Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2016 Janúar

30.01.2016 16:56

Leikrit með Línu langsokk,rollur,dans og fleira

Jæja ekki seinna vænna að fara blogga loksins og Gleðilegt ár kæru vinir.

Janúar er búnað líða svo hratt að hálfa væri nóg.

Ég er alla daga núna að vinna 8 til 12 á leikskólanum og svo fer ég beint að gefa 
rollunum og því næst að sækja krakkana klukkan 2 svo þetta hentar mér rosalega
vel og mér finnst þetta mjög fínt. Ég verð í þessari rútínu til 8 apríl en þá fer ég í 
frí. Við erum búnað panta okkur ferð til Tenerife með alla fjölskylduna og förum
þangað 12 apríl og komum heim 26 apríl og þá fer ég beint í sauðburð. 
Svo það eru svo langir mánuðir framm undan að bíða eftir þessum geggjaða
tíma sem verður í apríl. Við höfum aldrei farið út með krakkana svo þetta verður
svakalega spennandi.

Hérna er mynd af gullmolunum okkar á gamlárskvöld og hér má sjá fleiri myndir.

Benóný var að æfa dans í skólanum og það var mjög gaman að sjá krakkana dansa.

Hér eru þau að dansa svo dugleg.

Við tókum hrútana úr 15 janúar. Ég sæddi 17 kindur og af þeim héldu 11.
Við fáum lömb úr Saum,Grím,Börk,Kölska,Kalda,Vetur og Krapa.

Ég sæddi 10 hjá Sigga en aðeins 4 héldu svo ég var ekki allveg að standa
mig sem sæðingarmaður í ár.

Það er svo næsta tilhlökkunarefni að bíða eftir fósturtalningunni.
Það verður mjög spennandi ég get varla beðið hlakka svo til.


Stelpurnar voru alsælar þegar Rakel Gunnars gaf þeim þennan hest ekkert smá 
góð, hann hefur sko vakið mikla lukku hjá þeim. Enda elska þær hesta.

Benóný fékk hann Bangsímon frá skólnum í heimsókn yfir helgina og fannst það mjög
gaman. Við tókum hann svo með okkur til Reykjavíkur yfir helgina.

Við fjölskyldan fórum svo í fyrsta sinn í Leikhús. Ég og krakkarnir höfum aldrei áður 
farið í Leikhús en Emil hefði farið einhvern tímann sem krakki.
Þetta var þvílík upplifun og rosalega flott og gaman.
Það sem toppaði þetta svo var að við fengum að fara baksviðs og hitta Línu Langsokk
og það fannst krökkunum æði og voru svolítið feimin eins og sjá má og auðvitað 
fékk Bangsímon að koma með. Það eru svo fleiri myndir hér í albúmi af þessu.


Hér eru svo gimbranar að gæða sér á heyinu.

Ég er mjög ánægð með fórðrunina hjá mér á gimbrunum og veturgömlu þær hafa 
verið sér þangað til ég hafði hrútinn í þeim þá setti ég saman gimbranar og 
veturgömlu en þær verða aftur í stúkkaðar af eftir fósturtalninguna.
Það eru allveg mjög flott hornahlaup á þeim.

Rollurnar eru svo hinum megin í tveim stíum á móti hvor öðrum.
Við höfum gefið gimbrunum og veturgömlu allveg fulla jötu og sópum svo frá þeim
sem þær skilja eftir í rollurnar því þær hreinsa miklu betur upp.

Emil að gefa fóðurbætir.

Svört hans Sigga veit sko allveg upp á hár hvenær er verið að gefa fóðurbætir og klifrar
upp á milligerðið og bíður eftir að fá sína lúku sem ég gef henni alltaf.
Ég gef nefilega klukkan 12 en Siggi gefur ekki fyrr en um 6 eða 7 leytið.
Þær eru allveg sallarólegar hjá honum meðan ég gef því þær vita að þær fá ekki 
að borða þá nema Svört hún fær alltaf lúkuna sína af fóðurbætir emoticon

Hér eru Ísak Tvinna sonur og Mávur Blika sonur. Það eru líka flott hornahlaup á þeim
og í topp fóðrun hjá Sigga þeir eru í fóðrun hans megin í húsunum.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

Ég var nú næstum búnað gleyma að segja frá því hvað þetta ár byrjaði nú ekki vel
hjá mér. Krakkarnir voru öll veik fyrstu vinnu vikuna og ég komst ekkert að vinna 
fyrr en aðra vikuna í janúar. Benóný hefur verið svo matvondur eftir veikindin
sem hann mátti nú ekki við því nógu matvondur var hann fyrir. Hann borðaði
eingöngu brauðstangir frá Dodda í sjoppunni og brauðstangir sem ég bakaði
til 15 janúar og það var í öll mál neitaði öllu öðru. Já ég veit þetta hljómar
allveg galið en svona var þetta. Hann er með dæmigerða einhverfu og hefur 
verið matvondur en aldrei svona slæmur en þetta er að koma aðeins til baka
núna það er búið að bætast við engjaþykkni og bananaskyr hér heima.
Svo vonandi fer þetta nú að lagast.

Annað sem gekk ekki vel á þessu ári var að ég var einn daginn í óðagotinu mínu
að setja krakkana inn í bíl og tala í símann í leiðinni.

Það vildi svo til að ég skelli á og legg símann upp á toppinn á bílnum.
Spenni svo krakkana og er eitthvað að þusa við þau og stekk svo bara
inn í bíl og keyri af stað.

Þegar ég svo kem inn í sveit til Freyju og Bóa fer ég að hugsa hvar er síminn minn
eiginlega og leita dágóða stund og fer með krakkana til þeirra og fattaði svo
ARRRRRRGGGGGG emoticon ég skyldi þó ekki hafa gleymt honum á toppnum
og brunaði til baka og mér til mikilla hamingju sá ég hann á götunni í bleika veskinu
sem er utan um hann en lít svo upp þegar ég er að fara hægja á mér til að stökkva
út og sækja hann og sé þá hvar kemur og BÚMM tekur símann
og þeytir honum eitthvað út í loftið. Ég allveg lamaðist hvað var að gerast þetta
var svo fáránlegt eins og ég væri í bíómynd hvaða líkur voru á því að plógurinn
myndi akkurrat á þessu augnabliki koma og hrifsa símann minn.

Svo ég brunaði til baka og sá bleika veskið á götunni og í því var enginn sími og 
eins var ökuskirtenið horfið ásamt vísa kortinu mínu.
Ég ók svo til baka og sótti Bóa til hringja í símann ef svo ólíklega myndi vita til að
hann myndi vera í lagi en það var slökkt á honum.

Við leituðum svo inn í Bug eftir veginum og til allra lukku þá fann ég ökuskirtenið og 
vísa kortið í heilu lagi en enginn sími.

Við fórum því næst bara inn í Tungu að gefa og gáfum símann upp á bátinn um sinn.
Þegar við vorum svo búnað gefa ákváðum við að leita betur og eftir dágóða leit
fann ég lokið af símanum svo batteríið og því næst símann en hann var í henglum.

En ég fann hann þó allavega og var mjög sátt við það. Allveg ótrúlegt finnst mér samt
 að hugsa til þess hversu óheppin ég var að þetta hafi farið svona því ef ég hefði verið
mínótu fyrr að koma að símanum hefði ég náð honum ég meina hverjar eru líkurnar
að mæta snjóblóg sömu mínótu og maður sér hann.

Ég er því búnað glata öllum númerum og þarf að safna þeim upp á nýtt en er þó
komin með annan síma núna en var símalaus í 2 vikur eftir þetta óhapp.

Vona að þið hafið skemmt ykkur eins vel yfir sögunni og ég geri í dag emoticon

Takk fyrir mig að sinni
  • 1
Flettingar í dag: 253
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 233
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 331766
Samtals gestir: 14677
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 09:28:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar