Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

07.12.2017 11:37

Búið að rýja rollurnar og taka þær alveg inn.

Guðmundur Þór frá Búðardal kom til okkar á fimmtudaginn 30 nóvember.

Hann var skotfljótur að þessu. Búnað vera hjá Bárði á Hömrum um morguninn og svo 
kom hann til okkar um 4 leytið og var búinn um 11 leytið ekkert smá harka og dugnaður
í honum og fer svo í annan eins dag ef ekki lengri næstu daga.

Jæja nú eru allar komnar á sinn stað gemlingarnir eru úti i enda svo eru veturgömlu hér
sér það hefur sýnt sig seinustu ár að frjósemin þeirra verður betri ef þær eru sér og fá
eins mikið og þær vilja að éta. Eins og þið sjáið þá erum við með okkar sérmóníur
að skilja eftir á rassgatinu ullina og kviðnum og finnst okkur það virka vel. 

Siggi byrjaði að gera þetta við gemlingana sína fyrst og við tókum alltaf allt af okkar og það
var auðséð að hans urðu miklu þroskumeiri og fallegri en okkar svo við tókum þessa hefð
upp hjá honum. Það getur líka verið kalt í húsunum og þá sleppur maður alveg við að þurfa
plasta yfir sem við þurftum oft að gera þegar við tókum allt af og þá varð vinnan eftir það við
að hreinsa grindurnar erfið og mikil.
Við skyldum alltaf ullina eftir á gömlu rollunum og tókum allt af ungu en núna skiljum við
eftir á öllum.
Svo eru þær með smá vörn á vorin fyrir júgrin ef það verður kalt vor.

Gemlingarnir.

Gemlingarnir hjá Sigga í Tungu.

Þessi gemlingur er frá mér og var vel sáttur við nýju klippinguna.

Mávsynir frá Sigga og mér bíða í eftirvæntingu eftir fengitímanum.
Ég ætla að byrja að sæða í næstu viku og byrja svo um næstu helgina að hleypa til.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

28.11.2017 08:59

Ásettningur hjá Guðmundi Ólafs Ólafsvík

17-072 er undan 15-636 Móses og Gra 14-002

46 kg 30 ómv 3 ómf 4 lag

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 34 alls

17-065 er undan Bekra 12-911 og Tinnu 14-044

59 kg 110 fótl 32 ómv 4,1 ómf 45 lag

9,5 frampart 19 læri 7,5 ull 8 samræmi 44 alls

17-066 er undan Dreka 13-953 og Steinunn 15-053

50 kg 110 fótl 33 ómv 3,2 ómf 4,5 lag

9 frampart 18,5 læri 7 ull 8,5 samræmi 43 alls

17-067 er frá Óskari gamla í Bug og er undan Grettir 16-449 og Rós 11-029

46 kg 107 fótl 30 ómv 2,7 ómf 3,5 lag 

8,5 frampart 17 læri 8 ull 8 samræmi 41,5 alls

17-070 er undan 16-449 Grettir og Fríð 10-035

45 kg 109 fótl 31 ómv 2,4 ómf 4,5 lag 

8,5 frampart 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 42 alls

17-068 er undan 11-946 Borkó og Dóru 12-030

54 kg 111 fótl 34 ómv 2,9 ómf 4,5 lag

9 frampart 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 43 alls

17-069  er undan Móses 15-636 og Uglu 11-022

49 kg 109 fótl 26 ómv 3,8 ómf 3,5 lag 

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 42,5 alls

Þessi er óstiguð því Gummi heimti hana svo seint.

55 kg og er undan Gretti 16-449 frá Tungu sem er undan Máv okkar sem fór á stöðina og 
rollu hjá Gumma sem heitir Skrauta.

Þessi er líka óstiguð og heimtist seint.

45 kg og er undan Tobba og Gránu.

17-031 Tinni er undan Dreka 13-953 og Steinunn 15-053 stór og fallegur hrútur.

64 kg 114 fótl 32 ómv 3,5 ómf 4,5 lag 

8 9 8,5 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig.

Hér er svo Guðmundur að sýna okkur flottu kindurnar sínar í flottu snyrtilegu fjárhúsunum
sínum sem eru alveg einstaklega hlý og notaleg og það er auðséð að það fer mjög vel
um kindurnar hjá honum.

Það eru svo fleiri myndir af heimsókn minni hjá honum hér inn í albúmi.
 

27.11.2017 08:59

Ásettningur hjá Óttari á Kjalvegi

Þessi er undan Skriðu og Kaldnasa.

54 kg 34 ómv 2,3 ómf 5 lag

9,5 frampartur 19 læri 8 ull.

Þessi er á móti og er undan Skriðu og Kaldnasa líka.

57 kg 33 ómv 3,9 ómf 4,5 lag

9,5 frampart 18 læri 7,5 ull.

Þessi er undan Kaldnasa og Búbbu.

50 kg 33 ómv 3,1 ómf 5 lag

9,5 frampart 19 læri 8 ull.

Þessi er undan Drottningu og Vind.

45 kg 31 ómv 2 ómf 5 lag

9 frampart 19 læri 8 ull.

Þessi er undan Dag og Klukku.

56 kg 32 ómv 3,5 ómf 4,5 lag 109 fótl

8 9 9 9 9 18,5 9 8 9 alls 88,5 stig.

Þessi er undan Kaldnasa og Fóstru.

56 kg 36 ómv 2,8 ómf 5 lag 109 fótl.

8 9 9 10 9,5 19 8 8 8,5 alls 89 stig.

Það eru svo fleiri myndir af heimsókn minni til Óttars hér inn í albúmi.

24.11.2017 21:02

Ásettningur hjá Sigga í Tungu

Þessi er undan Dropu og Grettir.

50 kg 31 ómv 3,2 ómf 4 lag 106 fótl

9 frampart 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.

Þessi er undan Slyddu og Máv.

50 kg 35 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 108 fótl

9 frampart 18 læri 8 ull 9 samræmi.

Þessi er undan Borkó sæðishrút og Fönn.

49 kg 30 ómv 2,6 ómf 4 lag 110 fótl

9 frampart 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

Þessi er undan Svört og Máv.

46 kg 34 ómv 1,9 ómf 4,5 lag 109 fótl 

9 frampart 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

Þessi er undan Gloppu og Máv.

46 kg 31 ómv 2,6 ómf 4 lag 108 fótl

9 frampart 17,5 læri 7,5 ull 9 samræmi.

Þessi er undan Gloppu og Máv líka.

45 kg 31 ómv 3,4 ómf 4,5 lag 109 fótl

9 frampart 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

Þessi er undan Bekra sæðishrút og Gránu.

50 kg 31 ómv 5,9 ómf 4 lag 111 fótl

9 frampart 17,5 læri 7,5 ull 8 samræmi.

Siggi er svo með þennan lambhrút undan Skessu og Máv.

52 kg 31 ómv 3,2 ómf 5 lag 112 fótl

8 8,5 9 9 9 18,5 9 8 8,5 alls 87,5 stig.

24.11.2017 20:50

Ásettningur hjá Jóhönnu Ólafsvík

Dimmalimm er undan Perlu og Ask . Askur er hrúturinn okkar undan Kalda

44 kg 108 fótl 30 ómv 3 ómf 4,5 lag

8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull 8 samræmi alls 41,5

Snúlla er undan Glódísi og Kaldnasa.

42 kg 113 fótl 28 ómv 3,4 ómf 4 lag

8,5 frampart 17,5 læri 8,5 ull 8 samræmi alls 42,5

22.11.2017 20:21

Ásettningur hjá Jóa og Auði Hellissandi

Líf 17-079 er undan Byrtu og Hugur

39 kg 30 ómv 3,9 ómf 4 lag 

9 frampart 17,5 læri 7,5 ull alls 34

Rósa 17-082 er undan Hug og Rósu

44 kg 30 ómv 3,3 ómf 4,5 lag

9 frampart 18 læri 8 ull alls 35

Himnesk 17-080 er undan Húna Kút og Skuggu

38 kg 32 ómv 2,6 ómf 4 lag

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull alls 34

Dúlla 17081 er undan Bíbí og Húna Kút

47 kg 34 ómv 4,3 ómf 5 lag

9 frampart 18 læri 8 ull alls 35

Ástríkur 17-021 er undan Hug og Sunnu

48 kg 108 fótl 30 ómv 5,1 ómf 4 lag

8 9 9 8,5 9 18 7,5 8 8,5 alls 85,5 stig

Steinríkur er undan Fíu Sól og Flekk.

50 kg 31 ómv 3,3 ómf 4 lag 112 fótl

8 9 9 8,5 8,5 18,5 8 8 9 alls 86,5 stig.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
12.11.2017 14:51

Ásettningurinn okkar 2017

Svanur 17-001 undan Svönu og Máv. Tvílembingur

55 kg 35 ómv 2,2 ómf 5 lag 113 fótl.

8 9 9 9,5 9 19 8,5 8 8,5 alls 88,5 stig.

Kraftur 17-002 undan Íssól og Ísak. Tvílembingur

44 kg 30 ómv 2,2 ómf 4,5 lag 110 fótl.

8 8,5 9 8,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 86 stig.

Sprengja 17-003 undan Dröfn og Ísak. Þrílembingur

44 kg 34 ómv 3,4 ómf 4,5 lag 105 fótl.

9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8 samræmi 43,5 heildarstig

Bomba 17-004 undan Frenju og Máv. Tvílembingur

50 kg 35 ómv 4 ómv 4,5 lag 109 fótl.

9 framp 18 læri 7,5 ull 9 samræmi 43,5 heildarstig.

Hlussa 17-005 undan Vin sæðishrút og Rjúpu. Tvílembingur

49 kg 34 ómv 2,9 ómf 4,5 lag 109 fótl.

9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 44 heildarstig.

Birta 17-006 undan Tungu og Glám. Tvílembingur

50 kg 33 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 103 fótl.

9 framp 18 læri 9 ull 8,5 samræmi 44,5 heildarstig.

Gyða Sól 17-007 undan Mjallhvíti og Ask. Tvílembingur

46 kg 37 ómv 3,4 ómf 5 lag 107 fótl.

9 framp 18 læri 8 ull 9 samræmi 44 heildarstig.

Elka 17-008 undan Snældu og Part. Tvílembingur

44 kg 35 ómv 3,7 ómf 5 lag 106 fótl.

9,5 framp 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 44,5 heildarstig.

Björg 17-009 undan Dóru og Part. Þrílembingur

47 kg 32 ómv 3,5 ómf 5 lag 104 fótl.


9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 44 heildarstig.

Sunna 17-010 undan Dóru og Part. Þrílembingur

49 kg 32 ómv 3,4 ómf 5 lag 107 fótl.

9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 44 heildarstig.

Rakel 17-011 undan Hriflu og Grettir. Tvílembingur

50 kg 33 ómv 3,1 ómf 5 lag 108 fótl.

9 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 43,5 heildarstig.

Sól 17-012 undan Ögn og Grettir. Tvíelmbingur

45 kg 31 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 104 fótl.

9,5 framp 19 læri 7,5 ull 8 samræmi 44 heildarstig.

Glóð 17-013 undan Mónu Lísu og Móra. Tvílembingur

49 kg 30 ómv 4,6 ómf 4,5 lag 109 fótl.

8,5 framp 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi 43,5 heildarstig.

Vaiana 17-014 undan Móheiði og Kaldnasa. Tvílembingur

55 kg 29 ómv 3,9 ómf 4 lag 113 fótl.

8,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8 samræmi 42,5 heildarstig.

Móana 17-015 undan Móheiði og Kaldnasa. Tvílembingur

41 kg 30 ómv 4,1 ómf 4 lag 104 fótl.

8,5 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 42,5 heildarstig.

Gurra 17-016 undan Maggý og Tinna sæðishrút. Tvílembingur

40 kg 33 ómv 2,9 ómf 4,5 lag 108 fótl.

9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 44 heildarstig.

Ronja 17-017 undan Eik og Móra. Tvílembingur

50 kg 27 ómv 5 ómf 4 lag 110 fótl.

9 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 43 heildarstig.

Þá er okkar ásettningur upptalin og mun ég svo setja inn frá fleirum á næstunni.

Við erum komin með öll lömbin inn og stóru hrútana einnig eru rollurnar inn í girðingu og
við hleypum þeim út á daginn og inn á kvöldin. Lömbin voru bólusett fljótlega eftir að við
tókum þau inn og öllu gefið ormalyf.

Hér er mynd af Máv 15-990 sem er veturgamal á þessari mynd hann verður tekinn á 
sæðingarstöð núna í vetur. Mávur er undan Dröfn og Blíka.
Önnur mynd af honum þegar hann var veturgamal.

Það eru svo fleiri myndir af gimbrunum hér inn í albúmi.19.10.2017 11:26

Héraðssýning lambhrúta Hömrum 2017

Jæja Héraðssýningin heldur áfram og nú er kominn laugardagurinn 14 október og hún hófst
kl 13:00 og lauk um hálf fimm leytið. 

Sýningin var á Hömrum Grundarfirði hjá Bárði og Dóru og ég ákvað að hafa smá bleikt þema
í tilefni af bleikum október og skreytti fjárhúsin eftir því. 

Sauðfjárræktarfélagið okkar Búi og Sauðfjárræktarfélag Eyrasveitar og nágrennis sá um 
þessa sýningu og það gekk allt eins og í sögu það var vel mætt um 70 manns held ég með
börnum upptalið. Við héldum áfram með lambahappdrættið okkar og það gekk framar 
vonum við seldum 82 miða og svo var selt kaffi og með því fyrir 500 kr og frítt fyrir börn
svo við fáum vel upp í kostnað fyrir sýningunni.

Fangelsið á Kvíabryggju sá um að búa til kjötsúpu fyrir okkur sem vakti mikla lukku og var einstaklega gómsæt og með hollensku ívafi því kokkurinn þar er Hollenskur.
Það voru 11 kollóttir vestan girðingar, 18 mislitir og 22 hyrndir svo í heildina vestan girðingar
og austan voru alls 19 kollóttir, 29 mislitir og 37 hvítir hyrndir mættir á sýningu.

Jón Viðar og Lárus voru mættir aftur til að dæma og fara nú að raða hér eins og á hinni 
sýningunni í 5 í uppröðun í hverjum flokki sem keppa við hina 5 austan girðingar.

Það var svo dregið í lambahappdrættinu meðan dómararnir gerðu upp hug sinn.
Það var mikil spenna og dregið var um 2 gullfallegar gimbrar og egg frá Dóru og Bárði úr
Hamrabúinu þeirra. 

Jæja þá ætla ég að skella myndum hér inn og láta þær tala sýnu máli ásamt útskýringum.

Hér er Héraðsmeistarinn 2017 á Snæfellsnesi hjá Bárði og Dóru Hömrum.
Hér er Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi en hann á hluta af heiðrinum bak við
meistarann að miklu leiti bæði í móður og föður hrútsins.
Hér er svo hrúturinn sem er undan hrút hjá Bárði sem heitir Partur og er Kletts sonur.
Klettur var hrútur frá Óttari á Kjalvegi undan Kveik sæðishrút.

47 kg 109 fótl 36 ómv 1,8 ómf 5 lag

8 9 9 9,5 9,5 19 7,5 8 9 alls 88,5 stig.

Í öðru sæti var hrútur frá Snorrastöðum undan Njáll 16-480 frá Haukatungu.
Það er hrúturinn sem er fyrstur í röðunni og Magnús heldur í.

51 kg 110 fótl 36 ómv 2,6 ómf 5 lag

8 8,5 8,5 9,5 9 19 8 8 8,5 alls 87 stig.

Kristján á Fáskrúðarbakka átti hrútinn í þriðja sæti og ég náði ekki mynd af honum.
en hér eru verðlaunahafarnir fyrir hvítu hyrndu 2017.

Í þriðja sæti hrútur undan Leki 14-003 

51 kg 103 fótl 35 ómv 3 ómf 5 lag

8 8,5 9 9,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig

Hér eru vinningshafarnir fyrir kollóttu hrútana 2017.
1 sæti Guðbjartur Hjarðafelli
2 sæti Ásbjörn Haukatungu Syðri 2
3 sæti Lauga Hraunhálsi

Besti kollótti hrúturinn 2017.

Frá Hjarðafelli undan Brúsa 53 kg 108 fótl 34 ómv 3,4 ómf 4 lag

8 9 9 9 9 18,5 9 8 8,5 alls 88 stig

í öðru sæti frá Haukatungu Syðri undan Magna.

59 kg 106 fótl 34 ómv 2,1 ómf 4 lag

8 8,5 8,5 9 9 18 9 8 8,5 alls 86,5 stig.

Þriðja sæti frá Hraunhálsi undan Hnallur.

51 kg 110 fótl 28 ómv 4,1 ómf 4 lag

8 9 8,5 8,5 9 18 8 8 8,5 alls 85,5 stig.

Vinningshafar í mislitu hrútunum 2017.
1 sæti Arnar og Elísabet Bláfeldi
2 sæti Guðmundur Ólafsson Ólafsvík
3 sæti Arnar og Elísabet Bláfeldi

Besti misliti hrúturinn 2017 frá Arnari og Elísabetu undan Hermil

50 kg 109 fótl 34 ómv 2,5 ómf 4,5 lag

8 9 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig

Í öðru sæti frá Gumma Ólafs undan Tobba.

55 kg 111 fótl 32 ómv 4,6 ómf 4 lag

8 8,5 8,5 9 9 19 8 8 9 alls 88 stig.
Í þriðja sæti frá Arnari Bláfeldi undan Ask frá mér.

52 kg 108 fótl 33 ómv 2,8 ómf 5 lag

8 9 9 9 8,5 18,5 8 8 8,5 alls 86,5 stig.
Hér má sjá töfluna með stigunum á gimbrunum sem voru í vinning í happdrættinu.

Svört gimbur frá Bárði og Dóru sem var undan Part og Hlédísi.

47 kg 30 ómv 2,0 ómf 4 lag 8,5 framp 18,5 læri 8 ull

Flekkótt gimbur frá Hraunhálsi.

45 kg 28 ómv 2,5 ómf 3,5 lag 8,5 framp 18 læri 7,5 ull
Hér eru vinningshafarnir úr happdrættinu og það eru þeir Hallur á Naustum sem fékk
þá kollóttu og svo Guðjón frá Syðri Knarratungu sem fékk þá hyrndu.
Eins og myndin sýnir þá sýnist mér þeir vera hæðst ánægðir með gripina sína.
Hér má sjá betri mynd af happdrættis vinningunum.
Hér má sjá bleika skrautið í fjárhúsunum.
Kaffi borðið var líka með bleikum löber og verðlaunin með bleikum slaufum og borðum.
Ég teiknaði hrútamyndirnar og gaf í verðlaun og Jóhanna Bergþórsdóttir málaði fallega
vatnslita málverkið sem var líka í verðlaun.
Hér má sjá kræsingarnar sem voru í boði.
Verið að skoða kollóttu hrútana.
Mýsnar hjá Bárði vöktu mikla athygli hjá yngstu kynslóðinni.
Eins var með karið sem er inn í Hlöðu sem róla.
Bjargmundur lét sig ekki vanta á sýninguna og hafði miklar skoðanir á hrútunum.
Margir og fjölbreyttir litir voru í mislitu hrútunum.
Trausti og Hanna komu og skemmtu sér vel.
Dóra rík amma.
Kristinn Bæjarstjóri hér einbeittur að fylgjast með.
Verið að skoða hyrndu hvítu.
Dúllurnar mínar komu með ömmu Huldu.
Við Dóra að fara láta krakkana draga happdrættis vinningana.
Lárus Birgisson að segja frá þessum fallega verðlauna grip.
Gummi Ólafs prentaði svo út stiganir á öllum hrútunum sem voru skráðir á blað og það
vakti mikinn áhuga og pælingar til að fygjast með. Alveg þrælsniðugt.

Verið að skoða í Haukatungu.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í mynda albúmi.

19.10.2017 10:54

Héraðssýnng lambhrúta á Snæfellsnesi 2017

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi fór fram um seinustu helgi 13 og 14 október.
Fyrri sýningin fór fram í Haukatungu Syðri 2 í flottu fjárhúsunum hjá Ásbyrni og Helgu.
Jón Viðar og Lárus Birgisson voru dómarar. 
Það voru 8 kollóttir, 11 mislitir og 15 hvítir hyrndir mættir til sýningar.
Það voru rúmmlega 40 manns með börnum sem mættu á sýninguna sem hófst kl hálf 9 og 
lauk í kringum 11 um kvöldið. Það var byrjað á því að fá alla hrútana í hverjum flokki og 
síðan endað með 5 í uppröðun sem keppa svo við þá 5 sem fara í uppröðun vestan
girðingar næsta dag. Að lokinni uppröðun var boðið upp á kaffi og kræsingar.
Mjög skemmtileg og vel heppnuð sýning.
Hér er verið að skoða kollóttu hrútana sem voru 8 .
Hér er svo verið að skoða mislitu sem voru 11.
Hér er verið að skoða hvítu hyrndu sem voru 15.
Hér er svo Farandsskjöldurinn til sýnis og kaffi og kræsingar.

Hér má svo sjá myndir af sýningunni inn í albúmi.

11.10.2017 14:50

Héraðssýning lambhrúta 2017

Vill koma því á framfæri að Héraðssýningin vestan megin girðingar hefur verið breytt og verður haldinn á Hömrum Grundarfirði hjá Bárði og Dóru en ekki í Tungu eins og stóð til.
endilega látið það berast

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2017

Fyrri sýningin fer fram föstudaginn 13.október á Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi
og hefst kl 20:30.

Áframhald fer framm laugardaginn 14.október á Hömrum Grundarfirði og hefst kl 13:00.
Á þeirri sýningu verða veitingar í boði geng vægu gjaldi til að fá aðeins upp í kostnað sýningarinnar.
Það verður sem sagt 500 kr á mann ef menn vilja gæða sér á kræsingum og kaffi og að sjálfsögðu
verður frítt fyrir börn.

Það verður svo áfram lambahappdrættið sem vakti svo mikla lukku og skemmtun.  
Þeir sem hafa áhuga á að 
krækja sér í miða þá mun miðinn kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði.
Engin posi verður á staðnum.

Verðlauna afhending verður svo að lokinni sýningu á Hömrum Grundarfirði  fyrir báðar sýningarnar.

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt auðvitað kvatt til að mæta með sína gripi og sjá aðra.
Það verður mikið spáð og þukklað.


Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. 
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum. 
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta. 
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun. 
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. 
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda. 
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta. 

Sjáumst hress og kát og eigum góðan dag saman.

02.10.2017 16:44

Minni á Héraðssýningu lambhrúta

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2017

Fyrri sýningin fer fram föstudaginn 13.október á Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi og hefst kl 20:30.

Áframhald fer framm laugardaginn 14.október í Tungu Fróðarhreppi í Snæfellsbæ og hefst kl 13:00.
Á þeirri sýningu verða veitingar í boði geng vægu gjaldi til að fá aðeins upp í kostnað sýningarinnar.
Það verður sem sagt 500 kr á mann ef menn vilja gæða sér á kræsingum og kaffi og að sjálfsögðu
verður frítt fyrir börn.

Það verður svo áfram lambahappdrættið sem vakti svo mikla lukku og skemmtun.                          Þeir sem hafa áhuga á að 
krækja sér í miða þá mun miðinn kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði.
Engin posi verður á staðnum.

Verðlauna afhending verður svo að lokinni sýningu í Tungu Fróðarhreppi  fyrir báðar sýningarnar.

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt auðvitað kvatt til að mæta með sína gripi og sjá aðra.
Það verður mikið spáð og þukklað.


Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. 
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum. 
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta. 
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun. 
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. 
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda. 
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta. 

Sjáumst hress og kát og eigum góðan dag saman.

Hér er gimbur sem var í verðlaun árið 2015 í happdrættinu svo það verður spennandi að sjá 
hvað verður í vinning núna.

25.09.2017 23:00

Stigað hjá okkur og víða og Sauðfjárræktarfélagið Neisti fyrir norðan kemur í heimsókn

Þessa myndarlegu hrúta á Siggi í Tungu þeir eru undan Skessu og Máv.
Þessi alhvíti er 87,5 stig og hinn bróðirinn 85 stig.
Það var komið og stigað hjá okkur miðvikudaginn 20 sept kl 9 um morguninn.
Það voru Torfi Bergsson og Árni Bragason.

41 hrútur var stigaður

Lærastigun hljóðaði svona

1 með 19
4 með 18,5
13 með 18 
19 með 17,5
4 með 17

Meðaltal 17,7

Ómvöðvi

28 af 41 með 30 og yfir hæðst 35

Meðaltal 30,2

Stigagjöf

21 af 41 með 85 stig og yfir

1 með 88,5
1 með 87,5
2 með 87
3 með 86,5
5 með 86 
5 með 85,5
4 með 85

Meðaltal 85

Meðaltal af ómfitu var 3,1

Gimbrar voru 67

Lærastigun hljóðaði svona

30 með 18 og yfir

2 með 19
9 með 18,5 
19 með 18

Meðaltal 17,7

lag

10 með 5
23 með 4,5
29 með 4
4 með 3,5
1 með 3

Meðaltal 4,3

Ómvöðvi

38 af 67 með 30 og yfir

1 með 37
2 með 35
2 með 34
5 með 33
9 með 31
14 með 30

Meðaltal 29,9

Frampartur

5 með 9,5
28 með 9
31 með 8,5
3 með 8

Meðaltal 8,8

Það voru 108 af 143 lömbum sem voru skoðuð svo það voru 35 sem við létum ekki skoða.
Þessi hrútur er undan Svönu og Máv og hann verður settur á hann stigaðist upp á 88,5 stig.
Hann er tvílembingur og er 55 kg 35 ómv 2,2 ómf 5 lag
8 9 9 9,5 9 19 8,5 8 8,5 alls 88,5 stig
Þessi er undan Dóru og Part og verður sett á hún er með 32 ómv 5 lag og 18,5 læri
Þessi er undan Eik og Móra og verður sett á hún er tvílembingur 50 kg .
Held að þessi dröfnótta sé undan Dröfn þrílembingur og gekk undir Þotu.
34 ómv 9,5 framp 18,5 læri hún verður sett á.
Þessi er undan Móheiði og Kaldnasa og er tvílembingur 55 kg 29 ómv 18,5 læri.
Þessi móra er tvílembingur 49 kg 30 ómv 18 læri.

Ég á rosalega mikið af fallegum gimbrum og aldrei fengið eins margar svona góðar svo
þetta verður alger hausverkur að velja.

Var búnað setja þessa í ásettningin en lét hana frá mér.
Hún var með 33 ómv 5 lag og 18,5 læri.
Fékk þessa frábæru og hressu norðlendinga úr Sauðfjárræktarfélaginu Neista í 
heimsókn til mín og auðvitað fékk ég að skella í hópmynd af þeim.

Bróðir Þórðs hennar Birgittu var með þeim í ferðinni og hann tók með sér 2 hrúta fyrir
þá bræður því Birgitta og Þórður urðu fyrir því óláni að hrúturinn sem þau fengu hjá 
mér í fyrra varð afvelta og drapst. Ogga bróðir Þórðs leist vel á hrútana sem ég var 
búnað velja fyrir þá svo ég óska þess að þeir standi sig vel hjá þeim.

Þau komu á þessari rútu og voru svo með kerru líka alveg frábært hjá þeim þetta hlýtur
að vera rosalega gaman að fara í svona ferð.

Jæja þá langar mér til að gefa ykkur aðeins innlit í stigun hjá nágrönnum mínum sem 
voru yfir höfuð að fá snilldar dóma á lömbin sín.


Siggi í Tungu

Lét stiga 21 gimbur og 18 hrúta

Gimbrar

11 af 21 með 30 og yfir í ómv hæðst 35

6 með 18 í læri

8 með 9 í framp og rest með 8,5

Hrútar

10 af 18 með 30 og yfir í ómv hæðst 35

8 með 18 og yfir í læri 2 með 18,5

11 með 85 stig og yfir
1 með 87,5
1 með 86,5
1 með 86
3 með 85,5
5 með 85


Guðmundur Ólafs Ólafsvík

16 gimbrar og 15 hrútar

Gimbrar

12 af 18 með 30 í ómv og yfir hæðst 34

1 með 19 í læri
1 með 18,5
3 með 18

1 með 9,5 framp og 8 með 9

Hrútar 

11 með 30 og yfir í ómv mest 35

8 með 18 og yfir í læri 1 með 18,5 og 1 með 19

7 með 85 stig og yfir
1 með 88
1 með 87
3 með 86
1 með 85,5
1 með 85


Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi fékk svakalega flotta stigun og má segja að hann eigi
sigurstranglegasta og flottasta hópinn í ár.

18 hrútar og 21 gimbur

Gimbrar 

14 af 21 með 30 og yfir í ómv mest 34

11 með 18 og yfir í læri og 3 með 19 í læri

10 með 9 og yfir í framp og 4 með 9,5

Hrútar

10 af 18 með 30 og yfir í ómvöðva mest 36

13 með 18 og yfir í læri
2 með 19
6 með 18,5
5 með 18

10 með 85 stig og yfir
1 með 89 
1 með 88,5
3 með 88
1 með 87,5
2 með 86,5
1 með 85,5
1 með 85


Bárður og Dóra Eyravegi/Hömrum voru líka með rosalega flotta stigun.

33 gimbrar og 9 hrútar

Gimbrar

20 af 33 með 30 og yfir í ómvöðva og mest 36

15 með 9 í framp

15 með 18 og yfir í læri
10 með 18
5 með 18,5

Hrútar

7 af 9 með 30 og yfir í ómvöðva hæðst 36

2 með 19 í læri
1 með 18,5
3 með 18

5 með 85 stig og yfir
1 með 88,5
1 með 86,5
1 með 86
1 með 85,5
1 með 85


Jóhanna Bergþórsdóttir Ólafsvík sem er með okkur í fjárhúsum í Tungu

12 hrútar og 8 gimbrar

Gimbrar

3 af 8 með 30 í ómv og yfir hæðst 33.

3 með 18 í læri og 1 með 18,5

4 með 9 fyrir framp og 3 með 8,5 og ein með 8.

Hrútar

6 af 12 með 30 og yfir í ómv hæðst 33.

6 með 17,5 læri og 6 með 17.

1 var með 85,5 stig 

Þá held ég að ég sé búnað telja alla upp sem ég veit um og vona að þið hafið haft 
gaman að því að lesa þetta langa blogg hjá mér.

Næst tekur við hjá mér mikil pæling hvað á að setja á því það er talsvert af rollum sem
ég læt fara núna sem eru búnað vera vandamál en hafa fengið að lifa en núna er komið
að þeim tíma púnkti að þær þurfa að fara.


Það er svo fullt af myndum inn í myndaalbúmum

25.09.2017 21:31

Smölun Búlandshöfði,Mávahlíð og fleira

Jæja þá er komið að því að ég geti sest niður og komið einhverjum upplýsingum fyrir ykkur hér inn á Bloggið.
Við byrjuðum á þvi að smala Mávahlíðar Rifið og ég fekk Freyju tengdamömmu
og vínkonu hennar Bjöggu mér til aðstoðar og þær stóðu sig alveg eins og hetjur og þetta 
gekk allt eins og í sögu. Við byrjuðum á því að taka Rifið svo fórum við inn fyrir Búlandshöfða
og náðum í það sem var þar og fikruðum okkur svo í áttina að Mávahlíð og tókum hlíðina og 
þá kom til liðs við okkur Siggi í Tungu og Jóhanna. Því næst var Bói kominn og Emil og þá 
fór Bói og Siggi upp á Sneið sem er fyrir ofan Fögruhlíð og svolítið langt fyrir ofan 
sumarbústaðinn hjá Sigrúnu og Ragga. Ég arkaði áfram hlíðina alveg frá Búlandshöfða og út
að Fögruhlíð og beið mitt á milli Fögruhlíðar og Traðar þangað til Siggi og Bói voru búnað 
komast upp fyrir féið upp á Sneiðinni og reka það í áttina að mér. Gummi Ólafs kom svo líka
til okkar og hjálpaði til niðri ásamt Freyju,Bjöggu,Jóhönnu og Emil. Þetta gekk svo allt saman
eftir og við náðum megninu af okkar féi á þessum fimmtudegi.
Hér er ég Mávahlíðar megin í Höfðanum.
Hér sést svo niður í Mávahlíðar Rif eftir afleggjaranum þar er Sigga bíll og Freyju 
tengdamömmu.
Hér erum við að smala Mávahlíðar Rifið.
Hér er ég niður í Búlandi sem er fyrir neðan Búlandshöfða þar sem er hægt er að keyra 
út á fjallið áður en maður keyrir Grundarfjarðar megin niður Búlandshöfðann. Ég fann
hræ af einni rollu þarna niður frá og komst svo að því að það var rolla frá mér sem
heitir Dalrós því hún gengur þarna og lömbin hennar skiluðu sér.
Hér halda þær svo áfram undir Höfðanum en þar er rollu stígur undir honum öllum alla 
leið fram á Mávahlíðarhellu.
Hér er stigurinn sem ég labba á eftir þeim undir Höfðanum hann er gríðalega brattur og 
mun brattari heldur en myndin gefur til kynna og svo þegar maður horfir upp sér maður
bara fjöll yfirgnæfa sig og svo þverhnýtt niður þegar maður horfir niður þegar maður er 
komin hérna áleiðis en trixið er að horfa bara í stiginn en ekki vera horfa niður eða upp
því þá getur hræðslan hertekið mann.
Hér eru rollurnar komnar á Mávahlíðar Helluna.
Sumar fengu far með kerrunni hjá Emil.
Emil og frændi hans Gumma Óla að ná einu lambi sem gafst upp og henda því upp á
kerru.
Það er Dalur upp á Búlandshöfða sem við köllum Grænsdali og þar faldi stóra Móra mín
sig og 3 aðrar með henni og ég fann þær þar.
Hér eru þær og ég náði að koma þeim niður en þær tóku straujið upp í kletta fyrir ofan
útsýnispallinn í höfðanum þar sem flestir túristar stoppa og ég lagði ekki alveg í að fara
á eftir þeim svo ég prílaði niður aftur og fór fyrir neðan Höfðann og tók kindur þar sem
ég hafði misst af á fimmtudeginum þegar við smöluðum Hlíðina. Svo þegar Siggi kom til
liðs við okkur sagði hann að ég kæmist alveg á eftir Móru upp í klettunum svo ég lagði af
stað eina ferðina enn upp í Hlíð og fór svo eftir þeim undir klettunum og það kom mér 
á óvart hvað það var góð kinda gata þarna uppi en ofboðslega mikið gras svo ég þurfti
alveg að skríða þetta og halda mér í grasið svo ég myndi ekki renna niður. Allt hafðist
þetta þó en þegar ég var komin yfir allt þetta bratta drasl tók helvítið hún Móra á rás og 
aftur upp á fjall í Kotaketilshöfðanum sem er framanvörðu í Höfðanum Mávahlíðarmegin
svo við létum þar við liggja þennan daginn.
Við Bói fórum svo þennan sama dag seinni partinn upp með Hrís ánni og niður fyrir
Tungufell og svo yfir ána og upp í Hríshlíð. Það var alveg magnað að sjá hvað það var
allt kröggt af berjum hefði sko alveg verið til í að vera með fötu með mér og fylla.
Hér sést svo Tungufellið það er svo flott stuðlabergið í því og eins og sjá má er allt fullt
af berjalyngi allt í kring.
Það var svo rekið inn og séð hvað væri komið og það er megnið komið nema nokkrar
rollur frá Sigga og svo hún Móra mín og gengið hennar.
Á mánudags morgun fór ég eina ferðina enn upp á fjall fyrir ofan Höfðann Mávahlíðar
megin og labbaði upp og í kringum Búlandshöfða toppinn og kom svo niður hinum 
megin sem sagt þar sem maður keyrir niður Grundarfjarðar megin og ég kom niður í 
Grænsdalinn og ekkert var þar svo ég fór alveg niður í Búland og arkaði það allt og 
undir Höfðann og var með Donnu hundinn minn með og hún greyjið var alveg búin
á því enda bara tjúi he he. Ekki fann ég neitt svo var ég loks komin í bílinn og ákvað
að fara í kaffi til Sigga í Tungu og hann kíkti með kíkirnum og viti menn hann sá þær og 
sagði þú hefur labbað fram hjá þeim þær voru akkurrat hinum megin við þig sem sagt
lengra að Mávahlíð upp á fjalli. Það er nefnilega svo erfitt að sjá þegar maður er komin
upp þá sér maður ekki ofan í lægðina sem er hliðin á manni upp á fjalli. En allavega
þá veit ég hvar þær eru og planið var að fá Maju og Óla með mér eftir kl 3 að ná þeim.
En þegar ég var komin inneftir um kl 3 þá var skollið á grenjandi rigning og þoka og ég
sá ekki neitt þannig þessi dagur kom ekki til greina til að ná í þær.
Jæja nú er komin þriðjudagsmorgun og ég er komin aftur upp á sama stað og rölti
núna beint upp og fikra mig nær Mávahlíð og Jibbí ég fann þær en spurningin er hvert
ætli þær stefni þegar ég nálgast þær. Allt gekk vel fyrst þær færa sig niður á við sem 
betur fer svo ég missi þær allavega ekki upp aftur. Þegar ég nálgast svo niður sé ég að
þær fara aftur upp í uppáhaldið mitt klettana fyrir ofan útsýnis pallinn í Höfðanum svo ég
ákvað að fara bara niður enda klukkan farin að nálgast hálf 2 og þá þarf ég að sækja
krakkana í skólann og leikskólann. Ég græja það svo og fer svo aftur með Maju og Óla
eftir klukkan 2 og þá voru þær búnað færa sig aftur upp í Dalinn fyrir ofan Höfðann sem 
var eiginlega bara betra því það er alveg hrikalegt að labba þarna fyrir neðan klettana
sem þær voru og Vúla loksins náðum við þeim niður og náðum að reka þær inn í
Mávahlíð í gömlu hrúta kofana þar.
Þessir kofar eru fullir af drasli en okkur tókst að koma þeim þar inn. Við tjasluðum svo 
hurðinni fyrir og drifum okkur upp í Tungu að reka inn kindurnar í túninu því Arnar á 
Bláfeldi var kominn til að sækja rollu sem hann átti hjá okkur og plús það að við þurftum
að reka inn því við látum dæma lömbin okkar á morgun og svo ná í veturgömlu hrútana
því það verður hrútasýning á eftir klukkan 6 inn á Hömrum.

Emil var kominn af sjónum og
gat því náð í kerruna hjá Gumma og veturgamla hrútinn hans og komið beint inn eftir.
Við rákum svo inn og fórum svo inn í Mávahlíð að sækja Móru og þær. Emil bakkaði að
og við röðuðum okkur í kring og ætluðum að reka þær bara upp á kerruna til hrútsins
frá Gumma sem var inn í kerrunni en það fór ekki eins vel og við ætluðum við misstum
eina rollu út fyrir og hrúturinn hans Gumma tók stökkið á eftir henni og okkur var svo
mikð um að missa hrútinn Gvuð það væri þá eitthvað að segja Gumma heyrðu við
misstum hrútinn þinn inn í Mávahlíð svo hann komst ekki á sýninguna
 emoticon arrrrrrrggg he he.

Við hlupum öll á eftir honum og rollunni og gleymdum að loka hurðinni á kofanum og 
þar af leiðandi sluppu hinar allar út líka emoticon og Emil varð að bakka kerrunni aftur frá
og sem betur fer hafðist þetta hjá okkur að ná þeim aftur inn og hrútnum lika úffff og 
teymdum svo bara eina og eina upp í kerru. Ég varð svo að láta Freyju tengdamömmu
bruna með mig í rennvotum smalaskóm beint á Hrútasýninguna til að gera klárt. 
En þetta var æðislegt að hafa náð rollunum loksins ,ég var búnað vera springa úr kvíða að
ná þeim ekki og ná ekki að komast yfir þennan dag en þetta hafðist allt að lokum og svo 
vorum við langt framm eftir nóttu að sortera lömbin fyrir stigun daginn eftir sem var á 
miðvikudags morgun kl 9. Ég get samt ekki annað en hlegið þegar ég hugsa um þegar
við misstum hrútinn hans Gumma út þetta var alveg bíó og hafði ekki getað verið meira 
klúður he he sem fór svo allt vel að lokum sem betur fer.

Á sunnudaginn fórum við að ná í rest af rollunum hans Sigga sem sáust við Holtsána.
Hér er Hannes Magnússon og Emil Freyr lagðir af stað upp Rauðskriðumelið í átt að 
rætum Svartbakafellsins til að komast fyrir ofan þær.
Hér leggjum við í hann og veður er ágætt það er rigningarlegt og alveg spurning með
hvað hann helst lengi þurr fyrir okkur. Siggi í Tungu og Bói eru komnir þarna lengra.
Þarna neðst við Holtsána má sjá glytta í rollurnar hans Sigga en víð þurfum að fikra
okkur fyrir ofan bústaðinn og í átt að Svartbakafellinu til að komast upp fyrir þær.
Rigningin skall svo á okkur með vindi líka en þetta gekk fínt og við náðum öllum 
rollunum hans Sigga sem eiga að vera þarna og þá vantaði bara Móru hans Sigga sem
er einhverstaðar í Hrísum eða Geirakoti.
Siggi fór svo helgina eftir upp á Fróðarheiði og labbaði yfir að Hríshlíðinni og fann 
Móru fyrir neðan Korran ásamt 10 kindum frá Friðgeiri á Knörr. Við komum honum til
aðstoðar þegar hann var komin með þær niður.
Hér er hún Móra með hrútana sína sem eru alveg sívalhyrndir og mjög vænir.
Þá erum við búnað heimta allt okkar fé heim. Mig vantaði 3 rollur sem hafa drepist
í sumar eða haust því lömbin skiluðu sér. Það voru Dalrós, Ása og Saumavél.

Það eru svo myndir af rest af smölun og fleira hér inn í albúmi.

24.09.2017 20:47

Hrútasýning veturgamla á Hömrum 2017

Hrútasýning veturgamla 2017 fór fram á Hömrum Grundarfirði hjá Bárði og Dóru.
Við fengum alveg dásemdar veður og það var vel mætt af fólki sem hrútum sem tengjast
þessari sýningu. Torfi og Árni voru dómarar og 29 hrútar voru mættir á staðinn.
Aðstaðan hjá Bárði og Dóru var alveg til fyrirmyndar. 
Bárður og Dóra áttu besta hvíta hyrnda sem er hrútur undan Börk og Gloppu.
82 kg fótl 120 ómv 36 ómf 6,9 lag 4
8 9 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig.
Myndarlegur hrútur sem er besti hvíti hyrndi veturgamli hjá Búa 2017.
Í öðru sæti var hrútur frá Guðfinnu og Ragnari á Kverná undan Kalda og Hjördísi
79 kg 121 fótl 34 ómv 4,9 ómf 4,5 lag
8 9 8,5 9 9 18,5 9 8 8,5 alls 87,5 stig.

Í þriðja sæti var hrútur frá Sigga í Tungu undan Saum og Snekkju.
88 kg 114 fótl 37 ómv 6,3 ómf 4 lag
8 8,5 9 9 9 18,5 9 8 8,5 alls 87,5 stig.

Í fjórða sæti var hrútur frá Jón Bjarna og Önnu Dóru undan Kölska og rollu nr 12 440.
90 kg 122 fótl 34 ómv 5,2 ómf 4 lag
8 9 9 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86 stig.

Í mislitaflokknum var hrútur frá okkur undan Kalda og Brælu besti misliti 2017.
83 kg 117 fótl 35 ómv 6,4 ómf 4 lag
8 9 9 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86,5 stig.
Hér er hann Askur besti misliti veturgamli hrúturinn hjá Búa 2017.
Í öðru sæti var hrútur frá Bárði og Dóru undan K K og Lýsu.
83 kg 117 fótl 35 ómv 6,7 ómf 4 lag
8 8,5 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 86,5 stig.

í þriðja sæti var hrútur frá Bibbu og Valgeiri undan Dug og Dísu.
92 kg 125 fótl 32 ómv 12,9 ómf 4 lag
8 9 8,5 8,5 8,5 18 8 8 8,5 alls 85 stig.

í fjórða sæti var hrútur frá Sigga í Tungu undan Soffíu og Styrmi.
104 kg 121 fótl 34 ómv 6 ómf 4 lag
8 9 9,5 8,5 9 17,5 7,5 8 8,5 alls 85,5 stig.

Besti kollótti veturgamli hrúturinn var frá okkur Emil undan Magna og Urtu frá Hraunhálsi.
90 kg 118 fótl 32 ómv 7,5 ómf 4 lag
8 9 9 8,5 9 18 8,5 8 8 alls 86 stig.

Það voru bara tveir hvitir kollóttir sem náðu í uppröðun og hinn var frá Gunnari á 
Kolgröfum og ég náði ekki að fá stigun á honum.

Hér er verið að vigta hrútana.
Fengum fínasta veður það hefur nú oft verið ansi leiðinlegt þegar þessar sýningar hafa
verið og oft minnist maður að fara í hífandi roki og rigningu en það var nú aldeilis ekki 
hjá okkur núna bara sól og blíða.

Það eru svo fleiri myndir af sýningunni hér inn í albúmi.


02.09.2017 15:21

1 september

Björt veturgömul frá Sigga með gimbur undan Glám.
Grýla veturgömul frá Sigga með hrút undan Glám.
Hláka verturgömul frá Sigga með hrút undan Grettir.
Flottur hrúturinn hennar Hláku.
Líka hjá henni Grýlu undan Glám.
Falleg kind hún Grýla frá Sigga.
Gimbur undan Ljósbrá.
Þessi gengur undir Ljósbrá og er þrílembingur undan Fíónu og Malla sæðishrút.
Þessi er frá Sigga og er líka með Ljósbrá held að hún sé undan rollunni sem drapst í vor.
Rakst á þetta gengi við hlíðið á bústaðnum hennar Maju. Þetta er Rósa hennar Emblu sem
var höfð geld og svo Gæfa veturgömul hliðina á henni hún er með 2 undir sér flekkóttan
hrút og svarta gimbur undan Flekk. Sú flekkótta fremsta er Ísabella.
Hrútur undan Ísabellu og Ísak.
Sarabía veturgömul með gimbrina sína undan Kaldnasa.
Gimbur undan Dóru og Part hún er þrílembingur en gengur ein undir því Dóra er 
einspena svo ég vandi hinar undan henni.
Hrútur undan Rauðhettu og Móra.
Gimbrin á móti.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 223
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 1083283
Samtals gestir: 146660
Tölur uppfærðar: 15.12.2017 10:10:43

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar