Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2016 Júní08.06.2016 12:46Lömbin hjá Óttari á Kjalvegi.![]() Ég fór til hans Óttars um daginn til að skoða og taka myndir af lömbunum. Hann steig út úr bílnum og kallaði á þær og þá komu þær hlaupandi til hans. Svo indælt að sjá. ![]() Þetta er þrílemba hjá honum og gengur með sín þrjú undir annars var vanið undan hinum þrílembunum hans og ganga þær með 2. ![]() Fallegar kindur hjá honum. ![]() Hér er ein með hvít og væn lömb. ![]() Fallegir litir. ![]() Hér er hópurinn að nálgast okkur. ![]() Hér er einn kynbóta hrútur á ferð sýnist mér. Rosalega þykkur og flottur. ![]() Skemmtilegt að sjá allar þessar útgáfur af litum. ![]() Þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér, mér finnst hún svo falleg þessi kind. ![]() Hér er svo ein með svört lömb. ![]() Þessi gemlingur er í eigu Kristins Bæjarstjóra. ![]() Stórir og vænir gemlingar hjá honum. ![]() Hér er svo verið að bera á hjá honum. Þórsi og Jói hér að setja á áburðar dreifarann. Það eru svo fleiri myndir af rollunum hjá Óttari hér inn í albúmi. 08.06.2016 12:23Sauðburði lauk 1 júní.![]() Það var hún Lukka gemligur sem lokaði sauðburði í ár og hin gemlingurinn sem var með henni er geld en var sónuð með lambi svo hún hefur látið. Lukka lokaði sauðburði með þessari hvítu gimbur undan Drjóla Hæng syni frá Sigga í Tungu. ![]() Benóný lét undan mömmu sinni stundum og hafði gaman af að koma og halda á lambi. ![]() Fíóna með svarta sinn sem var fótbrotinn og spelkaður og hér er búið að taka af honum og það hefur tekist mjög vel því hann er góður sem aldrei fyrr og hleypur um allt. ![]() Þessar skvísur voru 66 ára 18 maí. Hulda Maggý og Hafdís Auður tvíburasystur. ![]() Flotti strákurinn okkar hann Benóný Ísak hefur nú klárað 1. Bekk. ![]() Seinustu ærnar komnar út Hexía og Lukka gemlingar. ![]() Gæf hún Lukka hennar Jóhönnu að koma og gæða sér á köku hjá stelpunum. ![]() Eldey gemlingur með fallega dökkmórauðann hrút undan Styrmi. ![]() Dúfa með hrútana sína undan Skara. ![]() Gimbur undan Huldu og Krapa. ![]() Embla að klappa Dúfu. Þær héldu sig allar inn í Mávahlíð í skjóli við húsið um daginn í ógeðslega veðrinu. Það var svo hífandi rok og rigning í langt um 4 daga samfleytt. Ég hef ekki séð neitt vanta nema kanski einn tvílembing undan gemling sem hefur ábyggilega tapast í veður ofsanum annað hvort í fyrra rokinu eða seinna sem kom svo vikuna eftir en varði bara í 2 daga. Jæja nú erum við komin í sumarfrí og við tekur að taka rúnt á hverjum degi og fylgjast með að lömbin og kindurnar séu ekki á veginum og auðvitað á eftir að þrífa fjárhúsin líka og taka til þar. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu. 08.06.2016 12:15Lömb hjá Gumma Óla![]() Fór í heimsókn til Gumma í Maí og það er sko vel litadýrð hjá honum. Þessi ær á þessi 3 flekkóttu lömb. ![]() Gaman að skoða svona flottan hóp. ![]() Þessi heitir Hlíð og er í eigu Þurý og hún var fjórlembd og þau lifðu öll. Þau eru öll jöfn og fín stærð á þeim Gummi er nýbúnað taka eitt undan henni svo hún er með þrjú núna. ![]() Það eru svo fleiri myndir frá þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 581 Gestir í dag: 5 Flettingar í gær: 2026 Gestir í gær: 19 Samtals flettingar: 1387131 Samtals gestir: 75063 Tölur uppfærðar: 9.2.2025 03:20:32 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is