Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2012 September

28.09.2012 09:00

Sölufé, Stigun í Lambafelli og ásettningur hjá Gumma.

Þetta er hann Golíat Boga sonur veturgamall og varð í þriðja sæti á hrútasýningu veturgamla á Mýrum. Móðir hans er Flekka 07 005 frá Mávahlíð.

Hann er stigaður svona : Þungi 101 fótl 124 ómv 34 fita 8,3 og 4 í lögun.

8 85 9 9 85 17,5 85 8 9 Alls 86 stig. 
Hann er til sölu svo áhugasamir hafi samband í síma 8419069 Dísa.

Maja systir á svo einn alhvítan lambhrút sem er stigaður upp á 87 stig tvílembingur undan Týr og Stjörnu hann stigaðist svona : Þungi 52 fótl 110 ómv 28 fita 2,8 , lögun 4,5

8 9 9 85 9 18 9 8 85 alls 87 stig

Hann er til sölu og við rekum inn seinni partinn í dag svo þeir sem hafa áhuga komið og kíkið eða hafið samband við Maju í síma 8919292 hann verður bara seldur innan svæðis því Maja er ekki með sölu leyfi utan svæðis.


Þessir bræður eru undan Botnleðju sem er undan Grábotna og faðir þeirra er Toppur.  
Sá hosótti er 84 stig með 17,5 í læri og sá bíldótti er 84,5 stig og með 18 í læri þeir eru báðir til sölu ef einhver hefur áhuga.

Þetta er Grábotna sonur með 84 stig og 30 í ómv tvílembingur og er 61 kíló og 4,5 fitu
og 4 í lögun. Stigun : 8 9 9 9 85 17 8 8 Alls 84 stig. Hann er til sölu líka.

Setti þessa lambhrúta inn að ganni ef einhver hefði áhuga því þeir eru vel gerðir en 
annars fara þeir á sláturbílinn á sunnudaginn.


Stigað var inn í Ólafsvík í lambafelli þann 24 sept og voru það þeir Lárus og Torfi ráðanautar sem komu og stiguðu. Bændurnir í lambafelli voru með mörg falleg lömb og fengu flotta útkomu og svo komu Jóhanna og Óskar úr Bug líka og fengu líka fína útkomu.

Það kom rosalega vel út hjá Gumma Óla hann fékk nokkrar gimbrar yfir 30 í ómv og svo Guffa son sem hann setur á sem er með 32 í ómv og 18 í læri.

Hér er sýnishorn af ásettnings gimbrunum hjá Gumma og er þetta rosalega flottur hópur.

Guffa sonurinn hans sem er 85 stig með 32 ómv og 18 í læri. Það eru svo fleiri myndir af 
stiguninni og ásettninginum hans Gumma hér.
Það var svo líka stigað út á sandi og kom það allveg geggjað út hjá Óttari og Þórsa þeir fengu 2 með 19 í læri undan Klett og Óttar fékk svo annan Klett son með 18,5 læri 10 í bak og 37 í ómv. 2 gimbrar með 19 í læri og slatta með 18,5 og 18 svo hann verður ekki í vandræðum að velja lífgimbrar nema það verður kanski erfitt að velja á milli þær eru allar svo góðar hjá honum. Ég óska þeim til hamingju með þessa glæsilegu útkomu.
Klettur Kveik son er svo sannarlega að gefa svakalega vel gerð lömb.

Jæja þetta er allt að smella saman hjá okkur við rekum inn í dag seinni partinn og svo fengum við Ragga hennar Hafdísar til að hjálpa okkur að slátra því sem verður slátrað 
heima á morgun og svo kemur sláturbílinn á sunnudaginn.

Svo það verður að hafa hraðan á að klára velja ásettningin og reyna selja það sem gott er svo það endi ekki í sláturbílnum en það er svo sem í lagi þá fæ ég bara gott mat á sláturféið í staðinn fyrir að setja bara það lélagasta.

Ég er allveg að verða rugluð í sambandi við Gosa soninn minn sem stigaðist svo vel eftir frjósemismatið sem kom fram nú á dögunum hér og ekki kom það betur út fyrir Borða 
svo hvað á ég að gera með einn veturgamlan undan Borða síðan í fyrra hann Brimill
en hann var að gefa mjög fínt núna hjá mér. Já þetta er stór spurning.


Hér er svo stórgrípurinn undan Gosa hann stigaðist svo vel að ég var allveg í skýjunum
en nú veit ég ekki mitt rjúkandi ráð hvað ég eigi að gera en ég verð að eiga hann ég get 
ekki annað með þessar tölur en reyndar er hann aðeins feitur en hann gekk einn undir og er 62 kíló en það er bara svo rosalega gott landið inn frá að það er erfitt að ná fitunni niður en það er svona smá saman að gerast því ég fékk mun minni fitu á lömbin í ár heldur en í fyrra. Svo hvað segið þið kæru lesendur verð ég ekki að eiga hann og prófa ?

þungi 62 fótl 109 ómv 33 fita 4,5 lögun 4,5

Stigun 8 9 9 9 9,5 19 8 8 8,5 Alls 88 stig.

Kveð afar ráðvillt að sinni emoticon24.09.2012 00:27

Réttað í Ólafsvík og fleira

Það var smalað og réttað í Ólafsvík um helgina og var það mjög skondið að sjá hverning rekið var inn í réttina þar eða eigum við ekki að segja að það þurfti ekki að reka inn. Því það var komið með fulla poka af brauði og rétt Brynjari og svo fór hann og hristi pokann og þá komu allar rollurnar hlaupandi til hans og eltu hann inn í réttina allveg yndisleg sjón emoticon

Hér eru þeir Brynjar og Óli bændur í lambafelli að leiða hópinn inn í réttina.

Sumar voru frekar og ætluðu sko aldeilis að fá bitan sinn og príluðu upp á Brynjar. 
Já það þarf sko ekki að reka í þessar réttir. Allveg tær snilld að sjá þetta.

Guðmundur Ólafsson smalakóngur tók sig vel út með stafinn.

Hinrik Pálsson lét sig ekki vanta í réttirnar enda réttin skírð eftir honum.

Nú er verið á fullu að spá í ásettningnum og er það erfitt val og set ég ekki á allar þessar best dæmdu því ég er líka að spá í ættunum,lit,mjólkurlagni og frjósemi og þetta er erfiðara val en ég hélt. Þessi er ein af ásettnings gimbrunum og er hún með mesta ómv af þeim sem er 34 en hún náði ekki 18 heldur er með 17,5 í læri og 9 framp og er hún þrílembingur undan Dóru og Topp. Ég missti Topp í sumar og hann gaf svakalega mjólkur kindur svo ég verð að halda í gimbrarnar hans. 

Spennandi dagur framundan það verður stigað í Ólafsvík og Hellissandi í dag eftir hádegi og ég gleymdi að láta stiga Hróa soninn minn og einn hosóttan undan Topp svo ég fæ að bæta þeim við hjá Gumma á morgun.

Jæja segjum þetta gott í bili. Það eru svo myndir hér af réttunum og fleiru með því að smella með músinni hérna.

21.09.2012 21:50

Stigað hjá okkur og Hrútasýning veturgamla á Mýrum.

Þá er stundin runnin upp og spenningurinn búinn þetta árið. Já það er allveg ótrúlegt hvað maður bíður í mikilli eftirvæntingu eftir að fá dóma á lömbin þetta er allveg eins og maður sé orðin lítill krakki á ný að bíða eftir jólapökkunum.

Hrútasýningin á Mýrum var sama dag og það var stigað hjá okkur svo það var svolítið stress í gangi að enda að stiga hjá okkur og fara svo beint inn á Mýrum en það fór bara mjög vel. 
Steini frændi Emils gerði kjötsúpuna fyrir mig og Freyja og Jóhanna sáu um að koma henni inn að Mýrum og hita upp í henni. Bárður og Dóra sáu svo um að redda fyrir mig kaffinu og því sem var í kringum það svo þetta gekk bara allt saman ljómandi vel.


Hér er Anna Dóra með besta veturgamla hrútinn á Sýningunni 2012 undan Borða.
Ég bloggaði svo stiganirnar og hina verðlaunahafana inn á Búa síðunni og getið þið nálgast það með því að klikka hér.

Veturgömlu hrútarnir mínir komu svo bara mjög vel út nema að það gleymdist að setja Brimil í uppröðunina og jafnvel Storm miðað við stigun en það fór bara fram hjá Árna óvart og ég hafði ekki kjark í að spurja hvort hann ætti að vera því ég hélt að hann hefði ekki náð svo þegar ég fékk stiganirnar um efstu hrútana sagði hann við mig að hann hafi gleymt honum því hann hafi auðvitað átt að vera í uppröðuninni en hefði samt ekki náð í fyrstu 3 sætin.

Stormur Kveiksonurinn minn var sérstaklega skoðaður um munnin út af trönunni sem lambhrútur og var hún allveg horfin hann stigaðist svona 

Þungi 84 fótl 120 ómv 36 fita 6,1 og lögun 4

8 8,5 8,5 9 9 18 8 8 8,5 Alls 85,5 stig

Týr var barinn í vetur og er búnað vera ónýtur í fótunum síðan og liggur alltaf mjög mikið og var allur út míginn þegar við rákum hann inn svo ég verð örugglega að lóa honum hann er undan Mána og hann stigaðist svona

Þungi 79 fótl 122 ómv 32 fita 5,9 og lögun 4

8 8 9 8,5 8,5 17,5 7,5 8 8,5 Alls 83,5 stig.

Brimill er undan Borða og stigaðist svona

Þungi 110 fótl 120 ómv 37 fita 9,9 og lögun 4

8 8,5 9,5 9 9 18 8 8 8,5 Alls 86,5 stig.

Golíat sá kollótti er undan Boga og varð í 3 sæti í kollóttu hrútunum stigaðist svona

Þungi 101 fótl 124 ómv 34 fita 8,3 og 4 í lögun

8 8,5 9 9 8,5 17,5 8,5 8 9 Alls 86 stig.

Jæja þá er að segja frá stiguninni á lömbunum eruði tilbúin að heyra það he he.
Ég var ekki vongóð fyrst gimbrarnar byrjuðu ekki vel bakvöðvin var læðstur 24 og bættist svo upp í 34 mest en full margar voru með undir 30. 11 gimbrar af 40 voru með 30 og yfir.
8 af 40 voru með 18 í læri og ein með 18,5 svo þetta var ekki næstum eins góð útkoma eins og var í fyrra en ég er súper sátt við hana því allar gimbranar sem ég var að vona að kæmu vel út komu það og þá er bara líka auðveldara fyrir mig að setja ekki margar á og svo sel ég einhverjar og svo rest í sláturhús.

Hrútarnir byrjuðu líka illa það var svo lélegur ómv að ég ákvað að þeir sem næðu ekki 28 væru ekki stigaðir svo af 23 sem ég ætlaði að stiga voru 7 hentir frá og 16 í heildina stigaðir. 10 mislitir og 6 hvítir. 9 af 16 voru með 30 og yfir í ómv mest 33 en það var hæðst 36 í fyrra svo það er mun slakari vöðvi. 5 voru með 18 í læri og einn með 18,5. Svo gerðist þetta stórkostlega kraftaverk að ég fékk loksins 19 í læri á Gosa soninn minn gullhrútinn eins og ég er búnað kalla hann síðan hann fæddist og hann stendur undir því nafni og fékk hann 88 stig já og þá gat ég brosað allann hringinn og spáði ekkert meira í hinu sem var ekki nógu gott því nú er margra ára markmiði loksins náð he he.
Það var svo einn með 87,5 stig, einn 87, tveir með 86,5 og einn með 86 og einn með 85,5 og einn með 85 og þrír með 84,5 og svo neðar.

Ég set Gosa soninn á sjálf en er enn með valkvíða yfir að finna hvaða flekkótta hrút ég á að setja á því annar er botnuflekkóttur svakalega fallegur á litinn en er 84,5 stig og svo er annar sem er 85,5 og er gráflekkóttur ekkert svaka flottur litur en þetta eru báðir Topps synir svo það verður að greina á milli þeirra næst þegar ég rek inn.

Jæja ég kveð með bros á vör og minni á réttirnar á morgun inn í Ólafsvík og Hellissandi.
Það eru svo myndir inn í myndaalbúmi af stiguninni og hrútasýningunni.

17.09.2012 22:07

Smalað Svartbakafell og rekið inn í Tungu.

Jæja þá er þessi dýrðardagur tekinn enda. Það gekk rosalega vel að smala og reka inn í Tungu þrátt fyrir að fénu hafi aldrei verið rekið þar inn það var bara eins og þær hefðu alltaf farið þangað. Það þurfti aðeins að passa þær fyrir ofan Tungu að þær færu ekki aftur upp en því var fljótt reddað enda nógur mannskapur að smala.

Hér runnu þær vel í áttina að Tungu fjárhúsunum.

Sumar fengu far með fyrsta farrými.

Hér er verið að reka inn í nýju réttina hjá Sigga og inn í fjárhús. Það er nú orðið þó nokkuð langt síðan að svona mikið af fé var rekið þar inn enda var líka mikið af ókunnugu í þessu líka sem var frá Friðgeiri á Knörr,Óla á Mýrum og Gaul.

Hér eru Freyja og Bói með litla graslambið hennar Birtu gemlings sem dó snemma í vor og auðvitað verður hún dekruð vel í vetur. Það er svo skondið að segja frá því að Aríel 
sem lét í vor og varð svo bara geld og ónýt tók lambið að sér og það fylgir henni allveg 
og hún jarmar eftir því eins og það sé bara hennar lamb ekkert smá fyndið.

Hér er verið að skoða hrútana hans Sigga undan Svört tvævettlu og Grábotna. Já það 
verður ofurspennandi að sjá hvor stigast betur. Þeir voru 63 og 64 kíló svo þarna er ekkert 
smá mjólkurbú á ferðinni.

Ég fann svo loksins Gosa soninn minn sem var búnað villast undan Rollunni og ég hélt
að hann væri glataður en sem betur fer var svo ekki. Þeim leist mjög vel á hann og verður gaman að sjá hvað kemur út úr stiguninni á honum.

Hér er Grábotnasonur, þrílembings gimbur á móti bildótta hrútnum undan Gosa og svartur hrútur undan gemling og Týr. Birgitta ef þér langar í þann flekkótta unda Grábotna þá er ég meira segja búnað gera hann spakan fyrir þig he he svo nú er bara vona að hann stigist vel. Hann er undan svarkápóttri kind svo hann ætti að gefa flotta liti hann vigtaði 61
kíló og gimbrin á móti 56 kíló svo Kápa er mjög mjólkurlagin enda undan Topp.
Það eru svo fullt af myndum hér af smöluninni og kindunum.

Við fengum allt fé af fjalli nema einn hrút og ég var búnað telja hann af en þá til allra hamingju hringdi Anna Dóra á Bergi og sagði okkur að hann væri hjá sér svo við sóttum 
hann í dag. Þannig að okkur vantar ekkert en Sigga vantaði eina gimbur.

Vigtin hjá okkur kom allveg frábærlega út. Þyngsta var 65 kíló og var það annar mórauði hrúturinn hennar Þrumu og undan Mugg hans Lalla. Léttast var 34 kíló lamb undan gemling sem bar 4 júní. Meðalvigtin af því sem við vigtuðum var 47,6 kíló.

Jæja ég byrjaði ekki starfið mitt vel sem formaður mér tókst að klúðra fyrstu auglýsingunni
sem ég gerði um Hrútasýningu veturgamla með því að gleyma að setja inn daginn og dagsetninguna heldur skrifaði bara kl hvað og hvar hún væri já maður er stundum einum og fljótfær á sér og ég var meira segja búnað dreifa á alla staði og engin tók eftir neinu það var ekki fyrr en ég fór til hennar Jensínu að hún tók eftir þessu og þakka ég henni allveg kærlega fyrir það svo ég gat leiðrétt þá sem eftir voru og bætt deginum við og hringt í hina til að láta vita. Ég bið því félaga Búa að fyrirgefa mér þessi mistök en annars er líka auglýsing um sýninguna inn á Búa vefnum.

Ég minni því á að Hrútasýning veturgamla verður á Mýrum kl 5 FIMMTUDAGINN 20 SEPT
Segjum þetta gott í bili ég er orðin allt of spennt fyrir stiguninni á fimmtudaginn og sýningunni og öllu saman þess vegna verður maður allveg kolruglaður he he.

12.09.2012 18:24

Smalað Höfðann og Móra Óskars í Bug kemur.

Ég bara gat ekki beðið á mánudaginn var svo mikið af féi komið niður og allt á sama stað inn í Höfða sem við áttum og einnig var allt fullt inn í Mávahlíð fyrir utan girðinguna sem innan. Svo ég og Emil fórum og létum mömmu passa börnin og lögðum svo af stað. Við byrjuðum á því að fara inn fyrir Höfðann og Bárður kom okkur til aðstoðar og við rákum þær áleiðis úteftir. Bói,Freyja og Maja skárust svo í leikinn þegar þau voru búnað vinna og gekk þetta allveg eins og í sögu þær runnu bara inn í girðingu og inn í hús í Mávahlíð. Þá var komið að því að keyra allt saman út í fjárhúsin í Tungu og fengum við Bárð til að keyra með sína kerru og svo var Bói með kerruna hans Gumma Óla og svo Emil með kerruna okkar. Þetta tók dágóðan tíma enda 100 og eitthvað kindur og ekki nema 3 ókunnugar sem voru Steinka hans Bárðar,Kjamma hans Óla á Mýrum og ein frá Önnu Dóru sem hún fékk hjá mér.

Hér eru þær að renna inn í rétt og inn í fjárhús í Mávahlíð.

Verið að setja upp á kerru og keyra inn í Tungu.

Hér er ein gimbur undan Grábotna. Ég náði annars ekki mikið af myndum því stuttu eftir að við vorum búnað keyra allt upp á Tungu voru börnin að gera ömmu sína vitlausa og ég varð að fara heim og missti allveg af að skoða þau en ég geri það á laugardaginn þegar við erum búnað ná öllu heim og rekum inn. Ég er orðin svo spennt að ég get ekki beðið eftir að helgin bresti á.

Og nei gat ekki beðið við sáum þessar inn á Rifi í dag og náðum þeim inn í Mávahlíð og keyrðum þær svo inn í girðingu í Tungu. Þetta er Frigg gemlingur með gimbrina sína undan Storm,Snotra með lömbin sín,Snælda með gimbrina sína og Svana sem missti lambið sitt í sumar að afvelta.

Það er svo skondin saga að segja frá því að þegar við vorum að rúnta í gær sáum við Móru gömlu inn í Bug sem Jóhanna er búnað vera reyna ná og bíða eftir að komi inn í tún hlaupa niður hlíðina og bíða við hliðið. Við ákváðum því að kíkja á Óskar og segja honum frá því og fengum hann til að koma með okkur að kíkja á hana því við vissum að það þýddi ekkert fyrir okkur að reyna reka hana inn þvi hún er svo stygg og þekkir okkur ekkert. Hann fór svo með Emil og þeir voru á bílnum hans Óskars því Móra þekkir hann.
Þegar Móra sér bílinn hleypur hún til þeirra og Emil hugsar hver ansk nú æðir hún fram hjá okkur og við missum hana en nei sú gamla hleypur til Óskars og stoppar þar og gæðir sér á brauði. Óskar labbar svo bara rólega í átt að hliðinu og lokkar hana inn og hinar kindurnar sem voru með henni. Mér fannst þetta allveg mögnuð sjón. Hún er svo mikil karekter þessi rolla hún er orðin 13 vetra og er með þrílembinga undan Bjart og er alltaf jafn frísk og gefur ekkert eftir.

Hér hljóp hún til Óskars.

Hér elta þær hann inn í girðingu Óskar sem er held ég 84 ára er allveg í góðu formi að labba með þær inn. Þetta er sko draumur að vera svona í ellinni með rollunum sínum.

Hér er svo drottningin hún Móra með þrílembingana sína komin í sinn heimahag.

Jæja þetta er komið fínt hjá mér í bili ég hlakka til að blogga næst og ná góðum myndum af lömbunum þegar það verður búið að smala um helgina. Hér eru smá myndir sem ég náði núna inni hér.

09.09.2012 12:08

Fundur,Móra kemur og Bárður rekur inn.

Það var haldinn fundur hjá Búa í Fákaseli í Grundarfirði núna um daginn. Þar var farið yfir það helsta sem er frammundan eins og Veturgömlusýninguna sem verður haldin að Mýrum 20 sept kl 5 að öllu óbreyttu. Það voru sett á félagsgjöld og ferðagjald svo það verður hægt að fara skipuleggja skemmtilegar ferðir.

Bárður lét af störfum sem formaður og var klappað vel fyrir honum fyrir vel unnin störf.
Ég var plötuð til að taka við sem nýr formaður og vonandi get ég staðið undir því en ég fór líka framm á að fá hjálp af meistaranum  honum Bárði og verður hann mér til aðstoðar.

Ég lagði framm tillögu að hafa Fegurðarsamkeppni gimbra og var tekið vel í það. Nú þarf bara að ákveða stað og stund og gera reglur um það.

Móra lét svo loksins sjá sig og birtist allt í einu inn í túni með mórauðu hrútana sína.

Hér er ein sem ég náði af þeim bræðrum svo Hannes spennan magnast að fara að stiga og sjá hvort annar þeirra sé ásettningshæfur.

Hér er einn fallegur undan Mollý og Brimil frá Maju.

Er svo hrifin af þessari frá Emil hún er undan Frigg og Storm Kveiksyni hún virkar allveg rosalega breið á framan og stendur svo fallega gleitt.

Hér eru hrútarnir hennar Mýslu eða sá flekkubotnótti er þrílembingur undan Dóru og Topp og villtist undir í sauðburðinum og gimbrin frá Mýslu fór undir aðra. Sá hvíti er undan Mýslu og Týr.

Bárður tók svo forskotið og rak inn í gær og auðvitað var okkur boðið að koma og kíkja.
Þar var góður hópur manna mættur eins og Eiríkur Helga, Hreinn , Óttar og svo ég og Emil og Gummi Ólafs kom með okkur.

Hér er tekinn forsmekkur á skoðunina og lýst mönnum vel á lömbin yfir heildina. 
Óttar og Eiríkur skoða hér. Það eru skemmtilegir tímar frammundan og spennan magnast.

Hér er einn fallegur Gosa sonur sem þeim leist svo vel á.

Jæja þetta verður rosalega gaman að fylgjast með stigun á þessum flottu lömbum og fara reka inn hjá okkur sem við gerum næstu helgi. Gæti jafnvel verið að við tökum eitthvað í vikunni sem er í kring um Tungu í túninu.
Það eru svo myndir af þessu öllu hér.

03.09.2012 15:27

Girðingarvinna,Gert klárt fyrir smölun og rollurnar.

Jæja allt búið að vera á fullu um helgina að reka niður staura ,strekkja net og negla og labba upp og niður brekkurnar. Það var girt um 800 metrar á laugardaginn og svo rest á sunnudaginn held að það hafi verið um kílómeter sem fór af neti og var þetta í kringum túnið í Tungu svo nú er orðið þessi fína rollugirðing tilbúin til að láta reka inn. Vandamálið verður hins vegar hvort þær rati út í Tungu því þær hafa alltaf verið reknar inn í Mávahlíð en girðingin þar er orðin svo léleg að ekkert helst þar inni svo er líka bara miklu betra að hafa þær þar sem þær eiga að vera og geta rekið þær inn í flottu fjárhúsin í Tungu. Svo allt er að verða reddý búið að moka undan og girða nú er bara að dúttla við að setja hlera á staurana við húsið og gera smá rétt þá verður þetta allveg glæsilegt.
Við smölum svo 15 sept og það verður stigað hjá okkur 20 sept.

Við fengum smá rigningu á okkur á laugardeginum en það stytti upp á milli svo beið okkar heitur matur í hádeginu og kaffi og kökur í kaffinu hjá Gerðu ekkert smá flott.

Hér eru Bói og Emil að negla.

Hér er svo Botnleðja með hrútana sína undan Topp.

Hér eru Mola og Snotru afkvæmi.

Önnur mynd af Topps sonunum og Botnleðju en þeir eru fallega bollangir enda er Botnleðja líka Grábotna dóttir svo þeir hafa lengdina í báðar ættir.

Gimbur undan Kríu og Storm.

Þessi er undan Frigg og Storm.

Litlu traktors ormarnir mínir sem eru farnir að slást um að fá að sitja í traktornum.
Jæja kæru vinir það eru svo fullt af myndum af þessu öllu saman hér.

  • 1
Flettingar í dag: 253
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 233
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 331766
Samtals gestir: 14677
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 09:28:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar