Við fórum á sunnudaginn og sóttum lambgimbrarnar til að taka þær inn og við byrjuðum á að fara inn fyrir Búlandshöfða og finna kindurnar þar og þær voru alla leið að Höfða bænum og Freyja og Birgitta frænka hennar byrjuðu að reka þær af stað út eftir. Rúmba var með forrystuna og leiddi hópinn frekar hratt eins og hún væri forrystu kind. Það gekk vel að reka og Kristinn tók svo við að reka þegar þær voru komnar upp á Búlandshöfða og Siggi líka en það náðist að halda þeim meðfram veginum svo þær fóru ekki undir Höfðann eins og þær eru vanar. Við tókum svo allt sem var inn í Mávahlíð og svo það sem var inn í Fögruhlíð og svo var látið Sigga vita af lambi sem var búnað festa sig í gaddavír og vírinn var fastur utan um fótinn á því og við fórum að leita af því og ég fór að sækja kerruna ef það væri ekki hægt að reka það en þess þurfti svo ekki. Hörður í Tröð lét okkur vita og hann hjálpaði okkur svo að standa fyrir inn í Tröð svo kindurnar myndu halda áfram niður inn í Fögruhlíð eftir að Siggi, Kristinn og Freyja fóru upp og sóttu það sem var fyrir ofan hjá Ragga bústað og upp á Sneið.
Bárður og Sveinn komu með kerru til Freyju og Bóa þar sem hestarnir eru og tóku Ösku fyrir okkur upp á kerru og hún
fer til Bárðar í smá tíma áður en hún fer í frumtamningu. Hún getur verið mjög erfið að fara upp á kerru og mistókst það hjá okkur
seinast að reyna ná henni og hún var komin inn en hoppaði svo yfir Bóa og út aftur svo við reyndum ekki meira í það skipti en það
gekk svo ágætlega núna en tók þó smá tíma og þolinmæði að koma henni inn.
Hér er Kristinn kominn með þær að útsýnispallinum og þær héldu áfram þaðan eftir veginum.
Siggi og Kristinn að reka þær áfram.
Ég labbaði eftir Holtsánni að leita af lambinu með gaddavírinn en sá það hvergi en svo kom í ljós að það var komið alla leiðina niður
að Fögruhlíð svo ég hefði ekki þurft að labba alla þessa leið að leita.
Hér erum við komin upp að Tungu með kindurnar.
Hér erum við að reka restina sem var fyrir ofan Tungu svo við fórum aftur út að smala eftir að við vorum búnað taka hinar inn í rétt
sem við vorum að sækja í Fögruhlíð. Það vantaði nefnilega eitt lamb og það var með þessum kindum og var það hún Bríet hans Kidda sem
var í þessum hóp með sína gimbur. Núna þarf ég bara fara gefa mér tíma í að taka myndir af öllum gimbrunum og setja það hér inn.
Við Ronja Rós fengum okkur göngutúr fyrir ofan tjaldsvæðið í Ólafsvík og löbbuðum upp í skóg þar ég hef aldrei komið þar áður og það er mjög skemmtilegt svæði og gaman að sjá og svo gengum við þaðan og yfir í hinn skóginn sem er við gömlu réttina sem var verið að klára hlaða og gera upp og það er svo gaman að labba þangað eins og ævintýri og það var svo gott veður þó það væri kalt og smá sleipt maður þurfti að passa sig því það var frost nóttina áður.
Hér er Ronja að fara upp í skóginn.
Það er svo fallegt hér inn í skóginum eins og ævintýraland.
Þetta er svo fallegt greinar sem þekja yfir allt og með allsskonar munstur.
Núna erum við að labba yfir í hinn skóginn.
Það er svo gaman að labba hér og margt að skoða.
Við tókum svo með okkur nesti og borðuðum það á einu borðinu sem er í gömlu réttinni.
Elska hvað það er fallegt umhverfið þarna og ævintýralegt.
Það var haustfrí í skólanum hjá krökkunum seinustu helgi og ég fór með þau í sumarbústað í Svignaskarði og það var alveg ótrúlega kósý og gaman.
Við vorum fyrst bara ég og krakkarnir og við fórum svo í Hreppslaug sem er búnað vera lengi á listanum hans Benónýs að fara í og hún var mjög flott og
kósý og gaman að fara í hana og við eigum klárlega eftir að fara í hana aftur. Það var mjög gott veður hjá okkur og við fórum í heitapottinn oft yfir daginn og svo fórum við inn í Borgarnes og tókum smá labb og kíktum á Bjössaróló fyrir Ronju. Emil kom svo á laugardagskvöldið til okkar og það var mikil gleði að fá hann loksins til okkar hann er búnað vera í burtu að róa á Skagaströnd. Við skiluðum svo bústaðinum af okkur á mánudaginn og fórum þá til Reykjavíkur.
Hér erum við að labba frá Bjössaróló og það var svo æðislega fallegt veður.
Hér er skemmtilegur stór stóll til að setjast í við fjöruna í Borgarnesi.
Hér er Ronja Rós við Bjössaróló.
Mjög gaman að skoða ég man eftir að hafa farið þarna sem krakki en var búnað gleyma
alveg hvernig það leit út svo það var gaman að fara og sýna krökkunum.
Hér er Ronja Rós á rugguhesti. Þetta er allt smíðað úr timbri.
Freyja Naómí, Ronja Rós og Benóný Ísak.
Ronja Rós var alveg að elska heitapottinn og það var farið oft á dag.
Það var svo yndislegt veður þó það væri kalt þá fórum við í smá sólbað þegar okkur var orðið of
heitt í pottinum og fengum okkur vinber.
Benóný fannst svo kósý að fara í pottinn þegar það var komið myrkur úti þá var líka
stjörnubjart og mikið um norðurljós.
Hér erum við komin í Hreppslaug sem var ein af sundlaugunum sem við eigum eftir að fara í .
Benóný er mjög spenntur að fara í hana loksins.
Það var svo mjög heillandi að það mátti kaupa sér drykki og ís og fá sér ofan í lauginni.
Sundlaugin var mjög flott og heitupottarnir stórir og góðir svo við mælum hiklaust með að fara í þessa sundlaug
fyrir þá sem hafa ekki farið hún er svo kósý og náttúruleg.
Tók svo mynd af skiltinu áður en við fórum.
Benóný sáttur með pepsí í Hreppslaug.
Hér erum við í bústaðnum að nýta það sem eftir er af sumrinu og með haustlitina í bakgrunn.
Emil mættur til okkar það var mikil gleði og mikið hlegið af nýju skegg mottunni
sem hann er búnað safna á sjónum. En fékk svo fljótt að hverfa eftir almennilegan rakstur.
Hér er svo mottan farin á Emil og hér er hann og Embla í Blómasetrinu í Borgarnesi sem er kaffihús
og það var svo gaman að koma þangað svo kósý og heimilislegt og allskyns dót og hlutir að sjá og
það var svakalega gott að borða þar og fá kaffi og heitt kakó.
Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi fór fram núna síðast liðinn laugardag í reiðhöllinni á Lýsuhóli hjá Jóhönnu og Agnari. Jökull Gíslason Álftavatni og Arnar Darri frá Fossi voru að sjá um sýninguna ásamt Höllu Dís og Leonie Sophie ásamt mörgum fleirum sem komu að hjálpa til. Sýningin var alveg stórglæsileg hjá þeim og svo flott og skemmtilegt. Að halda hana þarna var svo mikið pláss fyrir alla og svo stór sniðugt að vera með stálgrindur sem Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis kom með og var sett upp fyrir sýningu. Á sýningunni voru Sigvaldi Jónsson og Logi Sigurðsson dómarar og Lárus Birgisson og Jón Viðar komu sem gestir það var mjög gaman að þeir skyldu koma líka. Á sýninguna var vel mætt og það voru milli 70 til 80 manns. Það voru 44 hrútar í heildina sem mættu til keppni og var það 21 hyrndir hvítir, 10 kollóttir og 13 mislitir. Gimbrahappdrættið var svo áfram og það er alltaf stuð og stemming í kringum það og að þessu sinni voru það 4 gimbrar sem voru í verðlaun og þær voru frá Álftavatni, Gaul, Fossi og Hoftúnum. Það var svo nýtt núna að það var einnig dregið í happdrættinu um gistingu frá Hótel Búðum ásamt morgunverði og glaðning á herbergi og það vakti enn þá meiri áhuga á að kaupa sér happdrættismiða.
Hér er Freyja Naómí okkar með besta mislita hrútinn og Embla Marína með sinn hrút sem
var besti kollótti ásamt því að fá Farandsskjöldinn fagra fyrir besta hrút sýningarinnar og
vinkonur stelpnanna eru með skjöldinn þær Birta Líf og Erika Lillý.
Svo glæsilegar og ánægðar með þetta allt saman.
Við fórum með 5 lambhrúta á sýninguna
og þeir lentu allir í einhverjum sætum við áttum, þennan í kollóttu og svo tvo í hvítu hyrndu
einn í öðru sæti og einn í fjórða sæti svo einn í fyrsta sæti í mislitu og öðru sæti og svo
líka fjórða sæti svo við erum alveg í skýjunum og svo þakklát.
Hér er ég með Birtu og Freyju með Farandssköldinn.
Við erum svo stolt af okkar ræktun og svo gaman hvað öll fjölskyldan og vinir krakkana taka mikinn þátt í sauðfjárræktinni.
Við erum líka búnað vera dugleg að fá lánaða hrúta til að forðast skyldleika og það er svo gaman að fagna velgegni og deila henni með
hinum ræktendunum líka eins og Guðlaug og Eyberg Hraunhálsi eiga Breiðflóa sem er faðir kollótta hrútsins og móðir hans er gemlingur sem
Embla mín sá í fyrra sumar inn í Mávahlíð og við spottuðum að þarna væri flott gimbur og hún skipti við Guðmund Ólafsson Ólafsvík
og fékk hún nafnið Guðmunda Ólafssdóttir og svo á hún ættir í féið okkar líka og má þar nefna Ask Kalda son frá okkur svo það er ótrúlega
gaman hvað þetta blandast vel. Ég og Emil tókum svo ráðin af Emblu og notuðum Breiðflóa á Guðmundu og Embla var ekki ánægð með
okkur því hún vildi fá annan hrút sem gefur liti en hún var þó mjög sátt þegar hún fékk þennan verðlaunahrút í staðinn.
Guðmunda er svo undan Boga sem er undan Gimsteinn .
Misliti hrúturinn sem Freyja er með er svo undan Sælu sem á ættir í Ask Kalda soninn okkar og Máv sem fór á sæðingarstöðina og faðir hans
er Örvar sem er hrútur frá Óla Helga Ólafsvík sem við fengum lánaðan á fengitímanum og er undan hrút sem heitir Friskó frá Óla.
Freyja Naómí með besta mislita.
Hér má sjá happdrættis gimbrarnar.
Það voru glæsileg verðlaun í boði á sýningunni sem var búið að fá frá ýmsum fyrirtækjum sem styrk og má þar nefna gjafabréf frá Matarlyst Ólafsvík, Gjafabréf frá Hampiðjunni Ólafsvík, KB Borgarnesi, Lífland Borgarnesi. Útgerðinni Hellissandi, Hótel Búðum og fleira.
Eyberg Hraunhálsi sá um að útbúa pappíranan til að skrá hrútana og hanna verðlaunaskjölin og skrifaði svo á þau fyrir dómarana.
Kaffið og veitingarnar voru svo glæsilegar að það minnti á fermingarveislu með fallegum brauðtertum, skúffukökum, marengstertum og margt fleira og svo var kjötsúpa og Eirikur Helgason Stykkishólmi kom með brauð frá bakaríinu sínu alveg svakalega flott hjá þeim og það var vel þess virði að kaupa sér veitingar og hver og einn gat fengið sér eins og hann vildi. Það var svo nóg af drykkjum ásamt kaffi var svali,kókómjólk og heitt súkklaði sem vakti lukku fyrir krakkana.
Lele, Halla Dís, Jonna og Johanna sáu um að afgreiða kaffið og veitingarnar ásamt Jóhönnu á Lýsuhóli.
Hér má sjá hluta af kræsingunum sem voru í boði ekkert smá flottar.
Hér eru Jökull Gíslason Álftavatni, Arnar Darri Fossi og Lele sem sáu um sýninguna og stýra henni
Þau eiga svo mikið hrós skilið þetta var alveg frábært hjá þeim öllum sem komu að því að undirbúa og gera sýninguna því ég veit þetta er mikil vinna og mikið stress á meðan því stendur en svo verður maður svo þakklátur og glaður þegar allt er komið og allt gengur vel.
Hér sést hvað þetta var flott að nota grindurnar og krækja þeim saman.
Gimbrar tvær voru til sölu frá Fossi sem voru með R171 og H154 þær voru grágolsóttar kollóttar og það langaði mörgum í þær en þeir heppnu sem keyptu þær voru Gunnar og Sigurbjörg Hjarðarfelli. Þetta er mjög sniðugt að hafa svona sölu gimbrar eða hrúta á sýningum og væri gaman að gera meira af því næst.
Brynjar Þór Birgisson kom og kynnti á sýningunni vörurnar sínar sem hann er með til sölu og heitir Bændakjör Búmannsins það var margt sniðugt og flott að sjá hjá honum eins og bolla, net undir hey ,lyklakippur og rafmagns klippur og kamba og margt fleira.
Hvítir kollóttir voru 10 mættir til keppni . Það var svo þukklað og skoðað og skilið eftir 5 sem var svo raðað í verðlaunarsæti og veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin.
Hér má sjá kollóttu hrútana.
Hér eru verðlaunahafarnir í kollóttu hrútunum.
Freyja og vinkona hennar Birta með 1 sæti fyrir okkur
svo Guðlaug Sigurðadóttir Hraunhálsi 2 sæti
Harpa Jónsdóttir Hjarðarfelli 3 sæti.
1.sæti var lamb nr 341 frá okkur undan Breiðflóa frá Hraunhálsi og Guðmundu 24-005
49 kg 38 ómvöðva 3,0 ómfitu 5 lögun 104 fótlegg
8 9,5 9 10 9,5 19 7,5 8 8,5 alls 89 stig.
2.sæti var lamb nr 320 frá Guðlaugu og Eyberg Hraunhálsi undan Selflóa
55 kg 37 ómvöðva 4,6 ómfitu 4,5 lögun 108 fótlegg
8 9 9 9,5 9 19 9 8 8,5 alls 89 stig
3.sæti var lamb nr 167 frá Hjarðarfelli undan Kát sæðingarstöðvarhrút
48 kg 37 ómvöðva 3,4 ómfitu 4,5 lögun 109 fótlegg
8 9 9 9,5 9 18,5 9 8 8 alls 88 stig.
4.sæti var lamb nr 244 frá Guðlaugu og Eyberg Hraunhálsi undan Topp sæðingarstöðvarhrút
64 kg 34 ómvöðva 4,6 ómfitu 4,0 lögun 109 fótlegg
8 9 9,5 9 10 19,5 8,5 8 9 alls 90,5 stig.
Mislitu hrútarnir voru 13 mættir til keppni og það er eins fyrirkomulag þeim er raðað upp með eigendum sínum og
það er skoðað og haldið 5 efstu inni og svo skipað þeim í 3 verðalaunasæti.
Hér er hluti af mislitu hrútunum.
Hér má sjá 3 af 5 sem voru í uppröðun.
Hér eru verðlaunahafarnir fyrir mislitu hrútana.
Birta Líf og Freyja eru með fyrir okkur 1 og 2 sæti svo er Harpa á Hjarðarfelli með 3 sæti.
1.sæti er lamb nr 989 frá okkur undan Örvari frá Óla Ólafsvík og Sælu 23-012 frá okkur.
55 kg 37 ómvöðva 4,7 ómfitu 4,0 lögun 115 fótlegg
8 9 9 9,5 9,5 19 8 8 8 alls 88 stig.
2.sæti er lamb nr 474 frá okkur undan Kakó frá Sigga í Tungu og Melkorku 20-017
55kg 35 ómvöðva 5,7 ómfitu 4,0 lögun 110 fótlegg
8 8,5 9 9 9 18 8 8 9 alls 86,5 stig.
3.sæti er lamb nr 282 frá Hjarðarfelli undan Tinna.
48 kg 33 ómvöðva 3,3 ómfitu 4,0 lögun 110 fótlegg
8 9 9 9 9 19 8 8 8,5 alls 87,5 stig.
4.sæti er lamb nr 204 frá okkur undan Garp sæðingarstöðvarhrút og Mávahlíð 20-020
53 kg 39 ómvöðva 3,0 ómfitu 5,0 lögun 106 fótlegg
8 9 9 10 9,5 19 9 8 9 alls 90,5 stig.
Hvítu hyrndu hrútarnir voru 21 mættir til keppni og þeim var raðað upp og svo fækkað niður í 5 efstu og síðan skipað í 3 verðlaunasæti.
Hér má sjá hvítu hyrndu hrútana og hér eru Jón Viðar og Lárus að skoða hrútana.
Hér eru Sigvaldi og Logi að skoða og fara yfir hrútana.
Hér er Pétur Steinar að halda í hrút frá okkur sem var í öðru sæti og Frikki með frá Hjarðarfelli sem var
í fyrsta sæti og við hliðina á honum er Brynjar í Bjarnarhöfn.
Hér eru verðlaunahafarnir í hvítu hyrndu hrútunum.
1 sæti er Hjarðarfell og Erna Kristin tekur við verðlunum
2 sæti er frá Kristinn og okkur og Freyja og Birta tóku við verðlaunum
3 sæti er frá Hoftúnum og Snædís Rós og Berglind Bára tóku við verðlaunum
Hér er Gunnar Guðbjartsson og Sigurbjörg Ottesen ásamt dóttir þeirra Ernu Kristínu með besta
hvíta hyrnda hrútinn frá Hjarðarfelli.
1.sæti er lamb nr 11 frá Hjarðarfelli undan Hólmstein sæðingarhrút.
53 kg 37 ómvöðva 5,3 ómfitu 4,0 lögun 108 fótlegg
8 9 9 9,5 9,5 19 8 8 9 alls 89 stig.
2.sæti er lamb nr 973 frá Kristinn Jónassyni undan Klaka 22-005 og Bríet 22-020.
55 kg 38 ómvöðva 3,5 ómfitu 5,0 lögun 108 fótlegg
8 9 9,5 10 10 18,5 8 8 8,5 alls 89,5 stig.
3.sæti er lamb nr 274 frá Hoftúnum undan Frosta.
55 kg 36 ómvöðva 4,7 ómfitu 4,5 lögun 109 fótlegg
8 9 9,5 9,5 18,5 7,5 8 8,5 alls 88 stig.
4.sæti er lamb nr 160 frá okkur undan Brimill sæðingarstöðvarhrút og Snúru 22-010
56 kg 34 ómvöðva 3,6 ómfitu 4,5 lögun 111 fótlegg
8 9 9,5 9 9,5 18 7,5 8 8,5 alls 87 stig.
Hér koma svo nokkrar myndir af sýningunni.
Eiríkur Helgason Stykkishólmi og Jón viðar Jónmundsson.
Friðrik Kristjánsson og Pétur Steinar Jóhannsson voru kátir .
Arnar Darri að lesa upp vinningshafana.
Hér er verið að lesa upp vinningshafana í happdrættinu.
Lele og Halla Dís sáu um það.
Arnar Darri frá Fossi og Brynjar í Bjarnarhöfn.
Hér má sjá vera halda í hvítu hyrndu hrútana.
Hér erum við Gummi saman ánægð með sýninguna.
Hér er verið að skoða skjöldinn og velta fyrir sér hvernig sé hægt að breyta honum til að koma nýju plöttunum fyrir
en þeir hafa ekki verið settir á lengi svo nú þarf að gera einhverjar breytingar svo hægt sé að setja nýju plöturnar á .
Þessi mynd var tekin af þeim Loga og Sigvalda á veturgömlu sýningunni hjá okkur en ég ákvað að
setja hana hér aftur inn en þeir voru líka dómarar núna á Héraðssýningunni.
Hér má sjá hluta af verðlaununum sem voru á sýningunni.
Héraðssýning lambhrúta verður haldinn næstkomandi laugardag 11 október í Reiðhöllinni á Lýsuhóli Staðarsveit og hefst kl 14:00.
Á sýningunni verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi 1500 kr á mann og frítt fyrir börn.
Skemmtilega gimbrahappdrættið sem hefur vakið mikla lukku og stemmingu verður á staðnum og þeir sem hafa áhuga á að kaupa sér miða geta keypt miða á staðnum
á 1500 kr. Vegleg verðlaun í boði en athugið engin posi á staðnum.
Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með gripina sína og sjá aðra. Það verður mikið spáð og þukklað.
Minnum fyrrum vinningshafa á að koma með verðlaunagripina með sér.
Kveðja Sauðfjárræktarfélag Staðarsveitar
Hér eru Eyberg og Lauga með besta hrútinn 2024.
Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi.
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta.
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda.
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta.
Elsku Ronja Rós okkar fagnaði 6 ára afmæli sínu þann 27 september og vorum við með afmæliskaffi fyrir hana heima hjá okkur og svo var krakka afmælið hennar haldið í íþróttahúsinu með 3 vinkonum hennar og heppnaðist það svakalega vel. Hún var mjög ánægð með báða dagana sína og fékk margar fallegar gjafir.
Hér er Ronja Rós með bekkjarsystrum sínum sem héldu allar afmælis saman.
Ronja er lengst til hægri.
Hér er Ronja Rós heima hjá sér að fara opna gjafirnar.
Flottar kræsingar í afmælinu hjá skvísunum. Við hjálpuðumst við að koma með kræsingar
og þetta var alveg frábær hugmynd að gera þetta allar saman minni vinna og maður fær meira að njóta
að vera í afmælinu með krökkunum og margir að fylgjast með.
Ég var með þessa fallegu tertu frá Kalla bakarí í fjölskylduafmælinu en Gulla og Steinar
komu með hana fyrir okkur.
Hér eru svo terturnar sem við vorum með ég bakaði marenstertu og átti svo aðra rjómamarsinpan tertu
sem ég frysti þegar ég pantaði fyrir réttirnar.
Við skreyttum vegginn og settum blöðrur.
Hér er verið að fara syngja afmælissönginn og blása á 6 kertin svo ánægð 6 ára skvísa hér.
Hún var vakin um morguninn með pakka frá systkynum sínum sem var playmobile hús.
Fékk þessa úlpu og húfu frá mér og Emil .
Hér er Ronja Rós svo alsæl með kisuna okkar hana Möllu.
Mánudaginn 22 sept komu Árni Brynjar Bragason og Anton Torfi Bergsson og dæmdu hjá okkur lömbin.
Það er alveg heilagur dagur hjá okkur og stelpurnar fengu frí í skólanum til að vera viðstaddar og hjálpa okkur
enda líka mikil vinna í kringum þetta og allir með sitt hlutverk og svo auðvitað að hafa skoðun á því hvað verður næsti ásettningur.
Við áttum 128 lömb í heildina .
Það vantar 5 af fjalli sem hafa farist yfir sumarið.
Það var keyrt á 3 lömb yfir sumarið
Eitt festist í grindunum og heltist svo það var ekki skoðað
Ein gimbur sem hefur fótbrotnað og var lóað rétt fyrir smölun.
Einn lambhrútur sem hafði lagt mikið af og þótti ekki marktækur til stigunar og svo
bættust tveir lambhrútar við sem náðu ekki 30 í ómv svo við létum ekki stiga þá.
Annars voru hin öll skoðuð 115 lömb
Við höfum svo glatað 3 kindum sem skiluðu sér ekki núna í haust en lömbin komu það eru
Ósk, Mávahlíð og Nadía.
Embla tók myndir fyrir mig því ég var að skrifa. Hér er Torfi að mæla.
Emil og Árni kátir.
Hér er allt komið á fullt Kiddi dregur til Torfa og Siggi tekur svo á móti
og Emil sækjir svo næsta og koll af kolli. Embla finnur fyrir mig þyngdina og undan
hverju lambið er svo ég geti skrifað það. Erika og Freyja eru að passa hlerann hjá lömbunum
fyrir aftan sem á eftir að skoða. Tók eftir því þegar ég var að skoða blöðin að ég gaf
Árna óvart upp 58 hrúta en það voru tveir teknir út sem náðu ekki 30 í ómv svo það voru 56 stigaðir í heildina.
56 hrútar dæmdir.
1 með 90,5 stig
1 með 89,5 stig
1 með 89 stig
3 með 88,5 stig
1 með 88 stig
7 með 87,5 stig
6 með 87 stig
4 með 86,5 stig
5 með 86 stig
5 með 85,5 stig
7 með 85 stig
8 með 84,5 stig
3 með 84 stig
3 með 83,5 stig
1 með 83 stig
Meðaltal af stigun er alls 86 stig.
Lærastig hjá lambhrútum hlóðar svo
7 með 19 læri
9 með 18,5 læri
23 með 18 læri
16 með 17,5 læri
1 með 17 læri
Meðaltal af lærastigun er 18
ómvöðvi hljóðaði svona
1 með 40
2 með 39
2 með 38
2 með 37
5 með 36
7 með 35
6 með 34
11 með 33
9 með 32
7 með 31
4 með 30
Meðaltal af ómvöðva var 33,7
Meðalþyngd hjá hrútunum var 51,9 kg
Meðaltal lögun 4,3
Meðaltal ómfitu 3,6
Meðaltal malir 9
Gimbra stigun þær voru 59 stigaðar.
Meðaltal fitu var 3,7
Meðaltal þyngd var 45,7 kg
Meðaltal heildarstig 43,4
Lögun hljóðar svona :
27 með 4,5
28 með 4,0
4 með 3,5
Ómvöðvi hljóðar svona :
Allar gimbrar voru með 30 í ómv og yfir.
1 með 39
2 með 38
3 með 37
9 með 36
6 með 35
10 með 34
10 með 33
9 með 32
7 með 31
2 með 30
Meðaltal ómvöðva var 33,8 alls
Frampartur hljóðar svona :
9 með 9,5
33 með 9,0
16 með 8,5
1 með 8,0
Meðaltal frampartur 8,9
Læri hljóða svona :
4 með 19 læri
16 með 18,5 læri
21 með 18 læri
15 með 17,5 læri
3 með 17 læri
Meðaltal læri 18
Við erum mjög ánægð með útkomuna í ár og er hún svipuð og í fyrra en er að skila sér hærra þyngdin er meiri núna og ómvöðvin er meiri og jafnari
svo ræktunin er að skila sér vel og við vorum að nota mjög marga hrúta núna eins og áður og margir nýjir sérstaklega þá sæðingar hrútarnir en þó voru það heima hrútar sem voru að skila hæðst stiguðu lömbunum en það er bara skemmtilegt hrós fyrir okkur að þeir séu að standa sig vel þó það sé auðvitað nauðsynlegt að koma nýju hrútunum inn og arfgerðinni sem fylgir þeim og það gengur flott hjá okkur enda erum við búnað taka sýni úr öllum lömbum svo við vitum hvað öll lömb og kindur eru með hjá okkur.
Núna tekur bara við skemmtilegur tími að velja ásettning og spá og speklura og það getur líka reynst erfitt þegar úr mörgu er að velja þá þarf að vanda valið.
Þessi gimbur er til dæmis svakalega falleg á litinn en stigaðist þó ekki eftir væntingum en verður
samt sett á hún er tvílembingur undan gemling og þau gengu bæði undir 40 kg og 42 kg sem er mjög flott hjá gemling
Hún er 42 kg þessi og 32 ómv 2,7 ómf 4,0 lag 8 frampart og 17 læri. Það verður bara að nota góðan hrút á hana til að bæta gerðina.
Hér er Embla strax farin að vinna í að spekja gimbrarnar og það gengur mjög vel strax búnað ná þrem
án þess þó að vita hverjar þær eru og hvort þær séu hluti af ásettningi en stundum ræðst hann af því líka hvernig karektar þær eru
og hvort þær verði gæfar.
Hér er hluti af gimbra hópnum.
Hér er einn hrútur sem við vorum að skoða sem er undan Perlu og Bruna sæðingarstöðvarhrút hann er með C 151
Ég náði bara ekki nógu góðri mynd af honum.
Tvilembingur 57 kg 35 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 108 fótl
8 9 9,5 9 9,5 18,5 7,5 8 8,5 alls 87,5 stig.
Hér er Bríet hans Kristins mynd tekin 26 ágúst hún er með lömb undan Klaka okkar og
þessi lömb stiguðust svakalega vel og Kiddi setur þau bæði á til ásettnings.
Gimbrin er 48 kg 38 ómv 3,4 ómf 4,0 lag 110 fótl
9,5 frampart 18,5 læri 9 ull 8 samræmi.
Hrúturinn er 55 kg 38 ómv 3,3 ómf 5 lögun 108 fótl
8 haus 9 H+h 9,5 B+útl 10 bak 10 malir 18,5 læri 8 ull 8 fætur 8,5 samræmi alls 89,5 stig.
Siggi fékk líka mjög flotta stigun og er með 49 kg meðalvigt af lömbunum sem er rosalega flott.
Hæðst stigaði hrúturinn hjá okkur er grár hrútur sem er arfhreinn H 154 undan Mávahlíð og Garp sæðingarstöðvarhrút og hann
hefur meira segja átt meira inni því Mávahlíð hefur drepist snemma í sumar því ég hef ekkert séð hana.
Hann stigaðist 90,5 stig.
Ég á svo eftir að skoða þetta betur næst þegar við rekum inn og taka fleiri myndir.
Við hittumst heima hjá Sigga í Tungu kl 8 um morguninn og fengum okkur kaffi og röðuðum niður hvert hverjir færu. Við vorum svakalega vel mönnuð af smölum í ár . Emil keyrði þá sem áttu að fara upp á Fróðarheiði þangað og það var farið á tveim bílum. Það voru Kiddi og Kristinn Jökull, Þráinn og Jói.
Siggi og Hannes, Tómas og Davíð.
Hér eru þeir tilbúnir í þetta og blíðaskapar veður til að smala.
Siggi, Davíð, Hannes, Jói, Kristinn, Þráinn, Tómas og Kiddi.
Hér erum við svo seinni hópurinn sem fór upp inn í Fögruhlíð.
Erika, Embla, Freyja, Birta, ég, Maja bak við mig, Óli, Benóný, Hrannar og Bói og Selma fyrir aftann okkur.
Hér er verið að halda upp þetta er mikið streð upp þessi leið það er bara upp upp og upp.
Krakkarnir voru svo svakalega duglegir að labba.
Hér er Selma, Maja og Óli.
Hér erum við komin einn fjórða af leiðinni upp og það er nóg eftir.
Benóný var svo duglegur hann er í engu formi en var svo duglegur að labba og það háði honum aðeins að hann var frekar lofthræddur
að vera kominn svona langt upp.
Selma svo góð að koma með mér að smala og naut þess að fá svona útsýnisgöngutúr í æðislegu veðri.
Það má svo sjá Ólafsvík í baksýn.
Hrannar og Benóný. Hrannar var svo svakalega duglegur og fór með Óla alveg hæðst upp alveg hörku smali.
Hér sjáum við yfir í Kaldnasa og Óli og Hrannar fóru alla leið þangað yfir.
Svo geggjað útsýni þegar það er svona fallegt veður hér má sjá yfir í Ólafsvík.
Maja systir og Selma hér erum við komin næstum alveg upp í neðri og efri Urðir og sjá þaðan yfir í
Borgir og Fossakinnarnar og Kaldnasa. Það voru kindur í neðri Fossakinnunum sem Óli og Hrannar fóru að ná í.
Við þurftum svo að bíða eftir þeim sem fóru upp á Fróðarheiði eftir að þeir kæmu með féið niður Svartbakafellið
og þar stóð Bói, Freyja og Birta fyrir svo þær kæmu ekki aftur upp hjá Svartbakafellinu.
Það voru svo kindur sem Embla og Erika fóru á eftir sem komu upp hjá Bjarnaskarðinu og ég reyndi að fara í veg
fyrir þær og endaði með þvi að hlaupa á eftir þeim yfir allt fjallið frá Urðunum fram hjá Kistufellinu og þríhyrninginum
alla leið yfir að Höfðaskarði sem ég hélt að væri Grensdalirnir en ég var löngu búnað fara fram hjá þeim og komin lengst
inn eftir.
Hér eru þríhyrningarnir.
Hér eru kindurnar sem ég var að elta það var ein mórauð,svartflekkótt, svört og einhver hvít lömb.
Þetta eru greinilega kindur frá Grundafirði frá Bibbu eða Óla á Mýrum þær tóku bara stefnuna inn eftir og gáfust ekki upp.
Hér stungu þær mig af og fóru inn í þessa kletta og ég gat engan veginn farið á eftir þeim þetta var alveg þverhnýtt niður
og ég var orðin alveg áttavillt vissi ekki hvaða leið ég átti að fara en fór á eftir þeim að þessum kletti og sneri svo við og
fann kindagötu sem ég fylgdi og hugsaði ég hlýt að enda einhversstaðar sem ég kemst niður.
Ég var komin það langt að gat séð niður að Höfða bænum svo ég var komin allt of langt frá öllu.
Þarna ef vel er að gáð má sjá rjúpu í steinunum en ég labbaði svo upp þennan grýtta stíg
og þetta var ekki fyrir lofthrædda mjög bratt og erfitt að vera líka á slóð sem maður þekkir ekki en ég fylgdi þessari bröttu kinda
götu og endaði þá upp á Búlandshöfða og labbaði dágóða stund áður en ég náði að ramba á Grensdali.
Hér er ég upp á Búlandshöfða og þegar ég kem nær þessu fjalli sem sést þá kemst ég
niður í Grensdali svo ég var komin dágóða spöl frá mínu svæði.
Kom að þessum læk sem er í áttina að Grensdölum svo ég er á réttri leið.
Hér er ég að fara komast á kunnulegar slóðir í Grensdölum.
Það er enn þá æðislegt veður og sólin skín klukkan er orðin hálf 3 svo við erum talsvert lengur
að koma okkur niður en fyrri ár því við erum yfirleitt að koma niður um 2 leitið.
Ég heyrði svo í Maju og þá var hún og Óli og Hrannar enn þá uppi að reyna við einhverjar sem voru óþekkar við þau
að fara niður en þeir sem voru í fellinu voru komnir niður með sínar kindur. Ég hélt leið minni áfram og reyndi að finna
Pöndu,Rakettu og Huppu sem ég á enn eftir að sjá og Emil var búnað sjá þær ofarlega fyrir ofan útsýnispallinn í Höfðanum.
Komin upp að útsýnispallinum og Emil var að hjálpa hinum að reka inn og fara með aðstoð
til Maju og Óla svo Selma kom og skoðaði fyrir mig hvort hún sæi Pöndu og þær en sá þær hvergi
svo ég fór aftur til baka og aftur upp til að kikja alveg upp á fjall aftur.
Ég fann þær svo lengst uppi og náði að fara fyrir þær og reka þær niður að útsýnispallinum.
Hér eru þær að halda áfram.
Hérna eru blautu klettarnir það er mjög erfitt að labba hér það er svo sleift svo maður þarf
að hálf skríða hér undir.
Ég beið hér upp við klettana meðan Siggi og Hannes og Davið fóru upp hinum megin svo þær færu
ekki upp á fjall hinum megin upp sem þær reyndu en Siggi náði að komast fyrir þær og hinir strákarnir
svo þetta hafðist að koma þeim niður. Ég þurfti svo að fikra mig niður á rassinum he he.
Hér sést hversu hátt uppi ég er bilarnir frekar litlir að sjá á veginum.
Hér er óþekktar gengið loksins komið niður og við erum búnað búa til aðhald
niður í kjallaranum á fjárhúsunum inn i Mávahlíð til að króa þær af.
Búnað fanga þær hér inni og Friðgeir kom og bakkaði kerrunni upp að og
raðaði stálgrindarhliðum meðfram svo loksins er búið að fanga þær og stytta okkur
talsvert leiðina að þurfa ekki að reka þær alla leið inn í Tungu.
Hér er Helga litla komin til pabba sins að kikja á kindurnar og
afa Kidda.
Það biðu okkar svo þvílíkar kræsingar þegar við komum niður. Ég pantaði réttartertu
sem Óli sótti fyrir mig í Tertugallerý og svo bakaði ég marenstertu og skyrtertu.
Helga hans Kristins gerði svakalega góða kjúklingasúpu og bakaði súkkulaðihorn sem eru
svakalega vinsæl og góð hjá krökkunum. Jóhanna bakaði svo svakalega fallegar og góðar brauðtertur
svo það var nóg að ljúffengu bakkelsi í boði fyrir alla. Ég þakka Jóhönnu,Freyju tengdamömmu og Helgu kærlega
fyrir að sjá um kaffið fyrir okkur. Þökkum svo öllum sem komu með okkur að smala kærlega fyrir skemmtilega
samveru og hjálpsemi þetta var alveg æðislegt.
Hér er tertan frá Tertugallerý sem var jarðarberja rjómaterta svakalega góð.
Hér er brauðtertan sem Jóhanna gerði hún er með skinku alveg svakalega flott hjá henni.
Föstudaginn 19 sept smöluðum við Búlandshöfðann og byrjuðum að fara þar niður í Búland og reka inn að Mávahlíð og Siggi og Kristinn fóru
upp á Búlandshöfða og gengu yfir fjallið að Fögruhlið. Ég lenti í þeim óleik að ég var nýfarin af stað að labba undir Höfðanum með Freyju dóttur mína með
mér þessa leið í fyrsta sinn sem er frekar brött og glæfraleg en þá missteig ég mig svo rosalega ég steig á grjót sem rann undan fótinum á mér og hann beyglaðist alveg og ég fékk hálf partinn raflost í fótinn en þurfti næstum að skríða fyrst en svo hafðist þetta á endanum og ég náði að staulast undir Höfðanum og Emil gat svo kastað til mín staf sem ég gat stutt mig við. Ég náði svo að fara í læk og stinga fótinum ofan í til að kæla hann og það skánaði strax og ég gat haldið áfram að smala. Það gekk mjög vel að smala hjá okkur það var heldur kalt en gott veður með smá blæstri sem gerði það kaldara. Hannes frá Eystri Leirárgörðum vinur okkar kom svo ásamt Evu kærustunni sinni og aðstoðaði okkur að smala. Stelpurnar mínar fengu frí í skólanum og Erika vinkona þeirra líka til að koma með okkur við lögðum af stað kl 9 til að skoða stöðuna á fénu en fórum svo af stað fljótlega eftir það. Við vorum svo komin með féið inn í Tungu tímanlega eða um 4 leytið fórum svo heim til Sigga í kaffi og fórum svo aftur upp inn í Hrísum og Friðgeir á Knörr keyrði Sigga,Hannes og Kristinn upp í Hrísar og Emil keyrði mig og stelpurnar upp inn af Brimisvöllum og Birta vinkona Freyju kom með okkur líka. Við náðum öllu fénu svo niður sem var þar og rákum inn til að skoða hvað væri komið hjá okkur og það kom í ljós að Panda hennar Freyju og Raketta og Huppa voru eftir að koma svo þær urðu eftir einhversstaðar upp á Búlandshöfða.
Hér er Freyja undir Búlandshöfðanum og ég að staulast til hennar eftir að ég sneri mig.
Hér eru þær að fara kinda götuna sína undir Búlandshöfðanum. Ég náði ekki mikið af myndum hér núna
því ég var svo að drepast í fótinum fyrst.
Hér er hluti af þeim að fara yfir .
Hér er Hannes og Erika að fara niður með bökkunum niður á Mávahlíðarhellu.
Hér er Kleó gemlingur með gimbur undan Böggul og Zeta með gimbur undan Sand þær voru á Mávahlíðar rifinu þegar við vorum að smala þar og við náðum þeim saman við hópinn sem rann svo inn í Mávahlíð.
Hér er féið að halda áfram inn í Mávahlíð.
Þær þekkja sig og halda hópinn upp að Mávahlíð.
Það voru svo heldur betur fréttir þegar Freyja fann eina frá Sigga nýborna með svona 2 daga gamalt
lamb því ég var nýbúnað taka mynd af kindinni með Botníu hér fyrr í bloggi og þá var hún ekki borin.
Hún er með flekkóttan hrút og við náðum að ná henni og setja hana upp á pallinn hjá Evu hans Hannesar.
Við fórum svo upp í Fögruhlíð og hjálpuðum Sigga og Kristinn að koma fénu niður sem var upp á fjalli.
Hér er Friðgeir á Knörr að aðstoða okkur að reka þegar við vorum komin niður. Þessi tvö lömb eru undan Ósk og Topp sæðishrút en Ósk
hefur drepist því þau eru búnað vera móðurlaus í langan tíma og ég hef ekki séð Ósk síðan í vor þegar það var sett út.
Hér er Freyja og Embla að reka búnað vera svo duglegar alveg hörku smalar.
Erika líka svo dugleg og hörku smali.
Hannes búnað fá far með Evu.
Siggi í Tungu.
Hannes Eystri Leirárgörðum.
Hér erum við komin inn í Hrísar og erum að reka féið sem var þar.
Hér er Kristinn að reka frá Hrísum að Tungu.
Siggi og Kiddi fengu far með Emil upp brekkuna.
Flottir saman félagarnir Siggi og Kiddi.
Stelpurnar í miklu stuði og spenntar að það sé búið að reka inn í girðingu.
Óli Tryggva Grundarfirði, Friðgeir á Knörr og Emil Freyr.
Eva og Hannes svo frábær að koma og hjálpa okkur alla helgina.
Magnús Óskarsson og Guðmundur Ólafsson Ólafsvík.
Blesa með hrútana sína undan Vind.
Svo fallegt veður þegar við vorum að fara reka inn á föstudeginum.
Þessi gimbur er svo falleg á litinn mig langar svo að setja hana á hún er tvílembingur undan gemling og
þau gengu bæði undir.
Stelpurnar greinilega að benda á eitthvað mjög spennandi he he. Hér er búið að reka inn í rétt.
Allir kátir fyrsa smölun gekk vel.
Freyja búnað finna Lóu sína.
Þetta er gimbrin hennar Lóu og Freyja ætlar að eiga hana.
Fór í göngutúr og sá nokkrar nýjar sem ég hef ekki séð áður eins og Tusku, Zetu og Maju. Nú er spennan aldeilis farin að segja til sín aðeins tveir dagar í að fara að smala á föstudaginn Búlandshöfðann.
Rakst líka á veturgömlu hrútana hér er hrúturinn hans Sigga hann Trölli 24-445 undan hrút frá Lalla Hellissandi nr 22-006 og móðirin er frá Hoftúnum nr 21-049.
Kakó 24-444 undan Tónn 23-221 frá Álftavatni/Hoftúnum og Nútellu frá Ásklifi 5/Hoftúnum.
Álfur 24-003 undan Bjarka 23-922 og Álfadís 21-015.
Koggi 24-002 undan Laxa 19-903 og Slettu 23-020.
Tuska með gimbur undan Fastus 23-941 og hún er kollótt.
Hrúturinn á móti er sívalhyrndur en þetta virka mjög þétt og falleg lömb.
Zeta 24-011 er með gimbur undan Sand 24-948.
Hér er sú gimbur hún er kollótt það virðist mikið vera að koma kollótt undan sæðingarhrútunum.
Blesa 20-009
Hrútur undan Blesu og Vind 23-004.
Hér er hinn á móti.
Hér eru þeir saman.
Hér eru hrútarnir hennar Viktoríu eða hún á þann flekkótta en hinn er undan Draumadís og Vind.
Viktoría er svo yndisleg kind ég náði að labba að henni og gefa henni klapp.
Þeir voru mjög forvitnir en þorðu þó ekki að koma alveg til mín.
Hér er Botnía hans Sigga með hrút undan Reyk 22-449.
Botnía er svo falleg kind.
Hér er hrúturinn hennar með svo fallegan kraga.
Hér er hinn á móti.
Sá svo Týru aftur með lömbin sín.
Maja 24-017 með hrút undan Örvari 23-638.
Gimbur undan Sól 23-008 og Böggul 21-911.
Hin gimbrin á móti.
Mér finnst svo töff að taka svona myndir og fá blörraðan bakgrunn. Ég var
að reyna fá Sól til að koma til mín og það tókst næstum en fyrst hún treysti sér ekki bakkaði
ég varlega til baka.
Þessi er frá Sigga en ég er ekki alveg klár á því hver þetta er en hún er með mjög vænan hrút.
Hér sést hann betur.
Týra og gimbrin hennar undan Álf 24-003. Gimbrin er með R 171.
Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.