Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2015 Ágúst

29.08.2015 22:19

Myndir frá 17 ágúst sem gleymdust

Rán og Rauðhetta með lömbin sín undan Glaum.

Korri hans Sigga er undan Garra og Svört og er veturgamall.

Veturgömlu hrútarnir Korri, Marel Guffa sonur og Tvinni Saum sonur.

Tvinni Saum sonur.

Marel Guffa sonur.

Hrúturinn undan Hriflu og Hæng sæðishrút.

Frá Sigga veturgömul með 2 undir sér.

Frá Sigga veturgömul.

Frá Sigga með gríðalega fallega gimbur.

Gimbur undan Glódísi og Hæng sæðishrút.

Undan Myrkva sæðishrút og Kápu.

Hrúturinn á móti.

Dóra með Hitler og gimbrina undan Hæng sæðishrút.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

25.08.2015 17:06

Mánudags rollu rúntur

Jæja það kom loksins að því að ég kæmist smá rollu rúnt en það er bara búnað vera 
endalaus rigning til að geta farið og tekið myndir. En það stytti upp í dag og sólin skein
og það var 17 stiga hiti í sveitinni og ég var föst inni að hreinsa grindurnar. Það dróst
allt of lengi að þrífa eftir sauðburð og núna fær maður það í hausinn allt pikk fast á 
grindunum en það hefst með tímanum. 
Emil sló svo í Hrísum eitt tún sem Bárður og Jón Bjarni ætla að rúlla.
Rosalega fínt því við ætluðum bara hreinsa það svo við gætu heyjað það
næsta sumar svo það er frábært að einhver geti nýtt heyjið.

Þegar það var keyrt á Eldingu og gimbrina vantaði mig þennan hrút og hér er hann 
kominn í leitirnar og fylgir Loppu Doppu og hennar gimbur.

Eyrún með hrútinn sinn undan Saum sæðishrút.

Skvísa mín er svo spök hér kemur hún röltandi til mín og ég er ekki einu sinni með
brauð handa henni svo gæf er hún. Hér er hún með þílembingana sína.

Smá selfie af okkur skvísunum  saman .

Held að þetta sé Dropa hans Sigga með sæðinga undan Saum.

Gimbranar hennar Sessu og þær eru undan Myrkva sæðishrút.

Eygló með hrútinn sinn undan Glaum.

Hrúturinn hennar Rán og Glaums það var keyrt á bróðir hans um daginn.

Hér er Hlussu gengið hans Gumma Óla.

Frá Gumma Óla.

Frá Gumma Óla held þau séu undan Myrkva sæðishrút.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

18.08.2015 10:17

Ferðalag á Akureyri

Við fórum norður 7 ágúst og vorum í viku á Akureyri. Það var allveg rosalega
gaman við fengum yndislegt veður og við tókum rúnt um Skagafjörðinn þegar
við vorum á leiðinni á Akureyri og ég fékk loksins að sjá hvar Ytri Hofdalir eru 
og fleiri staðir og mér fannst það mjög gaman að sjá það loksins.

Við fórum í sund á hverjum degi fyrir krakkana og Benóný fékk að velja
sundlaugarnar því hann er allveg með sundlaugar dellu og það var farið í 
allar sundlaugar sem voru þarna nálægt. Akureyri, Hrafnagil, Dalvík, Húsavík
og Þelamörk. Þelamörk er allveg æðisleg sundlaug og mæli ég eindregið með
henni fyrir barnafólk þar er hugsað einstaklega vel um barnalaugarnar þær eru 
vel heitar og þar sem rennibrautin er , er líka mjög heitt. Því sá sem fer mikið
með börnin sín í sund og rennibrautir kannast vel við hvað það er alltaf kalt
þar sem rennibrautirnar eru. Á Hrafnagil er samt uppáhalds rennibrautin hans 
Benónýs og meira segja fór Freyja litla okkar í hana líka eins há og hún er
fannst henni þetta allveg æði.

Sundlaugin á Akureyri er líka rosalega fín en þar er líka smá kalt þar sem
rennibrautirnar eru. Á heimleiðinni fórum við í sundlaugina á Blöndósi en 
Benóný þorði ekki í rennibrautirnar þar því það er mjög erfitt fyrir hann að 
fara í lokaðar sem er myrkur í hann er nefla einhverfur og eru rennibrautir
hans þráhyggja núna og heltekur hann allveg á sumrin. Honum langaði
svo á Hvammstanga en við héldum að það væri ekki rennibraut þar því
ferðabæklingurinn segir að svo sé ekki og eins heimasíðan hjá sundlauginni
en Benóný hélt því framm að það væri rennibraut en við trúðum honum ekki
en svo þegar við komum heim sáum við á N4 stöðinni af norðan að það er
rennibraut sem er nýkomin þangað og hann hefur séð það á netinu einhvers
staðar svo ég mæli með þvi að þeir á Hvammstanga leiðrétti þetta á heima
síðu sundlaugarinnar því margir fara eftir síðunum hvort rennibraut sé eða 
ekki. 

Nú á bara eftir að þræða sundlaugarnar á suðurlandi draumurinn hans 
Benónýs er að fara í sundlaugina á Hellu og verðum við að reyna láta þann 
draum rætast. Svo á hann eftir að fara á Höfn í Hornafirði annars erum við 
að vera búin með margar laugar á landinu og er stefnan tekin á að fara í 
allar sundlaugar á landinu sem eru með rennibrautir og verður því takmarki
örugglega náð næsta sumar he he svo heillaður er hann af rennibrautunum
og hann veit hvar þær eru allar hann er með ferðahandbókina sem er gefin
út og skoðar nákvæmlega hvar þær eru á landakortinu og hann er kominn
með það vel á minnið aðeins 5 ára gamall og verður reiður ef við getum ekki
rétt þegar hann spyr hvað er rétt hjá sundlauginni á Akureyri þá eigum við að
vita nákvæmlega að það er Þelamörk og Hrafnagil og þetta veit hann um 
flestar aðrar sundlaugar á landinu allveg magnaður áhugi hjá honum.

Á handverkssýningunni í Hrafnagili. Þar var margt að skoða og gaman að sjá hvað
margir eru í íslenskri hönnun.

Við fórum í heimsókn til Birgittu og Þórðar á Möðruvöllum.
Það var æðislegt að koma til þeirra í þessa fallegu sveit og auðvitað var tekið á móti
okkur með kræsingum og við vorum í mat hjá þeim og ekkert smá dekrað við
okkur. Ég náði nú ekki að fara með henni á rollu rúnt en mun stefna á það næst þegar
ég á leið norður. Takk kærlega fyrir okkur kæru vinir.

Auðvitað smellti ég mynd af fræga lambaveggnum hennar Birgittu sem er í eldhúsinu.
Hann er allveg æði. Svo er hún með mynd af rollunum líka. Ekkert smá flott hjá henni.
Þetta er draumurinn minn allavega að setja myndir af rollunum inn í fjárhús ég á mynd af
þeim öllum en á bara eftir að koma mér í að prenta þær út.

Magnað að hugsa til þess að við Birgitta kynntumst bara hérna í gegnum síðuna
hún sá síðuna mína einn daginn að það var rollu rúntur og þá hafði hún samband við
mig og síðan þá höfum við allveg smollið saman og tölum saman reglulega gegnum 
síðunar okkar og höfum heimsótt hvor aðra þegar við eigum leið hjá.
Við erum líka með sömu rollu sóttina og er ég afar þakklát fyrir að hafa kynnst
Birgittu hún er allveg yndisleg manneskja og gaman að tala við.


Rakst á þetta svaðalega tún á leiðinni á Húsavík. Mér finnst þetta allveg geggjað ekkert
smá stórt og allveg í brekku eins og hjá okkur í Mávahlíð nema ekki allveg eins bratt.
Ef maður hefði eitt svona tún þyrfti maður bara að heyja eitt tún he he.
Þetta var rosalega flott sveit með flottum túnum.
Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn í albúmi.



07.08.2015 01:25

Lamba rúntur 5 og 6 ágúst

Jæja það er daglegur rúntur hjá mér þessa dagana að reyna að sjá einhverjar
nýjar rollur og lömb. Það eru oftast þessar sömu en svo dettur ein og ein ný
inn. Í gær og í dag sá ég nýjar sem bættust í hópinn. Við erum svo að fara á 
Akureyri í viku í íbúð og er ég viss um að ég á eftir að fá fráhvarfs einkenni 
að fara ekki inn eftir og taka rollu mynda rúnt. Svo ég hugga mig við það að
það verði enn meira spennandi að sjá þau þá eftir svo langan tíma og þá 
verða örugglegar einhverjar nýjar farnar að koma niður og láta sjá sig.

Þessi lét sjá sig hún heitir Þota og er veturgömul með hrút undan Tvinna Saum syni.
Þota er Garra dóttir og undan Aþenu sem er af Hlussu kyninu okkar.

Veturgömul Þorsta dóttir einnig með móðurætt í Hlussu kynið.
Hún er með gimbur undan Marel Guffa syni.

Hosa í fjarlægð með gimbranar sínar undan Korra hans Sigga sem er Garra sonur.
Hosa er undan Topp.

Hrútur undan Maístjörnu sem er móðir Marels. 
Þessi hrútur er undan Tvinna Saum sonar.

Salka með lömbin sín undan Marel.
Salka er undan Depil og Mús sem eru frá Bárði og Dóru á Hömrum.

Hyrna með lömbin sín undan Tvinna.
Hyrna er undan Hrímu og Snævari sæðishrút.

Hríma hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Glaum.

Gimbur frá Jóhönnu undan Svört og Blika. Mér finnst hún svo falleg.

Botnleðja með gullin sín mér finnst þau svo æðisleg á litinn.
Botnleðja er undan Grábotna og nafnlausri rollu frá Fáskrúðarbakka.

Snælda með sínar gimbrar undan Tvinna.
Snælda er undan Topp og Hrímu.

Hrifla með hrútinn sinn undan Hæng.
Hrifla er undan Hlussu og Hriflon.

Gimbranar hjá Sigga í Tungu undan Gloppu og ég held Danna sæðishrút.

Flottur hann Fróði veturgamall sem ég keypti af Ströndunum í fyrra af Ragnari á 
Heydalsá hann er undan Stera. Ég er rosalega spennt að sjá hvernig lömbin koma
út undan honum því þau voru öll rosalega þroskamikill þegar þau fæddust og virka
vel væn núna sem ég hef séð.

Hópurinn hans Gumma Óla sem er inn í Mávahlíð. Ég er svo rosalega hrifinn af botnótta
og höttótta hrútnum sem eru þarna í miðjunni. Mjög væn og falleg lömb að sjá.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

04.08.2015 01:37

Elsku Steini okkar kvaddi

Það er mér með sorg í hjarta að segja frá því að hann Steini okkar hefur kvatt okkur úr 
þessum heimi. Hann var frændi hans Emils sem bjó á móti okkur með systir sinni 
Jóhönnu. Þau eru okkur rosalega náin. Steini greindist með krabbamein í mars minnir mig
og tók það að herja á hann mjög hratt. Hans hinsta ósk var að hann myndi ná brúðkaupinu
okkar og tókst honum það ætlunarverk sitt og meira til og stóð sig eins og hetja.

Við erum enn í sjokki og meðtekur maður ekki allveg að hann sé farinn. 
Hann var daglegur gestur hjá mér mörgum sinnum á dag og ef mig vantaði einhvað
var alltaf hægt að hóa í hann því það var allt ekkert mál. Seinustu mánuði sem hann
var orðinn frekar máttfarinn hafði hann gaman af því að elda alltaf í hádeginu og 
bjóða mér að borða með sér til að fá félagsskap já svona var Steini alltaf að hugsa
um aðra og gera öðrum greiða, allveg gull af manni.

Það er erfitt að horfa yfir götuna og sjá hann ekki í dyragættinni á svölunum því þar sat
hann jafnan alltaf og leit yfir hvort einhvað líf væri vaknað hér snemma morguns til að koma og fá sér morgun kaffi og dekra við börnin.

Börnin okkar eiga erfitt með að meðtaka þetta og segja enn við ætlum að fara yfir til 
Steina og Jóhönnu sem auðvitað er bara eðlilegt í þeirra augum.

Benóný og Steini áttu rosalega sterkt band saman og á Benóný erfitt með að átta sig á 
þessu og spyr og spyr ótal spurninga um dauðann enda búnað kynnast honum allt
of mikið svona ungur af aldri. 

Hann veit að Steini frændi minn er dáinn svo dó pabbi minn
og Raggi frændi bróðir þeirra og þetta þurfti að útskýra fyrir honum því hann mundi 
eftir Leif afa sínum og Ragga frá því að þeir voru á Dvalarheimilinu og eins Dagmar 
ömmu Emils. Pabbi Emils dó svo á þessu ári og Gerða í Tungu árið áður svo þetta
hefur verið ansi mikil afföll hjá okkur á stuttum tíma.

Við munum sakna Steina óendalega mikið og það verður mikið skarð sem hann 
skilur eftir sig og verður aldrei fyllt aftur. Hann var tekinn allt of fljótt frá okkur
en hér kemur smá minningar til heiðurs honum og blessuð sé minning hans
um aldur og ævi. Við erum svo þakklát fyrir hvað við fengum að njóta nærveru hans
í gegnum árin.

Hér eru þeir vinirnir saman í sumarbústað í Húsafelli Benóný og Steini.

Í sveitinni hjá Freyju og Bóa.

Í fjöruferð með mér og börnunum um vorið. Mig langaði svo út með krakkana og gat
ekki farið ein með þau öll og Emil var á sjónum og auðvitað bauðst Steini til að koma
með mér svo ég kæmist aðeins út í góða veðrið.

Svo gaman hjá þeim í fjörunni inn í Bug. Steini með Emblu og Benóný.

Með eðal traktorinn sem honum þótti svo vænt um. Hann dekraði svo við hann og
gerði hann upp og málaði . Hann var svo stoltur þennan dag þegar hann var næstum
tilbúinn og svo var hann geymdur inn í upphituðum bílskúr en bílinn var geymdur úti.

Ungur að aldri með Emil að keppa. Þeir áttu sigursælan feril saman í mótum í 
hestamennsku og fóru á fjórðungsmót og landsmót og gerðu góðu hluti.
Emil og Steini voru eins og feðgar svo sterk voru bönd þeirra enda bjó Emil hjá þeim
Jóhönnu í nokkur ár. Emil á fullt af bikurum og verðlaunapeningum frá þeirra tíma og
príða þeir stofuskápana hjá okkur. Steini og Jóhanna áttu mjög flotta og vel gerða hesta.

04.08.2015 01:25

Rúntur 31 júlí

Svört hans Sigga með sæðingana sína undan Bekra. Hún var með þrjú og tapaðist
stærsti hrúturinn hennar fyrir um 2 vikum þá fann Siggi hann dauðann.
Alltaf jafn svekkjandi að missa þetta þegar það er svo stutt í að maður fari að smala.
Lömbin hennar Botnleðju og Glaums.

Sumarrós með hrútana sína í Mávahlíðinni.

Prakkararnir hennar Mirröndu forrystu.

Gimbur undan Drífu og Glaum.

Hin gimbrin á móti.

Glódís með gimbrina sína mér líst svo rosalega vel á hana.

Sá þessa í Höfðanum held hún sé frá Önnu Dóru og Jón Bjarna á Bergi.

Sá þessa líka og fannst hún svo flott að ég varð að taka mynd af henni veit ekki hver á 
hana en hún gæti verið frá Bergi líka.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessum rúnti.

04.08.2015 01:17

Rúntur 30 júlí

Hrútarnir hennar Frigg.

Frá Sigga undan Botnu og Bekra sæðing. Virkar rosalega flottur hrútur.

Gugga með lömbin sín.

Svana með sín lömb undan Jóker sæðing.

Frá Sigga í Tungu.

Flottur hrúturinn hennar Draumarós og Marels.

Kindurnar hans Guðmundar Ólafs Ólafsvík.
Það eru svo fleiri myndir hér inni.

04.08.2015 01:12

Rollu rúntur 24 júlí

Gimbranar hennar Snældu undan Tvinna.

Flottir frændur saman Benóný og Alexsander.

Hrútur frá Sigga undan Gemling.

Fíóna með hrútinn sinn.

Gemsurnar Ísafold og Vofa með lömbin sín.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

04.08.2015 01:00

Sumarbústaður í júlí

Fórum í sumarbústað með Steinari og Unni í júlí. Við fórum auðvitað í sund fyrir Benóný
á Húsafelli og Borgarnesi. Ætluðum í sund á Varmalandi en þar var engin rennibraut
þrátt fyrir að bæklingurinn sýni að það eigi að vera rennibraut og var Benóný ekki sáttur
með það. Við fórum í göngutúr hér í paradís sem er rétt hjá Bifröst og er mjög fallegur
staður svo áttum við skemmtileg kvöld saman sem var eitt í að svæfa börnin sem voru
mislengi að sofna svo fullorðna fólkið gæti spilað og slappað af.

Heyskapur er svo hafinn í Fögruhlíð í blíðskapar veðri.

Flotti traktorinn príðir Mávahlíðina.

Hér er svo verið að safna saman rúllunum í Mávahlíðinni og keyra þeim upp í Tungu.

Hestarnir hennar Jóhönnu hafa það frábært inn í Tungu.
Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi.
  • 1
Flettingar í dag: 977
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 1062
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 714366
Samtals gestir: 47134
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 18:14:45

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar