Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2013 Febrúar

22.02.2013 10:44

Öskudagur,Reykjavík,Sund og litla 2 mánaða.

Við skelltum okkur til Reykjavíkur um daginn í læknisferð með Benóný og hitti það akkurrat á að hann missti af öskudeginum heima. Það rættist svo heldur betur úr því þegar hann fékk lánaðan búning hjá Jakobi frænda sínum og var kóngurlóa maðurinn. Embla fékk Línu langsokk búning og svo fóru þau með Jakobi,Eyrúnu og Unni og Birgittu að sníkja gott í gogginn og fannst þeim það allveg æði.

Flott saman Eyrún,Embla,Benóný og Jakob.

Mamma bauð okkur í bollur að vana og tekur hún sig vel út hér með bollurnar sínar he he ég veit að Maggi og Ágúst sakna þess að komast ekki bollurnar hennar núna en hér fá þeir smá sýnishorn namm namm.

Hér halda þau af stað allir rosalega spenntir.

Sæt saman frændsystkynin.

Erum búnað vera dugleg að heimsækja pabba. Mamma er búnað vera í skemmtiferð með eldri borgurum í Hveragerði og hefur það vonandi bara rosa gott.

Einn hér af fullkomnu prinsessunni okkar sem var 2 mánaða þann 12 feb.

Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi með því að smella hér.

11.02.2013 11:01

Þorrablót á Jaðri og fósturtalning 2013

Hið árlega þorrablót á Jaðri var haldið á seinustu helgi og fórum við systur með pabba og þáðum veitingar og skemmtun. Það var mjög gaman og naut pabbi þess bara vel og fylgdist vel með öllu og þótti maturinn mjög góður. Hann fékk svo súkkulaði og kók sem honum fannst allveg rosalega gott. Við vorum með honum allveg til að verða hálf 10. Þegar við fórum spurðum við hann hvort það hafi ekki bara verið gaman og hann játaði því svo hann hefur bara skemmt sér vel emoticon

Það eru svo myndir af þorrablótinu og fleiru hér inni í albúmi með því að smella hér.

Fósturtalning fór svo framm hjá okkur í fyrsta sinn í Tungu 10 febrúar. Sá dagur byrjaði ekki vel því Siggi hringdi í mig og sagði mér að Stormur væri dauður. Það var þannig að hann var búnað vera eitthvað skrýtinn og höldum við að Brimill hafi stangað hann eða hann hafi fengið lugnabólgu. Hann hálf flautaði og másti og blés og var með tunguna út úr sér og andaði ótt og týtt. Við gáfum honum pensilín en það dugði ekki til því nú er hann allur greyjið. Mér til bóta þá notaði ég hann vel á fengitímanum svo það kemur vonandi arftaki í hans stað.

Já þá er það að talningunni að segja dadaraddarammm.....
Í heildina 34 fullorðnar 28 með 2. 4 með 1
Veturgamlar 12. 8 með 2. 2 með 1. 1 ónýt og ein fékk seint
Gemlingar 14. 2 með 2. 9 með 1. 3 geldir.

Ég og Emil

17 fullorðnar með 2
2   fullorðnar með 1
1   ónýt 
1   fékk svo seint að það var ekki hægt að greina fjölda lamba.

Veturgamlar

7 með 2
1 með 1
1 ónýt með blöðrur
1 fékk svo seint að það var ekki hægt að greina fjölda lamba.

Gemlingar

2 með 2
4 með 1
1 geld

Bói og Freyja                      Maja

8 fullorðnar með 2               3 fullorðnar með 2
                                            2 með 1

Veturgamlar                          Gemlingur 1 með 1

1 með 2
1 með 1

Gemlingar

4 með 1
2 geldar

Gleymdi að taka myndir hjá mér enn fór inn í Ólafsvík og fylgdist með þar.

Hér er Guðbrandur Þorkelsson frá Skörðum að sóna. Ég náði ekki að komast út á Hellissand til Óttars og þeirra því hann var búinn þar en ég náði að sjá inn í Ólafsvík.
Útkoman hjá þeim var mjög flott.

Gummi og Óli kampa kátir yfir góðri útkomu.

Sjón er sögu ríkari. Hér er hún Þuríður Ragnarsdóttir að sópa jötuna og fara gefa fyrir Gumma. Ég vissi að hún væri svolítil bóndakona innst inni he he.

Hún svoleis geislar af gleði þetta er svo gaman. Það eru svo myndir af sónuninni og fleiri myndir af Þurý hér inn í albúmi.

Jæja nú er komið af útkomunni hjá bændunum.

Hjá Gumma voru 14 með 2
2 með 3 og 4 með 1. Gemlingarnir 4 með 2 og 3 með 1

Hjá þeim í lambafelli var útkoman svona.

Hjá Óla voru 16 með 2
1 með 3 og 5 með 1 og 2 geldir gemlingar.

Hjá Sigga Arnfjörð voru 12 með 2
2 með 1 og ein með 4 og 1 gemlingur með 1.

Hjá Brynjari voru 10 með 2
4 með 1 og 4 gemlingar með 1.2 ónýtar

Marteinn sló metið eins og vanalega í frjóseminni með sakalega flotta útkomu.

Hjá Marteini voru 6 með 3
7 með 2 og ein með 4.
 2 með 1 og ein ónýt

Ég er svo bara með útkomuna frá Óttari út á Sandi en ég held að það hafi komið ágætlega út hjá hinum líka. En hér er útkoman hjá Óttari.

Af 35 rollum voru 5 með 3
3 með 1, 1 geld og rest með 2

Hjá Bárði voru 12 með 3, 1 með 4 og 7 einlembdar
Restin með 2
Af 13 gemlingum voru 6 með 2

Hjá Bárði og Herði á Hömrum til samans voru 20 þrílembdar
ekkert smá flott frjósemi hjá þeim.

Hjá Óskari inn í Bug voru 2 með 3
1 með 1, 10 með 2 og 2 gemlingar með 1

Hjá Jóhönnu inn í Bug voru 2 með 3
1 með 1,2 með 2 og einn gemlingur með 2 og 1 með 1.

Þá er þetta upptalið að sinni og óska ég öllum innilega til hamingju með þennan flotta
árangur og vonandi stenst þetta og lifir á sauðburði.

Kveðja Dísa

06.02.2013 11:33

Fyrsta brosið og heimsókn til Leif afa.

Fórum loksins að heimsækja Leif afa á Dvalarheimilið Jaðar. Við höfum ekkert farið því stelpurnar voru alltaf veikar. Pabbi rétt opnaði augun og leit aðeins á litlu en sofnaði svo bara aftur enda var þetta eftir hádegi þegar hann tekur lúr svo við reynum að fara næst þegar hann er meira vakandi.
Já litla er 6 barnabarnið hans Pabba svo hann er orðinn ríkur af börnum í kringum sig.
Pabbi hefur annars verið ágætur bara. Suma daga labbar hann og er hress en aðra daga þarf að fara með hann í hjólastól svo þetta er voða mikið bara dagamunur hverning hann er karl greyjið.
Það væri nú gaman að fá njóta hans ráða í sauðfjárræktinni í dag því ekki hafði ég svona mikinn áhuga á henni þegar hann var í lagi. Það hefði verið gaman að getað spjallað við hann um kindurnar og ræktunina en ég held að hann myndi hrista hausinn og fussa yfir hversu margar eru mislitar hjá mér því hann var miklu meira fyrir hvíta féið emoticon he he.

Farin að brosa svona innilega fyrir Huldu ömmu sína.

Og meira bros hjá prinsessunni okkar.

Jæja haldiði að ég sé ekki búnað láta bugast og ég ætla að láta sóna hjá mér sem sagt að telja fóstrin já ég veit að nú hugsa margir HVAÐ er í gangi því ég er búnað vera svo hörð að gera það ekki he he en jú maður er að linast með árunum og forvitnari sérstaklega því ég sá ekki sumar ganga og þá dauð langar mig að vita hvort það sé eitthvað í þeim. Það verður sónað á sunnudaginn 10 feb svo það verður spennandi að sjá hverning kemur út en ég verð að viðurkenna að ég er allveg svakalega stressuð er svo hrædd um að það komi svo illa út að ég verði bara með skottið milli lappana og loki mig inni að sauðburði af skömm emoticonog hugsi ég vissi að ég átti ekki að láta telja he he nei nei það þýðir ekkert að hugsa svona þetta verður bara gaman og maður verður bara vera jákvæður og taka því sem koma ber.
Það eru svo myndir inn í albúmi hér.

01.02.2013 11:37

Gimbrarnar í jan og heimsókn til Bárðar

Þær eru orðnar vel spakar hjá okkur gimbrarnar og er þessi í miklu uppáhaldi. 
Þetta er hún Eygló og er hún allveg svakalega skemmtilegur karakter eins og Frigg var í 
fyrra. Hún nagar mann allann og eltir mann þegar maður er að sópa og potar í mann með löppunni til að biðja um klapp he he. Annars eru allar hinar að koma til líka og eru 5 orðnar svona spakar líka og ég fæ varla frið til að sópa og þarf að ýta þeim frá mér.
Allveg yndislegar svona eiga þær að vera spakar og góðar.

Hér eru svo Gimbrarnar hjá Sigga í Tungu og eru þær líka allar orðnar spakar og er sú
mórauða skemmtilegasti karakterinn.

Hér er svo hún Silla litla sem fór til Bárðar í haust og leit hún þá svona út í okt 2012.

Hér er hún svo í dag og við hliðina á henni er tvævettla hjá bárði svo þið sjáið hvað hún er búnað stækka rosalega hún er allveg að ná hinum gimbrunum. Já hann Bárður getur verið stoltur af því hvað hún hefur fóðrast vel hjá honum og hann sem heldur að hún hafi ekki stækkað neitt. Svo hér sérðu hvað hún hefur stækkað he he.

Orðnir vel loðnir og stórir gemlingarnir hjá Bárði.

Þeir fá svo nóg af korni og fóðurbæti í bland svo þeir dafni vel og gera þeir það hjá Bárði og Dóru á Hömrum. Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér.

Jæja þetta verður ekki meira að sinni en ég er enn að velta fyrir mér hvort ég eigi að láta undan þrjóskunni og láta telja hjá mér he he.

  • 1
Flettingar í dag: 290
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330732
Samtals gestir: 14338
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 22:42:07

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar