Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2009 Október

30.10.2009 23:36

Þá er maður orðinn 9 vikna

Já tíminn líður litli kúturinn orðin 9 vikna og ég fór með hann í skoðun og það er bara allt fínt, hann er orðinn 5 kg og 61 cm á lengd. Hann er byrjaður að leika sér með dót fyrir ofan sig og slær í það að alefli fram og til baka voða gaman en hann er líka fljótur að láta heyra í sér þegar hann fær leið á því og vill fá að gera eitthvað annað svo ég held að það eigi ekki eftir að vanta skapið í þennan dreng enda ekki langt að sækja það he he emoticon. Annars er svo sem voða lítið að frétta nema Emil er byrjaður að róa en hann hefur nú bara komist einn túr því það er alltaf bræla. Já og svo er ég búnað bæta inn á síðuna titlinum Hestarnir okkar og Hrútarnir mínir svo endilega skoðið það. Það eru svo alltaf nýjar myndir af prinsinum reglulega inn í myndaalbúminu ég held ég sé allveg að tapa mér í myndagleðinni alltaf að mynda greyi barnið hann á eftir að hata myndavélaremoticon


Hey Whats up

Ó þeir eru svo sætir.

27.10.2009 14:49

Músaveiði

Á laugardaginn fórum við inn í sveit að gefa og voru þá rollur í hlíðinni og Siggi í Tungu hjálpaði okkur að ná í þær og kom í ljós að ein var frá Álftavatni og 3 frá Litla Kambi, það er allveg magnað hvað þær fara um langan veg stundum sérstaklega þegar þær eru að koma alla leið frá Gaul til okkar. Við fórum svo að gefa og Kara setti upp músagildru með sög upp í fötu og brauðmola upp sögina og oný fötuna og viti menn þegar við komum svo daginn eftir voru níu mýs í fötunni, svo við settum upp fleiri fötur og fórum svo aftur daginn eftir og það er sko heldur betur góð veiði því á tveim dögum er búið að veiða 32 mýs þetta er allveg ótrúlega mikið núna það virðist vera misjafnt milli ára því í fyrra var ekkert en í hitti fyrra var allt fullt.  Á sunnudaginn fór ég í göngu með Benóný niður á Dvalarheimili og tókum við Leif út að labba og fórum upp í blokk til Huldu í heimsókn og var Leifur bara hinn hressasti og hafði gaman af og fylgdist vel með litla stráknum.


Músabanarnir Selma og Karítas

Afköstin af fyrstu veiðinni.
Í heimsókn hjá Huldu ömmu, Benóný og Leifur

22.10.2009 17:48

Benóný töffari

Hæ ákvað að setja hérna smá töffara myndir af gæjanum, hann er orðinn svo mannalegur farinn að hjala á fullu og halda haus svo vel og líka farinn að reyna að grípa í hluti. Það eru svo nýjar myndir í albúminu og líka nýjar gamlar rollumyndir.


Herkúles þegar hann var lambhrútur.

20.10.2009 14:29

Benóný og fyrsta hrútasýningin

Jæja þá er prinsinn orðinn 2 mánaða og svo fór hann á sína fyrstu hrútasýningu og hafði gaman af, hann svaf og svo þegar hann vaknaði brosti hann bara til allra voða gaman. Hjarðarfellsbúið fór með sigur á sýningunni og vann skjöldinn og var einnig í 2 sæti og svo fékk það líka verðlaun í hinum flokkunum svo þetta er stórkostlegur árángur hjá þeim. 
Verðlaunahafarnir voru þessir fyrir hvíta hyrnda :
1 sæti Guðbjartur á Hjarðarfelli
2 sæti Guðbjartur á Hjarðarfelli
3 sæti Kristján á Fáskrúðarbakka
Kollóttir
1 sæti Eiríkur
2 sæti Guðbjartur á Hjarðarfelli
3 sæti Guðlaug á Hraunhálsi
Mislitir
1 sæti Anna Dóra
2 sæti Gísli á Álftavatni
3 sæti Guðbjartur á Hjarðarfelli


Þeir voru Hrútalegir saman Bárður og Benóný.


17.10.2009 01:37

Klár gimbur

Við fórum á fimmtudagin til Gumma, og náðum í gimbrina sem að Helgi Kristjáns gaf mér og ekki gekk það áfallalaust fyrir sig, það byrjaði þannig að við misstum allar kindurnar af túninu og þurftum að smala þeim öllum aftur inn og eintómt vesen. En ekki nóg með það heldur þegar við settum gimbrina inn í bílinn hjá Gumma, var hún alls ekki sátt með að fara inn í bíl með framsóknarmanni og var fljót að stökka út úr bílnum, og ekki notaði hún hurðina heldur hliðarrúðuna sem hún braut með tiltrifum. En sú saga endaði með því að henni var skelt aftur inn í bíl og þurfti Emil, að halda í höndina á henni alla leið inn í Mávahlíð. Stór dagur verður á morgun, þegar hrútasýningin á Bergi gengur í garð, og verður það vonandi gaman, því við höfum titil að verja þar. En við munum segja ykkur meira frá því á morgun                                                                                                                                                             En takk fyrir okkur í bili Benóný vill vera miðpunktur athyglinnar og er öfundsjúkur út í tölvuskjáinn, þannig góða nótt.

Hérna er svo hún Rauðhetta

Hérna er svo bíllinn hans Gumma

Hérna er svo æðsti strumpurinn.

14.10.2009 23:38

Hverjum er ég líkur?

Jæja nú er ég búnað setja myndir af bæði mér og Emil þegar við vorum lítil svo nú getið þið skoðað og kommentað hvað ykkur finnst , það eru mjög skiptar skoðanir hverjum Benóný er líkur og segja margir að hann sé líkur Leif afa sínum eða Magga bróðir en svo eru aðrir sem segja að hann sé líkur Steina frænda Emils svoleis er nú það. Svo um að gera skoðiði og kommentið hva ykkur finnst.


Emil lítill

Dísa lítil

Benóný Ísak 

13.10.2009 17:47

Í fjárhúsunum með mömmu

Hæ núna fékk Benóný að fara aftur í fjárhúsin að skoða kindurnar og kynnast hrútunum og voru þeir vel forvitnir að skoða þessa litlu veru. Lömbin eru komin inn og lambhrútarnir og það var búið að opna rúllu svo við látum þau bara vera inni og hafa það gott, það er líka svo gaman að fara að gefa þeim og spekja þau. Við fórum í göngutúr í dag í góða veðrinu og kíktum á pabba niður á dvalarheimili og tókum hann með í göngutúr rosa stuð.10.10.2009 01:42

Ótitlað

Allveg hundleiðinlegt veður alltaf þurfti meira segja að taka rollurnar bara inn og hafa þær allavega inni á meðan veðrið gengur yfir það þykir nú heldur snemmt að þurfa að taka þær inn núna en jæja það var allt á kaf í snjó og svo er bara rigning og rok núna en maður hefur það nú bara kósý heima og kveikir upp í arininum þegar svona veður er. Benóný stækkar og stækkar með hverjum deginum og ég held að það meigi nú fullyrða að hann verði með blá augu eins og pabbi sinn. Hér koma svo rúsínu myndir af prinsinum.


07.10.2009 01:53

Kúturinn orðinn 6 vikna

Jæja þá er kúturinn orðinn 6 vikna og dafnar bara vel hann fór í skoðun í dag og er orðinn 4460 gr og 58 cm. og allt í fínu lagi. Ég setti hann út í vagn að sofa í dag og hann svaf allveg í 4 tíma voða duglegur,það var líka fínt veður í dag ekki eins og í fyrradag þá snjóaði á fullu hlussu snjókornum svona jólasnjó en ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna en það eru komnar fullt af nýjum myndum í myndaalbúmið eldgamlar myndir og svo myndir úr hestaferð sem var farið í sumarið 2008 svo náttla fleiri af Benóný svo endilega kíkið og skoðið.
Hér er æðsti strumpurinn á heimilinu.

Varð að setja eina mynd af jólasnjónum.

04.10.2009 22:25

Reykjavíkurferð

Jæja það er búið að vera nóg að gera um helgina við skelltum okkur í bæinn að sýna litla gull molann og var farið fyrst til Jóhanns frænda og skoðað nýja hundinn hans og tók hann vel á móti okkur og sleikti Benóný í framan og hann var nú ekki allt of hrifinn og fór að grenja og skildi ekkert í þessu hvað þetta væri. Jæja svo næst fórum við að heimsækja Emil afa og var hann að hitta litla í fyrsta sinn og var mjög stoltur af honum svo fórum við til langömmu og langafa í Hafnafirðinum og voru þau rosalega ánægð að sjá hann og Steini og Jóhanna elduðu svo læri heima hjá Dagmar og Jóni og við vorum í mat rosalega fínt. Síðan lá leið okkar til Fríðu og Helga og þau voru bara mjög hress og glöð að sjá litla frænda.  Í dag fór Benóný svo í fyrsta sinn út í vagn og í göngutúr og var farið að heimsækja afa og Ragga á Dvalarheimilið og var afi rosa stoltur að sýna öllum litla prinsinn og það lifnaði yfir öllum að sjá svona lítið kríli og auðvitað lét hann aðeins vita af sér og öskraði smá fyrir þau og Raggi fékk loksins að sjá litla frænda sinn, hann var búnað bíða spenntur eftir því og var rosalega glaður að hitta hann loksins. Jæja þetta er komið gott og það eru nýjar myndir í albúminu.

Emil og Benóný með Skugga.

Sætir saman Raggi frændi og Emil með Benóný.

02.10.2009 22:44

Benóný og nýjar skírnarmyndir frá Óla

Jæja tíminn flýgur áfram bara kominn október og Benóný stækkar með hverjum deginum. Hann er búnað vera mikið í bílnum upp á síðkastið því það er búið að vera svo mikið rollustúss og það var verið að slátra í gær hann Agnar kom og slátraði fyrir okkur og Emil og Bói hjálpuðu honum og Maja sá um inneflin því prinsinn vaknaði og ég gat ekki verið viðstödd meira. Það var slátrað 23 lömbum og var meðalvigtin 25 kg einu meira en í fyrra sem er mjög gott bara. Óli tók fyrir mig myndir í skírninni og var ég að setja þær inn núna svo þið getið séð þær í nýjasta myndalbúminu.

Benóný brosti svona fallega til Freyju ömmu og Bóa afa í kvöld þegar þau komu.

Varð að setja þessa með þeir eru svo sætir feðgar.
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 233
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 331689
Samtals gestir: 14673
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 08:02:18

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar