Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

06.02.2013 11:33

Fyrsta brosið og heimsókn til Leif afa.

Fórum loksins að heimsækja Leif afa á Dvalarheimilið Jaðar. Við höfum ekkert farið því stelpurnar voru alltaf veikar. Pabbi rétt opnaði augun og leit aðeins á litlu en sofnaði svo bara aftur enda var þetta eftir hádegi þegar hann tekur lúr svo við reynum að fara næst þegar hann er meira vakandi.
Já litla er 6 barnabarnið hans Pabba svo hann er orðinn ríkur af börnum í kringum sig.
Pabbi hefur annars verið ágætur bara. Suma daga labbar hann og er hress en aðra daga þarf að fara með hann í hjólastól svo þetta er voða mikið bara dagamunur hverning hann er karl greyjið.
Það væri nú gaman að fá njóta hans ráða í sauðfjárræktinni í dag því ekki hafði ég svona mikinn áhuga á henni þegar hann var í lagi. Það hefði verið gaman að getað spjallað við hann um kindurnar og ræktunina en ég held að hann myndi hrista hausinn og fussa yfir hversu margar eru mislitar hjá mér því hann var miklu meira fyrir hvíta féið emoticon he he.

Farin að brosa svona innilega fyrir Huldu ömmu sína.

Og meira bros hjá prinsessunni okkar.

Jæja haldiði að ég sé ekki búnað láta bugast og ég ætla að láta sóna hjá mér sem sagt að telja fóstrin já ég veit að nú hugsa margir HVAÐ er í gangi því ég er búnað vera svo hörð að gera það ekki he he en jú maður er að linast með árunum og forvitnari sérstaklega því ég sá ekki sumar ganga og þá dauð langar mig að vita hvort það sé eitthvað í þeim. Það verður sónað á sunnudaginn 10 feb svo það verður spennandi að sjá hverning kemur út en ég verð að viðurkenna að ég er allveg svakalega stressuð er svo hrædd um að það komi svo illa út að ég verði bara með skottið milli lappana og loki mig inni að sauðburði af skömm emoticonog hugsi ég vissi að ég átti ekki að láta telja he he nei nei það þýðir ekkert að hugsa svona þetta verður bara gaman og maður verður bara vera jákvæður og taka því sem koma ber.
Það eru svo myndir inn í albúmi hér.
Flettingar í dag: 936
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 1174
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 706614
Samtals gestir: 46688
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 17:48:48

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar