingar frost og þíða til skiptist og mikið um lægðir og leiðinda veður með stormi, það er búið að einkenna þennan janúar mánuð.

11.01.2022 10:47

Minningarorð Óttars á Kjalvegi.

Ég fékk þann heiður að fá að fylgja góðum vin honum Óttari Sveinbjörnssyni þann 6 jan,var
hann jarðsunginn frá Ingjaldshólskirkju. Ég hef þekkt Óttar frá því að ég var krakki enda var 
hann tíður gestur inn í Mávahlíð hjá pabba og Steina og auðvitað snerist allt um kindur,hrúta
og ræktun. Ég var ekki gömul þegar ég átti mín fyrstu viðskipti við hann enda var hann mikill
kaupmaður og samdi við mig að fá að kaupa hjá mér eina gimbur undan kind sem ég átti í 
Fögruhlíð og hét Rósalind og var svartflekkótt og þessi gimbur var alhvít og falleg og ég átti það til þegar ég var krakki að kalla alhvítar kindur bleikar því þær voru með svo fallega bleikar nasir og það fannst honum ekki rétt að segja og leiðrétti mig að kindur gæti ekki verið bleikar heldur væru þær mjallahvítar eða alhvítar og þetta tók ég gilt og full af áhuga að ekki skyldi ég segja bleikar kindur heldur alhvítar. Skondið hvað maður man suma hluti og tekur vel eftir þeim enda bar ég virðingu fyrir honum og leit upp til hans.

Ég á líka minninguna um þegar geimverur áttu að lenda á Snæfellsjökli þá fórum við með 
Óttari á stóra bílnum hans held það hafi verið brúni Ford Econoline er samt ekki alveg viss
en ég man bara að við fórum með honum og biðum eins og margir aðrir en aldrei komu neinar geimverur he he.

Við áttum svo auðvitað margar ferðir í búðina til Óttars og Írisar í Blómsturvelli sem var án efa flottasta verslun á nesinu og margir áttu leið sína hingað vestur bara til að koma og kíkja
á Blómó. Mamma átti mörg vöruskiptin við Óttar og pabbi lét hann hafa lömb og þá gat 
mamma fengið nýja hrærivél mjög hentug viðskipti þegar kaupmaðurinn var rollu bóndi.

Mér þótti mjög vænt um núna seinustu ár hvað leiðir okkar Óttars héldu áfram saman og við
höfðum tengingu í gegnum sauðfjárræktina og mér fannst alltaf ég halda minningu pabba
og Steina nær mér þegar Óttar kíkti í kaffi til okkar Emils á kvöldin og við rifjuðum upp
gamla tíma og spjall um kindur og ræktun auðvitað sem átti hug okkar allann. Ég mun
sakna heimsókna hans og hafa hann sem keppinaut því það var langskemmtilegast hjá okkur að bera okkar bækur saman og keppa okkar á milli það var aðal stemmingin.

Enda var það honum mjög erfitt að hætta búskapnum síðast liðið haust vegna heilsunar
en honum til mikilla gleði hélt hann nokkrum eftir í umsjá Péturs Steinars barnabarn síns
svo hann gæti fengið að fylgjast með og leiðbeina, enda algjört gull að varðveita slíka ræktun.

Óttar var mikil keppnismaður og áhuginn og metnaðurinn svo mikill að það var aðdáunarvert
að hlusta á hann og læra af honum. Hann kenndi mér að vera hörð að sía út það sem ekki virkar og ekki vera halda bara í litina því ég var nú ansi litaglöð þegar ég byrjaði fyrst eftir að ég tók við af pabba en sem betur fer voru það samt góðar ær og skiluðu góðu.

Ég notaði þetta svo oft á hann og heyri hann hlægja þegar ég skrifa þetta niður hvað segiru
Óttar hvað áttu margar hvítar kindur núna he he því hann var orðinn ansi litaglaður og litirnir hjá honum voru orðnir fleiri en hjá mér og í meirihluta miðað við hvítu ærnar en það var nú bara því það var orðið jafngott fé eins og það hvíta. ´

Óttar átti ofboðslega vænt og fallegt fé og einkenndi það mikil þyngd og lærahold.
Hann var bóndi frá toppi til táar og ræktun hans til fyrirmyndar.

Hér má sjá grein sem birtist í Skessuhorni í október 2013 


Grána heggur nærri heimsmetinu

"Ef Dimma bakarans í Borgarnesi hefur skilað Íslandsmeti í afurðum, hefur hún Grána mín trúlega hoggið nærri heimsmetinu," segir Óttar Sveinbjörnsson kaupmaður og tómstundabóndi á Hellissandi. Grána er fimm vetra ær í eigu Óttars. Hún skilaði sér til réttar í haust með þrílembingana sína rígvæna. Hrútlömbin vógu 55 og 57 kíló og gimbrin 52 kíló. Alls vega því þrílembingarnir undan Gránu 164 kíló eða 24 kílóum meira en þrílembingar hinnar gráu Dimmu, Sigurgeirs Erlendssonar bakara í Borgarnesi, sem greint var frá í Skessuhorni í síðustu viku. Aðspurður segist Óttars þó ekki ætla að tilkynna þetta til heimsmetabókar Guinness. "Grána hefur alltaf skilað góðum afurðum og verið til skiptis tvílembd eða þrílembd," segir Óttar sem hefur verið tómstundabóndi í 50 ár eða meira.  

Hann segir að Grána hafi borið 4. maí í vor og verið á beit í þjóðgarðinum í sumar. Lömbin eru undan sæðingahrútnum Grábotna og munu öll verða sett á í haust. Gimbrin verður á fóðrum hjá Óttari í vetur ásamt móður sinni, en hrútarnir tveir voru seldir norður í Skagafjörð. Þar mun ætlun bænda að ná genum úrvals fjárstofns á Snæfellsnesi inn í sína ræktun, að sögn Óttars Sveinbjörnssonar. 


Ég hef oft heimsótt Óttar í fjárhúsin hans í gegnum árin og á dágott safn af myndum af ásettningi

hans og aðrar myndir og ég tók hér aðeins smá myndar minningar sem mig langði

að deila með ykkur. Ég votta ástvinum Óttars mínu dýpstu samúð og hlýhug.



Hér er Óttar með besta veturgamla hrútinn árið 2010 held það sé rétt hjá mér að hann hafi heitið

Morgun. Hann var með 19 í læri og 87 stig.


Hér er hann virkilega fallegur og mikill hrútur þessi mynd var tekin þegar hann var eldri.


Hér er Óttar svo með gullið sitt hann Klett en honum var hann mest stoltur af og batt miklar vonir

við hann. Klettur var besti veturgamli hrúturinn árið 2011. Hann á enn mikla afkomendur víða um

landið og hefur verið að skila mikilli gerð og feikna kindum. Óttar hafði oft orð á þvi að dæturnar 

undan honum mjólkuðu svo mikið að þær gátu fengið júgurbólgu út frá því að ná ekki að tæmast.


Hér er svo klettur svakalega gleiðhyrndur, þrekvaxinn og mikill hrútur.


Hér eru Bárður og Dóra með farandsskjöldinn fagra fyrir besta lambhrútinn 2017 og átti hann ættir

í Klett hans Óttars svo hann fékk heiðurinn að vera með þeim á verðlaunamyndinni enda átti hann

stóran þátt á bak við ræktunina með þeim Bárði og Dóru. Þessi hrútur fékk nafnið Skjöldur.

Ég held að þessi stund hafi verið honum afar kær og hann hafi verið uppfullur af stolti.


Hér erum við á Aðalfund Búa 2013 að taka móti verðlaunum árið 2013. 

Óttar var oftar en ekki kallaður upp að taka á móti verðlaunum fyrir afrakstur sinn í sauðfjárræktinni.


Hér er önnur mynd af öðrum Búa fundi að taka á móti verðlaunaskjölum.


Hér er Óttar í fjárhúsunum á Kjalvegi að sýna okkur Emil hvernig gjafgrindin virkar.


Þessi kind var í miklu uppáhaldi bæði hjá mér og Óttari mér fannst hún svo falleg á litinn og líka var hún að skila afburðar góðum lömbum.


Hér er Óttar að kalla í féið sitt og láta þær elta bílinn upp að fjárhúsum á Kjalvegi.


Hér er hann á sauðburði að fara sýna mér lömbin og er að fara hrista brauðpokann svo þær komi.


Þessi var tekin að hausti og má sjá þær koma til hans að gæða sér á brauði.


Hér má sjá vinina Kristinn Bæjarstjóri, Óttar og Haukur á Vatnsenda. Þetta er hrútasýning inn í 

Bjarnarhöfn.


Hér mikið fjör á hrútasýningu veturgamla á Mýrum árið 2010.


Hér er Óttar og Gunnar frá Fáksrúðarbakka á héraðssýningu lambhrúta árið 2012.


Þessi mynd er tekin inn í Bjarnarhöfn árið 2012 á héraðssýningu lambhrúta.


Fannst þessi mynd eitthvað svo táknræn að lokum kindurnar hans að hlaupa á Kjalveginum með

Ingjaldshólskikju toppinn í baksýn svo frjálsar og glaðar að hlaupa út í frelsið. 







09.01.2022 17:58

Búið að taka þakið niður af Fögruhlíðarhúsinu


Hér má sjá Fögruhlíðarhúsið eftir að þakið var tekið niður fyrir miðvikudaginn þegar næsta
lægð var á leiðinni svo það færi ekki að valda skaða út frá sér.


Hér sést það betur en það er mjög hreifð myndin þvi það var hávaða rok þegar ég tók hana um morguninn 6 jan á fimmtudeginum.

Hér má sjá brimið sem var á Mávahlíðarrifinu og rétt áður en ég fór inn í sveit að gefa þá var
ég að keyra á eftir vegagerðarbílnum og fékk alveg sjógusurnar yfir bílinn hjá verkstæðinu
hjá Tomma inn í Ólafsvík og þegar ég fór svo framm úr honum setti hann ljósin á og veginum
var lokað inn í Ólafsvík um tíma það var svo svakalegt brim sem gekk yfir þar og malbikið 
mjög mikið búið að flettast af og eyðileggja veginn.

Svona var þetta séð inn á Mávahlíðarrif og Mávhlíðarhelluna á fimmtudagsmorguninn og mér
finnst þetta samt ekki sjást eins mikið og þegar maður sér þetta með berum augum þetta var
eins og að vera í bíómynd að sjá brimið þegar maður keyrði þjóveginn við Helluna.

Ég var svo aðeins og fljót á mér að segja að fengitíminn hafi aldrei verið eins stuttur því það var einn gemlingur svo mikið að ganga hjá mér í morgun að hún jarmaði af athygli við hrútinn svo ég varð að tékka á henni og þá kom í ljós að þetta var hún Orka mín sem er svo stór og fallegur gemlingur að ég bara gat ekki hugsað mér að hafa hana gelda svo ég hleypti Ljúf á hana og lengdi þar með sauðburðinn í vor en það er í lagi við erum með svo gott myndavélakerfi sem Kristinn reddaði fyrir okkur svo þetta verður ekkert mál þó það teygist aðeins.

Hér mynd af henni Orku í haust hún er undan Brussu sem er Mávs dóttir og undan Bolta
Víkings syni og systir hennar var einnig sett á og ég gaf Kristni hana.

Ég hleypti svo aftur á Orku daginn eftir og viti menn þá kom önnur í ljós sem var að 
ganga upp og heitir París og fyrst ég var búnað hleypa á Orku varð ég að hleypa á hana
lika og það var Ljúfur sem fékk hana líka svo enn lengdi ég aðeins sauðburðartímann en 
vonandi halda þær núna og að ég fái þá lömb úr öllum gemlingunum.

09.01.2022 17:17

5 jan

Þann 5 janúar var vonsku veður og enginn skóli og þá var Embla Marína mín alveg að njóta sín að fá að koma með að gefa hestunum og kindunum. Ég er að prófa að blogga ég hef ekki náð að setja neitt inn út af bilun í kerfinu en næ því með því að setja mynd annars staðar inn en í mynda albúm þá get ég náð því en það tekur lengri tíma.

03.01.2022 16:29

Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir það liðna.

Við skutum upp gamla árið og það var mikið fjör hjá krökkunum.

Freyja og Ronja Rós með stjörnuljós. Ronja var fyrst voða huguð og vildi fara út en þegar
allar bomburnar fóru að heyrast var hún fljót að biðja um að fara inn.

Benóný var alveg að elska þetta og vildi kveikja í öllum kössum sem hann fann en það 
var vel fylgst með honum.

Amma Hulda og Freyja Naómí kátar að fylgjast með.

Með afa Bóa aðeins farið að hætta litast á blikuna að vera úti.

Komin í mömmufang og er á leiðinni inn til ömmu Freyju.

Þetta var miklu betra að fá að vera inni og fylgjast með.

Nóg að gera úti að sprengja.

Benóný Ísak alveg að elska þennan tíma.

Hér er litla rósin okkar að fylgjast með út um gluggann.

Embla í stuði með Íslands blys.

Þetta var fyrr um kvöldið þá borðuðu Ronja og Freyja hér við litla borðið og við ásamt
Freyju,Bóa,Sigga og Jóhönnu við eldhúsborðið það er svo skrýtið eftir að við gerðum 
herbergið inn í stofu og erum þá ekki með borðstofuborð þá finnur maður aðeins fyrir því
þegar það eru svona matarboð og veislur hvað munar um að hafa ekki borðstofu.

Ronja Rós fékk svo alveg nóg á endanum af rakettunum og endaði inn í herbergi með
ömmu Freyju með heyrnatól og steinsofnaði í þessari líka krúttlegu stellingu.

Við fórum svo í hangikjöt til Freyju og Bóa á nýársdag.

Hér er Bjarki Steinn,Embla Marína og Freyja Naómí.

Benóný og Jóhanna.

Jóhann bróðir Emils og sonur hans Jakob Logi.

Það eru svo feiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Við óskum ykkur kæru síðu vinir Gleðilegt nýtt ár og þökkum kærlega fyrir það liðna.

Þann 2 janúar hringdi Maja systir í mig og sagði að Ævar hafi hringt í sig og þakið af gamla
Fögruhlíðarhúsinu væri að fjúka og við vorum stödd inn í Tungu í kaffi hjá Sigga og Kristinn
var þar líka svo við fórum öll og tókum rúnt inn í Fögruhlíð til að kanna málið.

Það var mjög illa farið að sjá þakplöturnar allar búnað fjúka af og sumar eins og sést fastar
með steyptum gaflinum og búnað beyglast í rokinu. Það var mjög slæmt veður í fyrradag.

Hér sést hvernig þær eru að flettast af.

Siggi,Kristinn og Emil að týna þær sem voru búnað fjúka þar nálægt.

Hér eru Siggi og Kristinn að halda á einni upp i hús því það var enn þá vindur og því erfiðara
að halda á þeim.

Hér erum við svo búnað taka allar sem við sáum hér nálægt. Siggi og Kristinn fóru svo að
athuga hvort þeir fyndu fleiri og Maja og Óli komu svo líka inn eftir og fundu fleiri og létu
svo Guðmund Óla og bræður vita hvað væri að gerast því þeir eiga Fögruhlíðarlandið.

Flettingar í dag: 932
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 2288
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 724635
Samtals gestir: 47652
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 21:51:32

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar