Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2010 September

29.09.2010 12:11

Vigtun hér og þar og Stigun hjá Eiríki.

Skellti hér inn smá myndum af vigtun og stigun hjá Eiríki og Hreini. Nú magnast spennan á ýmsum stöðum því nú gengur yfir stigun á ýmsum stöðum. Spennan er í hámarki hjá mér því það verður komið að stiga hjá okkur í dag og nú er bara að biðja og vona að allt komi vel út.

Hér er verið að stiga hjá Eiríki og Hreini.

26.09.2010 17:17

Réttir í Ólafsvík 25 sept.

Það var haldið til fjalla 8 um laugardags morguninn og voru veðurguðirnir aldeilis ekki með okkur í huga því það var svoleis eins og hellt væri úr fötu og hávaða rok. Það hafðist þó að komast upp og þrauka þennan erfiða dag en þurftum við síðan aðeins að bíða eftir efri mönnunum koma niður og varð manni þá heldur kalt og með dofnar hendur og fætur en allt gekk þó eftir og komust menn með slatta af kindum niður og í réttirnar. Ég kláraði mig allveg á einni skjátu sem ætlaði ekki að gefa sig og ætlaði að hlaupa aftur til baka og hljóp ég úr mér allt þol til að ná henni en þá kom Örvar Marteins mér til bjargar og loks náðum við henni til að fara rétta leið en það var ekki búið þegar hún var allveg að komast heim tók hún straujið niður að sjó og þar fangaði Emil og Snorri hana. Lömbin voru þó eftir og urðum við að reyna ná þeim og hafðist það fyrir rest líka. Örvar náði hrútnum og Emil stökk á gimbrina þessu var svo hent inn í bíl hjá Marteini og keyrt heim og það skondna við þetta allt saman var að þetta er rolla frá Marteini sem hann er búnað vera hitta hjá fjárhúsunum og gefa brauð úr lóga en oft er það nú svona að þær spökustu eru verstar í rekstri. Það beið svo heit kjötsúpa fyrir smalamennina fjárhúsunum hjá þeim Sigga,Óla og Brynjari og var það vel þegið eftir kaldan og votan dag. Klukkan 2 var svo höfðinginn sjálfur hann Hinrik Pálsson mættur til að klippa á borðann og vigja nýju réttina og var það fjallakóngurinn hann Guðmundur sem fór með smá ræðu og tileinkaði Hinna réttina og gaf réttinni nafnið Hinnarétt og svo afhenti hann Hinna klippurnar sem voru ekki skæri heldur ullarklippur og reisti Hinni þær á loft og fór með stutta ræðu og klippti svo og var því fagnað með lófaklappi. Því næst var svo féið rekið inn og hófst þar með réttirnar og sorteringin. Fjöldi af fólki var mættur til að vera viðstatt þrátt fyrir þessa þvílíku veðráttu sem við fengum grenjandi rigning og rok en Ólsarar létu það ekki á sig fá og gölluðu sig eftir því.

Hér er Hinrik að klippa á borðann og er ákaft fagnað.

Hér má sjá féið sem ég er í því að reka inn í girðingu en það fer jafn óðum út en við fundum þó að þær eru að fara út við endann á girðingunni sem er út í vaðall þar er svo grunnt.

Vonsku veður var í dag og blasti þetta við okkur hjá fjárhúsunum hans Gumma og hringdum við í hann og létum hann vita.

Hún lá svona þétt upp við hurðina og þorðu þeir ekki öðru en að draga hana niður.

Hurðin var nú ótrúlega lítið skemmd og slapp bara vel.

Hér er svo kerran komin í heilu lagi niður og óskemmd.

21.09.2010 14:06

Smölun 18 sept

Jæja það var smalaður Höfðinn á föstudaginn og gekk það mjög vel. Það var Ég, Maja og Snorri sem fórum og Bárður kom einnig og fylgdist með. En auðvitað gekk ekki allt að óskum því ein rolla og lamb gáfust upp niður í Búlandi og urðum við að skilja þau eftir. Það var svo mikill spenningur að reka inn og kíkja á lömbin en úr því að við vorum svo tímalega í því ákváðum við að taka hlíðina líka því þar er allveg slatti af fé og fór Maja og Óli upp í hlíð að sækja það og Bói fór upp og rak eina niður sem var allveg upp í klettum fyrir ofan Mávahlíð og stóð hann svo fyrir þegar þau komu með hitt féið. Þetta gekk allt saman allveg eins og í sögu og þær skiluðu sér allar heim sem voru þar.
Á laugardaginn var svo ferðinni heitið upp í Urðir og að Kaldnasa og fóru Maja og Óli þangað enda í þrusu formi. Bói og Emil fóru í að laga girðinguna svo þetta myndi haldast inni og fóru svo með Snorra á fjórhjólinu að ná í Doppu og lambið sem urðu eftir í gær inn í Höfða. Ég Siggi og Hannes fórum upp í Tungufell og þaðan upp í Svartbakafell og var það býsna erfitt ég hélt ég væri í góðu formi eftir allar þessar gönguferðir með Benóný en svo virtist ekki vera þegar maður fer í 3 tíma göngu án þess að stoppa  og átti maður eftir að labba nokkra tima í viðbót á leiðinni niður. Ég var allavega allveg kolsveitt en maður hafði samt sem áður bara gott af þessu svo fóru Siggi og Hannes ofar og ég fékk smá pásu til að hvíla mig þegar ég fór neðar og beið eftir að þeir kæmust upp fyrir rollurnar.  Gerða í Tungu tók svo á móti okkur með kaffi ,kökum og kræsingum sem voru vel þegnar eftir langann göngutúr. Eftir það var spenningurinn orðinn svo mikill að það var rekið inn og farið að skoða og þukkla og því næst vigtað allt saman.
Það voru nú ekki margar rollur frá okkur þarna því þegar við vorum búnað reka inn kom í ljós að það voru 20 frá Knörr og Litla Kambi og svo var einnig frá Óla á Mýrum,Geirakoti,Gaul,Ólafsvík,Hellissandi og meira segja frá Agnari í Stykkishólmi.
Hér eru stóru pungarnir hennar Ronju sem fæddust 20 Mars enda eru hornin ekkert smá stór hjá þeim en þeir fengu nöfnin Beggi og Pakas á sauðburðinum. Ég hafði miklar væntingar um þá þeir eru undan Prúð hans Sigga og fæddust þrílembingar en einn drapst í fæðingu. Mér var þá sagt að svona fyrirburðar lömb væru oft slakari en hin því þau eru svo snemm fædd að þau fara að leggja fyrr af og þá er ekki eins gott að taka á þeim eins og hinum þannig að það verða kanski ekki neinar væntingar með þau sem fæddust svona snemma. Það kom nú svo í ljós að annar hrúturinn er gallaður hann er með trönu svo það verður ekkert úr skoðun á honum.

Hérna er hann Móri sem er undan Þrumu og Bjarka hans Gumma, það verður gaman að vita hverning hann kemur út. Það er einnig mórauð gimbur á móti honum.

Hérna er hún Hlussa með hrútana sína undan Topp sem voru á seinna gangmáli og fæddust ekki fyrr en 30 maí svo það er mikill munur á þeim og hrútunum sem fæddust í mars. En mér til mikilllar sorgar fór ég rúnt inn eftir í dag og var þá annar þeirra búnað vera afvelta út á túni og var steindauður og helvítis hrafninn náttúrulega búnað  fara í hann og plokka augun og gera gat á magann þeir eru svo fljótir að finna þetta uppi. Já útlitið er frekar svart þessa dagana það vantaði hrútinn undan Vafa hjá Aríel og svo vantar örugglega eina gimbur undan Hrímu hvíta sem ég ætlaði að skipta við Bóa á og hann fengi mína mórauðu en hann fær hana en ég verð bara finna einhverja aðra en svona gengur þetta það er ekki alltaf hægt að fá allt sem maður vill. Já til að bæta gráu ofan á svart þá náði Bói rjúpna unga sem hann var búnað vera með hjá hænunum og var aldeilis lukkulegur með hana en nei þá var hún dauð þegar hann kom til baka þegar við vorum búnað smala hafði kramist einhverstaðar á milli.

Það verður auðvitað að fylgja smá vandamál í smölun og festist einn bílinn sem var með kerruna til að ná í rollu sem gafst upp og var þá bara reddað því og dró Hannes á Leirárgörðum Emil upp svo það vandamál var fljótt úr sögunni. Hér má svo sjá Óla ,Snorra og Bóa aðstoða.

Hér er Bói og Siggi að halda kindinni sem gafst upp.

16.09.2010 19:09

Hrútasýning veturgamla á Mýrum 15 sept

Jæja það fór vel fram hrútasýninginn á Mýrum í gær og var þar saman komnir bestu veturgömlu hrútarnir á svæðinu. Það var vel mætt og mikill spenningur að fylgjast með stigun og þukkli hjá reyndum mönnum. Það var svo kjötsúpa að hætti Dóru og brauð með eggi úr búinu hans Bárðar og var það allveg til fyrirmyndar. Það var svo farið í úrslitin og var byrjað á kollóttu hrútunum og var það Gunnar á Kolgröfum sem skipaði fyrsta sæti þar og Óli Tryggvar í öðru en svo átti Gunnar á Kolgröfum líka þann sem var í þriðja. Í flokki hyndra hrúta var Óttar í fyrsta sæti með hrút sem var 87 stig og með 19 í læri feikilega góð skepna. Í öðru sæti var Moli frá okkur sem ég fékk hjá Önnu og Jón Bjarna og í þriðja sæti var Óli á Mýrum. Í flokki mislitra var hrúturinn Uppi sem vann í fyrra lambhrútasýningu mislitra í fyrsta og er í eigu Lalla. Í öðru sæti var Jensína og Andrés með hosóttan hrút. Í þriðja sæti var svo hann Rambó sem er í eigu okkar.

Vinningshafar í kollótta flokkinum.

Óttar með vinningshrútinn í hyrnda flokknum. Hann heitir Morgunn.

Hér er til hægri hrúturinn hans Lalla í fyrsta sæti og Jensína í öðru sæti og Emil með Rambó í þriðja sæti.

Ég varð að fá eina mynd af mér með Rambó sem stóð sig svo vel. Þ/F 100 kíló fótl 124,
ómv 37 ómf 6,5 lag 4,5.
Hér er stigunin á honum. 8 8,5 8,5 9 8,5 læri 17,5 ull 7 fætur 8 samr 9 alls 84 stig.

Hér er svo mynd af Mola sem var í öðru sæti. Hér er stigunin á honum.
8 9 8,5 9 9 læri 18,5 ull 7,5 fætur 8 samr 8 alls 85,5.
 Þ/F 91 kíló,fótl 117, ómv 36 ómf 6,2 lag 4,5.

12.09.2010 10:19

Hæsnakofinn hjá Freyju og Bóa og lambaskoðun hjá Bárði og Eiríki.

Það er sko búið að vera nóg að gera hjá Bóa við að byggja nýja hæsnakofann og er hann núna tilbúinn. Hann er allveg hreint snilldar smiður hann Bói og er kofinn allveg 5 stjörnu lúxus hótel fyrir hænurnar.

Hér má sjá lúxus hótelið hjá Freyju og Bóa.

Ég og Emil tókum svo rúnt inn í Grundafjörð og var Bárður búnað reka inn. Við fórum náttúrulega og skoðuðum hjá honum og var það mjög gaman maður er orðinn svo spenntur að bíða eftir að fara sækja féið og reka inn og skoða en það verður ekki fyrr en á næstu helgi hjá okkur. Það var mikið af fallegum sæðingum hjá Bárði, sérstaklega botnóttur hrútur og bíldóttur undan Grábotna þeir voru afskaplega þéttir og fallegir. Það er svo merkilegt að segja frá því að það var keyrt á sæðing hjá Bárði í vor. Bárður tók hann heim og spelkaði hann og náði hann að lagast því næst var honum keyrt inn í Hólm og hann settur út í eyju. Þessi hrútur var kominn til Bárðar í gær og leit bar mjög vel út og Dóra fór að skoða hann og gat hún engan veginn fundið að hann hafi nokkuð brotnað svo það hefur allveg gróið að fullu alger snilld. Ferð okkar var svo heitið til Eiríks og Hreins. Þeir voru að reka inn líka og var þar líka mikið af fallegum lömbum en þótti mér einn hrútur bera mikið af og ein gimbur þau voru svo svakalega þétt að aftann allveg boltar. Það var svo skoðað og þukklað og Óttar kom líka til þeirra að skoða.

Botni og Bíldótti hrúturinn undan Grábotna hjá Bárði.

Dóra með sæðinginn sem brotnaði og náði sér allveg.

Hjá Eiríki feikna fallegur hrútur.

Séður aftann frá allveg bolti.

05.09.2010 11:31

Rollurúntur

Jæja það fer nú að styttast í uppáhaldstímann hjá flestum bændum og er spenningurinn alltaf að magnast. Allavega hjá mér því það er orðinn vani eiginlega að fara næstum rúnt á hverjum degi meðan Benóný sefur og kíkja á rollurnar og skoða. Ég fór einmitt um daginn og náði þá nokkrum myndum af lömbum inn í Höfða og svo er voða gaman að rúnta fram hjá Hömrum hjá Bárði því þar er svo mikið komið inn. Það er svo skondið að segja frá því að það fæddist gimbur í vor undan Skrautu sem var eins og móbotnótt yrjótt einhver ólitur og kölluðum við hana Ösku en það hefur nú ræst úr henni því hún er orðin bara gul sem er miklu skárra en hún var. Svölugrána er svo með myndarleg lömb undan Svart sem ég fékk lánaðan hjá Hreinn og er hann Kveik sonur. Það er svo nóg að gera hjá Bóa með hænurnar og er hann að byggja svaka hæsnakofa ekkert smá flott heit og fórum við þangað um daginn og var hann þá með hanan Bóaling inni en Benóný var nývakanaður og leist ekkert á hann fékk bara hroll þegar hann kom við hann he he. Mér til mikillar vonsvikni þá er hún Aríel tvæfættlan mín með 2 lömb undan Vafa sem Eiríkur lánaði mér og einu lömbin sem ég fæ undan honum búnað tapa öðru lambinu því hún er bara með gimbrina en ekki hrútinn sem ég var að vona kæmi vel út til rækturnar en svona vill þetta oft verða ef maður er með væntingar um eitthvað ákveðið.
Regína Golsudóttir tvæfættla með gimbur.

Hrútur og gimbur undan Svölugránu og Svart kveik syni.

Virka falleg að sjá að aftann.

Hérna er svo hann Bólingur hani með Perlu.01.09.2010 20:07

Benóný byrjar að labba.

Jæja þá er litli strákurinn okkar ekki svo mikið lítill lengur því hann er byrjaður að labba út um allt hús og það sem er mest spennandi þessa dagana eru blómin mín og rótar hann upp moldinni og smakkar hana. Við erum sem sagt í því að skamma hann en hann setur bara upp striðnis svip og hlær. Við fórum í hestaferð seinustu helgi en ég tók ekki myndavélina með svo ég á engar myndir af henni en það var mjög gaman við fórum frá Búðum að Hofgörðum og þar var grillað og sumir gistu en við fórum bara heim um kvöldið og var Benóný hjá Huldu ömmu á meðan. Daginn eftir var svo riðið að Búðum aftur og hestarnir svo keyrðir heim.

Lukkulegur að elta Olíver um allt hús.  • 1
Flettingar í dag: 265
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330707
Samtals gestir: 14338
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 22:19:42

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar