Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2015 September

24.09.2015 11:30

Stigun og Hrútasýning veturgamla 2015

Jæja þá er búið að koma og dæma hjá okkur lömbin og komu þeir Árni og Torfi 
til okkar. Útkoman var mjög flott og erum við allveg rosalega ánægð með ræktunina
hjá okkur á hvíta stofninum en aðeins breytilegra í mislita og ég er ekki
allveg ánægð með það því ég á margar rosalega fallegar flekkóttar gimbrar sem ég
hefði viljað sjá betri. En maður getur ekki fengið allt he he en ég á líka góðar flekkóttar
svo ég set þær á en ég er bara alltaf svo veik fyrir þessum fallegu litum að ég myndi 
helst vilja hafa þær allar en ég verð að vera hörð við mig og grisja bara það besta úr.

Af 108 lömbum voru 102 stiguð.

54 gimbrar voru stigaðar hjá okkur.

32 voru með 30 og yfir í ómvöðva
hæðst 36 í ómv 

10  með 18,5 í læri
19  með 18
15 með 17,5
9 með 17
1 með 1,5

2 með 5 í lag
20 með 4,5
29 með 4
2 með 3,5
1 með 3  og þessi eina þurfti endilega vera mórauða gimbrin mín emoticon

Ómfita frá 1,4 til 6
3 með 5 og yfir í fitu og ein með 6
Ég er rosalega sátt við það ég er allveg komin á gott ról með fituna
fyrst ég er farin að sjá svona tölur 1 komma eitthvað til 2 það er allveg frábært.

Hrútar voru 48 stigaðir 

1 með 88,5 stig
1 með 88
1 með 87,5
2 með 87 
3 með 86,5
5 með 86
7 með 85,5
2 með 84,5
6 með 84
7 með 83,5
5 með 83
2 með 82,5
2 með 81,5
2 með 81

34 af 48 með 30 í ómv og yfir
hæðst 36 
lægst 27

1 með 19
5 með 18,5
18 með 18
16 með 17,5
8 með 17

ómfita lægst 1,7 
hæðst 5,5

Þá er þetta svona smá innsýn í stigunina hjá okkur í ár.

Til gamans gerðum við smá meðlaltal af stigun lambana undan hrútunum okkar.

Marel Guffa sonur var með 10 hrúta

Meðaltal ómv var 29,8 fita 4,7 lag 4 fótl 109,8
læri 17,6 alls 83,8

Tvinni 10 hrútar

ómv 31,6 ómf 3,3 lag 4,3 fótl 109,1
læri 18,1 alls 85,6

Bliki 7 hrútar

ómv 33,9 ómf 2,8 lag 4,4 fótl 109
læri 18,1 alls 86,2 

Marel 7 gimbrar

30,1 ómv 8,57 framp 17,6 læri

Tvinni Saum sonur 8 gimbrar

31,6 ómv 8,94 framp 18,38 læri

Bliki 4 gimbrar

30,3 ómv 8,75 framp 17,88 læri

Fróði kollótti 7 gimbrar

28,3 ómv 8,5 framp 17,29 læri

Glaumur 13 gimbrar
29 ómv 8,58 framp 17,5 læri

Fróði 5 hrútar

29,2 ómv 3,68 ómf 4,1 lag fótl 112,2
læri 17,4 alls 83,4

Glaumur 7 hrútar

29,9 ómv 3,03 ómf 4,14 lag fótl 111,3
læri 17,4 alls 83,4

Vonandi er þetta skiljanlegt fyrir þá sem áhuga hafa á að glugga í þetta.


Þessi hrútur er undan Dröfn og Blika og er 88,5 stig. Hæðst stigaði hrútur sem við
höfum fengið. Hann verður auðvitað settur á. Dröfn móðir hans er Hróa dóttir.
Faðir hans er Gosa sonur frá okkur. Hann er tvílembingur og 
gimbrin á móti verður líka sett á. Stigun hans er svona:

56 kg 34 ómv 2,4 ómf 4,5 lag 109 fótl

8 9 9 9 9 18,5 9 8 9 alls 88,5 stig

Þessi er tvílembingur undan Mjallhvíti og Tvinna Saum syni.
63 kg ómv 36 ómf 2,3 lag 4 fótl 112 

8 9 9 9 9 19 8,5 8 8,5 alls 88 stig.


Siggi í Tungu setur þessa báða á þeir eru undan Jóker og Hæng og sá fremri var 69 kg
og þeir eru 86,5 stig og 87,5 stig minnir mig en annars á ég eftir að fá tölurnar betur hjá
honum. Hann fékk líka rosalega flotta stigun og fékk tvær gimbrar með 19 í læri og 
eina með 37 í ómvöðva.

Hrútasýning veturgamla var svo haldin á Mýrum þriðjudaginn 22 sept og var rosalega
flott mæting held það hafi verið rúmmlega 50 manns sem komu.


Við fórum ekki tómhent heim því við fengum bikarinn fyrir besta hvíta hyrnda hrútinn.
Það er hrútur undan Guffa og Maístjörnu sem heitir Marel. 5 Hrútar voru í uppröðun
hvítra hyrnda og þar var í öðru sæti Korri hans Sigga í Tungu undan Garra. i Þriðja
sæti var hrútur frá Þór á Hellissandi undan Þorsta. Í fjórða var hrútur frá Bárði og Dóru
undan Kára sem hann fékk hjá mér í fyrra. Í fimmta sæti var svo Tvinni Saum sonurinn 
okkar. Svo þetta var allveg rosalega mikil heiður fyrir okkur að eiga svona mikið í þessum
hrútum sem voru 5 efstir og má segja að 4 af þeim voru fæddir í Tungu í fyrra.

Stigun á  Guffa sæðishrút og Maístjörnu frá Mávahlíð.
88 kg ómv 37 ómf 5,9 lögun 4,5 fótl 125

8 8,5 9 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86 stig

Í öðru sæti var hrútur frá Sigga í Tungu undan Garra sæðishrút og Svört.
88 kg ómv 33 ómf 9,7 lögun 4 fótl 124 

8 9 9 8,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 86,5 stig

Í þriðja sæti var hrútur frá Þór frá Hellissandi undan Þorsta sæðishrút.
82 kg ómv 37 ómf 4,9 lögun 4,5 fótl 120

8 9 9 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86,5 stig.

Hér er Marel Guffa sonur besti veturgamli hyrndi 2015.


Óskar frá Bug með besta kollótta hrútinn. Hann er ættaður frá Hjarðafelli og er undan
Streng.

91 kg ómv 36 ómf 8 lögun 4 fótl 118

8 9 8,5 8,5 9 18 8,5 8 8,5 alls 86 stig.

Í öðru sæti var hrútur frá Dísu og Emil Mávahlíð undan Stera.
90 kg ómv 36 ómf 6,2 lögun 4 fótl 119

8 9 9 9 8,5 17,5 8 8 9 alls 86 stig

Í þriðja sæti var hrútur frá Gunnari á Kolgröfum.
62 kg ómv 28 ómf 5,4 lögun 4 fótl 120

8 8,5 8,5 8 8 17,5 8,5 8 8 alls 85 stig


Hér er hrúturinn hans Óskars besti kollótti veturgamli 2015.


Besti veturgamli hrúturinn er frá Jón Bjarna og Önnu Dóru á Bergi og er undan Svarbotna.

80 kg ómv 36 ómf 3,9 lögun 4,5 fótl 126
8 8,5 9 9 9 17,5 8 8 8,5 alls 85,5 stig.

Í öðru sæti var hrútur undan Grámann frá Kverná.
85 kg ómv 30 ómf 4,5 lögun 3,5 fótl 124
8 8 805 8 9 18 8 8 8,5 alls 84 stig

Í þriðja sæti var hrútur frá Óttari á Kjalvegi undan Glaum frá Tungu.

78 kg ómv 33 ómf 4,6 lögun 4,5 fótl 116

8 8,5 8,5 8,5 8,5 9 17,5 8 8 8,5 alls 84,5 stig.


Besti veturgamli misliti hrúturinn 2015 frá Bergi.

Jæja þá er ég aldeilis búnað blogga feitt hér en það er eitt sem ég ætla að koma hér að
það er að Óskar í Bug á hrút undan besta kollótta hrútnum og rollu hjá sér sem heitir 
Kápa og er hann því með erfðavísir fyrir öllum litum og einnig mórauðum.
Þessi lambhrútur má seljast hér innan svæðis og þeir sem hafa áhuga á þessum flotta grip 
geta haft samband við Óskar í síma 8628057

Stigun á honum er

45 kg ómv 30 ómf 2,8 lag 4,5 fótl 109

8 9 9 8,5 9 18 8,5 8 8 alls 86 stig.

Hann er allveg hreinhvítur svo ef einhverjum vantar flottan kollóttan hrút endilega
hafið þá samband við Óskar.

Það eru svo myndir af stigun og Hrútasýningu hér inn í albúmi.


 20.09.2015 23:52

Smalað og styttist óðum í stigun

Jæja þá er búið að smala. Ég byrjaði á því að smala Höfðann á fimmtudaginn og koma
öllu sem er þar fram yfir Höfðann svo það væri aðeins búið að pústa áður en það þyrfti
að fara alla leið í Tungu og það gekk mjög vel. Þó var ég nærri því búnað missa féið
þegar ég var að reka það upp hjá stallinum inn í Höfða sem allir stoppa þvi þar var
einn túristi sem stóð bara fyrir og hreyfði sig ekki þegar ég kom með féið en það fór
betur en á horfðist og ég náði að koma því fram hjá honum he he.
Jóhanna,Bói,Gummi og Siggi bættust svo í hópinn um 5 leytið og þá tókum við
allt inn í Mávahlíð,rifið og Fögruhlíðina að Mávahlíð. Þær voru frekar óþekkar við
okkur en það tókst að lokum að koma þeim niður og reka heim að Tungu.
Stór hópur af fénu náðist þennan dag.
Á föstudaginn fengum við Maju og Óla til liðs við okkur og fórum upp inn í Höfða og
löbbuðum yfir í Fögruhlíð þar fengum við nokkrar sem okkur vantaði og hóp frá Óla
á Mýrum. Óli og Maja komust ekki upp fyrir Bjarnaskarð því það var svo mikil þoka
svo það verður að kíkja þar seinna.
Fengum milt og gott veður á föstudaginn.
Annað mátti segja um laugardaginn þá fórum við ekki upp fyrr en á hádegi. Ég ,Siggi,Emil,Bói og fengum
Hannes á Eystri Leirárgörðum og son hans með okkur sem stóð sig eins og hetja í
þessu átakmiklu veðri sem var. Friðgeir og hans fólk kom líka með okkur.
Okkur leist ekkert á þetta fyrst það var varla stætt þegar við byrjuðum að arka upp og
þokan allt of þétt til að sjá nokkra kind. En hvassara tók við uppi og þurfti maður að
hafa sig allan við að halda sér niðri. Við fórum upp á Fróðarheiði og löbbuðum svo yfir í
Svartbakafell sem er fyrir ofan Fögruhlíð en Friðgeir og hans fólk fór niður í Hrísar
og svo straujuðum við allt þar á milli og niður í Tungu. Þrátt fyrir óveður og mikla þoku
tókst okkur að finna heilmikið fé svo ferðinn var alls ekki til einskis og það var ljúft
eftir erfiðan dag að fá kaffi og kjötsúpu inn í Tungu.
Mér vantar eina veturgamla og lamb hana Stiku og eina aðra veturgamla en lambið
hennar kom svo það er spurning hvort hún hafi drepist.
Í heildina sem hefur drepist í sumar og vantar eru 10 lömb.
Það er leiðinlega mikið.
Við vigtuðum svo í gær og er meðalvigtin 46,56 það er 1 og hálfu kíló léttara enn í fyrra.
Það verður svo stigað hjá okkur á morgun svo nú er spennan allveg í hámarki og
stressið eftir því.

Hrútasýning veturgamla verður svo hjá Óla á Mýrum á þriðjudaginn
kl 17.00 svo það verður líka spenningur að fara á hana og sjá hvernig hrútarnir koma
út og ég minni félagsmenn Búa að koma með veturgömlu hrútana sína og hafa gaman
af að koma og vera með og sjá aðra. Frekari upplýsingar um sýninguna má finna hér
inn á 123.is/bui
Flottur Hæng sonur frá Sigga .
Tvær gullfallegar frá Sigga undan Gloppu og Danna sæðishrút það verður spennandi
að sjá hvernig þær dæmast.
Flottur Bekra sonur frá Sigga undan Botnu.
Hæng sonur frá mér undan Hriflu.
Tveir undan Marel Guffasyni og Skuggadís.
Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér.

Kveð í bili með hnút í maga og held ég sofi ekki í nótt fyrir stressi og spenningi
fyrir stigun emoticon emoticon

08.09.2015 14:24

Gersemi, Móheiður og Dikta koma niður

Hrútarnir hennar Gersemi og Marels Guffa sonar. 

Sara með hrút undan Blika.

Hinn hrúturinn hennar undan Blika.

Gaga með hrútinn sinn undan Tvinna Saum sonar hitt lambið hennar lést í fæðingu.
Gaga er undan Svarta Kveik syninum hans Hreins sem Svört hans Sigga er undan.

Sami hrútur undan Gaga og Tvinna.

Skvísa styllti sér svo flott upp fyrir mig.

Tunga með gimbrina sína undan Tvinna. Tunga er undan Dröfn sem er Hróa dóttir og 
Garra sæðingarhrút.

Hrútur undan Hyrnu og Tvinna. Hyrna er undan Snævari og Hrímu.
Hríma var undan Abel sem var einu sinni á sæðingastöð.

Gimbrin á móti hrútnum.

Rósalind með hrútinn sinn undan Fróða sem er undan Stera og gimbur sem gengur
undir henni undan Svönu og Jóker sæðishrút.

Lömb undan Brimkló og Tvinna. Brimkló er undan Blika Gosa syni.

Undan Móheiði og Fróða Stera syni sem ég keypti á Ströndunum í fyrra hjá Ragnari.

Hér er Dikta með sín þessi kollóttu undan Fróða. Þau eru stór og þroskamikil og
voru það líka þegar þau fæddust í vor áberandi stór lömb fædd.
Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi af þessu hér.
03.09.2015 21:59

Rúntur 2 sept

Jæja nú magnast spennan það er orðið svo stutt þanga til við förum að sækja 
lömbin okkar. Ég er svo óþolinmóð að ég er farin að þjálfa mig í að ganga upp
á fjall og ekki sakar að taka myndavélina með og reyna ná myndum af því sem
ég sé. Rollurnar sem voru niðri á túni í Tungu og Hrísum eru búnar að færa sig
upp á fjall núna og er það bara mjög fínt ekki veitir af að bæta gerðina sem best
fyrir stigun emoticon og minnka fituna he he það er svo saðsamt á túnunum.

Hér er fyrirsætan mín undan Hæng sæðishrút og er kallaður Hitler.
Marel Guffa sonur er veturgamall og styllti sér vel upp fyrir mig þegar ég var að rúnta.

Fallega flekkóttur hrútur undan Myrkva sæðishrút og Kápu Topps dóttir.

Frenja veturgömul með tvö undir sér og hefur stækkað vel enda búnað vera inn í 
túni inn i Tungu í allt sumar.

Gimbrin undan Myrkva og Kápu svo flott á litinn.

Fórum í fjallgöngu og rákumst á Huldu huldukonu hana mömmu hún var í berjamó.

Svakalega flottur hrútur undan Soffíu hans Sigga í Tungu.

Flottar gimbrar frá Sigga undan Danna sæðishrút og Gloppu.

Skessa hans Sigga með hrútinn sinn.

Ýr veturgömul með gimbrina sína. Ýr er undan Garra sæðishrút.

Hér er Álft veturgömul með hrútinn sinn sem var annar seinastur að fæðast í vor hún
bar ekki fyrr en í byrjun júní.

Lamb frá Sigga búið að koma sér vel fyrir fannst þetta allveg æðislegt myndefni.
Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér.

02.09.2015 16:07

6 ára afmæli Benónýs og fyrsti skóladagurinn

Benóný átti afmæli þann 19 ágúst og var þá 6 ára gamall.
Hann fékk Minecraft köku voða sáttur.
Það var fullt af krökkum og rosalega gaman hjá þeim.
Hér er flotti skóla strákurinn okkar á leið í fyrsta skiptið í skólann.
Mamman og pabbinn allveg með í maganum finnst tíminn líða svo hratt
og skrýtið að litli strákurinn sé að fara í skóla.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 233
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 331689
Samtals gestir: 14673
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 08:02:18

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar