Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
01.11.2009 23:13Heimsókn í BröttuhlíðJæja það var sko nóg að gera hjá okkur yfir helgina við fórum í göngutúr með Leif afa á laugardaginn og svo á sunnudaginn fórum ég og Maggi með Benóný og Leif í heimsókn til Maju og Óla í Bröttuhlíð nýja bústaðinn sem þau voru að kaupa inn í Tröð. Hann er geggjað kósý og útsýnið er allveg meiri háttar og sérstaklega gaman að vera þar eins og í dag í blíðskapar veðri og bara ágætis líf í sveitinni Sigrún og Brynja komu í heimsókn og svo var Hörður í Tröð og þau hjónin voru á göngu svo það er að kveikna meira líf þarna inn frá sem er allveg nauðsynlegt það er svo undarlegt að koma inn í Mávahlíð síðan að mamma fór og að húsið skuli bara standa mannlaust . Við rákum svo hrútana inn í dag og það var sko aldeilis sprettur á þeim, þeir ruku upp í horn með rollunum og svo hlupu þeir heim með þeim en hann Prúður var gáfaðastur af þeim því ég var búnað reka allt í réttina og tók eftir að það vantaði hann og fór að leita af honum og viti menn hann stóð bara við dyrnar sem við förum inn um og beið þar fyrir framan svo ég opnaði bara og teymdi hann inn ekkert mál. Það er líka gaman að segja frá því að Gráni og Stertur eru allveg í essinu sínu þegar Maja er inn í Bröttuhlíð, þeir bíða við girðinguna og góna yfit ýkt forvitnir og bíða eftir að það sé komið og gefið þeim brauð ekkert smá fyndið að sjá þá og þetta er líka bara svo vinalegt að hafa þá þarna og hva þeir sækjast í félagsskapinn. Það er komið nýjar myndir af Benóný og svo skellti ég nokkrum myndum af bústaðnum í Bröttuhlíð svo það er um að gera að kíkja inn í myndaalbúmið ![]() ![]() Úti að labba Leifur og Dísa með Benóný. ![]() Í blómasófanum inn í Bröttuhlíð algjört krútt. Skrifað af Dísu Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is