Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2020 Mars

28.03.2020 09:33

Embla Marína 9 ára 28 mars

Elsku Embla Marína okkar fagnar 9 ára afmælinu sínu í dag. Að hugsa sér að fyrir 9 árum 
síðan komst þú frábæri gleðigjafinn okkar í heiminn við elskum þig alla leið til tunglsins og
miklu meira en það þú ert fullkomin.
Orkumikil fjörkálfur með mikla útgeislun og gleði hvar sem þú kemur.
Verið að skíra þig í Brimisvallarkirkju fyrir 9 árum.
Embla 5 mánaða.
Útskrift úr skólanum.
Á Tenerife 2019.
Að veiða með mömmu sinni.
Á Tenerife.
Í fjárhúsunum með sínum uppáhalds Hröfnu og Elsu.
Með hænu unga hjá ömmu og afa.
Dugleg að hjálpa til við að gefa.
Héldum smá afmælis kósý fyrir hana í gær.
Það komu bara þrír því ekki mátti halda afmæli svo það voru bara þau sem hafa verið hér
að leika 3 félagar og svo systkynin. Embla var mjög ánægð með þetta þau borðuðu saman
og við leigðum mynd og fórum í smá leiki.
Hér er svo elsku Embla okkar í dag.
Opnaði pakkann leið og hún vaknaði kl hálf 8 í morgun.
Fékk þessa tvo álfa hesta frá okkur. Hún elskar hestadót.

27.03.2020 18:30

Ronja 6 mánaða

Ronja Rós er 6 mánaða í dag 27 mars.
Svo kát.
Með kindinni.
Aðeins að máta skóna sem eru allt of stórir.
Svo mikil fyrirsæta.
Fór í skoðun núna 24 mars og er orðin 6340 gr og 67 cm ,höfuðmál 43 svo hún heldur
bara sinni línu. 

Elskar svo mikið Huldu ömmu sína.

Svo fallegar saman.

Ronja er líka rosalega hrifin af Myrru kisunni okkar og Myrra sækjir jafn mikið í hana.
En nú má Myrra fara passa sig því litla daman er farin að vilja rífa í hana og klípa.

Svo montinn í nýju jumporo grindinni sinni sem við fengum Kjartan og Dagbjörtu
systir Emils til að kaupa fyrir okkur.

Svo sposk á svipinn þessi elska.

Það eru svo fleiri krútt myndir af henni hérna inn í albúmi.27.03.2020 14:06

Fjárhúsatími

Það er allt í rólegheitum í fjárhúsunum og við sprautuðum fyrri sprautuna í gemlingana um 
daginn og Siggi sprautaði og ég hélt í þá. Það er svo sem ekki mikil breyting fyrir mig á þessum skrýtna tíma sem er núna með þessari kórónu veiru því ég held bara minni rútínu í fjárhúsunum að gefa og svo að vera heima með gullið mitt hana Ronju Rós sem fyllir alla daga af kátínu og gleði. 

Hinir krakkarnir eru í skólanum með mjög ströngu eftirliti og boðum og bönnum sem 
erfitt er að melta en standa sig þó bara mjög vel. 

Benóný hatar 2020 og hefði helst viljað fæðast 2021 he he svo hann þyrfti ekki að upplifa þetta ár. 

Það fer auðvitað verst í hann að geta ekki farið í sund og hefur áhyggjur af að komast ekki í rennibrautir í sumar og vill að við kaupum rennibraut og heitapott í garðinn ef það verður ekki búið að lagast.

Ég er samt bara reyna útskýra fyrir þeim að vera jákvæð og meta allt þetta góða sem við erum með að við séum með Hús,rafmagn,sjónvarp,tölvu,vatn og mat og eigum hvort annað að, svo þetta gæti verið mikið verra því þau meta jú sjónvarp og tölvu mikils og ekki myndu þau vilja vera án þess.

 Ég segi þeim alltaf að hugsa bara einn dag í einu ekki spá of mikið í hvað næst bara lifa í núinu. Einbeita sér að því að við erum hraust og okkur liður vel svo við þurfum ekki að vera hrædd og stressuð að vera veik ef við verðum veik þá tökumst við á við það þegar að því kemur.
Hér er svo alltaf hægt að kúpla sig út frá öllu og eiga gæðastundir saman.
Freyja elskar að leika við gemlingana.
Og þeir elska okkur og það er alger plága að sópa króna hjá þeim maður fær engan frið.
Þessi gráa er undan Fáfni sæðishrút og er rosalega sterkur karekter og æðisleg.
Hérna eru tvævettlurnar að kíkja yfir og bíða eftir klappi.
Freyja reddar því.
Benóný að klappa Rósu og Vaíönnu.
Benóný Ísak og Freyja Naómí.
Freyja svo mikil sveita stelpa.
Eg fékk hóp af flottum vinnu krökkum með mér um daginn.
Freydís,Vigdís,Arna,Embla og Freyja.
Freyja að gefa.
Vigdís að gefa.
Arna að gefa.
Freydís að gefa.
Embla að gefa.
Svo gaman hjá þeim og þær voru svo duglegar að hjálpa mér.
Freydís og Freyja að dreifa athyglinni þeirra meðan ég sópaði slæðingin af grindunum.
Freyja og Benóný.
Freyja að fá smá knús.
Benóný að fá sér hænutíma hjá Freyju ömmu og Bóa afa.
Gaman í sveitinni hjá ömmu og afa. Bjarki Steinn,Embla Marína,Freydís Lilja og Freyja
Naómí.

Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn í albúmi.

27.03.2020 13:48

Ronja Rós borðar í fyrsta sinn.

Ronja Rós fékk fyrstu skeiðina af graut fyrir 2 vikum síðan og tók voða vel við fyrstu skeiðunum.
Tók svo ekki svo vel við næstu skiptum en núna er ég farin að gefa henni smá í hádeginu
líka bara ávaxtamauk frá Hipp og ef ég blanda því svo aðeins með grautnum þá finnst
henni hann mjög góður. Hún fékk svo stappaðan banana bara smá tvær þrjár skeiðar og
henni finnst hann mjög góður svo ég held hún eigi bara eftir að vera góð að smakka
nýjar tegundir. 
Ástæðan að ég fór að gefa henni að borða fyrir tveim vikum er því hún var farin að vakna
meira á nóttinni til að liggja bara á brjóstinu og drekka svo eftir að ég fór aðeins að gefa
henni þá lagaðist það. Annars hef ég alltaf byrjað að gefa öllum börnunum að borða um
6 mánaða.
Farin að vera dugleg að sitja í bumbó stólnum og tæta í allt sem hún nær í.
Fékk líka að prófa hoppu róluna í fyrsta sinn um daginn og það er voða sport.
Svo gaman að hoppa. Þessi róla er síðan Benóný var lítill.
Karítas frænka keypti þessa fínu göngugrind fyrir mig handa Ronju Rós og hún er svo
ánægð í henni nema hún nær ekki alveg niður strax he he.
Að máta kósý galla fyrir mömmu sína.
Í baði í vaskinum voða sport.
Benóný bróðir að liggja með mér að leika.
Alltaf stutt í brosið mitt og ég er svakalega mikill grallari og ofsa kát.
Ég er mjög liðug og get nagað á mér tærnar.
Gaman að hoppa með Freyju systir.
Svo fín í rauða kjólnum sem Óttar og Íris gáfu mér.

11.03.2020 14:57

Ronja Rós í fyrsta sinn að sofa út í vagni

Það var núna 9 mars sem Ronja Rós svaf fyrst út í vagni. Ég var ekkert að stressa mig á því að láta hana sofa úti því það hefur alltaf verið svo leiðinlegt veður og mikill kuldi svo ég ákvað að láta loks verða að því núna í vikunni. Fyrst svaf hún bara í 20 mín og ég tók hana svo inn svo næsta dag svaf hún 2 klukkutíma og því næst í 4 klukkutíma svo ég held hún eigi bara eftir að líka vel við að fá að sofa út í vagni.
Hér er búið að dúða hana upp og setja hana í vagninn.
Sefur í sólinni sem teygir sig niður á pallinn.
Fyrsti göngutúrinn var líka tekinn í frekar köldu veðri en mildu.
Donna var alsæl að komast í göngutúr enda langt síðan hún hefur farið með okkur í svona
göngu heldur tek ég hana bara alltaf með í fjárhúsin og hún er hundleið á því og nennir 
ekki hreyfa sig fer bara og finnur ullarpoka til að sofa á meðan ég gef kindunum.
Svo kát þegar hún er búnað fá sofa í vagninum.
Svo gaman að vera í bumbo og leika.
Fékk að fara í bað með systurm sínum og máta baðhringinn í fyrsta sinn og fannst það
rosalega gaman eins og sjá má mjög kát yfir þessu.
Alltaf stuð á okkur í fjárhúsunum hér er ég með Lóu og Hörpu sem eru mjög uppáþrengjandi.
Ég fæ engan frið fyrir þeim þegar ég er að sópa grindurnar þær eru tvævettlur.
Hér lagði ég pokann í jötuna á meðan ég var að sópa hjá gemlingunum og á meðan
voru þær tvævettlurnar búnað teygja sig í hann og stela honum til að leika sér með hann.

Hér var ég búnað teygja mig í hann frá þeim og núna eru gemlingarnir að krafsa í hann á 
meðan ég er að setja heyjið inn í hann sem þær voru búnað slæða á grindurnar.
Hér er svo hún Lóa hún er alveg einstaklega áhugasöm þegar ég set í pokann og stendur
alltaf ofan á honum svo ég get varla sett í hann og ég þarf að ýta henni af honum.

Annars er allt í rólegheitum heima og í fjárhúsunum. Emil er búnað vera heima ,það hafa
bæði verið brælur og bilað hjá honum svo það hefur ekki verið mikið farið á sjó en jákvæða við það er að við fáum að hafa hann heima og hann fær dýrmætan tíma með okkur sérstaklega Ronju sem stækkar svo hratt og þá er gaman að fá að fylgjast með henni.

Við ætluðum að fara til Tenerife í apríl en við erum búnað breyta ferðinni út af kórónu
veirunni og förum þá bara seinna í staðinn. Ég var ekki tilbúin að fara með Ronju svona
litla og eins að fara með Benóný því hann er með dæmigerða einhverfu og myndi ekki
höndla þessar aðstæður að vera með grímu og svoleiðis í flugstöðinni og þess þá heldur
ef það kæmi til þess að vera fastur úti eða á einhverju hóteli ef þær aðstæður myndu 
gerast. Benóný var auðvitað farinn að hlakka alveg rosalega til að fá að fara í vatnsrenni
brauta garðana en tók því bara mjög vel að við værum ekki að fara og værum búnað fresta hann horfir samt alveg jafn mikið á rennibrautagarða á youtube og lætur sig dreyma um að fara í þá og er líka farinn að pæla í sumrinu hvert á að fara um landið í hjólhýsinu.

08.03.2020 10:13

Hænu fjör og Ronja Rós

Benóný Ísak elskar hænurnar sínar inn í sveit hjá ömmu Freyju og afa Bóa og hann var svo hissa um daginn þegar við vorum að þá flaug hænan upp í glugga inn í þvottahúsi og það fannst honum rosalega fyndið og afi þurfti að hjálpa honum að ná henni niður aftur.
Hér sést glottið á mínum þegar hann sýndi okkur hvert hænan fór.
Svo gaman hjá krökkunum að kíkja á hænurnar. Hér er Freyja,Embla og vinkona þeirra
Freydís og svo Benóný.
Alltaf elska ég þetta útsýni jafn mikið úr sveitinni af Snæfellsjökli.
Maggi bróðir kom óvænt í heimsókn núna um helgina og Ronja var svo kát hjá honum.
Elskar alveg að vera hjá ömmu Huldu.
Með Benóný bróðir svo spennandi.
Farin að reyna reisa sig upp og sitja.
Allt svo spennandi að skoða.
Upphalds stellingin að fara yfir á magann.í þessum stól er líka gaman.

04.03.2020 16:34

Ronja 5 mánaða og fleira

Ronja Rós var 5 mánaða 27 febrúar síðast liðinn.
Hún er orðin 6.100 gr og 65 cm .
Hún er enn jafn kát og er farin að taka vel eftir og ef maður segir hvar er kisa þá skimar
hún eftir Myrru kisunni okkar og eins ef maður segir nafnið hennar þá litur hún við.
Hún er farin að vilja bara vera á maganum þegar hún er lögð á teppið en verður fljótlega
þreytt og grúfir þá með hausinn ofan í teppið he he. Hún er farin að skoða vel í kringum sig 
og skoða fingur og tær og teygja tærnar upp fyrir haus og reyna reisa sig upp.
Við erum farin að nota Bumbo stólinn bara lítið í einu smá á dag og það finnst henni mjög 
spennandi. Hún elskar röddina sína og skrækir hátt og rífst við dótið sitt einnig elskar hún
Emblu og Freyju þegar þær eru að tala við hana þá ljómar hún og hlær. Hún hefur gaman
af að láta fíflast í sér og fangar alla athyglina á heimilinu með brosinu og kátínunni sinni.

Svo mannaleg í fanginu á pabba sínum.

Svo mikið yndi.

Gaman að máta hárbönd.

Fórum til Reykjavíkur um seinustu helgi.

Heimsóttum Fríðu frænku og Helga og Ronja var svo kát í heimsókninni.

Brosir svo fallega.

Orðin svo dugleg á maganum og reisir hausinn svo hátt upp.

Í Bumbo stólnum í vöggunni svo montin.

Brosandi með mömmu sinni.

Mamma dugleg með bollurnar sínar í árlega bolludagskaffinu hjá sér.

Freyja að hjálpa mér að baka muffins.

Hér eru þær að byggja snjóhús inn í Tungu bak við fjárhús.

Komnar í gegn búnað gera göng.

Benóný lukkulegur að prófa þetta hjá þeim.

Þau voru nú heldur glæfraleg Benóný,Embla,Freydís og Freyja inn í Bug að sýna mér
stóra góða brekku til að renna og svo héldu þau af stað og mér leyst ekkert á þau.

Þau létu sig svo hafa það og komu á fullri ferð niður og fannst voða gaman en voru
smá skelfingu lostinn yfir hvað þau fóru hratt he he enda var þetta frekar bratt niður.

Freydís svo dugleg að hjálpa til að gefa.

Hér eru svo Freyja og Embla búnað fara með sín föng í jötuna rosalega duglegar allar.

Það eru svo myndir af þessu hér inn í albúmi.

04.03.2020 10:12

Seinni rúningur 22 feb

Arnar kom þar seinustu helgi og tók af fyrir okkur. Hann var eldsnöggur að þessu og þær
voru mjög rólegar hjá honum.

Stóru hrútarnir voru klipptir líka.

Hér er hann að störfum.

Embla og Freydís vinkona hennar fylgjast með og opna pokann fyrir ullina. Embla var
svo rosalega dugleg að hún var allann daginn með pabba sínum frá 10 um morguninn og
framm til klukkan 6 en Arnar kom rúmmlega 12 og kláraði fyrir 6 að rýja fyrir okkur og Sigga.
Freydís kom með mér í hádeginu og var svo með Emblu allann daginn svo þær voru
rosalega duglegar að hjálpa til.

Fallegir litir sem koma undan ullinni sumar mjög doppóttar.

Gemlingarnir vel vænir hér er ein undan Ask Kalda syni og Brussu. Brussa er undan
Máv.

Hér er hluti af gemlingunum nýklipptum.

Lambhrútarnir fyrir klippingu. Hér er Bolti.

Eftir klippingu hér er fremstur Gumma Óla hrútur undan Gosa frá honum sem er undan
Bjart sæðingarstöðvarhrút og fyrir aftann hann er hrútur frá Sigga sem er líka undan
Gosa frá Gumma svo er Bolti hans Kristins sem er undan Víking frá Bárði sem er undan
Skjöld frá Bárði og Dóru.

Hér er svo kolur búnað bætast í hópinn hann er undan Zesari frá mér og Kviku hann er
mógolsóttur.

Lóa að kíkja yfir hún er alltaf að príla.

Gemlingarnir hjá Sigga í Tungu.

Freydís að klappa Viktoríu og Emblu þessari gráu hún er undan Fáfni sæðishrút.

Hluti af stóru hrútunum.

Búið að gefa á garðann mislitar öðru megin og hvítar hinum megin.

Benóný og Svavar komu með í fjárhúsin um daginn áður en það var klippt.

Freyja alveg elskar að koma niður í kró hjá gemlingunum sem elska hana alveg jafn mikið.

Embla Marína að sópa.

Freydís og Freyja hjá Gemlingunum alveg umkringdar.

Freydís alveg umkringd.

Freyja Naómí í eltinga leik við þær.


Það eru svo fleiri myndir af þessu inn í albúminu.

  • 1
Flettingar í dag: 223
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 233
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 331736
Samtals gestir: 14674
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 08:45:09

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar