Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2019 Mars

26.03.2019 22:00

Mávur valinn lambafaðir ársins 2018 hjá Sæðingarstöðvunum

Okkur hlotnaðist sá mikli heiður á Fagráðsfundi í sauðfjárrækt sem haldinn var í Bændahöllinni
þann 1 mars að fá veitt verðlaun fyrir Máv sem besta lambafaðir ársins 2018.
Mávur er hútur sem við seldum sæðingarstöðvunum. 
Þessi mynd kom af okkur í Bændablaðinu með verðlaunin sem eru ekkert smá falleg.
Hér er mynd sem ég á af Máv þegar hann var veturgamall.
Við erum ólýsanlega stolt af að hafa fengið þessa glæsilegu viðurkenningu.

Hér inn á Rml má lesa greinina um Máv og Dreka sem voru verðlaunaðir á Fagráðsfundinum.
Mávur sem besti lambafaðirinn og Dreki sem besti kynbótahrúturinn.

Þessi glæsilegi gripur er kominn upp í hillu inn í stofu og tekur sig vel út.
Þessa glæsilegu viðurkenningu fengum við líka.
Hér er ein mynd af fundinum.
Mynd af Dreka á fundinum.

26.03.2019 21:35

Ýmislegt í mars

Jæja hef ekki verið sú duglegasta að blogga um tíma svo það er kominn tími til að ég fari að
henda einhverju hér inn. Við sprautuðum fyrri sprautuna í rollurnar og gemlingana 16 mars.
Arnar ætlaði að koma og rýja fyrir okkur þá en varð fyrir því óláni að togna á fæti og gat ekki
tekið að sér rúninginn fyrir okkur en til allra lukku þá náði Siggi á Gumma sem klippti fyrir
okkur í fyrra og hann gat reddað okkur núna á föstudaginn 22 mars en við vorum því miður ekki heima því við vorum stödd við jarðarför hjá ömmu hans Emils. Siggi tók því á móti honum og Bói og Jóhanna hlupu í skarðið fyrir okkur og allt gekk þetta vel.
Set hérna inn mynd síðan í fyrra úr því að ég var ekki viðstödd núna til að mynda.

Mamma á bollu daginn hún stendur alltaf fyrir sínu og býður okkur í bollur.
Við fórum suður í byrjun mars og hér eru frændsystkinin í gistipartý í íbúð sem Þórhalla
var með í bænum og við fengum að gista hjá henni eina nótt og eins og sjá má var 
rosalega mikið fjör hjá þeim að fá að vera öll saman.
Í Húsdýragarðinum Bjarki Steinn, Benóný Ísak og Embla Marína.
Embla orðin vel tannlaus he he búnað missa þrjár á stuttum tíma.
Hér er hún Árný Anna amma hans Emils við kvöddum hana á föstudaginn í jarðarför
í Hveragerði. Við þekktum hana sem Öddu ömmu og hún kom reglulega í heimsókn til
okkar síðast liðin ár þegar hún bjó í Stykkishólmi. Hún var ótrúlega hress og keyrði
eins og herforingi á milli Stykkishólms og Ólafsvíkur. Henni fannst mjög gaman að spjalla
við mig um kindurnar og hefði viljað komast í heimsókn í fjárhúsin en því miður komst hún aldrei til þess. Hún hafði gaman af að spjalla við krakkana og hlustaði af athygli á það sem þau höfðu að segja við hana. Við munum sakna hennar og hvíli hún í friði.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 233
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 331689
Samtals gestir: 14673
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 08:02:18

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar